Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
miðvikudagur 8.
11. 2006
íþróttir mbl.is
íþróttir
Ragnhildur Sigurðardóttir í keppni á Ítalíu >> 2
Í AUSTURVEG
ÍSLANDSMEISTARALIÐ NJARÐVÍKINGA LEIKUR Í
RÚSSLANDI OG KEFLVÍKINGAR GLÍMA VIÐ TÉKKA 4
Reuters
Svekktur Wayne Rooney, framherji Manchester United, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið gegn Southend í deildabikarkeppninni í gær.
ÚVALSDEILDARLIÐ ÍR í körfu-
knattleik karla mun mæta til leiks
með bandaríska bakvörðinn Nate
Brown í næstu umferð Iceland Ex-
press-deildarinnar. ÍR hefur verið
með La M. Owen frá Bandaríkj-
unum í sínum röðum í fyrstu fimm
umferðunum og hefur hann ekki
þótt standa undir væntingum.
Owen hefur skorað rétt tæp 16 stig
að meðaltali í leik, en ÍR hefur að-
eins náð að landa sigri í einum leik
til þessa, gegn Hamri/Selfoss.
Brown er þekkt stærð í íslenskum
körfuknattleik, en hann lék með
Snæfelli frá Stykkishólmi á síðustu
leiktíð undir stjórn Bárðar Eyþórs-
sonar sem í dag er þjálfari ÍR-inga.
Brown er 26 ára gamall bakvörður
og skoraði hann rétt tæplega 20
stig að meðaltali með Snæfelli í
fyrra en hann lék með Þór, Þor-
lákshöfn, veturinn 2004–2005 og
þar skoraði hann rúm 22 stig að
meðaltali í 11 leikjum.
Mikil meiðsli hafa verið í her-
búðum ÍR-inga að undanförnu og
segir Bárður Eyþórsson, þjálfari
liðsins, að einungis 8–9 leikmenn
hafi getað mætt á æfingar liðsins að
undanförnu. Hreggviður Magn-
ússon, miðherji liðsins, er að jafna
sig eftir kinnbeinsbrot. Steinar
Arason hefur verið meiddur og
einnig Jakob Egilsson. Brown er
þriðji bandaríski leikmaðurinn sem
kemur til ÍR-liðsins á þessari leiktíð
en Rodney Blackstock lék með lið-
inu á undirbúningstímabilinu, en
var sagt upp störfum rétt áður en
Íslandsmótið hófst. Einhverjar lík-
ur eru á því að Owen verði áfram á
Íslandi, en 1. deildar liðin Breiða-
blik og KFÍ hafa sýnt honum
áhuga.
Brown fer
til ÍR-inga
HERMANN Hreiðarsson tryggði
Charlton sæti í átta liða úrslitum
ensku deildabikarkeppninnar í
knattspyrnu í gær. Charlton hafði
betur gegn 2. deildar liði Chester-
field í vítspyrnukeppni eftir að
staðan hafði verið 3:3 að lokinni
framlengingu. Charlton sigraði,
4:3, í vítakeppninni og skoraði Her-
mann sigurmarkið.
Óvænt úrslit urðu í leik Southend
og Manchester United, sem átti titil
að verja. Southend, sem situr á
botni 1. deildarinnar, gerði sér lítið
fyrir og sló út topplið úrvalsdeild-
arinnar með 1:0-sigri.
„Sigrarnir verða ekki stærri en
þessi,“ sagði Steve Tilson, knatt-
spyrnustjóri Southend. „Þetta er
stærsta stundin hjá mér sem knatt-
spyrnustjóri og frammistaða strák-
anna var hreint mögnuð.“
Hermann
skaut Charl-
ton áfram
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
Erla, sem er 23 ára gömul, hefur
leikið með Mallbacken síðustu tvö
árin en lék áður með sænsku liðun-
um Stattena og Sunnanå. Erla sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær, að
næstu dagar færu í að vega og meta
tilboðin sem henni hafa borist, en
sænsku úrvalsdeildarliðin Hamm-
arby, Örebro og Qbik hafa öll gert
henni tilboð og væntanlegt er tilboð
frá Kopparbergs/Göteborg. Norska
liðið Team Strömmen og danska liðið
Fortuna Hjörring hafa einnig borið
víurnar í hana en bæði liðin leika í
efstu deild.
Þá hafa forráðamenn bandaríska
atvinnumannaliðsins New Jersey
sýnt áhuga á að fá Erlu Steinu í sínar
raðir sem og Íslands- og bikarmeist-
arar Vals, KR og Breiðablik sem hún
lék með tímabilið 2002.
„Það eina sem liggur fyrir er að ég
verð ekki áfram hjá Mallbacken en
hvert ég fer kemur ekki í ljós alveg
strax. Ég ætla að gefa mér góðan
tíma til að fara yfir öll tilboðin sem
mér hafa borist. Ég hef úr nógu að
velja sem er bara mjög ánægjulegt
en það verður erfitt val hjá mér,“
sagði Erla Steina við Morgunblaðið í
gær.
Aðspurð hvað henni litist best á
sagði hún: „Það er erfitt að segja. Ég
er búin að spila í Svíþjóð í sex ár og
væri alveg til í að prófa eitthvað ann-
að eins og til dæmis að spila í Banda-
ríkjunum.
Ég mun á næstu dögum og vikum
hitta menn frá þessum liðum sem
hafa gert mér tilboð og eftir það tek
ég ákvörðun um framhaldið,“ sagði
Erla, sem útilokar alls ekki að spila á
Íslandi næsta sumar.
Erla Steina er sókndjarfur miðju-
maður sem hefur leikið 15 leiki með
íslenska A-landsliðinu og skorað eitt
mark.
Erla Steina hefur úr
mörgum tilboðum að velja
ERLA Steina Arnardóttir, lands-
liðskona í knattspyrnu, hefur leikið
sinn síðasta leik með Mallbacken
sem féll úr sænsku úrvalsdeildinni
á dögunum. Hún hefur ákveðið að
róa á önnur mið og hefur úr mörgu
að velja því félög frá Svíþjóð, Dan-
mörku, Noregi, Bandaríkjunum og
Íslandi vilja fá hana í sínar raðir.
Yf ir l i t
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 26
Veður 8 Viðhorf 28
Staksteinar 8 Umræðan 28/31
Úr verinu 12 Bréf 31
Viðskipti 13 Minningar 31/37
Erlent 14 Leikhús 42
Höfuðborgin 18 Myndasögur 44
Landið 18 Dagbók 44/49
Suðurnes 19 Staður og stund 46
Akureyri 19 Víkverji 48
Daglegt líf 20 Bíó 46/49
Menning 16 Ljósvakamiðlar 50
* * *
Innlent
Karlmaður og kona á miðjum
aldri eru í lífshættu eftir að eldur
kom upp í íbúð í blokk í Ferjubakka í
Breiðholti í gærkvöldi. Fólkið hlaut
alvarleg brunasár, en reykkafarar
björguðu því meðvitundarlausu út
úr brennandi íbúðinni. Rauði kross
Íslands veitti nágrönnum áfallahjálp
eftir að slökkvilið náði að ráða nið-
urlögum eldsins. » Forsíða
Lögregla og tollgæsla lögðu hald
á 950 e-töflur fyrstu níu mánuði árs-
ins, og í fyrra var lagt hald á 1.500
töflur. Meðaltal áranna á undan var
um 8.000 töflur á ári. Rannsókn á
láti konu sem hafði tekið inn e-töflu
aðfaranótt laugardags heldur áfram,
en hún beinist að því hvaðan efnið
var fengið. » Baksíða
Íslensk stjórnvöld ætla að nýta
sér aðlögunarfrest til tveggja ára
gagnvart Búlgaríu og Rúmeníu,
sambærilegan þeim sem viðhafður
var gagnvart átta löndum Evrópu-
sambandsins árið 2004. Löndin tvö
ganga í ESB á næsta ári. » Forsíða
Leikskólaráð leggur til við borg-
arráð að niðurgreiðsla til dagfor-
eldra hækki um u.þ.b. 40% þannig að
meðaltalsgreiðsla til dagforeldra
verði um 38 þúsund krónur á mán-
uði. Jafnframt er lagt til að nið-
urgreiðsla til sjálfstætt rekinna leik-
skóla hækki. » 6
Íbúar í nágrenni Iðnskólans í
Reykjavík eru ósáttir við áform um
að stækka byggingu skólans við
Hallgrímskirkju. Hugmyndir eru
uppi um að bæta einni hæð ofan á
byggingu sem fyrir er og reisa nýja
tveggja hæða byggingu. » 18
Kostir og gallar við að opna á nýj-
an leik gamla lækinn sem rennur úr
Reykjavíkurtjörn til norðurs út í sjó
verða kannaðir af Framkvæmda-
sviði Reykjavíkurborgar á næstunni.
Lækurinn gæti því orðið hluti af
götumynd miðborgarinnar í árfar-
vegi meðfram Lækjargötu. » 11
Erlent
Mikil spenna var í þingkosning-
unum í Bandaríkjunum í gær og
fyrstu tölur gáfu engar vísbendingar
um úrslit. Kosningavélar léku marga
kjósendur grátt og töfðust kosning-
arnar en sums staðar varð að fram-
lengja kjörfund. »Forsíða
Saddam Hussein, fyrrverandi for-
seti Íraks, sneri aftur í réttarsal í
gær, en fyrir tveimur dögum var
hann dæmdur til dauða fyrir morð á
sjítum í þorpinu Dujail árið 1982. Í
gær var hann kallaður fyrir dómara
til að svara ásökunum um fjölda-
morð á níunda áratugnum. » 15
Hlýnandi loftslag jarðar stefnir í
hættu stöðum þar sem merkar forn-
leifar er að finna, t.d. í Perú,
Egyptalandi og við Karíbahaf.
Hækkandi yfirborð sjávar, tíðari
fellibyljir, veðrun og flóð geta valdið
því að fornminjar skemmist hraðar.
» 14
Níu manns týndu lífi þegar hvirf-
ilbylur gekk yfir N-Japan í gær. 21
var lagður inn á sjúkrahús en 33
heimili eyðilögðust og 29 skemmd-
ust að hluta. Hvirfilbyljir eru fátíðir í
Japan, sér í lagi á eyjunni Hokkaido
þar sem þessi fór yfir. » 15 »
Eftir Brján Jónasson og
Silju Björk Huldudóttur
YFIRLÝSINGAR yfirmanna Land-
spítala – háskólasjúkrahúss (LSH)
varðandi Stefán E. Matthíasson,
fyrrverandi yfirlækni æðaskurð-
deildar LSH, eru endir á löngu ferli
sem varla verður kallað annað en
einelti, segir í ályktun stjórnar
Læknafélags Íslands (LÍ) sem sam-
þykkt var í gær.
„Það hefur komið fram hjá yfir-
mönnum sjúkrahússins að það verði
með engu móti hægt að ráða Stefán
aftur í stöðu á sjúkrahúsinu. Til þess
að gera sumar af þeim aðgerðum
sem hann gerir, verður hann að hafa
sjúkrahúsaðstöðu, og eina aðstaðan í
okkar heilbrigðiskerfi er á Landspít-
alanum. Þar með er búið að útiloka
hann frá því að getað stundað sitt
starf og sinna sjúklingum sínum hér
á landi,“ sagði Sigurbjörn Sveinsson,
formaður LÍ, eftir fundinn.
Í ályktun stjórnarinnar eru
stjórnunarhættir yfirstjórnar LSH í
máli Stefáns harmaðir, og tekið fram
að stjórn LÍ muni aldrei una því að
félagi í LÍ verði útilokaður af vinnu-
markaði sinnar sérgreinar af mönn-
um, sem hafa fengið þann dóm að
háttalag þeirra sé ólögmætt. Er þar
vísað til þess að Héraðsdómur
Reykjavíkur staðfesti nú í sumar að
áminning sú sem Stefán fékk, sem
brottrekstur hans frá spítalanum
byggðist á, hefði verið ólögmæt.
Með því að áfrýja ekki, sé yfir-
stjórnin að viðurkenna að niðurstaða
dómsins hafi verið rétt og gangast
við lögbroti sínu. Þrátt fyrir þetta
hafi forstjóri og lækningaforstjóri
spítalans ítrekað lýst því yfir að Stef-
án fái ekki starf sitt til baka, né verði
hann ráðinn í aðra stöðu á deildinni.
Tómlæti ráðherra gagnrýnt
Þar sem ekki sé í önnur hús að
venda fyrir sérhæfða lækna eins og
Stefán, en LSH, séu yfirlýsingar yf-
irmanna LSH endir á löngu ferli sem
varla verði kallað annað en einelti í
hans garð, segir í ályktuninni.
Stjórn LÍ gagnrýnir einnig harð-
lega það tómlæti heilbrigðisráðherra
sem fram hafi komið í viðbrögðum
hennar við lögbrotum undirmanna
sinna. Það sé alvarlegt að ráð-
herrann skuli gefa fordæmi sem
leiða muni til agaleysis í heilbrigð-
isþjónustunni.
Segja stjórn LSH hafa
lagt yfirlækni í einelti
Í HNOTSKURN
»Stefáni E. Matthíassyni varsagt upp
störfum 28.
nóvember
2005 þar
sem hann
starfrækti
læknastofu
samhliða
starfi sínu
sem yfirlæknir æðaskurðdeild-
ar LSH.
»Héraðsdómur dæmdi upp-sögn hans ólöglega hinn 29.
júní 2006 og hefur frestur til
að áfrýja dómnum nú runnið út
án þess að það hafi verið gert.
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
LÍTIÐ hefur verið unnið í nýbygg-
ingu Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) á
Norðurbakka í Hafnarfirði undan-
farna tvo mánuði. Framkvæmda-
stjóri hjá ÍAV segir að meiri þörf
hafi verið fyrir mannskapinn annars
staðar.
„Það hefur ekki verið mikið af
mannskap þarna undanfarið, við höf-
um verið með önnur verkefni sem
þurfti að herða á, sem mennirnir
hafa verið í, en þetta mun fara í gang
aftur fljótlega,“ segir Kristján Arin-
bjarnar, framkvæmdastjóri fram-
kvæmdasviðs ÍAV. Hann nefnir sem
dæmi að bygging háskólatorgs fyrir
Háskóla Íslands hafi verið á eftir
áætlun og því settur aukinn kraftur í
það verk á kostnað Norðurbakkans.
Ekki er búið að selja íbúðir í fjöl-
býlishúsinu sem verið er að reisa við
Norðurbakka. „Þetta var komið í
sölu, en bara í eina eða tvær vikur,
og þá kipptum við að okkur hönd-
um,“ segir Kristján.
Hann segir ástandið á fasteigna-
markaði undanfarið auðvitað hafa
spilað eitthvað inn í ákvörðun um að
seinka Norðurbakkanum. „Við hefð-
um eflaust höndlað þetta öðruvísi ef
það hefði verið slegist um íbúðirnar.“
Fara í sölu í janúar
Kristján segir að ekki hafi verið
metið hver kostnaður ÍAV verði af
þessum seinkunum, þó ljóst sé að
einhver fjármagnskostnaður falli til.
Reiknað sé með því að setja íbúð-
irnar í sölu í janúar.
Seinka byggingu fjölbýl-
ishúss við Norðurbakka
GUÐBJÖRG Kristjánsdóttir, sem
dvelur á hjúkrunar- og dvalarheim-
ilinu Hulduhlíð á Eskifirði, er 100
ára í dag. Hún fæddist í Ólafsvík á
Snæfellsnesi. Faðir hennar, Krist-
ján Guðmundsson, lést stuttu eftir
fæðingu hennar. Þá fluttist hún
með móður sinni, Guðrúnu Skúla-
dóttur, austur á Reyðarfjörð og ólst
þar upp hjá séra Stefáni Björnssyni
á Hólmum. Guðbjörg flutti 18 ára
til Eskifjarðar og hefur búið þar
síðan. Guðbjörg vann m.a. við hús-
hjálp, fiskvinnslu og ræstingar.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
100 ára í dag
LÖGREGLAN í Reykjavík yf-
irheyrði um helgina mann með rétt-
arstöðu sakbornings vegna þeirrar
háttsemi að taka átta ára telpu upp
í bíl við Rauðavatn í síðasta mánuði.
Telpan var á ferð með vinkonu
sinni þegar aðvífandi bílstjóri tók
hana upp í bíl sinn en hleypti henni
út úr bílnum örstuttu síðar. Ekki
liggur fyrir hvort hinn yfirheyrði
var þarna að verki en hann er ann-
ar tveggja sem yfirheyrðir hafa
verið vegna málsins. Lauk yf-
irheyrslum með því að báðum var
sleppt að þeim loknum. Maðurinn
er á þrítugsaldri og hefur komið lít-
illega við sögu lögreglunnar áður.
Yfirheyrður
vegna telpu
KARLMAÐUR á fimmtugsaldri var
tekinn fyrir ölvunarakstur í aust-
urbæ Reykjavíkur í hádeginu í
fyrradag. Með honum í bíl var kona
á svipuðum aldri en hún var ölvuð.
Þá var dóttir konunnar sömuleiðis í
bílnum en hún er á grunnskóla-
aldri. Fólkið hefur áður komið við
sögu lögreglunnar. Tveir aðrir
karlmenn voru líka teknir fyrir ölv-
unarakstur í umdæmi lögreglunnar
í Reykjavík sama dag.
Ölvuð með
barn í bíl