Morgunblaðið - 08.11.2006, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gunnar Helga-son fæddist á
Hlíðarenda í Fljóts-
hlíð 10. apríl 1925.
Hann lést á Borg-
arspítalanum 24.
október síðastliðinn.
Hann var yngsta
barn Kristínar Eyj-
ólfsdóttur húsfreyju,
f. 17. febrúar 1884,
d. 8. apríl 1942, og
Helga Erlendssonar
bónda, f. 7. janúar
1892, d. 4. júlí 1967.
Systkini Gunnars
eru: Svava húsfreyja, f. 31. desem-
ber 1912, d. 31. maí 2004, og Guð-
jón bóndi, f. 22. mars 1916, d. 4.
nóvember 2002.
Hinn 23. júní 1945 kvæntist
Gunnar Sigríði Pálmadóttur, fyrr-
verandi bókaverði, f. 30. september
1923. Foreldrar hennar eru Guð-
ríður Vilhjálmsdóttir, húsfreyja og
tónlistarkennari, f. 28. júní 1898, d.
9. september 1925, og Pálmi Lofts-
son, skipstjóri og síðar forstjóri
Skipaútgerðar ríkisins, f. 17. sept-
ember 1894, d. 18. maí 1953. Börn
Gunnars og Sigríðar eru: 1) Már,
forstöðumaður lögfræðideildar
Icelandair Group, f. 4. desember
1944, maki Steinunn Hreinsdóttir,
magister í norrænum bókmenntum
16. september 1987. 3) Gunnhildur,
félagsfræðingur og námsráðgjafi í
MH, f. 22. nóvember 1950, maki
Björn J. Björnsson, verkfræðingur
og rekur eigin verkfræðistofu,
Stuðul, f. 27. júní 1949. Börn þeirra
eru: Björn Bragi, flugmaður, f. 22.
júlí 1980, og Sigríður Mjöll tónlist-
arnemi, f. 11. maí 1988.
Gunnar ólst upp á Hlíðarenda en
fór síðan til Reykjavíkur í skóla –
lauk prófi frá Samvinnuskólanum
árið 1945 og starfaði sem erindreki
Sjálfstæðisflokksins 1946–1961 og
framkvæmdastjóri verkalýðsráðs
flokksins 1961–1971. Þá var hann
forstöðumaður Ráðningarskrif-
stofu Reykjavíkurborgar frá 1971
til 70 ára aldurs er hann lét af störf-
um fyrir aldurs sakir. Gunnar
gegndi mörgum trúnaðarstörfum
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Átti hann
sæti í miðstjórn 1952–1979, auk
þess að vera formaður verkalýðs-
ráðs, formaður fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík, for-
maður Heimdallar og
varaformaður SUS. Þá var hann
borgarfulltrúi í Reykjavík 1966–
1970, í stjórn Húsnæðisstofnunar
ríkisins 1968 til 1991 og formaður í
samtals sjö ár. Þá gegndi Gunnar
fjölmörgum öðrum ábyrgðar- og
trúnaðarstörfum á vegum Sjálf-
stæðisflokksins og Reykjavík-
urborgar.
Útför Gunnars verður gerð frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin kl.
11.
og eftirlitsflugfreyja
hjá Icelandair, f. 16.
ágúst 1958. Barn Más
og Steinunnar er
Styrmir nemandi, f.
20. febrúar 1992.
Börn Más og Sigrún-
ar Andrésdóttur, f.
17. maí 1944, d. 3.
ágúst 1978, eru: a)
Davíð, markaðs-
fræðingur og for-
stjóri Avion Aircraft
Trading, f. 28. maí
1968, maki Lilja
Ragnhildur Ein-
arsdóttir flugfreyja, f. 10. desem-
ber 1973. Barn þeirra er Styrkár
Jökull, f. 11. júní 2003. Fyrir átti
Davíð Arnór Kára nemanda, f. 8.
maí 1989. b) Gunnar Már flug-
maður, f. 15. mars 1971, maki Lína
Rut Wilberg myndlistarmaður, f.
11. mars 1966. Börn þeirra eru:
Sigrún, f. 18. maí 1998, d. 21. maí
1998, Már, f. 19. nóvember 1999, og
Nói, f. 19. júlí 2004. Dætur Línu
Rutar eru Erla Kamilla, f. 28. júlí
1990, og Ísold, f. 10. júlí 1992. c)
Harpa, flugfreyja, f. 27. nóvember
1975. Þá er Már faðir Helga Þórs,
nemanda í verkfræði við HÍ, f. 3.
apríl 1984. 2) Unnur ljósmóðir, f.
17. mars 1947. Barn hennar er
Gunnsteinn Þórisson nemandi, f.
Tengdafaðir minn fæddist á und-
urfögrum stað í skjóli jökla á Hlíð-
arenda í Fljótshlíð. Hann var
skírður eftir söguhetjunni frægu og
ólst upp á Hlíðarenda í faðmi for-
eldra sinna þar til hann fór ungur
að heiman í nám. Fljótlega stofnaði
hann heimili með eftirlifandi lífs-
förunaut sínum, Sigríði Pálmadótt-
ur, sem var hans mesta lán í lífinu.
Hjónaband þeirra var einstakt og
hefur tengdamóðir mín staðið með
manni sínum í yfir 60 ár og tekið
þátt í öllu lífshlaupi hans. Aldrei
hefur fallið skuggi á samband
þeirra og samrýndari hjón eru
vandfundin þar sem væntumþykja
og góðmennska voru í fyrirrúmi.
Kynni mín af tengdaföður hófust
fyrir um sautján árum. Myndaðist
strax með okkur gott samband og
alltaf var jafn ánægjulegt að hitta
tengdaforeldra mína. Oftar en ekki
tóku þau á móti okkur á tröppunum
í Efstasundi glaðleg í fasi og
kvöddu okkur þar með sama hætti
eftir góða samverustund og vinkuðu
til okkar þar til við hurfum úr aug-
sýn.
Gunnar var farsæll maður, bæði í
leik og starfi. Hann var gamansam-
ur og sögumaður góður – hafði
gaman af að segja frá þar sem hann
sat og mundaði pípuna og var hrók-
ur alls fagnaðar. Hann var í er-
ilsömu starfi fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn. Í því starfi ferðaðist hann um
landið og hélt fundi. Hann sagði frá
því að það hefði gefist vel að brjóta
ísinn með því að draga upp neftób-
aksdósina og bjóða í nefið. Gunnar
minntist oft æsku sinnar og sagði
sögur af fólkinu sínu sem hann unni
svo mjög. Um æskuna lék ljómi í
minningu hans alla tíð og augljóst
er að hann naut ástríkis foreldra
sinna og systkina. Einnig minntist
hann hversu góður afi hans, Erlend-
ur, var við litla drenginn og tók
þann stutta gjarnan með sér í réttir
og á mannamót.
Tengdafaðir minn var vel af Guði
gerður og mannkostamaður mikill
sem eftirsjón er að og á ég honum
og tengdaforeldrum mínum báðum
mikið að þakka. Hann var vel að sér
og hafði gaman af öllum þjóðlegum
fróðleik. Hann var sérstakur nátt-
úruunnandi og var sveitin hans hon-
um afar hugleikin. Gunnar reisti
sumarbústað á landspildu sem
pabbi hans gaf honum og stundaði
þar skógrækt. Hann hafði gaman af
öllu sem við kom gróðri, enda ber
garðurinn í Efstasundi það með sér.
Hann var hörkuduglegur og lét ekki
sitt eftir liggja þegar taka þurfti til
hendinni. Dáðist ég oft að því
hversu léttilega hann sveiflaði orf-
inu við slátt í sveitinni. Maðurinn
minn og tengdapabbi voru mjög
nánir og bestu vinir og sjaldan leið
sá dagur að þeir töluðu ekki saman.
Þeir fóru í sveitina með tengda-
mömmu fyrir stuttu í dásamlegu
veðri. Jöklarnir og fjöllin skörtuðu
sínu fegursta, haustlitirnir nutu sín
og Vestmannaeyjar blöstu bláar við
í heiðríkjunni. Þetta var síðasta ferð
hans í sveitina.
Tengdafaðir minn var ákaflegar
hlýr og elskulegur. Hann var vina-
margur og hvers manns hugljúfi, af-
ar barngóður enda hændust öll
barnabörnin og barnabarnabörnin
að honum. Hafði sérstaklega fallegt
viðmót sem af stafaði mikil vænt-
umþykja. Hann átti þá Guðs gjöf að
geta gefið án skilyrða sem er mikil
gifta. Þá bjó hann yfir þeim eig-
inleika að geta notið augnabliksins
– sem gjarnan gleymist í kröfum og
áreiti nútímans. Hann naut sérstak-
lega góðs veðurs og fegurðar nátt-
úrunnar eins og hún birtist hverju
sinni – sem margir telja sjálfsagða.
Þá var hann ávallt þakklátur fyrir
góða heilsu. Á kveðjustund sem
þessari er margs að minnast og
margs að sakna. Við kveðjum ynd-
islegan mann sem af stafaði mikilli
hlýju og ástúð. Missirinn er mikill
og heimurinn litminni en tökum lífs-
sýn tengdaföður míns og mann-
gæsku til fyrirmyndar og eftir-
breytni. Varðveitum það sem hann
kenndi okkur með fallegri fram-
komu sinni og viðmóti sem vega-
nesti inn í framtíðina. Þannig lifir
hann áfram í hjarta okkar.
Elskulegri tengdamóður minni
votta ég mína dýpstu samúð og bið
Guð að blessa hana nú og um alla
framtíð.
Steinunn Hreinsdóttir.
Eins og flestir tilvonandi tengda-
synir kom sá sem þetta ritar óboð-
inn í líf Gunnars Helgasonar fyrir
tæpum fjörutíu árum. Við hittumst
fyrst að vetrarlagi á útidyratröpp-
unum í Efstasundi 7. Hann var að
moka snjó. Ég kom til að reyna að
hitta á yngri heimasætuna. Ég man
enn þá tvíræða brosið sem hann
sendi mér þegar ég bar upp erindið.
Hvorugan grunaði þá að þetta væri
upphaf að langri samvist í gegnum
lífið og örugglega datt hvorugum í
hug að annar ætti eftir að skrifa
minningargrein um hinn í Morg-
unblaðið.
Í mínum augum var Gunnar
tengdapabbi allaf sveitamaðurinn í
borginni. Ekki það að honum þætti
slæmt að búa í Reykjavík, það var
nú öðru nær. Hann bara var alinn
upp í sveit og það ekki í neinum af-
dölum: Þvert á móti, hann var alinn
upp á sjálfu höfuðbólinu Hlíðarenda
í Fljótshlíð og bar nafn hetjunnar.
Auðvitað er ekki hægt að slíta slíkar
rætur.
Mér fannst alltaf eins og gróð-
urmold og vatn ættu sterk ítök í
honum, ásamt votti af hetjuskap.
Hann gerði berhentur við gaddavírs-
girðingar og stökk stígvélalaus út í
straumvötn til ná smábröndum, best
var að verða blautur upp að mitti og
veiða með berum höndunum. Ein-
hvern tímann gáfum við honum
regngalla fyrir garðvinnuna, hann
notaði hann aldrei og gaf hann ein-
hverju barnabarninu og var áfram
jafnblautur í garðinum.
Hann var fæddur sjálfstæðismað-
ur, var sem unglingur innanbúðar
hjá Ingólfi á Hellu og þótt hann
gengi í Samvinnuskólann tókst Jón-
asi á Hriflu ekki að koma honum til
framsóknarmanns. Gunnar sneri aft-
ur eins og nafni hans forðum, viss
um framtíðarstefnuna og jafn sjálf-
stæður og áður.
Kornungur náði hann í skipstjóra-
dóttur úr Reykjavík sem hafði verið
send í sveit austur á Rangárvelli. Úr
varð hjónaband til æviloka og þrjú
börn. Það voru því tekin gæfuspor á
sveitaböllunum í Fljótshlíðinni.
Eftir skólagönguna hjá Jónasi á
Hriflu lá leiðin til Reykjavíkur. Þar
starfaði tengdapabbi fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn og var í forystusveit
ungra sjálfstæðismanna í dimmustu
éljum kalda stríðsins þegar pólitík
skipti máli og var upp á líf eða
dauða.
Mér fannst tengdapabbi samt sem
áður aldrei vera sérstaklega póli-
tískur. Mér fannst hann fyrst og
fremst vera sanngjarn í dómum um
menn og málefni líðandi stundar.
Líklega fannst honum stjórnmála-
umræða síðustu áratuga fremur
bragðdauf miðað við það sem á und-
an gekk.
Hann var glaðlyndur maður, góð-
ur sögumaður og hló smitandi hlátri.
Þegar ferðum í Fljótshlíðina fækk-
aði voru ræturnar vökvaðar með
góðum sögum frá uppvextinum. Oft-
ast fékk hann alla viðstadda til þess
að hlæja með sér löngu áður en kom
að fyndna hlutanum í sögunni. Í
samræmi við þessa eiginleika var
hann góður ræðumaður og flutti
flotta ræðu í áttræðisafmæli sínu
fyrir tæpum tveimur árum.
Fyrir nokkrum dögum sagði hann
að það sem hann hræddist í sam-
bandi við ellina væri það að konan
dæi á undan honum. Þá vil ég ekki
lifa lengur, sagði hann. Konan hans
og öll börnin voru hjá honum síðustu
stundirnar og ég held að hann hafi
notið lífsins allt til hins síðasta.
Hann var „eitthvað slappur“ á
fimmtudagskvöld. Gekk sjálfur inn á
sjúkrahúsið á föstudag og var látinn
á þriðjudagsmorgun. Líklega má
segja að þetta séu góð örlög. Það er
bara svo undarlegt að eiga ekki von
á einni sögu enn.
Björn Jóhann Björnsson.
Eitt erfiðasta hlutskipti sem ég
hef þurft að kljást við í lífinu er að
kveðja afa minn, hann Gunnar. Afi
var minn besti vinur alla tíð og vil ég
minnast hans hér með nokkrum orð-
um.
Afi Gunnar var sérstaklega fjöl-
fróður og hafði gaman af lestri
góðra bóka. Ég minnist þeirra tíma
er amma Sirrí bar heim af bókasafn-
inu heilu staflana af bókum sem afi
las sér til skemmtunar og fróðleiks.
Það var alltaf hægt að leita til afa og
það var oft sem hann gaf okkur
barnabörnunum holl og góð ráð.
Léttleiki og góður húmor fylgdi afa
alla tíð, og það var ósjaldan sem
hann fékk alla fjölskylduna til að
hlæja og hafa gaman. Sögumaður
var hann góður, og minnugur vel á
gömlu tímana, og Íslendingasögur
kunni hann utanbókar.
Ég er þakklátur öllum þeim sögu-
stundum sem ég átti með afa, og það
er mér minnisstætt er við sátum
saman í hlíðinni á Hlíðarenda, horfð-
um til suðureyja og nutum fegurðar
náttúru og flugeldasýningar frá
Þjóðhátíð í Eyjum.
Afi var mjög fróður um söguslóðir
Hlíðarenda í Fljótshlíð, og þótti hon-
um skemmtilegt að segja fólki frá
þessum merka sögustað þar sem
hann ólst upp og þótti svo vænt um.
Afi átti mjög auðvelt með að að-
stoða fólk, og í gegnum vinnu sína
um ævina byggðist starf hans m.a. á
að liðsinna fólki og að útvega því
störf við hæfi. Það var oft sem afi
fékk þakkir frá fólki á förnum vegi
sem hann hafði rétt hjálparhönd.
Hvort sem afi var að vinna með
borgarstjóranum eða þá verkafólki,
þá gerði hann aldrei mannamun.
Nærvera og hlýja afa og ömmu
var svo mikil að ég sótti mikið til
þeirra alla tíð, og þær voru margar
næturnar sem ég fékk að sofa uppí
hjá þeim sem barn og framundir
fermingaraldur.
Þær voru ófáar ferðirnar sem afi
keyrði mig á Valsvöllinn snemma á
sunnudagsmorgni til að ég gæti
stundað knattspyrnu, og það skipti
engu máli þó úti væri norðanbylur
og skyggni slæmt, alltaf náði ég á
æfingu. Og er heim var komið útbjó
afi heitt súkkulaði, sem yndislegt
var að fá með brauðinu hennar
ömmu.
Ég mun búa vel að því alla tíð að
hafa fengið að vera samferða afa
Gunnari í gegnum tíðina og er þakk-
látur hverri stund sem við áttum
saman.
Afi Gunnar var afskaplega falleg-
ur og góður maður, og minningin
um hann mun alltaf lifa í hjarta
mínu.
Mínar bænir sendi ég afa og bið
Guð um að styrkja elsku ömmu og
pabba minn og aðra aðstandendur á
erfiðum tímum.
Gunnar Már Másson.
Ef að næðir um þig kalt
og ekkert skjól að finna
þá beindu þínum innri yl
í átt til vina þinna.
Þá mun anda um þig hlýtt
ófátt ganga í haginn.
Gott er þá á góðum stað
að gleðjast eftir daginn.
Þessi litla vísa, ort af stóra bróður
hans afa, er vel viðeigandi er ég set
nokkur orð á blað um vin minn
Gunnar Helgason sem er jafnframt
afi minn. Afi var umfram allt vinur
okkar barnabarnanna og hafði alla
tíð tíma fyrir okkur, mig langar með
þessum orðum að þakka afa fyrir;
Að lesa fyrir mig úr Njálu við ol-
íulampa á dimmum síðsumarskvöld-
um í litla sumarhúsinu ykkar ömmu
í túngarðinum á Hlíðarenda.
Að kenna mér smáguttanum að
slá með orfi og ljá.
Að draga á fyrir sjóbirting um
tunglskinsbjartar haustnætur á
Markarfljótsaurum.
Að kenna mér að meta og njóta
náttúrunnar í fegurstu sveit lands-
ins.
Að reiðast ekki er ég sex ára henti
hamri í höfuð þér er þú náðir mér á
hlaupum niður brekkurnar niður að
þjóðvegi á leiðinni að strjúka heim.
Að halda yndislegu heimili ykkar
ömmu í Efstasundi ávallt opnu er ég
þurfti á stuðningi og hlýju að halda.
En eins og sjúkrahúspresturinn
orðaði, í stuttri minningarathöfn
sem við áttum skömmu eftir andlát
afa, Gunnar lifir ekki einungis í
myndrænum minningum sem við
eigum að vera þakklát fyrir heldur
umfram allt lifir hann í okkur sem
hann tók þátt í að móta og vonandi
vísa rétta veginn. Afi, ég er þakk-
látur fyrir þá lífssýn sem þú deildir
með mér, jafnaðargeðið þótt ég sem
unglingur reyndi að espa þig upp í
pólitískum rökræðum, kankvísina og
vægan gálgahúmorinn sem sló unga
æsingarmanninn oftar en ekki út af
laginu. Já, afi, það var alltaf stutt í
kímnina og það hefur alla tíð þótt
gott í okkar fjölskyldu að reyna að
sjá spaugilegu hliðina á alvöru lífs-
ins, það er nú víst einu sinni þannig
að þeir Hlátur og Grátur eru bræð-
ur. Og það hjálpaði okkur frænd-
fólkinu að kljást við sorgina, í fram-
haldi af ótímabærri brottför þinni,
að rifja upp skondnar athugasemdir
og litla brandara úr smiðju þinni.
Elsku afi, ég veit að þú ert kominn á
Gunnar Helgason
✝
Þökkum auðsýndan hlýhug og samúð vegna
andláts og jarðarfarar móður okkar, ömmu og
langömmu,
RÓSU HALLGRÍMSDÓTTUR.
Börn, barnabörn og
barnabarnabarn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
SIGFÚS J. JOHNSEN
kennari og félagsmálastjóri,
Sóltúni 28,
Reykjavík,
lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 2. nóv-
ember.
Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 9. nóvember
kl. 13.00.
Kristín S. Þorsteinsdóttir,
Þorsteinn Ingi Sigfússon, Bergþóra K. Ketilsdóttir,
Árni Sigfússon, Bryndís Guðmundsdóttir,
Gylfi Sigfússon, Hildur Hauksdóttir,
Margrét Sigfúsdóttir, Bjarni Sigurðsson,
Þór Sigfússon, Halldóra Vífilsdóttir,
Sif Sigfúsdóttir, Búi Kristjánsson
og barnabörn.