Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ALMENN hundaeign á Íslandi eykst með ári hverju og eru nú skráðir í ættbók fleiri þúsund hundar af rúmlega 100 hundateg- undum hjá Hundaræktarfélagi Ís- lands. Að sama skapi fjölgar félagsmönnum, sem nú telja um 2000 manns. Undanþága hefur fengist frá yfirvöldum einn dag ár hvert fyrir menn og hunda að ganga saman niður Laugaveginn í Reykja- vík. Nú er sá dagur runninn upp. Fjöldi hunda af ólík- um stærðum og gerð- um, munu því vera samankomnir í mið- bænum í dag. Meðal annars má sjá hunda sem gegna mikilvægu starfi innan lögreglunnar og eru til að mynda ómetanlegir við leit að fíkniefnum. Hjálparhundar munu einnig vera áberandi en þeir starfa sem sjálf- boðaliðar ásamt eigendum sínum hjá Rauða krossi Íslands sem heimsókn- arvinir. Þessir hundar veita mörgum einstaklingum á öllum aldri mikla gleði og eru þeim til hjálpar á einn eða annan hátt. Allir þessir hundar gegna þó fyrst og fremst því frábæra hlutverki að vera besti vinur mannsins, í blíðu og stríðu. Hundahald hefur fram til þessa verið bannað í Reykjavík nema að fenginni undanþágu. Hafa hundeig- endur því ávallt átt undir högg að sækja. Hundaræktarfélag Íslands hefur í langan tíma barist fyrir leyfðu hundahaldi á landsvísu. Nýr borgarstjórnarmeirihluti sem tók við völdum í borginni síðastliðið vor stóð við gefin kosningarloforð um að breyta sam- þykkt um hundahald í Reykjavík og leyfa hundahald. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núver- andi borgarstjóri, taldi að umhverfið yrði þar með gert jákvæðara gagnvart hundahaldi en að sjálfsögðu yrðu áfram gerðar sömu kröfur til hundeigenda og áður. Því lagði Gísli Marteinn Baldursson, formaður nýs Umhverfisráðs Reykjavíkur, fram til kynningar á fyrsta fundi umhverfisráðs tillögu að breytingu á samþykkt um hunda- hald. Taldi hann að það væri öf- ugsnúið að búa í borg þar sem hundahald væri bannað en sjá svo á hverjum degi fjöldann allan af hund- um með eigendum sínum. Var þessi tillaga hans samþykkt einróma í nefndinni. Þetta kom fram í viðtali fyrr á árinu, við bæði Vilhjálm og Gísla Martein, sem birtist í Sámi, málgagni Hundaræktarfélags Ís- lands. Hundaræktarfélag Íslands færir bestu þakkir til þeirra borgarfull- trúa sem settu málefni hundeigenda á stefnuskrá sína og studdu þar með baráttumál þeirra. Við fáum tæki- færi í dag og eftirleiðis til að sýna það og sanna í verki að við erum traustsins verð og ábyrgir hundeig- endur. Félagið býður öllum hundavinum, hvort heldur þeir eiga hund eða ekki, að slást í för með okkur í dag. Lagt verður af stað frá Hlemmi kl. 13 undir stjórn Skólahljómsveitar Kópavogs. Gengið verður sem leið liggur niður Laugaveginn. Við mun- um enda gönguna í Hljómskálagarð- inum þar sem börn og unglingar í Íþróttadeild félagsins sýna hunda- fimi, sem er alhliða íþróttagrein fyr- ir alla hunda en þar reynir mikið á samvinnu hunds og stjórnanda. Þá geta gestir og gangandi fengið að reyna sína hunda í fiminni. Hundaræktarfélag Íslands hvetur til ábyrgs hundahalds. Það gera hundeigendur meðal annars með því að hreinsa upp eftir hunda sína og hafa þá í taumi þar sem við á. Það er ekki síður mikilvægt að við tökum tillit til samborgara okkar, sem að- hyllast einhverra hluta vegna ekki hunda. Þannig ávinnum við okkur traust og gagnkvæma virðingu. Laugavegsganga Hundaræktarfélags Íslands Hanna Björk Kristinsdóttir skrifar um hundahald »HundaræktarfélagÍslands hvetur til ábyrgs hundahalds. Hanna Björk Kristinsdóttir Höfundur er skrifstofustjóri Hunda- ræktarfélags Íslands - www.hrfi.is HVALVEIÐAR eru fullveld- isréttur okkar sem sjálfstæðrar þjóðar, en það er ekki mikilvægasta ástæða hvalveiða. Aðalástæðu tel ég margar ískyggilegar aðvaranir um fæðuskortur í vistkerfi sjávar sem kann að hafa skapast vegna hvalveiðibannsins. Sú pattstaða sem ríkt hefur í hvalveiðimálum, er að hluta afleiðing af valdaframsali Alþingis til yfirþjóðlegra stofn- ana eins og Alþjóða- hvalveiðiráðsins. Af- leiðingarnar virðast offjölgun hvala og fæðuskortur í hafinu. Spiklag á þeim hrefn- um sem veiðst hafa sl. fjögur ár var minna en helmingur af því sem áður var, auk þess sem magainnihald í þessum 6–10 tonna dýrum var nánast ekkert í mörgum tilfellum. Nýjustu fréttir af Lang- reyðum eru að sú fyrsta hafi verið mjög horuð og kýrnar sem veiðst hafa virðast geldar, en það kann að vera vegna fæðuskorts. Á Langanesi voru sl. vor um 20 þúsund rytur, en fyrir fáum árum um 80 þúsund. Varp sjófugla mis- fórst víða sl. vor vegna fæðuskorts og dauði svartfugla undanfarna vet- ur er allt alvarlegar vísbendingar um fæðuskort. Lítið fannst af sand- síli í sumar enda sílið eðlilega upp- étið – nema hvað! Þegar svo farið er að „rannsaka hvað sé að hjá sandsílinu“ við þessar aðstæður, veit maður ekki hvort á að hlægja eða gráta. Loðna hefur breytt göngu- mynstri að öllum líkindum vegna fæðuskorts. Erfiðara hefur reynst að veiða loðnu, síld, kolmunna og fleiri fisktegundir sem virðast styggjast og dreifast í fæðuleit. Þá vex kostnaður útgerða við veiðar. Botnlægir fiskistofnar eins og þorskur, ýsa og fl. hafa veiðst best á línu, en vaxtarhraði er fallandi og dánartíðni (sjálfdauði) virðist hafa aukist óeðlilega hjá nýkynþroska þorski. Hafrannsóknarstofnun hef- ur undir óeðlilegum þrýstingi sér- fræðinga á vegum Alþjóða- haf- rannsóknarráðsins, – gefið þá skýringu að brottfall nýkynþroska þorsks hafi verið „ofmat“ á áður mældum þorski. Sá þorskur hafði mælst vera til árum saman en var svo allt í einu úrskurð- aður „ofmetinn“ – eins og fræg 600 þúsund tonn árin 1999–2002. Slíkar blekkingar reiknaðar út með stærðfræðivillu, – standast engan vegin. Röng greining ráð- gjafa „ofmat“ í stað fæðuskorts, villir um fyrir stjórnvöldum og útgerðarfyrirtækjum sem kann að leiða þessa aðila á háskaleg- ar villigötur um hvert vandamálið er – en ég tel allt benda til að það sé fæðuskortur. Nýlegan samning um kolmunna- veiðar tel ég vart standast lagalega. Það skortir beinar heimildir Al- þingis. Tilgreindur samningur sam- rýmist því vart stjórnskipun lýð- veldisins. Umræddur samningur styðst þar að auki ekki við líf- fræðilegar staðreyndir því fæðu- skortur er í hafinu. Minnkun á sókn í kolmunna úr 2.500 þúsund tonn í 1.700 þúsund tonn, þýðir minni tekjur útgerða auk þess sem friðun á 800 þúsund tonnum af kolmunna í stað veiði, – innifelur aukna eft- irspurn í fæðu um 5,6 milljónum tonna á ári, fæðu sem ekki virðist til! Allar staðreyndir bentu til að óbreytt sókn væri eðlileg. Ég tel þennan samning talandi dæmi um að sams konar þrýstingur liggi í loftinu hjá Alþjóða-hafrannsókn- arráðinu eins og Alþjóða hval- veiðiráðið beitti. Allt „samráð“ með bindandi samningagerð getur leitt okkur í sömu ógöngurnar í fisk- veiðistjórnun eins og við lentum í með hvalveiðarnar. Reynsla okkar af Alþjóða- hvalveiðiráðinu er þekkt og því er óskiljanlegt að embættismenn skuli í dag vera á sömu leiðinni – að „semja“ um hugsanlegt valdaafsal okkar með einhverju „samráði“ í fiskveiðistjórn. Við eigum að ríg- halda í fullveldi okkar um hvað við veiðum mikið úr sameiginlegum fiskistofnum – enda samrýmist annað ekki stjórnskipun lýðveld- isins. Vandamálið í hvalveiðimálum og fiskveiðistjórn er að minna leyti veiðarnar. Stærsta vandamálið virðist fæðuskortur, en sérfræð- ingar nefndra Alþjóðasamtaka fást ekki til að viðurkenna fæðuskort sem vandamál. Þeir ríghalda í ónýtt stærðfræðilíkan sem reiknar sjálf- virkt „ofmat“ eða „ofveiði“ þegar fiskur drepst vegna fæðuskorts! Allt tal um „sjálfbæra nýtingu fiskistofna“ – eða hvalastofna – er marklaust tal ef ekki má ræða fæðuskort í hafinu. Alþjóða- hvalveiðiráðið og Alþjóða hafrann- sóknarráðið hefur ítrekað skellt skollaeyrunum við aðvörunum um fæðuskort í hafinu. Stjórnun veiða verður að minnka eftirspurn í fæðu en ekki öfugt. Síðast en ekki síst verðum við að tryggja ótvírætt sjálfsforræði okkar yfir rann- sóknum, veiðiráðgjöf og hve mikið við veiðum úr okkar eigin nytja- stofnum án íhlutunar yfirþjóðlegra stofnana. Aðalástæða hvalveiða Kristinn Pétursson fjallar um hvalveiðar » Stærsta vandamáliðvirðist fæðuskortur, en sérfræðingar nefndra Alþjóðasam- taka fást ekki til að við- urkenna fæðuskort sem vandamál. Kristinn Pétursson Höfundur gefur kost á sér í 2.–3. sæti á framboðslista Sjálfstæðislokksins í NA kjördæmi. SKÚLI nokkur Skúlason ritar grein í Morgunblaðið 28. október síðastliðinn undir fyrirsögninni „Íslenska leyniþjónustan“. Grein- inni er ætlað að sýna fram á að Ís- lendingum stafi ógn af múslímsk- um hryðjuverkamönnum og því sé leyniþjón- usta á Íslandi þörf. Höfundur telur að múslimar standi að samsæri um að ráð- ast á Vesturlandabúa og geri það í sam- ræmi við trú sína. Undirritaður telur á hinn bóginn að höf- undi hafi ekki tekist að sanna samsær- iskenningu sína. Höfundur heldur því fram að „leyni- þjónustur ýmissa landa [hafi] komið upp um samsæri um hryðjuverkaárásir á þegnana og aðför að ríkjandi stjórn- skipulagi.“ Þetta sanni m.a. kosti ís- lenskrar leyniþjón- ustu. Við vitum að ónafngreindir leyni- þjónustumenn halda þessu iðulega fram við fjölmiðla. En eru leyniþjónustur trú- verðugar heimildir? Er leyniþjónustum sem stuðla sjálfar að hryðjuverkum eða hylma yfir þá sem frömdu þau, treystandi til að segja satt um verk sín? Á öðrum stað fullyrðir höfundur að „flest hryðjuverk sem framin eru í heiminum í dag [eru] framin af múslimum.“ Engin heimild er að baki þessari fullyrðingu. Hve margir múslimar hafa verið fundnir sekir um hryðjuverk síðan 11. september 2001? Tveir, fimm, tíu? Voru þeir „al- vöru“ múslimar? Hvers vegna hafa bandarísk yfirvöld ekki treyst sér til að ákæra neinn fyrir aðild að undirbúningi fjöldamorðanna 11. september 2001, ekki einu sinni Osama bin Laden? Eru það múslimar sem varpa sprengjum úr flugvélum á íbúða- svæði í Afganistan, Írak og Líb- anon og drepa þar þúsundir manna? Eða eru fjöldamorð á sak- lausum borgurum ekki skilgreind sem hryðjuverk, ef þau eru verk vina vorra? Höfundur staðhæfir að 19 músl- imar hafi ráðist með farþegaflug- vélum á tvíburaturnana og drepið 3000 saklausa borgara. Höfundur er reyndar ekki einn um þessa samsæriskenningu. Þessi samsæriskenning verður þó ekki að traustri staðreynd með því einu að þylja hana aftur og aftur. Þótt fimm ár séu liðin frá 11. sept- ember 2001, liggur engin sönnun fyrir um að þessir 19 múslimar hafi farið um borð í umræddar flugvélar, rænt þeim og framið voðaverkin. Nöfn þessara manna finnast ekki á farþegalistunum, enginn sá þá fara um borð og líkamsleifar þeirra hafa ekki greinst. Nokkrir hinna meintu flugræningja gáfu sig fram lifandi við vestræna fjöl- miðla, undrandi á að hafa verið vændir um fjöldamorðin. Og meðan engin sönnun liggur fyrir að þeir hafi ferðast með um- ræddum flugvélum, eru ásakanir höfundar á hendur múslimum vegna voðaverkanna 11. september 2001, ómarktækar og ærumeiðandi sakargiftir. Til að mikla fyrir lesendum hryðjuverkaógnina nefnir hann að „6200 hryðjuverk [hafi] verið fram- in í heiminum frá 11. september 2001.“ Talan virðist nærri lagi. Hann skýrir þó ekki hvaða atburð- ir eru skilgreindir sem „hryðju- verk“, þ.e. hvað býr að baki tölunum. Sam- kvæmt upplýsingum um fórnarlömb hryðju- verka sem birtast á vefsíðu bandaríska ut- anríkisráðuneytisins, deyja milli 2000 og 5000 manns á ári í heiminum af völdum hryðjuverka. Til sam- anburðar deyja 10,5 milljón barna í heim- inum ár hvert af ástæðum sem unnt væri að fyrirbyggja að miklu leyti ef pólitísk- ur vilji væri fyrir hendi. Þessi börn eru að vísu ekki drepin af yfirlögðu ráði en stjórnvöld sem eyða miklu meira fé í svo- nefnt stríð gegn meintum hryðjuverka- mönnum en til að bjarga lífi milljóna barna, bera í raun ábyrgð á þessum barnadauða. En jafn- vel þótt tölur um fórn- arlömb hryðjuverka verði aðeins bornar við bein manndráp, kemur í ljós að af rúmlega 20.000 manndrápum á ári í Evrópu, deyja aðeins um 50 manns í hryðjuverkum að með- altali. Hryðjuverkaógnin er því ekki aðeins ýkt, heldur myndi varla komast á skrá yfir helstu meinsemdir sem herja á mann- kynið. Sá sem heldur því fram að hryðjuverk séu alvarleg ógn fyrir þjóðir heims eða fyrir heimsfriðinn hlýtur annaðhvort að vera heimsk- ur eða taka þátt í vísvitandi blekk- ingum í þágu annarlegra mark- miða. Ástæða er jafnframt til að ætla að hluti hinna meintu hryðjuverka sem fjölmiðlar fjalla um, hafi verið verk leyniþjónusta sem reyna að klekkja á fjandsamlegum ríkjum eða á uppreisnarmönnum, en ekki verk utangarðshópa. Slík aðferð einskorðast reyndar ekki við vestrænar leyniþjónustur: Leyniþjónustur Rússlands, Alsírs, Sýrlands, Tyrklands, Ísraels og annarra ríkja eru einnig grunaðar um að beita slíkum aðferðum. Skúli leynir ekki andúð sinni á múslimum og íslam. Hann heldur því blákalt fram að „íslamskir skólar hvetji börn og unglinga til að drepa hina vantrúuðu“ og að slíkt sé hin „æðsta dyggð“ íslams. Eina heimild hans fyrir þessu var að „margir halda [þessu] fram“. Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, varaði menn við fárán- legum samsæriskenningum um at- burðina 11. september. Undirritaður tekur undir þessa aðvörun og óskar þess að íslenskir fjölmiðlar hætti að veita boðberum fáránlegra samsæriskenninga um þessa atburði, brautargengi. Þjóðin á rétt á sannleikanum um þessa atburði og um þá hættu sem þjóðum heims stafar frá þeim sem nota hryðjuverkaógnina til að rétt- læta árásir sínar á önnur ríki, al- þjóðleg mannrán og afnám grund- vallarmannréttinda. Vörumst fárán- legar samsæris- kenningar Elías Davíðsson gerir at- hugasemd við grein Skúla Skúlasonar um múslímska hryðjuverkamenn Elías Davíðsson » Þjóðin á réttá sannleik- anum um þessa atburði og um þá hættu sem þjóðum heims stafar frá þeim sem nota hryðjuverka- ógnina til að réttlæta árásir sínar á önnur ríki … Höfundur er tónskáld og baráttumaður fyrir mannréttindum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.