Morgunblaðið - 08.11.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.11.2006, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Hella | Rangárþing eystra og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hafa undirritað samkomulag þess efnis að Styrktarfélagið skuldbindi sig til að veita þjónustu iðjuþjálfa á Hvolsvelli fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára. Rangárþing eystra leggur til vinnuaðstöðu fyrir starf- semina. Unnur Brá Konráðsdóttir sveitarstjóri og Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Styrktarfélags- ins, undirrituðu samninginn. Fram kemur í fréttatilkynningu að samningsaðilar munu leitast við að staða iðjuþjálfa sem sinnir börn- um og ungmennum á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands verði tryggð til frambúðar. Unnur Brá segir að hópur foreldra hafi haft samband við sveitarstjórn og sýnt henni fram á að það væri skynsamlegra að bjóða þjónustuna á staðnum en að eyða peningunum í bensín til að sækja hana til Reykja- víkur. Sveitarstjórnin hefði tekið undir þetta en verkefnið væri á verk- sviði ríkisins. Haft hafi verið sam- band við Styrktarfélagið og sú góða lausn fengist að ráða iðjuþjálfa í þetta sem búsettur væri á svæðinu. Ungmenn- um þjónað heima LANDIÐ Eftir Sigurð Sigmundsson Flúðir | Það var margt um manninn í Félagsheimilinu á Flúðum um helgina þegar haldinn var fjöl- þjóðadagur. Erlent fók frá all- nokkrum löndum sem starfar og býr hér í sveitinni, sýndi sitthvað frá menningu sinna landa, meðal annars þjóðbúninga, bækur, mynd- ir og hafði myndarlega matarkynn- ingu með réttum frá sínum gömlu heimalöndum. 12% íbúanna af öðru þjóðerni Einnig voru sýnd erlend mynd- bönd og leikin tónlist. Börn í fyrsta bekk Flúðaskóla, hluti þeirra af er- lendu bergi brotinn, sungu nokkur lög við undirleik Magneu Gunn- arsdóttur. Þá kynntu nokkur ís- lensk félög starfsemi sína, meðal annars Landsbjörg. Í ávarpi Ísólfs Gylfa Pálmasonar sveitarstjóra, sem þýtt var á pólsku, kom meðal annars fram að um 12% íbúa Hrunamannahrepps eru af er- lendu þjóðerni. Sumir eru búnir að vera hér um allnokkurt árabil, einkum konur sem eru giftar Íslendingum og eiga hér fjölskyldu. Þónokkrir Pólverjar og Úkraníumenn eru sestir að á Flúðum og eiga börn þar börn í skóla. Verður á hverju ári Í samtölum fréttaritara við fólkið á þjóðahátíðinni kom fram að það hefði komið hingað til að vinna og kynnast nýju umhverfi. Því líkar al- mennt vel á Íslandi og í Hruna- mannahreppi og margir eru komn- ir til að vera um lengri eða skemmri tíma. Langflest af þessu dugmikla fólki vinnur við garð- yrkju eða störf henni tengd. Helga Karlsdóttir á Melum, ein úr undirbúningshópi hátíðarinnar, segir alla hafa lagt sitt af mörkum til að gera daginn ánæjulegan. Hann hafi tekist afar vel. Fjöl- þjóðadagur verður hér eftir á hverju ári, segir Helga. Kynna nýja menningu Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Fjölmenning Skúli Gunnlaugsson bragðar á úkraínskri rauðrófusúpu hjá Nínu Faryna. Fjölbreyttir réttir voru á borðum á hátíðinni. Fjölmenni leit við á fjölþjóðadegi á Flúðum Norskar Else Nielsen, Vigdís Furu- seth og Mildrit Irene Steinberg Blönduós | Á þriðja tug folalda kom á sýningu sem haldin var í reiðhöll- inni á Blönduósi sl. laugardag. Þar mátti sjá margan eigulegan grip. Dómari og áhorfendur dæmdu fol- öldin og voru svo samstiga að sömu þrjú folöldin voru efst hjá báðum. Flest atkvæði áhorfenda hlaut þó það folald sem var í öðru sæti hjá dómaranum. Efnilegasti ræktunargripurinn að mati dómara var Heiðdís, rauð, frá Hólabaki. Hún er undan Rökkva frá Hárlaugsstöðum og Dreyru frá Hólabaki. Eigandi hennar er Björn Magnússon. Folaldið í öðru sæti að mati dómara og eigulegast að mati áhorfenda var Fjöður frá Blönduósi, rauðglófext, tvístjörnótt. Hún er undan Parker frá Sólheimum og Kleópötru frá Blönduósi. Eigandi hennar er Karen Ósk Guðmunds- dóttir. Folaldið í þriðja sæti var rauður hestur frá Sauðanesi. Hann er undan Hágangi frá Narfastöðum og Slæðu frá Sauðanesi. Eigandi hans er Ingibjörg Guðmundsdóttir. Á myndinni eru þau Björn Magn- ússon, Karen Ósk Guðmundsdóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Magnús Ólafsson Dómari og áhorfendur samstiga Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÍBÚAR í nágrenni Iðnskólans í Reykjavík eru ósáttir við áform um að stækka til muna byggingu Iðn- skólans uppi við Hallgrímskirkju. Samkvæmt upplýsingum skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkurborg- ar eru hugmyndir um að bæta einni hæð ofan á þá byggingu sem fyrir er og reisa nýja tveggja hæða byggingu sem nái út að Frakkastíg. Anna Ingólfsdóttir, sem býr í ná- munda við Iðnskólann, segir íbúana telja að stækkun skólans auki mikið áreitnina á umhverfið. Hallgríms- kirkja sé í námunda við Iðnskólann en ef eitthvað sé um að vera þar fylgi því margir bílar og þetta bætist svo við. Ekki sé gert ráð fyrir að bíla- stæðum verði fjölgað þrátt fyrir ný- byggingar við Iðnskólann. Þá muni margir sem búa á bak við Iðnskólann tapa útsýni vegna fyrirhugaðrar ný- byggingar. Varðar alla Reykvíkinga Anna segir að íbúar í nágrenninu hafi áhyggjur af röskun á viðkvæm- um stað í bænum. „Þetta er Skóla- vörðuholtið, þarna er Hallgríms- kirkjan og margir ferðamenn koma á hverjum degi og skoða kirkjuna,“ segir Anna og bætir við að engin að- staða sé fyrir ferðamennina við kirkjuna. „Svo á að bæta við þarna byggingu sem fer alveg út í götuna í stað þess að slaka pínulítið á og gera gott úr þessu umhverfi. Mér finnst þetta varða alla Reykvíkinga.“ Anna segir að íbúarnir hafi haldið fund þar sem áformunum var mót- mælt og sent frá sér ályktun varð- andi málið að honum loknum. Hún segir að annað slagið hafi komið upp hugmyndir um að færa skólann, til að mynda í Vatnsmýrina. Þar sé meiri möguleiki á vexti í fram- tíðinni, en Skólavörðuholtið sé full- nýtt. Íbúum á svæðinu finnist ekki hægt að bæta við byggingum á þess- um stað, en það hafi mikið menning- argildi fyrir höfuðborgina. Jóhannes S. Kjarval, sem sér um skipulag miðborgarinnar hjá skipu- lagsfulltrúa Reykjavíkur, segir að gróf drög að áformunum um stækk- un Iðnskólans hafi verið í kynningu hjá hagsmunaaðilum en frestur til að skila inn athugasemdum rann út í gær. Hann segir að athugasemdir hafi borist en eftir sé að fara yfir þær. „Ég skil vel að fólk hafi áhyggjur,“ segir hann og vísar m.a. til stærðar nýbyggingarinnar og bílastæðamála. Þær athugasemdir sem borist hafa fari fyrir afgreiðslufund skipulags- fulltrúa á föstudag. Jóhannes segir að verið sé að deili- skipuleggja allan reitinn sem Iðn- skólinn stendur á með framtíð skól- ans að leiðarljósi. „Við höfum lengi beðið eftir því að fá upplýsingar um áform Iðnskólans. Nú liggja þau fyrir í samræmi við uppdrætti sem hafa verið unnir fyrir menntamálaráðuneytið af Studio Granda,“ segir hann. Iðnskólinn hefur ekki lengur afnot af Vörðuskóla Spurður um hvers vegna standi til að stækka Iðnskólann segir Jóhann- es að um árabil hafi Vörðuskólinn, sem stendur sunnan við Austurbæj- arskólann, staðið Iðnskólanum til af- nota, en samningur um þau afnot sé runninn út. Til standi að Austurbæjarskólinn fái afnot af Vörðuskóla. Þörfin fyrir að stækka Iðnskólann hafi verið fyr- ir hendi, en hún sé nú orðin knýjandi „til þess að hýsa það sem Vörðuskóli hefur þjónustað“. Áforma mikla stækkun Iðnskólans Morgunblaðið/ÞÖK Stækkun fyrirhuguð Meðal annars eru áform um að byggja hæð ofan á byggingu Iðnskólans í Reykjavík. Ný bygging Rauða hringlaga byggingin á myndinni er fyrirhuguð nýbygg- ing við Iðnskólann. Íbúar í nágrenninu telja að ekki eigi að bæta við byggingum Í HNOTSKURN » Áform eru uppi um aðbyggja við Iðnskólann í Reykjavík og bæta tveggja hæða byggingu við skólann. » Nemendur í Iðnskólanumí Reykjavík í dag- og kvöldnámi eru um 1.900 tals- ins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.