Morgunblaðið - 08.11.2006, Side 26

Morgunblaðið - 08.11.2006, Side 26
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „Þessi uppákoma ætti að vekja menn til umhugsunar um stöðu þessara mála, þ.e. hvernig hugað er að geymslu og varðveislu þjóðarverðmæta í landinu,“ segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Nátt- úrufræðistofnunar Íslands (NÍ), en eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær var um tvö þúsund sýnum NÍ fargað að stofn- uninni forspurðri eftir að frost fór úr frysti- klefa sem stofnunin var með í leigu úti í bæ. Var þar um óbætanlegt tjón að ræða enda sum sýnanna allt að 30 ára gömul og því óafturkræf. Að mati Jónínu Bjartmarz umhverf- isráðherra vekur umrætt slys athygli á því hvernig staðið er að geymslu og varðveislu íslenskra menningar- og náttúruminja. Segir hún miður að jafnalvarlegt óhapp hafi þurft til að vekja athygli á aðbúnaði NÍ og safna á hennar vegum. Minnir hún á að öll þau sýni sem geymd eru á vegum stofnunarinnar séu hluti af lögboðnu hlut- verki NÍ. „Það hlýtur að vera eðlilegra og æskilegra að þetta sé allt í vörslu sem NÍ lausnum, bæði fyr stofnuninni sem h ábyrgð á, þá veit é segir Jónína og te vera forgangsatri un um það á allra hugað verði betur frambúðar sem og arhúsnæði fyrir s ráðum og dáð fylg Jónína Bjartmarz Að sögn Jóns G afar plássfrek sök verkum stofnunar sé gert kleift að bera fulla ábyrgð á og að NÍ starfi í ákveðnu nábýli við þessi söfn sem hún hefur komið sér upp og nauðsyn- leg eru í þágu rannsókna á náttúrufari Ís- lands,“ segir Jónína. Bendir hún á að áratugum saman hafi verið talað um að koma NÍ og söfnum stofnunarinnar í varanlegt húsnæði og seg- ir hún tíma til kominn að leysa vanda NÍ. Aðspurð segir Jónína ekki gert ráð fyrir fjármagni í fjárlögum þessa árs til þess að gera úrbætur á geymsluþörf NÍ. „En ef þetta er ekki tilefni til þess að menn taki höndum saman og hugi að varanlegum Huga þarf betur að var Jónína Bjartmarz Jón Gunnar Ottósson Í HNOTSKUR »Að mati foverandi g innar óviðuna bruna- og rak »Kostnaðuhúsnæðism unandi horf n milljörðum kr 26 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KOSTIR ERLENDS VINNUAFLS Mikill kraftur er í íslensku at-vinnulífi um þessar mundir.Atvinna er nóg og íbúar landsins hafa það flestir gott. Einn þáttur í góðærinu er fjölgun innflytj- enda og aukin fjölbreytni í íslensku þjóðfélagi. Erlent vinnuafl hefur ekki valdið vandamálum á íslenskum vinnumarkaði. Það hefur þvert á móti leyst margan vanda. Hver er ástæðan fyrir því að til Ís- lands kemur erlent vinnuafl? Hún er sú að þörfin fyrir það hefur verið fyr- ir hendi og atvinna næg. Segja má að hingað hafi fyrst byrjað að koma út- lendingar til starfa að ráði í upphafi síðasta áratugar. Þá komu hingað er- lendir verkamenn til að vinna í frysti- húsum. Þetta gerðist þrátt fyrir að störfum í fiskvinnslu fækkaði um fjórðung í kringum árið 1990. Eftir þetta fækkaði útlendingum á íslensk- um vinnumarkaði á ný og mátti rekja það til atvinnuleysis, en eftir miðjan tíunda áratuginn tók þeim aftur að fjölga. Hlutfall erlendra ríkisborgara af mannfjölda á Íslandi var árið 1995 1,8 af hundraði, en árið 2005 var það komið upp í 4,6 af hundraði, sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstof- unni. Búast má við að þessi tala muni enn hækka á þessu ári. 1. maí tóku breytingar á lögum um frjálst flæði vinnuafls, frá átta nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins, gildi. Flæði vinnuafls frá löndunum á Evrópska efnahagssvæðinu hefur hins vegar verið frjálst frá því samn- ingurinn um EES tók gildi. Frjáls- lyndi flokkurinn hefur lýst yfir áhyggjum af þessum breytingum. Tilefnið er umræða á þingi um frjálst flæði vinnuafls frá Rúmeníu og Búlg- aríu þegar löndin verða hluti af Evr- ópusambandinu um áramótin. Í gær lýsti Magnús Stefánsson félagsmála- ráðherra því yfir að ríkisstjórn Ís- lands hygðist nýta sér heimild til undanþágu frá ákvæðum um frjálst flæði vinnuafls frá þessum löndum. Í Morgunblaðinu í gær kemur fram að samkvæmt Vinnumálastofnun hafi tæplega fjögur þúsund manns fengið hér atvinnuleyfi á síðasta ári, þar af 70% frá nýju aðildarríkjunum átta. Sambærileg heildartala á þessu ári væri sjö þúsund manns. Í máli Giss- urar Péturssonar, forstjóra Vinnu- málastofnunar, í Morgunblaðinu kemur fram að hann telji að flæði vinnuafls frá löndunum átta hafi ver- ið meira en menn áttu von á. Hins vegar telji hann að fólkið fái allt vinnu. Það er einnig athyglisvert, sem fram kom í máli félagsmálaráð- herra í gær, að ráðningar erlends vinnuafls hafi færst til betra horfs en var hér á landi fyrir 1. maí. Þá hafi starfsmannaleiguformið verið alls- ráðandi, en nú séu erlendir starfs- menn fyrst og fremst ráðnir með beinum hætti. Þetta hlýtur að vera fagnaðarefni. Hver hefði staða fiskvinnslunnar orðið ef ekki hefði verið hægt að fá erlent vinnuafl? Hún hefði lent í ógöngum. Útlendingar, sem hafa gengið í störf í fiskvinnslu, hafa ekki tekið störf frá öðrum. Þeir hafa tekið störf, sem aðrir vildu ekki vinna. Það sama hefur átt við um önnur störf, sem útlendingar hafa tekið að sér. Stöður við umönnun og ræstingu á heilbrigðisstofnunum hafa verið mannaðar með erlendu vinnuafli. Án þeirra, sem hafa gengið í þau störf, væri íslensk heilbrigðisþjónusta í lamasessi. Í raun má spyrja hvort hægt væri að reka hana án erlends vinnuafls. Það fer vaxandi að útlendingar gegni störfum í verslun og þjónustu. Stjórn Samtaka verslunar og þjón- ustu sendi í gær frá sér athyglisverða tilkynningu þar sem segir að hún telji líklegt að þrátt fyrir einhverja slökun í íslensku efnahagskerfi muni vanta upp á að framboð á vinnuafli í þeim greinum, sem samtökin eru fulltrúi fyrir, svari eftirspurn. Fyrirtækin grípi til þess bragðs að ráða útlend- inga þrátt fyrir augljós vandkvæði fyrir íslenska neytendur á borð við tungumálaörðugleika. Stjórnin segir að samtökin séu ekki andsnúin frjálsu flæði erlends vinnuafls og telji „reyndar að án þess hefði ýmiss kon- ar verslun og þjónusta lent í miklum erfiðleikum og jafnvel þurft að draga saman seglin“. Útlendingar hafa einnig verið áberandi í framkvæmdum á Íslandi. Það á ekki aðeins við um stíflugerð á Kárahnjúkum, heldur nánast allar framkvæmdir. Hér er um að ræða er- lent vinnuafl, sem kemur til landsins vegna þess að innlent vinnuafl er ekki fyrir hendi. Þeir útlendingar, sem hingað hafa komið til starfa, hafa í raun komið hingað í boði Íslendinga. Þeir hafa tekið þátt í því að bera uppi íslenskt efnahagslíf. Þeir hafa tekið þátt í því að stuðla að meiri hagvexti á Íslandi en ella hefði mælst. Þeir hafa átt hlut að því að halda verðbólgu í skefjum þrátt fyrir miklar framkvæmdir, sem undir öðrum kringumstæðum hefðu sennilega kallað fram meiri þenslu í íslensku efnahagslífi en raun ber vitni. Vandamálið er ekki að útlendingar skuli í auknum mæli sækja til Íslands í atvinnuskyni. Það er fólgið í því hvernig tekið er á móti þeim. Eins og margir hafa bent á er íslensku- kennslu fyrir útlendinga verulega ábótavant. Næg atvinna er forsenda þess að útlendingar nái fótfestu hér á landi, en ekki er síður mikilvægt að þeir geti lært íslensku. Það hefur hins vegar ekki verið sett nægilegt fjármagn og kraftur í íslenskukennsl- una. Þau vandamál, sem fylgt hafa ís- lenskukennslunni, hafa áður verið rakin hér í blaðinu. Jafnvel hefur komið fyrir að útlendingar hafi þurft að fara á sama námskeiðið tvisvar til að uppfylla gerðar kröfur, vegna þess að ekki var boðið upp á framhalds- námskeið. Það á ekki að líta á aukinn kostnað vegna íslenskukennslu fyrir útlendinga sem vandamál heldur fjárfestingu til framtíðar. Það á að auðvelda þeim að læra íslensku og æskilegt væri að sú kennsla væri ókeypis. Það væri misráðið að líta á útlend- inga, sem hingað koma til að vinna, sem gesti. Á meðan þeir eru hér eru þeir þátttakendur í íslensku sam- félagi og þannig á að taka á móti þeim. Ekki má gleyma því að án er- lends vinnuafls stæði íslenskt at- vinnulíf veikari fótum en það gerir nú. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is REGLULEGA eru sagðar fréttir af því að lögregla og tollgæsla hafi lagt hald á tiltekið magn fíkniefna. Mikið hefur náðst af amfetamíni og kókaíni á þessu ári og hefur kastljósið einkum beinst að þeim efnum en e-töflur hafa á hinn bóginn að mestu leyti fallið í skuggann. Hörmulegt dauðsfall ungrar konu sem lést eftir að hún tók e-töflu aðfaranótt laugardags og alvarlega veikindi tveggja pilta sem einn- ig tóku e-töflur um helgina, hafa nú aftur vakið umræðu um þetta hættulega eit- urlyf. Neysla á örvandi fíkniefnum hefur aukist mjög á undanförnum árum, um það eru þeir sammála sem til þessara mála þekkja og skiptir þá engu hvort rætt er við lögreglumenn, starfsfólk meðferð- ardeilda eða dyraverði á skemmtistöðum. Dauðsfall stúlkunnar á laugardag er heldur ekki það fyrsta hér á landi þar sem e-töflur koma við sögu því árið 2003 lést ung kona í húsi við Lindargötu af völdum ofneyslu e-taflna og kókaíns. Eitrun af völdum efnanna leiddi til krampakasta og síðan hjartastopps sem drógu hana til dauða. Amfetamínið í stórsókn Undanfarið hefur mest verið rætt um aukna notkun á amfetamíni og kókaíni, m.a. vegna þess að aldrei hefur verið lagt hald á jafnmikið magn af amfetamíni eða 45 kíló en svo virðist sem nýtt met verði einnig sett í haldlagningu kókaíns á þessu ári. Mun minna hefur á hinn bóginn verið tekið af e-töflum á þessu ári og í fyrra en venja var til árin á undan. Frá janúar til september í ár lagði lög- regla og tollgæsla hald á 950 töflur og í fyrra var heildarmagnið rúmlega 1.500 töflur. Á árunum 1998–2004 var hins veg- ar að meðaltali lagt hald á tæplega 8.000 töflur sem áttu að fara á markað hér á landi, að því er talið var. Flestar töflurnar náðust árið 2001 þegar lagt var hald á hátt á rúmlega 26.000 töflur sem áttu að fara á innanlandsmarkað. Magn fíkniefna sem lögregla og toll- gæsla leggja hald á gefur aðeins vísbend- ingu um þróun á þessum undirheima- markaði. Önnur vísbending um þróunina er fjöldi mála þar sem fíkniefni koma við sögu. Fjölgun mála þar sem amfetamín kemur við sögu er gríðarleg en e-töfl- umálum hefur ei eins og sjá má af 2000 var lagt ha vikum en árið 2 700. Á sama tím unum úr 66 í 98. Ásgeir Karlss Mun meiri e-töflu „faraldrinum“ 19 Fréttaskýring | Neysla á örvandi fíkniefnum hefur aukist hröðum skrefum undanfarin ár. Mest ber á amfetamíni og kókaíni en neysla á e-töflum er enn al- geng og í fyrra lögðust um 150 e-töflufíklar inn á Vog. Eitur Einn „venjulegur“ skammtur af e-töflum getur valdið fíkniefni er svona hættulegt að þessu leyti. Aðrar afleiðinga um skammti, eru m.a. svæsið þunglyndi og kvíði. „ÞETTA er hættulegasta fíkniefnið af þeim öllum. Það deyr enginn af venjulegum skammti af neinu öðru fíkniefni en þessu. Ef fólk fær venjulega skammta af amfeta- míni, kókaíni, heróíni, bara nefna það, það deyr yfirleitt enginn af svoleiðis.“ Svona lýsir Magnús Jóhannsson, læknir og prófess- or við Háskóla Íslands, þeim eiginleikum e- töflu sem virðast svo berlega hafa komið í ljós á laugardag, þegar ung kona lést eftir að hafa tekið fíkniefnið. Þetta er í fyrsta skipti sem dauðsfall er eingöngu rakið til e- töfluneyslu hér á landi en dæmin frá útlönd- um eru mýmörg. Algengara er að konur deyi af völdum e-taflna en Magnús segir að ekki sé ljóst hver ástæðan fyrir því sé. Hið virka eiturlyf í e-töflum heitir MDMA og segir Magn 50–150 milligrömm af efninu í hverri töflu þannig að mjög sterk hver tafla er. Einnig geti eiturefni slæðst með í töflu sem hafi komið upp um helgina, þ.e. eitt andlát og tvær al einmitt ótta og grun um að í umferð séu gallaðar töflur. T ennþá hættulegri en venjulega sem sé gríðarlega alvarlegt e-töflur þessa dagana séu því í hættu á að vera með efni í bráðri lífshættu. Meðal afleiðinga af neyslu e-taflna, jafnvel aðeins í eitt s námserfiðleikar, kvíði og þunglyndi auk þess sem hætta ey       ,  # /   O O „Hættulegasta fíknief

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.