Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● RÚSSNESKA álfyrirtækið Rusal hefur keypt 56,2% hlut í ítalska súr- álsframleiðandanum EurAllumina. Kaupverðið er ekki gefið upp. Rusal keypti hlutinn af námafyrirtækinu Rio Tinto, en svissneska fyrirtækið Glencore mun eiga afganginn af hlutafé EurAllumina. Ítalska félagið mun renna inn í United Company Rusal Group. Rusal stækkar við sig                  !  "# $% &'   $ () # $ '* $ + * , , &  -.& -/ 0/1 23 &43$ 5    67  &#  8 *  9:4 ;<## #/ 2 !2  =  !2    !" 03># 02* ! #$ % 8?6@ & ' (                                A *1 2  *# ; $2 B *# C ( 0  1          1      1 1 1 1 1                     1 1 = 2  B D/ ;A E # &4!* 2  1   1  1 1 1 1 1 0B2  2 2 9 *F 0G-    H H &;06 " I   H H ? ? J,I 0    H H J,I (! 9    H H 8?6I "K L   H H ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði um 0,41% í gær og er lokagildi hennar 6.343,66 stig. Straumur Burðarás hækkaði um 2,96% en Avion Group lækkaði um 1,69% og Össur um 1,68%. Krónan veiktist um 0,72% í gær samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Bandaríkjadalur er nú 68,17 kr., evr- an er 86,58 kr. og pundið 129,53 kr. Hlutabréf lækka ● HALDINN hefur verið hluthafa- fundur í Ice- landair Group og ný stjórn félags- ins kjörin. Stjórn- ina skipa: Finnur Ingólfsson for- maður, Ómar Benediksson varaformaður, Einar Sveinsson, Her- mann Guðmundsson, Helgi S. Guð- mundsson, Jóhann Magnússon og Martha Eiríksdóttir. Varamenn eru Guðsteinn Einarsson og Jón Bene- diktsson. Eins og greint var frá hinn 16. október hefur FL Group gengið frá sölu á öllu hlutafé sínu í Icelandair Group. Þrír hópar fjárfesta keyptu meirihluta hlutafjár í félaginu eða 50,5% hlut. Langflug ehf. (að mestu í eigu Samvinnutrygginga hf.) keypti 32% hlut. Naust ehf. (að mestu í eigu BNT hf., móðurfélags Olíufé- lagsins og Bílanaust) með 11,1% hlut og Blue-Sky Transport Holding (að mestu í eigu Ómars Benedikts- sonar) með 7,4% hlut. Ný stjórn Icelandair EFTIR að bandaríska líftæknifyr- irtækið BioStratum hefur varið um 100 milljónum Bandaríkjadollara í þróun á lyfinu Pyridorin, hefur komið í ljóst að hægt er að kaupa virka efnið í lyfinu á netinu. Þetta hefur gert að verkum að BioStratum á erfitt með að fjár- magna þriðju fasa tilraunir eða lokatilraunirnar áður en hægt er að setja lyfið á markað. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef bandaríska blaðsins Triangle Business Journal. Í ágúst 2004 var greint frá því að svokölluðum öðrum fasa lyfjaprófa á tilraunalyfinu Pyridorin væri lokið og að bandaríska lyfjaeftirlitsstofn- unin, FDA, hefði gefið leyfi fyrir þriðju fasa tilraunum. Lyfið Pyridorin er ætlað sjúkling- um með svonefnda týpu 2 sykur- sýki, og er sagt munu draga úr myndun skaðlegra efna sem valda ýmsum fylgikvillum sykursýki. Leiða leitað út úr vanda fyrirtækisins Karl Tryggvason, prófessor við Karolinska Institute í Stokkhólmi, er annar af stofnendum BioStrat- um. Í frétt Triangle Business Journal segir að rekstur BioStratum hafi gengið illa að undanförnu og að starfsfólki hafi fækkað úr um 25 í 9. Þá segir í fréttinni að stærstu hlut- hafarnir í félaginu hafi fengið fjár- festingarbankann Lazard Ltd. til að kanna hvaða leiðir séu færar úr þeim vanda sem BioStratum standi frammi fyrir. Meðal hluthafa í BioStratum eru fjárfestingarsjóðir í Svíþjóð, Danmörku og Bandaríkj- unum svo og Líftæknisjóðurinn hf. hér á landi, sem á um 8% hlut. Líftæknisjóðurinn var afskráður af Aðallista Kauphallarinnar á síð- asta ári. Jakob K. Kristjánsson, sem fer fyrir Líftæknisjóðnum, segir að að undanförnu hafi verið unnið að því að selja eignir sjóðsins. Í eigu hans séu nú einungis hlutabréf í BioStratum og einu öðru félagi. Að sögn Jakobs hefur hann ásamt Sindra Karlssyni sent hluthöfum í Líftæknisjóðnum tilboð um kaup á hlutum þeirra í sjóðnum. Segir hann að ætlunin sé síðan að leggja Líf- tæknisjóðinn niður. Virka efnið fæst á netinu Bandaríska líftæknifyrirtækið BioStratum, sem Íslendingar eiga mikinn þátt í, á í miklum erfiðleikum með að fjármagna lyfjatilraunir á lyfinu Pyridorin Í HNOTSKURN » Biostratum hefur nú þeg-ar kostað um 100 millj- ónum Bandaríkjadala til rann- sókna á sykursýkilyfinu Pyridorin. » Í ljós hefur komið að hægter að kaupa virka efnið í lyfinu á netinu og hefur það valdið fyrirtækinu vandræð- um. » Er nú svo komið aðBiostratum á í erfiðleikum að fjármagna frekari tilraunir á lyfinu. Fækkun Ekki er útlit fyrir að lyf BioStratum komist í lyfjaverslanir í bráð, en starfsmönnum fyrirtækisins hefur fækkað úr 25 í 9 undanfarið. Morgunblaðið/Arnaldur OSTA- og smjörsalan sf. hefur ákveðið að vísa ákvörðun Samkeppn- iseftirlitsins frá 13. október síðastlið- inn til áfrýjunarnefndar samkeppn- ismála. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að Osta- og smjörsalan hefði brotið gegn samkeppnislögum með því að mismuna viðskiptaaðilum með ólík- um skilmálum í sams konar viðskipt- um með undanrennuduft. Brotið gegn Mjólku Það var Mjólka ehf. sem sendi er- indi til Samkeppniseftirlitsins í októ- ber á síðasta ári, þar sem kvartað var yfir meintri misnotkun Osta- og smjörsölunnar á markaðsráðandi stöðu sinni við sölu á undanrennu- dufti til Mjólku. Komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Osta- og smjör- salan hefði misnotað markaðsráð- andi stöðu sína gagnvart Mjólku og þannig brotið gegn samkeppnislög- um. Þetta gerði Osta- og smjörsalan með því að krefja Mjólku um hærra verð fyrir undanrennuduft en annað fyrirtæki í ostaframleiðslu. Osta- og smjör- salan áfrýjar Morgunblaðið/Þorkell Verð Mjólka þurfti að greiða hærra verð en aðrir fyrir undanrennuduft. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Hjónarúm Barnarúm RÚM Í ÚRVALI OPIÐ: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 12-18 12-18 12-18 12-21 10-18 10-18 12-18 Unglingarúm Komið og gerið góð kaup Varnarliðssala Geymslusvæðisins - Sigtúni 40 Herjólfsstígur 16 Grímsnes og Grafn.hr Verð: Tilboð Stærð: 91,5 Fjöldi herbergja: 3 Byggingarár: 2006 RE/MAX Stjarnan : kynnir Opið hús sunnudaginn 5 Nóv frá 14 til 17 Nýtt glæsilegt Heilsárshús við Herjólfsstíg 16 í landi Ásgarðs í Grímsnes- og Grafningshreppi. Húsið stendur ofarlega , þannig að útsýnið er mjög gott yfir Sogið og Ingólfsfjall Þetta er eignarlóð sem er 8.927 fermetrar. Grunnflötur húsins er 91,5 fm .Það er á steyptum grunni með steyptri botnplötu. Húsið skiptist í þrjú svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, stofu, gang, andyri og geymslu. Húsið skilast í því ástandi sem það er í Anton Sölufulltrúi 699 4431 anton@remax.is Rúnar S. Gíslason hdl. lögg. fasteignasali STJARNAN Opið hús Sun 5 Nóv frá 14 til 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.