Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 31
lifandi matarstell kenni. Ekki er mikið um að þeir sem vinna við keramik, séu að vinna heilu matar- eða kaffistellin. Sigrún Sandra Ólafsdóttir fór þó á stúfana og hitti tvær listakonur sem vinna báðar við keramiklist, þó hvor á sinn hátt. Þær gera einstaka nytjamuni fyrir heimilið, á sinn persónulega máta og leyfðu okkur að líta á listina. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 31 39,9% H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 54 1 SJÓÐUR 10 – ÚRVAL INNLENDRA HLUTABRÉFA BESTA ÁVÖXTUN SAMBÆRILEGRA SJÓÐA SÍÐUSTU 24 MÁNUÐI** Markmið sjóðsins er að ná hærri ávöxtun en úrvalsvísitala Kauphallar Íslands. Þú getur fjárfest í áskrift eða keypt fyrir staka upphæð. Farðu á www.glitnir.is og kláraðu málið. Sjóður 10 er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfa- sjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Glitnir Sjóðir hf. Útboðslýsingu og útdrátt úr útboðslýsingum má nálgast í útibúum Glitnis eða á www.glitnir.is/sjodir. * Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð ** Sjá ávöxtun innlendra hlutabréfasjóða á www.sjodir.is Nafnávöxtun síðustu 12 mánuði m.v. 30.09.2006* www.torhildur.is Prófkjör sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi 11. nóvember Sigrumsaman–vinnumsaman ÞorgerðurKatrín í fyrstasæti Opnun kosningaskrifstofu Kosningaskrifstofan verður opin sunnudaginn 5. nóv. kl. 13-17 og virka daga kl. 17-20. Það væri mér sönn ánægja að hitta þig og þína við opnun kosningaskrifstofu minnar að Dalshrauni 1, Hafnarfirði, í dag kl. 13.00. Boðið verður upp á veitingar og ljúfa tónlist. Veriðvelkomin, ÞorgerðurKatrínGunnarsdóttir Unnur Sæmundsdóttir er lærðurgrafískur hönnuður frá Listaháskólanum en hún fór í leir- kerasmíð beint að því námi loknu. Í skólanum fékk hún m.a. það verk- efni að búa til stell sem átti að vera með lífrænum formum og átti að sækja innblástur í náttúruna. Unnur féll fyrir stuðlaberginu og ákvað vinna formin á stellinu út frá því. Vegna náttúrulegra formanna er hægt að raða því saman eins og ein heild og myndar það fallegt mynst- ur á borði. „Matarstellið er mjög praktískt og hægt að raða því upp á marga vegu. Ég vildi gera það þannig að hægt væri að nota hlutina á mismun- andi hátt,“ segir Unnur og tekur fram hvern hlutinn af öðrum úr stellinu og sýnir hvernig náttúruleg formin raðast fallega saman. Hún segir stellið úr steinleir, sumt sér- steypt en aðrir hlutir eru lagðir í mót. Þannig er auðvelt að stafla leir- tauinu og það fer vel í skápum. Steinleirinn er eldfastur og alla hlutina má setja í uppþvottavél. „Þetta er lifandi stell sem hefur verið mörg ár í þróun. Það koma aldrei alveg eins hlutir úr hverri brennslu og þó að hlutirnir séu eins í laginu þá er kannski blæbrigðamun- ur á glerung eða lit eða þá að ég bæti inn í mynstri á nokkra hluti.“ Að sögn Unnar eru margir að safna stellinu en í því eru mat- ardiskar, hliðardiskar, skálar, litlir diskar, ofnföt og tvær stærðir af glösum. Hún leyfir sér meiri leik- þegar hún gerir stóru fötin og kringlóttu skálarnar og lætur þá sköpunargleðina ráða ferðinni í skreytingum. Engin skál er eins og verður því hver og ein eins og lítið listaverk. Innblástur úr stuðlaberginu Morgunblaðið/ÓmarUnnur Sæmundsdóttir Lærður grafískur hönnuður. Formrænt Stellið er unnið út frá formum stuðlabergsins. Leikur Sköpunargleðin er ráðandi. FJÖLVÍTAMÍN virðast draga úr líkum á ófrjósemi tengdri egglosi kvenna samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn, að því er greint var frá í breska dagblaðinu Daily Telegraph nýlega. Sýndi rannsóknin, sem m.a. var unnin af dr. Jorge Chavarro, við Harvard School of Public Health, að konur sem neyttu fjölvítamíns a.m.k. sex sinnum á viku voru um 40% ólíklegri til að þjást af þessari tegund ófrjósemi. En ófrjósemi þar sem egglos reynist ill- mögulegt er önnur algengasta tegund ófrjósemi meðal kvenna og er ástæða vandans hjá einu af hverjum 12 pörum sem eiga í erfiðleikum með að geta barn. Telja aðstandendur rannsóknarinnar að fjöldi næringarefna í fjölvíta- mínunum eigi sinn þátt í að draga úr þessari tegund ófrjósemi, þó að fól- ínsýra leiki þar líklega stærsta hlutverkið. „Ég var mjög undrandi á nið- urstöðunum,“ hefur blaðið eftir Chavarro. „Eftir því sem við best fáum séð þá var fólínsýra það næringarefni sem lék hvað stærst hlutverk.“ Rannsóknin var gerð með því að kanna mataræði 18.500 hjúkrunar- kvenna sem reyndu að verða óléttar á árabilinu 1991–1999 og var þátttak- endum skipt í tvo hópa, þá sem tóku fjölvítamín áður en kom að getnaði og þá sem gerðu það ekki. Fjölvítamín við ófrjósemi? Morgunblaðið/Ómar Börn Fólínsýran virðist geta aukið líkur á getnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.