Morgunblaðið - 04.11.2006, Side 11

Morgunblaðið - 04.11.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 11 FRÉTTIR Opinn spjallfundur um kjör eldri borgara verður haldinn á Kaffi Reykjavík næstkomandi sunnudag 5. nóvember kl. 15:00. Frummælendur verða Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara og Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson skemmta gestum. Eyrún Magnúsdóttir, blaðamaður er fundarstjóri. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar4. SÆTI Fundur um kjör eldri borgara www.agustolafur.is Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík 11. nóvember TAFIR hafa orðið á byggingu mis- lægra gatnamóta á gatnamótum Suður- og Vesturlandsvegar, en þar er m.a. verið að reisa nýja brú. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, svæðisstjóra hjá suðvestursvæði Vegagerðarinnar, má rekja tafirnar til breytinga á því magni efnis sem þarf til vegagerðarinnar. Til stóð að verkinu yrði lokið 1. nóvember í ár. Jónas segir að nokk- uð mikilli vinnu sé ólokið á svæðinu en stutt sé í að umferð verði hleypt á brúna. „Það verður jafnvel í næstu viku,“ segir hann. Eftir að brúin hef- ur verið opnuð eigi eftir að vinna að frágangi utan vegarins. Ætla megi að verkinu verði að fullu lokið síðar í þessum mánuði. Jónas segir að ekki sé búið að skoða hvort til dagsekta komi vegna seinkunar verkloka. Það verði skoð- að þegar kemur að uppgjöri vegna verksins. Morgunblaðið/Sverrir Tafir við brúargerð fremsta megni að lina þjáningar þeirra, m.a. með því að færa þeim vatn. Skiljanlegt að óvant fólk verði sjóveikt Guðmundur segir að þótt hvasst sé á Stórhöfða segi það ekki til um hvort öruggt sé að sigla Herjólfi heldur skipti aðstæður í höfnunum í Þorlákshöfn og í Vestmannaeyjum mestu máli. Skipinu sé ekki hætta búin þótt það sé svona hvasst. „Þeir sem sigla skipinu eru menn sem eru búnir að vera í áratugi að sigla ein- göngu þessa leið þannig að það er væntanlega enginn á landinu betri í að meta það hvort það sé rétt að fara ÞAÐ er lagt í hendur skipstjóra að meta hvort óhætt sé að sigla ferjunni Herjólfi milli Þorlákshafnar og Vest- mannaeyja þegar veður er slæmt, að sögn Guðmundar Pedersen, rekstr- arstjóra Herjólfs. Í gær birtist í Morgunblaðinu lesendabréf þar sem fram kemur að föstudag í fyrri viku hafi Herjólfur farið milli lands og Eyja þótt vindhraði væri 25–35 metrar á Stórhöfða þann morguninn og ölduhæð um 7,7 metrar utan Surtseyjar. Um borð voru meðal annars 200 börn á leið á handbolta- mót í Eyjum. Morgunblaðinu er kunnugt um að flest þeirra voru afar sjóveik. Lágu mörg þeirra ælandi á gólfinu og reyndu fullorðnir eftir eða ekki.“ Guðmundur segir að ef vafaaðstæður komi upp sé haft sam- band við t.d. hafnarverði í Þorláks- höfn áður en lagt er af stað. Um ferðina síðastliðinn föstudag segir Guðmundur að miðað við veð- uraðstæður sé skiljanlegt að óvant fólk hafi orðið sjóveikt. „En skipinu var ekki hætta búin á sjó og okkur er gert að halda áætlun innan örygg- ismarka.“ Þá sé gengið frá bílum og öðru í samræmi við öryggisreglur. Guðmundur segir að veður líkt og var síðastliðinn föstudag komi alltaf nokkrum sinnum á ári en á hverjum vetri séu að meðaltali á bilinu 3–5 ferðir Herjólfs felldar niður vegna veðurs. Lagt í mat skipstjóra Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Gefur á Sjórinn gekk yfir Herjólf í veðrinu og ljóst að veran um borð var ekki þægileg fyrir farþega. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „ÉG hélt að ég hefði ekki skrokk í þessa vinnu og væri búinn að gleyma skurðinum en það er með hvalskurðinn eins og að hjóla – kunnáttan gleymist ekki og kemur aftur.“ Þetta segir tannlæknirinn Engilbert Ó.H. Snorrason, kjöt- matsmaður í Hvalstöðinni á árum áður, sem tók að sér kjötskurð á hvalvertíðinni á milli starfa á tann- læknastofu sinni. Engilbert Snorrason var kjöt- matsmaður í Hvalstöðinni á náms- árunum 1974 til 1981 og er kominn aftur á planið. „Við nokkrir gam- alreyndir starfsmenn tókum að okkur kjöttökuna í þessari haust- veiði því ekki hefur verið skorinn hvalur síðan 1989 og vinnulagið því nánast gleymt,“ segir hann. „En við höfum engu gleymt og skurð- urinn gengur vel en því er ekki að neita að maður er frekar þreyttur á kvöldin.“ Í genginu á planinu hafa verið 13 manns. Auk Engilberts kjötskurð- armanns eru það „gömlu“ flens- ararnir Birgir Karlsson og Karl Arthúrsson og víramennirnir Hall- dór Lárusson og Sæmundur Þor- geirsson. Ennfremur Sigurjón Guð- mundsson ferðaþjónustubóndi og Lárus Lárusson verkstjóri. Til við- bótar hafa verið nokkrir nýliðar en Engilbert segir að síðan hafi nokkrir gamalreyndir hlaupið í skarðið þegar á hafi þurft að halda. „Þeir koma flestir aftur, einn og einn í einu.“ Þess má geta að flensari er sá sem tekur spikið og kjötlengjurnar af hvalnum og limar beinin í sund- ur en kjötskurðarmaður sker lengj- urnar niður í þriggja til fjögurra kg bita eftir kúnstarinnar reglum. Engilbert er í félaginu Sjáv- arnytjar sem vill stuðla að sjálf- bærri nýtingu sjávarspendýra og segir hann það ástæðu þess að hann hafi aftur farið í slaginn. Áð- ur hafi peningarnir heillað og þá hafi verið algengt að námsmenn hafi unnið í Hvalstöðinni en nú hafi áhuginn rekið menn áfram. „Við ákváðum að taka slaginn og klára þessa hvali og kenna yngri mönn- um verklagið í leiðinni,“ segir hann. Enn er notast við kælingaraðferð sem Engilbert segir að hann hafi stungið upp á að yrði notuð á sín- um tíma til að ekki þyrfti að kasta miklu af kjöti. „Snemma eftir að ég byrjaði að vinna þarna byrjuðum við að opna kvið hvalsins meira á landstíminu til að fá meiri kælingu því kjötið innst við hrygginn náði svo illa kælingu og því var það oft á tíðum orðið svolítið slakt,“ segir hann. Á þessum tíma lærði hann líffærafræði við Háskóla Íslands og segist hafa kunnað líffærafræði hvalsins upp á hár. „Mér datt í hug að dæla sjó eftir slagæð sem liggur eftir allri hryggjarsúlunni og svo út í kjötið. Ég skaut þessu að Krist- jáni Loftssyni, forstjóra Hvals, og hann greip hugmyndina strax á lofti enda opinn fyrir öllu.“ Að sögn Engilberts hófust þegar tilraunir á landi áður en aðferðin var reynd úti á sjó. Vorið 1979 fór hann í veiðiferð þar sem dælingin var reynd og segir hann að aðferð- in hafi verið notuð síðan. „Ég kenndi þessa aðferð um borð í öll- um hvalskipunum og síðan hefur hún verið notuð,“ segir hann og bætir við að hvalurinn sé blóðgaður fyrir framan bægslið og þar fari sjórinn aftur út. Morgunblaðið/ÞÖK Kjötskurðarmaðurinn Tannlæknirinn Engilbert Ó.H. Snorrason, kjöt- matsmaður í Hvalstöðinni á árum áður, sér um kjötskurðinn á yfirstand- andi hvalvertíð á milli starfa á tannlæknastofu sinni. Hvalskurður gleymist ekki frekar en að hjóla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.