Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Málvöndun í Þýskalandi Í fertugasta tölublaði þýska tíma- ritsins Spiegel (2.10.2006) er fjallað rækilega um málrækt og stöðu þýskrar tungu. Á forsíðu stendur Bjargið þýskri tungu (Rettet dem Deutsch (í stað … das Deutsch)) og á bls. 182–190 í sama riti er að finna þrjár greinar. Í fyrsta lagi er þar greinin Deutsch for sale en þar er því haldið fram að þýsku stafi ógn af enskum tökuorðum (Englische Importwörter) og því sem e.t.v. mætti kalla ‘fagrar merking- arleysur’ (flotte Gedankenlosigkei- ten). Í öðru lagi er fjallað um mál- ræktarmanninn Bastian Sick en hann er kunnur og mikils metinn fyrir umfjöllun sína um þýsku, m.a. í þáttum á Netinu (Spiegel Online). Þriðja greinin er viðtal við forseta þýska sambandsþingsins, Norbert Lammert, þar sem m.a. er rætt um stöðu þýsku í Evrópu nútímans. Umsjónarmanni þykir nokkrum tíðindum sæta að í stórblaði á borð við Spiegel skuli fjallað með ræki- legum hætti um það sem kalla má neikvæða fylgifiska alþjóðavæðing- arinnar. Þetta þarf þó ekki að koma á óvart því að auðvitað er Þjóð- verjum annt um þýsku eins og Ís- lendingum um íslensku. Í tímarit- inu eru reyndar birtar niðurstöður úr skoðanakönnun um afstöðu Þjóðverja til móðurmáls síns. Ein spurninganna var eftirfarandi: ‘Hve mikilvægt er að geta tjáð sig vel og með réttum hætti í mæltu máli og rituðu?’ 98% svöruðu spurningunni með ‘afar mikilvægt/mikilvægt’ en 2% svöruðu ‘ekki mikilvægt/alls ekki mikilvægt’. Ætla má að afstaða Íslendinga til íslensku sé svipuð. En það er ekki aðeins enska sem er talin hafa óæskileg áhrif á þýska tungu heldur einnig ýmislegt annað sem er orðið snar þáttur í lífi margra, einkum barna og unglinga, t.d. tölvupóstur í símskeytastíl og sms-skeyti. Í tímaritinu er vitnað til nýlegs rits þar sem komist er svo að orði ‘að hætta sé á að málhæfni falli niður á stig sms-skeyta’ (drohen sprachliche Fähigkeiten auf SMS- Niveau abzusinken). Umsjónarmaður hefur að vísu af- ar takmarkaða reynslu af notkun sms-skeyta en þykist þó vita að orð- færi og málbeiting sé með afar sér- stökum hætti á þessu sviði. Það virðist enn fremur blasa við að sá miðill sem börn og unglingar nota einna mest, tölvupóstur og sms- skeyti, hljóti að hafa áhrif á málfar og málkennd. Þetta hlýtur að eiga jafnt við um íslensku sem þýsku og því þarf að leiðbeina um framsetn- ingu á þessum vettvangi sem öðr- um. Orðfræði Það er alkunna að miklu máli skiptir að nota orð með réttum hætti, í samræmi við málvenju. Sem dæmi má taka að sumir ákvæð- isliðir ganga ágætlega með ákveðnum orðum en aðrir eiga ekki við. Vitaskuld er unnt að setja fram reglur um atriði sem þessi en í flest- um tilvikum dugir málkenndin ágætlega. Ætla má að flestir geti verið sammála um að eftirfar- andi dæmi sam- ræmist ekki málvenju: Ég vona að þeir geri það [hefni sín], hann [þjófurinn] á það innilega (‘sannarlega’) skilið (30.8.06); Þar hrasaði Friðrik á eigin klofbragði (‘féll á sjálfs sín bragði’) (22.8.06); bjarga lífi og limum fiskanna (1.9.06); draga úr biðlistunum (‘stytta þá’) (13.9.06); því safnast biðlistarnir upp (‘lengjast’) (13.9.06); vörubíll með tengivagn valt og dreifði gleri þvert yfir götuna (‘gler dreifðist’) (23.9.06) og sem leikstjórnandi á miðjunni getur hann dreift bolt- anum í allar áttir (16.9.06). Svipaðs eðlis en þó af öðrum toga eru dæmi þar sem ruglað er saman orðasamböndum, t.d.: Nú halda tvær fylkingar þjóð- arinnar fast við sinn keip (24.9.06) [sbr. halda fast við e-ð og sitja (fast) við sinn keip]; Nú er honum farið að finnast nóg til komið (29.8.06) [sbr. e-m finnst nóg komið (af svo góðu) og e-m finnst mikið til e-s koma]; fylgistap flokksins er að finna í óvinsælli utanríkisstefnu Blairs [þ.e. má rekja til] (8.9.06) og Við hlupum af öllum toga [þ.e. eins og fætur toga] heim til mín (27.6.06). Nýmæli Flestir munu kannast við orða- tiltækið frá/(af) sjónarhóli e-s (séð) ‘að skoðun e-s’. Það er tiltölulega ungt í íslensku og er vísunin aug- ljós. Umsjónarmaður rakst nýlega á skemmtilegt afbrigði af því: Frá kögunarhóli kjósenda er auk heldur eðlilegt að óskir komi fram um (Frbl. 23.9.06). Nafnorðið kögun er leitt af sögninni kaga ‘skyggnast um, horfa yfir’ og því merkir kög- unarhóll ‘útsýnishæð, sjónarhóll’, sbr. sérnafnið Kögunarhóll (við Ingólfsfjall). Sögnin leka er oftast notuð sem áhrifslaus sögn (bensíntankurinn lekur) en hana má einnig nota sem áhrifssögn, t.d. leka e-u í e-n. Sögn- in sytra ‘renna (hægt), seytla, vætla’ er jafnan áhrifslaus. Umsjón- armaður þekkir engin dæmi þess að hún taki með sér lið í þágufalli. En lengi er von á einum: Heilindin eru engin lengur, stjórnarflokkarnir sytra á báða bóga trúnaðarmálum sem eru á vinnslustigi (27.9.06). Hér er vel að orði komist og dæmið er í fullu samræmi við íslenska mál- fræði. Úr handraðanum Í sögu Davíðs Stefánssonar, Sól- on Islandus, kemur fram að Sölvi Helgason var stórlega ýkinn. Þar segir m.a. frá því að hann þóttist hafa keppt við ítalskan reiknimeist- ara. Ítalinn reiknaði barn í konu en Sölvi reiknaði það úr henni eða eins og segir í sögunni: þá tókst þeim ítalska að reikna barn í eina danska. Ég var viðbúinn og reiknaði það strax úr henni og Og loks tókst mér að reikna tvíbura í eina afríkanska, og var annað barnið hvítt en hitt svart. Til þessa vísar orðatiltækið reikna barn í konu ‘ýkja stórlega; gera hið ómögulega’ og af sama meiði er trúlega reikna kálf í kú (4.9.06). Umsjón- armaður hefur að vísu afar takmarkaða reynslu af notk- un sms-skeyta en þykist þó vita að orðfæri og málbeiting sé með afar sérstökum hætti á þessu sviði. jonf@rhi.hi.is ÍSLENSKT MÁL 89 Jón G. Friðjónsson 89. þáttur. NÝLEGA lýsti flug- stjóri bandarískrar farþegaflugvélar yfir neyðarástandi þegar flugvélin var stödd um 500 sml. frá Keflavík. Samkvæmt upplýs- ingum flugstjórn- armiðstöðvarinnar í Reykjavík upplýsti flugstjóri vélarinnar að báðir hreyflar flug- vélarinnar gengju óreglulega. Flugvélin, sem var af gerðinni Boeing 757/200, var á leið frá Bret- landi til Bandaríkjanna. Gert var ráð fyrir um 200 manns um borð í flugvélinni (síðar kom í ljós að þeir voru rúmlega 170). Í samræmi við þetta gripu und- irritaður og aðrir starfsmenn Land- helgisgæslunnar í stjórnstöð hennar / vaktstöð siglinga strax til aðgerða, kölluðu út þyrlur og varðskip Land- helgisgæslunnar og skip nærri flug- leiðinni á svæðinu úti fyrir suðvest- urlandi voru beðin að vera í viðbragðsstöðu. Auk þess var neyð- arlínan beðin um að kalla til öll björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á svæðinu frá Vest- mannaeyjum að Akranesi, auk þess að virkja samhæfingarstöðina í Skógarhlíð (það hafði verið gert í samræmi við vinnu- reglur björg- unarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð). Viðbúnaður miðaðist við að flugvélin gæti þurft að nauðlenda á sjó, eða næði ekki til Keflavíkurflugvallar. Þyrlur, varðskip og björgunarskip voru því send í átt til flugleiðar farþegaflugvélarinnar og önnur skip á svæð- inu beðin vera við öllu búin. Auk þess var við- búnaður á landi í samræmi við starfsreglur. Tvær þyrlur Land- helgisgæslunnar, TFLIF og TFSIF voru sendar af stað strax og þær voru tilbúnar. Þriðja þyrlan, leigu- þyrla frá Noregi, LNOBX var í skoðun á þessum tíma, flugvirkjar höfðu hraðar hendur og komu henni af stað á skömmum tíma og fór hún þá þegar áleiðis á svæðið. Þá var flugvél Landhelgisgæslunnar TFSYN gerð klár til flugs ef með þyrfti. Farþegaflugvélin lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli rúmri klukkustundu eftir að flugstjóri hennar hafði lýst yfir neyðar- ástandi. Aðgerðir voru að mínu mati fyllilega í samræmi við aðstæður, ekki síst ákvörðun flugstjórans um að lýsa yfir neyðarástandi. Frétta- flutningur þar sem gefið er í skyn að samskipti flugstjórnarmiðstöðv- arinnar og flugstjórans hafi verið ófagleg á ekki við rök að styðjast. Ljóst er að þrátt fyrir að boðun nokkurra aðila hafi ekki tekist sem skyldi, þá hafði það engin úr- slitaáhrif vegna aðgerðanna. Ég tel líklegt að yfir 1.000 manns hafi tek- ið þátt í þessari aðgerð, mikill meiri- hluti þeirra sjálfboðaliðar björg- unarsveitanna. Björgunaraðilar leyfa sér ekki að ganga út frá bestu mögulegri nið- urstöðu í aðgerðum. Bilun í farþegaflugvél 500 sjómílur frá Keflavík Hjalti Sæmundsson viðbúnað Landhelgisgæslunnar og ann- ars björgunarliðs vegna til- kynningar um nauðlendingu bandarískrar flugvélar » Fréttaflutningur þarsem gefið er í skyn að samskipti flugstjórn- armiðstöðvarinnar og flugstjórans hafi verið ófagleg á ekki við rök að styðjast. Hjalti Sæmundsson Höfundur er aðalvarðstjóri, stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands, vaktstöð siglinga. ÓSPJALLAÐ land, ósnortið land, við hvað er átt? Alla daga notar fólk þessi orð ranglega. Leikarar, alþingismenn, skóla- meistarar, kennarar eða skáld. Hámenntaðir eða lítið menntaðir, skiptir ekki máli hver á í hlut, því allir grípa þeir til þessara orða við hátíðleg tækifæri, þegar telja á fólki trú um að landið okkar sé „ósnortin“ náttúruperla sem varð- veita skuli í núver- andi ástandi … fyrir útlendinga. Þvílík fjarstæða. Fólk talar líka æ oftar um ósnortið (sem ekki hefur verið hreyft við eða skað- að) og óspjallað land (ekki spillt, skemmt eða skaðað), þegar talað er á móti virkj- unarframkvæmdum á Íslandi. Það er samt vitað að hér á landi eru afar fáir blettir sem geta kallast þessum nöfnum, því við landnám voru 75% landsins þaktar gróðri (óspillt, óspjallað, ósnert land) en núna aðeins 25%, þar af 20% gat- slitnar og aðeins 4–5% geta talist heil gróðurþekja, svo sem eins og engi og heimahagar. Varla hægt að telja túnin með í þessum flokki, því þau eru sund- urskorin af djúpum, manngerðum sárum sem kölluð eru skurðir. Ekki einu sinni umdeildasta svæði Íslands- sögunnar, Kárahnjúkasvæðið, get- ur flokkast undir þessi rangnotuðu orð, þar sem mannvistarleifar sýna að þar hefur verið byggilegt hér áður fyrr. Auk þess hefur búfjárbeit í aldaraðir (og nú hreindýrabeit) haldið öllum gróðri í algjöru lág- marki, eða hjálpað til, ásamt veðri og vindum, við eyðingu hans. Það sýna gróður- og jarðvegsleifar þarna á hálendinu og gróður- og jarðvegsleifar sem eru á hraðri leið niður hlíðar nærliggjandi dala. Útilokað að kalla svæðið óspjall- að eða ósnortið. Er ekki fólk bara að tala um allt annað fyrirbæri sem nefnist óbyggð (óbyggðir)sem þýðir óbyggt land, einkum hálendi eða öræfi Öræfi þýðir eyðimörk, óbyggðir eða ónytjað hálendi. Það skyldi þó aldrei vera? „Óbyggðirnar kalla“. „Ör-ör-öræfaferð“. Hvað er menning? „Hvað er að frétta úr menning- unni“? spurði fréttamaður út- varps, konu nokkra fyrir norðan, hér um árið. „Allt gott, þakka þér fyrir. Kvenfélagið er að æfa Grá- mann í Garðshorni fyrir Góugleð- ina og karlakórinn er nýbúinn að vera með söngskemmtun“, svaraði konan. Svo var ekkert fleira að frétta úr menningunni þar á bæ. Engar fréttir úr skólunum né atvinnulíf- inu yfirleitt, enda líklegast ekki talin menning í augum þessa fólks. „Hver á að borga menninguna“? spyr fólk og heldur ráðstefnu um fyrirbærið. „Hvað ætla tilvonandi frambjóðendur að bjóða okkur upp á í menningarmálum“? Þessar spurningar og aðrar í sama dúr dynja yfir okkur dag- lega nú í aðdraganda þingkosn- inga. Já, hver er hún þessi dæma- lausa menning sem allir spyrja, tala og skrifa um? Þegar fólk talar um listir yf- irleitt notar það orðið menning sem samheiti. Fólk notar líka orðið yfir alls konar afþreyingu svo sem eins og leikrit flutt á þorrablóti, tónleika, leikhús, bókmenntir og annað í þeim dúr. Alltaf er það menning, sem vissulega er rétt. En þarna tel ég bara meira við- eigandi að nota orðið „list“ yfir allt sem flokkast undir list og „af- þreying“ yfir allt sem fólk notar til að drepa tímann, hvort sem það er nú list í einhverri mynd eða fara á völl- inn, svona svo eitthvað sé nefnt. Að stunda knattspyrnu er líka menning, því bók- staflega allt sem mað- urinn tekur sér fyrir hendur er menning. Allt, bæði gott og illt. Menningin skiptist svo í hámenningu, lág- menningu og ómenn- ingu. Hámenning er allt sem maðurinn gerir vel, lágmenning er allt sem hann gerir illa og allir glæpir sem hann fremur er ómenning. Einn þáttur í dag- blöðum heitir „Menn- ing“ og er þar ein- göngu fjallað um listir hvers konar. Með fullri virðingu fyrir listinni og hinum ágætu blöðum þá finnst mér þetta vera hrópleg móðgun við okkur öll hin sem vissulega tökum þátt í að móta hina íslensku menningu. Þessi þáttur ætti að sjálfsögðu að heita „List“ og ekkert annað, þar sem ekki er fjallað um aðrar hliðar menningarinnar. Orðin menningarhús, menning- arnótt, menningardagar og menn- ingarveisla, menningarþetta og menningarhitt, kóróna þó allt snobbið í kringum þetta misnotaða orð, því þarna fer bara lítið brot fram af menningu okkar og það helst tengt list. Án neytenda … engin list. Öll heildin myndar menningar- samfélag. Listin er bara einn hlekkur í menningunni, en afar mikilvægur. Orðið list er líka fallegt og hæf- ir betur að nota það er fjallað er um listina. Það er óþolandi með öllu að hlusta á allt þetta menningarhjal þegar aðeins er rætt um list. Það er eins og að fá blauta tusku í andlitið. Rétt eins og að aðeins listamenn móti menningu okkar sem er að sjálfsögðu argasta vitleysa. Við mótum hana öll. Hvað er klassík? Ég persónulega elska sígilda tónlist, hvort sem hún er frá klassíska tímabilinu eða Bítlamús- sík. Það er nefnilega alrangt að kalla alla sígilda tónlist klassíska tónlist, því klassíska tímabilið var frá miðri 18. öld til miðrar 19. ald- ar. Sígild tónlist hefur engin tíma- mörk, hún verður bara sígild með tímanum og viðmiðunin er kannski bara sú, að vilji fólk hlusta á hana, aftur og aftur, og kynslóð eftir kynslóð, þá er hún sígild en ekk- ert endilega klassísk. Hugleiðingar um nokkur ranglega notuð orð Margrét Jónsdóttir skrifar um orðnotkun Margrét Jónsdóttir »… tel égbara meira viðeigandi að nota orðið „list“ yfir allt sem flokkast undir list og „af- þreying“ yfir allt sem fólk notar til að drepa tím- ann … Höfundur er aðstoðarmaður húsamálara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.