Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ásta JóhannaKristinsdóttir fæddist að Eystri- Löndum í Vest- mannaeyjum 8. ágúst 1916. Hún andaðist á Heil- brigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum 29. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Oktavía Þór- unn Jóhannsdóttir á Efri-Hömrum í Holt- um, f. 1884, d. 1968, og Kristinn Sigurðs- son frá Eystri-Löndum í Vest- mannaeyjum, f. 1890, d. 1966. Systkini Ástu eru: Hálfbróðir (sammæðra) Jóhann Kristinsson (Ástgeirssonar), f. 1913, d. 1985, kvæntur Sigríði Hildi Þórð- ardóttur. Börn þeirra eru tvö. Al- systkini: Lilja Kristinsdóttir, f. 1918, d. sama ár; Sigurður Yngvi Kristinsson, f. 1919, d. 2003, kvæntur Guðbjörgu Bergmunds- dóttur, synir þeirra eru tveir; Sig- rún Lilja Kristinsdóttir, f. 1921; Júlía Rósa Kristinsdóttir, f. 1924, d. 2001. Ásta giftist 10. desember 1949 Garðari Sigurjónssyni frá Borg í Vestmannaeyjum, f. 22. október 1918. Foreldrar hans voru Kristín Þórðardóttir, f. í Teigssókn í Rang. 1888, d. 1948, og Sigurjón Högnason, f. í Stóradalssókn í Rang. 1891, d. 1958. Börn Ástu og Garð- ars eru: 1) Þórir, f. 1950, kvæntur Þór- unni Einarsdóttur frá Þingeyri, f. 1941, dætur þeirra eru: a) Ásta, f. 197, gift Ósk- ari Daða Pálm- arssyni, f. 1975, barn þeirra er Anton Wa- agfjörð, f. 2001. b) Rósa, f. 1978, í sam- búð með Gary Dadd, f. 1974, barn þeirra Tómas Charlie, f. 2006. Börn Þórunnar frá fyrra hjónabandi eru Guðbjörg, f. 1959, Dagbjartur, f. 1960, og Að- alheiður. f. 1964. 2) Kristín, f. 1953. Ásta ólst upp í Vestmannaeyjum og lauk þar gagnfræðaskólanámi. Samhliða skólagöngu og að henni lokinni vann hún við fiskvinnslu og aðstoðaði við bústörf foreldra sinna. Einnig var hún í vist í Vest- mannaeyjum og Reykjavík og kaupakona að Geldingaá í Leir- ársveit og í Skarðshlíð undir Eyja- fjöllum. Hóf störf sem talsímakona hjá Landssíma Íslands í Vest- mannaeyjum árið 1939 og vann þar í tíu ár. Eftir það var hún hús- móðir. Útför Ástu Jóhönnu verður gerð frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Ásta. Nú er komið að kveðjustund og viljum við þakka fyr- ir góðu stundirnar sem við áttum með þér. Við viljum kveðja þig með þessum ljóðlínum: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Við vottum Garðari, Þóri, Kristínu og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Kveðja. Þórunn, Harpa, Dröfn og Guðlaug. Ásta Jóhanna Kristinsdóttir Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Ástvinir þakka samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ANTONS KRISTINS JÓNSSONAR, Mýrarvegi 111, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 23. október. Hjartans þakkir færum við starfsfólkinu á dvalarheimilinu Hlíð og læknum og hjúkrunarfólki á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar. Guð blessi ykkur öll. Ragnheiður A. Kristinsdóttir, Reynir H. Antonsson, Jóna Kr. Antonsdóttir, Þorsteinn Rútsson, Ragnheiður Antonsdóttir, Eyþór Karlsson, Arndís Antonsdóttir, Ólafur R. Hilmarsson, Börkur Antonsson, Janne Antonsson, barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson ✝ Jón GunnarJónsson fæddist 11. október 1923. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu að Skarði á Skarðsströnd 26. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Rósmann Jónsson, sjómaður frá Þormóðsey, og Magdalena Svan- hvít Pálsdóttir, hús- móðir frá Höskulds- ey. Hinn 1. janúar 1945 kvæntist Jón Ingibjörgu Kristinsdóttur frá Skarði á Skarðsströnd, f. 7. des- ember 1924, d. 29. október 1994. Þau eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Kristinn B. J., lögreglumaður og bifreiðastjóri, f. 28. nóvember 1944. Kona hans er Þórunn Hilm- arsdóttir, iðnrekandi og hús- móðir, f. 19. maí 1944. Börn þeirra eru: a) Hilmar Jón, lög- reglumaður og iðnrekandi, f. 12. apríl 1965. Sambýliskona hans er Marina Kruglikova, f. 1967. Hilm- ar á sex dætur, þar af eina með sam- býliskonu sinni, og einn stjúpson. b) Bogi, byggingar- og skipulagsfræð- ingur, f. 8. ágúst 1970. Kona hans er Harpa Helgadóttir, lyfjatæknir, f. 17. júní 1970, og eiga þau tvö börn. c) Ingibjörg Dögg, tannsmíðanemi, f. 24. júlí 1981. 2) Óskírð Jónsdóttir, f. 11. maí 1954 og dáin sama dag. Jón vann hin ýmsu störf frá unga aldri til sjós og lands. Var m.a. í Bretavinnu í Hvalfirði og í byggingarvinnu í Reykjavík. Jón fluttist að Skarði á Skarðsströnd 1943 og vann við búskap ásamt Kristni tengdaföður sínum. Jón hætti búskap 1988 en bjó hjá syni sínum og tengdadóttur á Skarði til dauðadags. Útför Jóns verður gerð frá Skarðskirkju á Skarðsströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi og tengdapabbi, þráð- urinn er stuttur milli lífs og dauða. Þú kvaddir okkur snögglega og komst okkur að óvörum þar sem þú varst búinn að vera óvenju hress undanfar- ið. Varst að horfa út á Breiðafjörðinn og spjalla um hlutina eins og þinn var vani, brosandi með glettni í augum. Við eigum öll ógleymanlegar stundir saman, öll þrjú og fjölskyldan öll. Hvort sem var á jólum eða ferða- lögum erlendis og hér á landi. Við höfum verið saman öllum stundum síðan Inga þín dó, en þú saknaðir hennar alltaf mikið. Við þökkum þér allar samveru- stundirnar, umhyggjuna fyrir okkur og fjölskyldunni allri og öllu heima. Barnabörnin þrjú og barnabarna- börnin öll fengu líka sína athygli. Þú varst þeim svo góður, varst líka búinn að eignast langalangaafabarn sem er alnafni þinn. Kirkjan og kirkjugarðurinn á Skarði voru þér kær og sinntir þú garðinum með sóma. Slóst hann eftir þörfum og síðast nú s.l. haust með að- stoð barnabarnabarna. Hugsaðir um leiðin þín með sóma. Það verður tómlegt að koma aftur heim að Skarði og þú ekki þar. Ekki lengur hægt að kalla niður stigann: „Nonni, matur!“ Þú fórst eins og þú hefðir óskað sjálfur. Heima í stofu í fangi sonarins og tengdadóttur og gast verið heima til hinstu stundar. Núna ertu kominn til Ingu þinnar og annarra ættingja og biðjum við góðan guð að gefa þér góða heimkomu og vernd. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð geymi þig, elsku karlinn okk- ar. Kristinn og Þórunn (Kiddi og Stella). Eyjarnar bíða eftir bliknandi hausti, báran á firðinum grætur í sandinn. Engillinn flýgur yfir hjá nausti uppi á skarðinu vökull er andinn. (A. Fr. Kr.) Hann barst ekki mikið á, hann Jón á Skarði. En hann var þannig gerður að hann vildi öllum vel og átti ekkert slæmt til. Hann lagði ekki illt til nokkurs manns. En þrátt fyrir hæg- látlegt dagfar var hann sérkennilega strákslegur. Stundum smástríðinn, eins og undir skelinni leyndist æringi. Þótt árin söfnuðu sér saman í langa röð og mynduðu aldur hans, var hann alltaf ungur. Hann elskaði fótbolta. Lærði helling í ensku. Varð meiri háttar aðdáandi enska fótboltans. Hann Jón á Skarði var einstaklega æðrulaus, hann tók öllu með jafnað- argeði, góðum og slæmum fréttum. Þótt þetta yfirvegaða fas hafi snúið að heiminum var hann mikil tilfinn- ingavera en það atriði var alltaf hans einkamál. Hér áður fyrr keyrði hann um Skarðsströndina á alls konar bílum, ef einhver þurfti til læknis suður í Búðardal fékkst hann óðara til verks- ins, skipti engu máli hvort bíllinn var almennilega gangfær eða ekki. Hann vildi svo vel og það var allt svo sjálf- sagt, óþarfi að hafa um það einhver orð. Það má færa rök að því að engl- arnir hafi glaðst þegar Jón kom í þeirra lið en allra mest hefur hún Inga hans þó glaðst. Það er öruggt að hún hefur tekið upp harmonikuna og spilað nokkra slagara honum til gleði. Og stoltur mun hann horfa á Ingu sína vinna að allri sinni listsköpun og syngja svo undir tekur í þessum vídd- um sem við hér á jörðinni eigum svo takmarkaðan aðgang að. Megi ljósið fylgja þeim í öllu sem þau taka sér fyrir hendur þarna fyrir handan mörkin. Um leið og við sendum öllum að- standendum Jóns innilegar samúðar- kveðjur þökkum við honum sam- fylgdina, velvild og vinskap. Í minningunni mun Jón alltaf verða sá sem við treystum og virtum. Fjölskyldan frá Tindum. Anna Fr. Kristjánsdóttir. Með Jóni er horfinn síðasti ein- staklingur þeirrar eldri kynslóðar sem við kynntumst svo vel, fjölskyld- an á Öldugötunni, afkomendur og tengdafólk Kristjáns heitins Sveins- sonar læknis og Maríu Þorleifsdóttur konu hans. Nær árlega var ættar- óðalið sótt heim og börnin send mörg ár í sveit að Skarði. María dóttir okk- ar var í sjö ár í sumarvinnu á Skarði og minnist Jóns sem síns sérlega góða vinar og félaga. Árlega var farið í réttir og ófáar veiðiferðir farnar í Krossá og Fagradalsá. Nú er löngu tekin við ný dugleg kynslóð sem enn nytjar landsins gæði þótt búskapar- hættir hafi breyst og enn er það sama ættin sem byggir Skarð allt frá land- námi. Já, og ekki vantar í dag mót- tökurnar þegar ekið er í garð á óðal- inu. Þar er venjulega líflegt fjölskyldulíf og mikið um heimsóknir enda með ólíkindum hve Stella er fljót að galdra fram kræsingarnar á eldhúsborðið fyrir fjölmennan hóp gesta. Þó verður ekki komist hjá því þeg- ar litið er yfir farinn veg að sakna þeirra andlita sem tóku á móti okkur hér áður fyrr. Sveitarhöfðingjarnir Kristinn og Elínborg og dætur þeirra Inga og Boga ásamt eiginmönnum sínum Jóni og Eggerti heitnum. Oft var glatt á hjalla þegar setið var við eldhúsborðið í nærveru þessa góða og skemmtilega fólks og ekki dró úr gamninu þegar Jón naut sín á þess- um stundum enda nikkan oft þanin með fimum fingrum Ingu eiginkonu hans. Þessi ættarstemning verður varla endurtekin. Við eigum öll eftir að sakna öðlingsins Jóns með sitt góða skap og kátínu. Alltaf var hann eitthvað að sýsla þegar okkur bar að garði, lag- færa vélakost, snúast í heyi og kring- um skepnur eða slá kirkjugarðinn. Ætíð var hann tilbúinn að slá á léttar nótur. Það var ósjaldan að Jón í bæj- arferð kom í heimsókn á vinnustað okkar í Reykjavík. Var þá sest yfir kaffibolla, mikið skrafað og hlegið eftir skemmtilegar sögur af munni Jóns eins og honum var einum lagið. Eftir sáran konumissi og þegar kvill- ar ellinnar voru orðnir fylgifiskar síð- ustu árin var hann í góðum höndum hjá Kristni syni sínum og Stellu tengdadóttur sinni á Skarði og leið þar vel. Í okkar augum verður Jón á Skarði alltaf sami heiðursmaðurinn. Hans mun verða sárt saknað. Guðborg Kristjánsdóttir, Bjarni Marteinsson, María, Kristján, Kristín og Þóra Björk. Jón Gunnar Jónsson Við systurnar þökk- um þér fyrir samfylgdina, kæri bróð- ir, og minnumst æsku okkar á Siglu- firði. Það voru góð ár og þar áttir þú marga vini. Við hittumst oft á liðnum árum, annaðhvort hjá ykkur Mötthu eða Esther. Þið Mattha voruð fag- urkerar og heimilið lýsti snyrti- mennsku og hlýleika. Nú þökkum við allar samverustundirnar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, Kristján Jóhannsson ✝ Kristján Jó-hannsson fædd- ist í Reykjavík 25. ágúst 1932. Hann andaðist á blóð- lækningadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss við Hringbraut 10. september síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Ás- kirkju 15. septem- ber. leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku Mattha mágkona, hugur okkar er hjá ykkur Kristjáni. Við hugsum til dætra ykkar og sendum þeim samúðarkveðjur. Esther og Ásta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.