Morgunblaðið - 08.11.2006, Side 4

Morgunblaðið - 08.11.2006, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur af- hent óbyggðanefnd kröfur sínar, fyr- ir hönd íslenska ríkisins, um þjóð- lendur á austanverðu Norðurlandi. Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröf- um þeirra sem þar kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta, að því er fram kemur í fréttatilkynningu nefndarinnar útgefinni í gær. Þar er þjóðlendukröfunum lýst þannig af hálfu fjármálaráðherra: „1. Gerð er krafa til Gæsafjalla eða Gæsafjallastykkis, Norðurfjalla, Veggja, Eystri-Miðfjalla, Neðri- Miðfjalla, Búrfellshrauns og Mý- vatnsöræfa, Bláfjallsfjallgarðs, Framfjalla, Útbruna og Frambruna, Krepputungu, Ódáðahrauns, suður í Vatnajökul, austur til Jökulsár á Fjöllum og vestur í Skjálfandafljót. 2. Gerð er krafa til Gjástykkis, af- réttarlanda í Kelduhverfi á Ásheiði, Keldunesheiði, Garðsheiði, Víkinga- vatnsheiði og Fjallaheiði, til Útfjalla og Framfjalla, Grísatungufjalla, hluta af Lambafjöllum og Þeista- reykjaafréttar. 3. Gerð er krafa til afréttar inn af Bárðardal, Mjóadal, Íshólsdal, ásamt drögum á Sprengisandi, allt suður í Jökuldal í Tungnafellsjökli. Einnig Vallafjalls, Ljósavatnsfjalls, hluta Timburvalladals, Hjaltadals, hluta Bleiksmýrardals og Króka. 4. Gerð er krafa til Kinnarfjalla, Víknafjalla, milli Hágangna að norð- an og Bakranga að sunnan, og til af- rétta á Austurheiði Flateyjardals. 5. Gerð er krafa til afrétta á Vest- urheiði Flateyjardals, hluta Leir- dalsheiðar, Lambárstykkis, Leir- dals, Trölladals, Jórunnarstaða- afréttar og Gilsafréttar, auk nyrsta hluta Látrastrandar.“ Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu óbyggðanefndar (obyggdanefnd.is) og á skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga og sýslu- mannsembætta. Kröfurnar verða birtar í Lögbirt- ingablaðinu 10. nóvember næstkom- andi og þar verður skorað á þá sem telja til eignarréttinda á þjóðlendu- kröfusvæði ríkisins, að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir óbyggðanefnd innan þriggja mánaða, nánar tiltekið í síðasta lagi mánudaginn 12. febrúar 2007. Að þeim fresti loknum fer fram opinber kynning á heildarkröfum og stendur hún í einn mánuð. Eftir það er svæðinu skipt í mál og verða þau síðan tekin fyrir eins oft og þörf er á. Ný krafa til óbyggða- nefndar um þjóðlendur                                                                  Kröfur ríkisins um þjóðlendur á aust- anverðu Norðurlandi lagðar fram ELÍAS Héðins- son hefur verið ráðinn rannsókn- arstjóri Árvak- urs. Hann mun stýra rannsókn- um og upplýs- ingamiðlun um lestur, áhorf og aðra notkun fjöl- miðla Árvakurs og styðja þannig starfsemi auglýs- inga- og markaðsdeilda Morgun- blaðsins og Mbl.is. Þá tekur hann þátt í þróun og uppbyggingu fjöl- miðla Árvakurs og verður sérfræð- ingur félagsins í gerð skoðanakann- ana. Elías er doktor í félags- og fjöl- miðlafræði frá háskólanum í Lundi þar sem hann rannsakaði fjölmiðla- notkun ungs fólks og sérstaklega hvernig það tileinkar sér nýja fjöl- miðlatækni. Hann var lektor í fjöl- miðla- og aðferðafræði við Háskóla Íslands og einn af upphafsmönnum Félagsvísindastofnunar þar sem hann hafði m.a. umsjón með fjöl- miðlakönnunum. Þá starfaði hann við að koma á laggirnar vinnumark- aðskönnun Hagstofunnar og var síð- an um fjögurra ára skeið rannsókn- arstjóri auglýsingastofunnar Yddu og hafði frumkvæði að því að innleiða kerfisbundin vinnubrögð við gerð birtingaáætlana fyrir auglýsingar. Undanfarin 11 ár hefur Elías verið rannsóknarstjóri fjölmiðlarann- sókna Gallup og stjórnað fram- kvæmd kannana sem gerðar eru fyr- ir fjölmiðla, samtök auglýsingastofa og samtök auglýsenda. Elías er kvæntur Björgu K. Jóns- dóttur og eiga þau þrjú börn. Elías Héðinsson ráðinn rannsóknar- stjóri Árvakurs Elías Héðinsson JÓN Gunnarsson alþingismaður hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til uppstilling- ar fyrir neðan bindandi sæti á framboðslista Samfylkingarinn- ar í Suðurkjör- dæmi fyrir alþing- iskosningar í vor. Hann lenti í 5. sæti í prófkjöri en færðist niður vegna kynjakvóta. Fyrstu fimm sætin eru bindandi að teknu tilliti til kynjakvót- ans. „Ég er tiltölulega mjög ánægður með að fá þúsund atkvæði rúm í fyrsta sæti. En ég fæ afskaplega fá at- kvæði í önnur sæti. Það er alveg ljóst að þeir sem vildu mig á listann kusu mig í fyrsta sæti til að leiða hann. Aðr- ir virðast ekki hafa haft hug á að kjósa mig í önnur sæti,“ sagði Jón. Hann kvaðst hafa gert sér grein fyrir því að þetta gæti gerst í svæðabundnu próf- kjöri. Er þetta merki um hrepparíg? „Það hefur örugglega haft áhrif og hlýtur að vera því 170 atkvæði í 2. sæti út úr 4.000 atkvæðum hlýtur að gefa til kynna að það séu einhvers konar lyfseðlar í gangi.“ Jón taldi að það að enginn í fimm efstu sætum listans skuli vera af Suð- urnesjum, þar sem rúmlega 40% kjósenda í kjördæminu búa, hljóti að vera óheppilegt. „Opin prófkjör geta oft orðið til þess að listar raðist upp með þessum hætti,“ sagði Jón. Jón Gunn- arsson ekki í framboð Jón Gunnarsson STOFNUN eignarhaldsfélags vegna kaupa ríkisins á hlutum Reykjavík- urborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun var rædd á ríkis- stjórnarfundi í gær. Samkvæmt upp- lýsingum frá fjármálaráðuneytinu er um tæknilegt atriði að ræða í raun, þar sem ríkið verður eini eigandi fyr- irtækisins frá 1. janúar 2007. Ríkið getur ekki eitt átt Lands- virkjun þar sem það er sameignar- félag og verður því að stofna eign- arhaldsfélag sem heldur utan um brot af eignarhluta ríkisins. Félagið verður þannig eigandi á móti ríkinu. Ræða stofn- un eignar- haldsfélags FJÁRMÁLARÁÐHERRAR aðild- arríkja EFTA og Evrópusambands- ins ræddu orkumál á sameiginlegum fundi sínum í Brussel í gær. Í fjar- veru Árna M. Mathiesen fjármála- ráðherra sat Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra fundinn fyrir Íslands hönd. Í ræðu sinni lýsti ráðherrann því hvernig Íslendingar stæðu að orku- nýtingu og rakti sérstaklega aukin áhrif jarðhita í orkubúskapnum. Ráðherrar Noregs, Sviss og Liech- tenstein tóku einnig til máls og þá Finnlands, Bretlands og Danmerk- ur. Gordon Brown, fjármálaráðherra Breta, hvatti til þess að EFTA-ríkin tækju þátt í því með aðildarríkjum Evrópusambandsins að mynda sam- eiginlegan Evrópumarkað til að draga úr útblæstri á koltvísýringi. Tóku ráðherrar EFTA-ríkjanna undir þessa tillögu, segir í tilkynn- ingu frá ráðuneytinu. Fjármála- ráðherrar funduðu AUKA mætti aðsókn að skipstjórn- ar- og vélstjóranámi með því að flytja það að hluta í skóla á lands- byggðinni, í stað þess að krefjast þess að þeir sem vilji í slíkt nám fari til Reykjavíkur. Þetta kom fram í máli Árna Johnsens, sem tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Suð- urlandi, á kynningarfundi í Þorláks- höfn á mánudagskvöld. „Það er brýnt að útfæra þetta nám og færa það út á landsbyggðina aftur til að auðvelda mönnum að ná sér í réttindi á þessu sviði án þess að þurfa að fara í dýra útgerð til höf- uðborgarinnar,“ segir Árni í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði víða þörf á skipstjórn- ar- og vélstjórnarnámi sem henti til starfa á skipum og bátum á lands- byggðinni. Námið fer í dag fram í Fjöltækniskólanum, og skiptist í fjögur stig. Árni segir að hægt sé að bjóða upp á nám í fyrstu tveimur stigunum nokkuð víða á landsbyggð- inni, eins og þetta hafi raunar verið fyrir um 15 árum. „Þetta er eitthvað sem þyrfti að taka upp, því annars er mikil hætta á að það fjari undan þessu námi.“ Hann segir að vilji sé fyrir því hjá Fjöltækniskólanum að koma til móts við þessar þarfir, þannig að hluti námsins fari fram í heimabyggð, hluti með fjarnámi og svo kynni ein- hver hluti að þurfa að fara fram í Reykjavík þar sem tækjabúnaður og hermar eru staðsettir. Sumir skólar á landsbyggðinni, eins og Fjöl- brautaskólinn í Vestmannaeyjum, séu þó fremur vel tækjum búnir, og þar sem það sé ekki megi koma slík- um tækjabúnaði upp. Ekki meiri kostnaður Spurður hvort þetta þýði ekki aukinn kostnað sagði Árni að svo þurfi ekki að vera. „Það er háð því, eins og skólinn hefur verið að þróast, þá sinnir hann þörfunum eftir að- sókn, það er ekki endilega námskeið í öllu á hverju ári. Úti á landi gæti þurft 10 nemendur til að það borgaði sig, og það væri ekki sérstök kvöð.“ Jón B. Stefánsson, skólameistari Fjöltækniskólans, segir að aðsóknin í nám á vélstjórnarsviði hafi heldur aukist á undanförnum þremur árum og þar séu nú rúmlega 200 við nám. Aðsókn á skipstjórnarsvið hafi staðið í stað, sem sé e.t.v. ákveðinn varn- arsigur miðað við fækkun í flotanum á undanförnum árum. Hann segir ákveðna erfiðleika fólgna í því að bjóða upp á skip- stjórnar- og vélstjóranám á lands- byggðinni. Stranga gæðavottun þurfi til að þau réttindi sem fólk afli sér í slíku námi verði alþjóðleg. Þó sé vel mögulegt að færa hluta af náminu út á land sé eftirspurn fyr- ir hendi, þá undir yfirstjórn og eft- irliti Fjöltækniskólans. Sökum skorts á tækjabúnaði þurfi hluti námsins þó líklega alltaf að fara fram í Fjöltækniskólanum. Vill að boðið verði upp á hluta skipstjórnar- og vélstjóranáms á landsbyggðinni Myndi auka aðsóknina í námið ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.