Morgunblaðið - 08.11.2006, Side 24
heilsa
24 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is
-hágæðaheimilistæki
Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu
kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum
Íslenskt stjórnborð
Ný og betri tromla
Verð frá kr. 114.800
Hreinn sparnaður
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
1.
verðlaun
í Þýskalandi
W2241WPS
Mörg sömu heilsubót-arefnin er að finna ígrænmeti, ávöxtum oglækningajurtum á borð
við blóðberg, vallhumal og ætihvönn.
Efni þessi, sem falla undir andox-
unarefni, styrkja forvarnir gegn
ýmsum sjúkdómum. Hefðbundnar
klínískar rannsóknir á gagnsemi
heilsujurta hafa yfirleitt ekki farið
fram, en að mati dr. Sigmundar Guð-
bjarnasonar, prófessors við HÍ, þarf
ekki að fara í grafgötur um það að
virk efni hafi verið í lækningajurtum
svokallaðra seiðkvenna fyrri tíma og
eru enn. „Lífvirk náttúruefni í græn-
meti og öðrum heilsujurtum sem
styrkja forvarnir gegn ýmsum sjúk-
dómum“ var yfirskrift fyrirlestrar,
sem Sigmundur hélt á vegum Maður
lifandi í gærkvöldi.
Hjarta- og æðasjúkdómar
„Ég vil örva fólk til að bjarga sér
sjálft. Heilbrigðisstéttir ráðleggja
okkur að borða ávexti og grænmeti
fimm sinnum á dag til að styrkja for-
varnir gegn hjarta- og æða-
sjúkdómum, magakvillum, minn-
isleysi, heilabilun, krabbameini,
kvefi og flensu svo dæmi séu tekin,“
segir Sigmundur, sem tiltók í fyr-
irlestri sínum hvaða náttúruefni það
væru í heilsujurtunum sem hefðu
áhugaverða lífvirkni.
Hjartaáfall eða kransæðastífla
verður oftast vegna æðakölkunar og
mikilla þrengsla eða blóðtappa.
Blóðstreymi til ákveðins hluta
hjartavöðvans verður þá of lítið og
veldur mjög skertu blóðstreymi,
blóðþurrð og hjartadrepi eða
skemmd í hjartavöðvanum. Æða-
kölkun er flókið ferli þar sem hátt
blóðkólesteról og þrálátar bólgur í
æðaveggjum koma við sögu. Efni í
grænmeti, ávöxtum og lækninga-
jurtum geta haft jákvæð áhrif á
ýmsa þætti í þessu ferli, því í græn-
meti eru mörg efni, sem draga úr
kalsíumflæði í sléttum vöðvafrumum
í æðaveggjum, minnka samdrátt í
æðum og slaka á æðaveggjum. Æð-
arnar víkka út, blóðstreymi til hjart-
ans og heilans eykst og blóðþrýst-
ingur lækkar. Efnin draga jafnframt
úr hættu á banvænum hjartsláttar-
truflunum. Jurtir, sem styrkja for-
varnir gegn hjarta- og æða-
sjúkdómum eru ætihvönn, stein-
selja, blaðselja, laukur, sítrónur,
gulrætur, salat, hvítkál, spínat,
agúrkur og hafrar. Mikinn fjölda
bólgueyðandi efna er að finna í
grænmeti og ávöxtum á borð við gul-
rætur, tómata, ætihvönn, greipaldin,
lakkrísrót, lauk og bláber. Þrálátar
bólgur í æðaveggjum eru taldar eiga
þátt í æðakölkun og hjarta- og æða-
sjúkdómum. Bólgueyðandi áhrif eru
talin mikilvæg fyrir æðakerfið og
virka efnin víðar, t.d. við liðagigt, að
sögn Sigmundar.
„Ýmsir þættir valda tímabundinni
gleymsku, t.d. svefnleysi og streita.
Alzheimer-sjúkdómur er algengasta
orsök vitglapa eða heilabilunar hjá
eldra fólki. Talið er að minnisleysið
stafi af skorti á ákveðnu heilatauga-
boðefni, sem unnt er að auka með
því að draga úr virkni ensíms. Lyf
sem hindra niðurbrot boðefnisins
tefja framvindu sjúkdómsins og hafa
rannsóknir sýnt að fæðubótarefnin
B2, B6, B12 og fólínsýra geta hjálp-
að. Í ætihvönn eru tíu efni, sem virka
á sama hátt og alzheimerlyf, en hafa
minni virkni. Þau valda ekki auka-
verkunum á borð við ógleði, maga-
verki og svefnleysi og auka einnig
blóðstreymi til heilans,“ segir Sig-
mundur. Grænmeti og ávextir með
efnum sem bætt geta minnið eru
blaðselja, steinselja, ætihvönn, nípa,
Vill örva fólk til að bjarga
Dr. Sigmundur Guðbjarnason segir efni vera í
grænmeti og heilsujurtum sem styrkja forvarnir
gegn ýmsum sjúkdómum. Jóhanna Ingvarsdóttir
spurði hann hvar þessi efni væri að finna og á hvaða
sjúkdóma þau hefðu helst áhrif.
Morgunblaðið/Þorkell
Fræðimaðurinn Dr. Sigmundur Guðbjarnason segir að virk efni hafi verið í lækningajurtum fyrri tíma og séu enn.
Skammdegið fer misvel í okk-ur landsmenn. Meðan mörgokkar kunna vel við sig í
rökkrinu og njóta þess að geta
kveikt á kertaljósum og hafa það
notalegt eru aðrir sem sakna birt-
unnar og eiga erfiðara með að að-
lagast lækkandi sól. Flestir finna
þó fyrir einhverjum breytingum á
líðan eftir árstíðum og getur
minnkandi birta í skammdeginu
haft þau áhrif á fólk að það finni
fyrir kraftleysi, mislyndi, erf-
iðleikum með svefn, aukinni mat-
arlyst og minni löngun til sam-
skipta við aðra.
Vetraróyndi
Ef andleg vanlíðan í kjölfar
skammdegis verður það mikil að
það hamli eðlilegu, daglegu lífi
getur það verið merki um vetr-
aróyndi eða skammdegisþung-
lyndi. Þá er um árstíðarbundna
geðlægð að ræða sem hefst á svip-
uðum tíma ár hvert, með lækkandi
sól að hausti og lýkur með hækk-
andi sól að vori. Í þeim tilfellum er
mikilvægt að leita sér aðstoðar sál-
fræðinga eða annarra sérfræðinga.
Það er þó aðeins lítið hlutfall þjóð-
arinnar sem glímir við vetraróyndi
en ein árangursríkasta meðferðin
við því er sérstök ljósameðferð,
þar sem viðkomandi situr í ljósi frá
lampa sem líkir eftir dagsbirtu.
Vetraróyndi er mun sjaldgæfara
hér á landi en annars staðar í
heiminum þar sem breytingar á
birtu eru svipaðar og hér. Þótt
skammdegið leiði ekki til röskunar
hjá meirihluta þjóðarinnar hefur
það einhver áhrif á flest okkar.
Það getur verið mun erfiðara að
hafa sig á fætur þegar dimmt er
úti og þá er freistandi að liggja
lengur í rúminu, sem getur leitt til
þess að við verðum of sein og við
það litast andrúmsloftið á heim-
ilinu af stressi. Slík byrjun á degi
getur haft áhrif á líðan okkar það
sem eftir er dagsins og ef þráð-
Áhrif skammdegis
á líðan okkar
hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð
TÍU ára rannsókn í Danmörku
hefur leitt í ljós að streita veldur
ekki krabbameini, samkvæmt frétt
í netútgáfu dagblaðsins Berlingske
Tidende. Streita getur valdið allt
frá almennum óþægindum og
svefnleysi til lífshættulegra sjúk-
dóma eins og hjarta- og æða-
sjúkdóma. Hins vegar er ekkert
sem bendir til þess að streita valdi
krabbameini, ef marka má dönsku rannsóknina.
„Rannsókn okkar sýnir að krabbamein getur ekki stafað af sálrænu
ástandi eins og streitu,“ hafði Berlingske Tidende eftir Christoffer Johansen,
einum rannsóknarmannanna. „Krabbamein er enn álitið sjúkdómur sem
tengist lífsháttum og genunum með einhverjum hætti.“
Streita veldur ekki krabbameini