Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Bílalán TM TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / tm@tryggingamidstodin.is 80% lán í allt að 7 ár VW árg. '00, ek. 102 þús. km. Golf Comfortline 8v. 1600 vél, 5 dyra, 5 gíra, 102 hö. Verð 750 þús. Upplýsingar í s. 660 5123 Elvar. Volvo S40 Turbo 200 hp árg. 01/ 2000. Með öllu. Ek. 94 þ. km. Leð- ursæti, topplúga, álfelgur, drátt- arkúla, vetrar/sumard. á felgum. Glæsilegur bíll. Verð 1.230 þ. Uppl. í s. 897 4552. Toyota árg. '04, ek. 67 þús. km. Yaris. Beinskiptur, 5 dyra, 5 gíra. Áhv. 830 þús. Afb. ca 16 þús. Verð 950 þús. Uppl. í s. 660 5123/ 691 1112, Elvar eða Sigurlaug. Til sölu Mitsubishi Lancer fjórhjóladrifinn, árgerð 1998, ek- inn 160.000 km. Fæst á góðu verði, þarf að gera við púst og handbremsubarka. Upplýsingar í síma 860 8870. Renault Premium árg. '97 11,5 m á lengd, kassi 8,65 m. Öflugur bíll, verð 1.500 þús. þetta er ekki vsk bíll. Upplýsingar í símum 567 9642 og 868 7177 eða á professor@simnet.is. MMC L200. Vel með farinn bíll, ssk., klæddur pallur. Áhv ca millj- ón. Skipti á ódýrari. Uppl. í síma 897 5259. Mercedes Benz ML 350. Silfur- grár ML 350, nýja útlitið. 5 d., ssk,. 3500cc. Með leðri og lúgu. Möguleiki á að 100% lán fylgi. Verð 5.400 þ. Fyrirspurnir sendist á vip3@hi.is eða í síma 868 4074. MCC árg. '98, ek. 135 km. Mitsu- bishi Lancer 4x4 Station 5 gíra. Uppl. í síma 844 2062. MB kálfur árg. '91. Til sölu Bens 814 19 farþega. Ekta góður í hús- bíl. Upplýsingar í síma 892 8251. Kia Picanto 2006 árgerð. Silfur- grár, samlitur. Ekinn 2.500 km, 5 dyra, sjálfskiptur á álfelgum. Ný vetrardekk fylgja. Verð 1.160.000. 50.000 kr. út og yfirtaka á láni. Ólöf 866 6892. Keyptu næsta bíl beint frá Kanada! Skoðaðu vefsíðuna okkar: www.natcars.com Góð kaup — Subaru Legacy GL árg. 1996, sjálfskiptur, dráttarkr., raf/rúður, cd, smur- og þjónustu- bók frá upphafi, aukavetrardekk á felgum. Ek. 169 þús. km. Sk. '07. Verð aðeins 290 þ. Upplýsingar í síma 588 8181 og 699 3181. Galant árg. '00, ek. 135 þús. km. Til sölu MMC Galant árgerð 2000. Gott eintak. Sjálfskiptur, leður, glertopplúga, rafmagn og hiti í sætum, samlæsingar, rafmagns- rúður, fjarstart, þokuljós, vind- skeið, dráttarkrókur. S. 892 8251. Bílar Einn öflugur Drakster. Vél BMW 2,8 L og önnur með 3,3 L. Öflugt leiktæki, skipti möguleg. Verð 350.000 kr. Upplýsingar í símum 567 9642 og 868 7177 eða á professor@simnet.is. DODGE ÚTSALA Í DAG! Dísel eða benzínbílar frá kr. 2.065.000. Lækkun dollars, útsölur bílafram- leiðenda og heildsöluverð island- us.com orsakar verðhrun! Íslensk ábyrgð. Bílalán. Fáðu bet- ra tilboð í s. 552 2000 eða á www.islandus.com. Dodge Durango SLT árg. '05, ek- inn 56.000 km. Leðursæti, gang- bretti, dráttarkrókur o.fl. Ný vetr- ardekk. 7 manna fullvaxinn jeppi. Uppl. í s. 897 4552. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / tm@tryggingamidstodin.is Ekkert uppgreiðslugjald Bílalán TM Vélsleðar Til sölu eða skipti. Til sölu þessi eðalvagn, Chervolet. Hann er ár- gerð 1983 með 6.2 lítra dísel. Beinskiptur með lágum gír, tvöfalt pústt, 38" míkróskorinn og fleira. Sigurjón 895 1650. Kerrur Fjölnota kerrur. Frábærar fjöl- nota galv. kerrur. Stærð á burðar- fleti 1,55 mx2,80 m. Léttar og meðfærilegar. Verð aðeins 89.000 kr. Símar 896 9319/869 2688 - www.topdrive.is Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl ÍSLANDSPÓSTUR hefur gefið út þrjár frímerkjaraðir. Myndefnin á þeirri fyrstu tengjast skordýrum á Íslandi en villtum ætisveppum á annarri. Í þriðju röðinni eru jólafrí- merki Íslandspósts 2006. Þá er gef- ið út frímerkjahefti sem inniheldur 10 sjálflímandi frímerki með innan- landsburðargjaldi. Myndefni frímerkjanna um skor- dýr eru trjágeitungur og maríu- hæna. Verðgildi frímerkjanna er 65 kr. og 110 kr. Örn Snorrason hjá EnnEmm auglýsingastofu hannaði frímerkin og Oddur Sigurðsson tók mynd- irnar. Um 2.000 tegundir sveppa munu nú vera þekktar á Íslandi og eru þá ekki taldar með allar þær sveppa- tegundir sem nýta þörunga til fléttumyndunar. Verðgildi frímerkj- anna er 70 kr. og 95 kr. Tryggvi T. Tryggvason hjá Himni og hafi auglýsingastofu hannaði frímerkin. Myndefni jólafrímerkjanna í ár eru piparkökuform, einföld og vel þekkt úr jólahaldinu. Myndirnar eru hreyfðar til að gæða þær lífi og spennu. Frímerkin eru fyrst prent- uð í hefðbundinni 4 lita offsetprent- un en síðan yfirprentuð með fosfór í sáldþrykki (silkiprentun). Þessi tækni veldur því að myndirnar draga í sig birtu og lýsa síðan í myrkri eins og vísar á úri. Engill- inn meira en hjartað því endur- skinið af gula litnum (englinum) er meira en af rauða litnum (hjart- anu). Hönnuðurinn, Örn Smári Gísla- son, segir að hann hafi séð fyrir sér jólakort á hillu með glóandi engil og hjarta í formi frímerkjanna, þegar önnur ljós slokkna á Þorláksmessu- kvöld. Innanlandsverðgildi jólafrímerkj- anna er 55 kr. og verða þau að venju fáanleg í frímerkjahefti. Að þessu sinni verða þau frímerki sjálflímandi. Verðgildi jólafrímerkjanna er 55 kr. og 75 kr. Örn Smári Gíslason hjá Ó auglýs- ingastofu hannaði frímerkin. Skordýr, sveppir og jólahátíð á frímerkjum UNGIR jafnaðarmenn, ungliða- hreyfing Samfylkingarinnar, hvetja stjórnvöld til þess að láta af hvalveiðum í atvinnuskyni þar sem slíkar veiðar muni að öllum lík- indum skaða verulega ímynd Ís- lands á alþjóðavettvangi. Ungir jafnaðarmenn telja hval- veiðar ekki vera einkamál Íslend- inga og vilja að ákvarðanir um þær séu teknar í samráði og sátt við aðrar þjóðir. Ekki er heldur öruggt enn hvort ýmsir hvala- stofnar eru úr útrýmingarhættu og skaðsemi þeirra í íslenskri lög- sögu er hverfandi, segir í ályktun UJ. Ungir jafnaðarmenn telja að með hvalveiðum sé meiri hags- munum fórnað fyrir minni. Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni ATLANTSOLÍA afhenti nýlega Umsjónarfélagi einhverfra fjár- styrk sem fyrirtækið hét á þátttak- endur í Betra Breiðholtsskokkinu á Breiðholtsdaginn sem haldinn var fyrir nokkrum vikum. Kjörorðið ,,Betra Breiðholt“ er tengt öllum verkefnum í Breiðholti sem efla félagsauð í hverfinu eða samstarf og samvinnu íbúa, félaga, stofnana og fyrirtækja. Hér er um dæmigert félagsauðsverkefni að ræða þar sem fyrirtæki heitir stuðningi við félagasamtök og íbú- ar hverfisins geta lagt sitt af mörkum með þátttöku sinni til að upphæðin verði sem hæst. Myndin er tekin þegar Albert Þór Magnússon, framkvæmda- stjóri Atlantsolíu, afhenti Hirti Grétarssyni, formanni Umsjón- arfélags einhverfra, ávísun að upphæð 100.000 kr. sem nýttar verða til að hefja verkefni á veg- um félagsins til að rjúfa einangrun og auka samskipti og félagslega virkni fullorðinna einhverfra ein- staklinga. Umsjónarfélag einhverfra styrkt BLÓMABÚÐIN 18 rauðar rósir var nýlega opnuð í Hamraborg 3 í Kópa- vogi. Verslunin er í eigu hjónanna Sigríðar Gunnarsdóttur og Vignis Inga Garðarssonar. Boðið er upp á blóm og blóma- skreytingar í miklu úrvali. Verslunin er einnig með úrval af gjafavörum, meðal annars frá SIA, Brøste, Cult Design og Leonardo. Einnig eru á boðstólum kerti, serví- ettur og handunnin gjafakort. Verslunin er opin kl. 11–19 alla daga nema sunnudaga. Blómabúðin 18 rauðar rósir opnuð í Kópavogi YFIRMAÐUR öryggis- og varn- armáladeildar Carnfield-háskóla, prófessor Richard Holmes, flytur fyrirlestur á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs mánudaginn 6. nóvember nk. Richard Holmes kallar fyrirlest- ur sinn „Öryggis- og varnarþörf Íslands – er Evrópa svarið?“ Fundurinn verður haldinn í Skála á Hótel Sögu og hefst klukkan 17.15. Dr. Richard Holmes er afkasta- milli fræðimaður. Hann hefur skrifað á annan tug bóka um ör- yggis- og varnarmál og þykir einn helsti sérfræðingur Breta á sínu sviði. Að undanförnu hefur hann kynnt sér stöðu mála hér á landi. Fundurinn er opinn öllu áhuga- fólki um öryggis- og varnarmál. Fundur um öryggis- og varnarþörf Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.