Morgunblaðið - 08.11.2006, Qupperneq 23
hún og bendir á að þar sé mun um-
hverfisvænni orka á ferðinni en hefð-
bundið eldsneyti.
Sé litið inn á kaffistofu skrifstof-
unnar er fjölmargt þar sem huga má
að. „Eitt af því er borðbúnaður – að
bollar, skeiðar og annað slíkt sé ekki
úr plasti eða pappír. Eins er betra að
kaupa stórar umbúðir í stað litlu
smjörstykkjanna eða mjólkurfern-
anna. Sorpflokkun skiptir líka máli,
jafnvel þótt það sem endar í ruslinu
sé minnkað. Gámaþjónustan býður
t.d. núna upp á sérstaka endur-
vinnslutunnu sem setja má gæða-
pappír, dagblöð og pappa beint í en
málma, fernur og plastumbúðir set-
ur maður hvað í sinn plastpokann áð-
ur en það fer ofan í tunnuna.“ Þá
skiptir máli að uppþvotta- og
hreinsiefni séu umhverfismerkt og
að efni séu ekki ofnotuð í þrifum.“
Plöntur á skrifborðið
Skrifstofuhúsnæðið sjálft er svo
enn einn umhverfisþátturinn. „Öll
byggingarefni láta eitthvað frá sér
því þau eru ekki óbreytanleg. Til
dæmis er formaldehýð oft í límefnum
sem notuð eru í byggingarefnum.
Hins vegar er erfitt að nálgast upp-
lýsingar og þjónustu í þessum efnum
í íslenskum byggingarvöruversl-
unum enn sem komið er. Víða annars
staðar er orðið hluti af flottasta arki-
tektúrnum að finna lausnir með sjálf-
bærum byggingarefnum en hér erum
við nánast á byrjunarreit.“
Í fyrrnefndri grein í Guardian er
þó bent á að rannsókn á vegum
NASA sýndi að plöntur ynnu gegn
99% eiturefna í andrúmslofti innan-
húss. „Gúmmí- og klifurplöntur
gagnast vel gegn formaldehýði,
körfublóm gegn nýrri málningu og
plasti […] á meðan bambus virkar á
flest efnin,“ segir í greininni.
Þær stöllur segja hins vegar ekki
heldur mega vanmeta hin óbeinu um-
hverfisáhrif af starfsemi fyrirtækja.
„Okkar stærsti umhverfisþáttur hér
á Alta er ráðgjöfin sem við veitum en
stórmarkaður getur t.d. haft óbein
umhverfisáhrif með því að merkja líf-
rænt ræktaðar matvörur og um-
hverfismerktar vörur á áberandi
hátt. Fyrirtæki sem selur ritföng
gæti í kynningarbæklingnum sínum
merkt sérstaklega við þær vörur sem
eru umhverfisvænar og jafnvel bóka-
safn getur haft óbein áhrif, t.d. með
því að merkja bækur um umhverf-
ismál sérstaklega og stilla þeim fram
á áberandi stað á safninu.“
Þær leggja áherslu á hversu mikil-
vægt sé að vanda til verka þegar
breyta á umhverfismálum skrifstof-
unnar til hins betra. „Ef ætlunin er
að hafa símafundi er nauðsynlegt að
hafa góða símafundaaðstöðu og ef
stefnan er að flokka sorp verður
flokkunarkerfið að vera einfalt og að-
gengilegt því annars verður þetta
bara kvöð. Séu allir hnútar hnýttir
eykur það á ánægju starfsfólksins og
oft verður það mjög stolt yfir því að
eitthvað sé gert í þessum málum í
fyrirtækinu. Gott umhverfisstarf hef-
ur jákvæð áhrif á viðhorf við-
skiptavina til fyrirtækisins og loks
hafa slíkar breytingar oftast heilmik-
inn peningalegan sparnað í för með
sér þótt flestir upplifi það atriði svo-
lítið eins og bónus.“
Ruslið Sorpflokkun skiptir líka máli, jafnvel þótt minna fari í tunnuna.
Endurvinnsla Pappírsbakki við hvert skrifborð er góð lausn.
ben@mbl.is
Í HNOTSKURN
»Algengt er í fyrirtækjumað hver starfsmaður noti
um 60 kíló af pappír á ári.
»Með því að hafa kveikt átölvuskjá yfir nótt fer jafn-
mikil orka til spillis og nægir
til að prenta út 800 A4-síður
með geislaprentara.
»Framleiðslan í Álfsnesigetur annað 3–4000 met-
anbílum en ekki eru nema
rúmlega 50 í notkun á höf-
uðborgarsvæðinu.
» Íslendingar eiga heimsmetí orkunotkun miðað við
höfðatölu.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 23
Að gera sér mat úr sérstöðu
Ný norræn matargerð og neytendavernd
Morgunverðarfundur 10. nóvember kl. 8:30
Rannís
Rannsóknamiðstöð Íslands,
Laugavegi 13, 101 Reykjavík,
www.rannis.is
Rannís og Norræna nýsköpunarmiðstöðin bjóða til morgunverðarfundar þar sem kynntir verða
styrkir til verkefna er miða að nýsköpun og auknu samstarfi matvæla-, ferða- og
afþreyingariðnaðar og að efla svæðisbundna verðmætasköpun.
Ímynd norrænna matvæla er hollusta, ferskleiki og hreinleiki. Þetta endurspeglast í matargerð
okkar, menningu og hefðum. Matvælaiðnaðurinn gegnir lykilhlutverki í atvinnulífi allra
Norðurlandanna og löng hefð er fyrir öflugu norrænu rannsókna- og þróunarsamstarfi sem hefur
skilað Norðurlöndum forystu á þessu sviði.
Dagskrá:
Norræn forysta í neytendavernd
Oddur Már Gunnarsson deildarstjóri hjá Rannís
og verkefnisstjóri SAFEFOODERA verkefnisins
kynnir auglýsingu SAFEFOODERA eftir
verkefnum á sviði matvælaöryggis.
Ný norræn matargerð
Tryggvi Felixson deildarstjóri deildar
umhverfis- og auðlindamála hjá Norrænu
ráðherranefndinni segir frá norrænu
samstarfsverkefni um nýja norræna
matargerð.
Felast verðmæti í norrænni matargerð,
menningu og hefðum?
Sigríður Þormóðsdóttir ráðgjafi hjá Norrænu
nýsköpunarmiðstöðinni kynnir auglýsingu eftir
verkefnum til að efla nýsköpun í matvæla-,
ferðamála- og afþreyingariðnaði.
Umræður
Fundurinn er haldinn á Hótel Nordica þann
10. nóv nk. og hefst kl. 8:30.
Fundarstjóri er Hans Kristján Guðmundsson
forstöðumaður Rannís
Allir velkomnir
Vinsamlegast staðfestið þátttöku fyrir 7. nóvember á tölvupóstfangið rannis@rannis.is
eða í síma 515 5800.
Kraftur og reynsla til forystu!
Opnun kosningamiðstöðvar á Seyðisfirði
Verið velkomin í opnun kosningamiðstöðvar
að Austurvegi 30
miðvikudaginn 8. nóvember kl. 20
Arnbjörgu í
1. sætið
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 25. nóvember
www.arnbjorgsveins.is
Gar›atorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni
Egilsstö›um - Höfn - Fáskrú›sfir›i - Sey›isfir›i - Neskaupsta› - Eskifir›i - Rey›arfir›i - Ísafir›i - Bolungarvík
Patreksfir›i - Borgarnesi - Grundarfir›i - Stykkishólmi - Bú›ardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn
K
R
A
FT
A
V
ER
K
MULTÍ VÍT inniheldur 22 valin bætiefni,
12 vítamín og 10 steinefni. Dagleg neysla byggir upp
og stuðlar að hreysti og góðri heilsu.