Morgunblaðið - 08.11.2006, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 37
✝ Páll Þórðarsonfæddist í
Reykjavík 2. desem-
ber 1958. Hann
andaðist 30. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Guðný Eiríksdóttir,
f. á Smærnavöllum í
Garði 15.9. 1916, d.
8.9. 1997, dóttir
Guðrúnar Sveins-
dóttur úr Garði, f.
14.6. 1875, d. 16.8.
1969, og Eiríks
Guðmundssonar úr
Mýrdalnum, f. 21.1. 1869, d. 3.12.
1933, og Þórður Jón Pálsson á
Eyrarbakka, f. 1.4. 1921, sonur
Guðbjargar Elínar Þórðardóttir
úr Reykjavík, f. 4.12. 1896, d.
25.11. 1983 og Páls Guðmunds-
sonar af Eyrarbakka, f. 26.9.
Hagaskóla. Hann var nokkur
sumur í sveit á Eldjárnsstöðum í
Blöndudal og Dröngum á Skóg-
arströnd. Hann byrjaði ungur að
vinna, þá þrettán ára gamall,
fyrst í veiðarfæralager Bæj-
arútgerðar Reykjavíkur með
skólanum og á sumrin eins og
venja var í þá daga, allt til ársins
1974. Páll hóf nám í málmiðn-
aðardeild Iðnskólans í Reykjavík
1976 og lauk sveinsprófi í bif-
vélavirkjun 1981. Verknámið
stundaði hann á vélaverkstæði Þ.
Jónssonar & co í Reykjavík. Páll
vann í Kjötmiðstöðinni við
Laugalæk í tólf ár við af-
greiðslustörf, starfaði um tíma
við pökkun búslóða í herstöðinni
í Keflavík, vann hjá Fiskkaup hf.
í Reykjavík við vélaviðgerðir og
síðan ýmis önnur störf sem oftast
tengdust bifreiðum og véla-
viðgerðum.
Útför Páls verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
1895, d. 5.4. 1927.
Systkini Páls eru
Elín, f. 23.1. 1942,
maki Reinhold
Kristjánsson, f. 3.5.
1939, Steinunn, f.
12.4. 1943, maki
Hrafn Backman, f.
16.1. 1943, Aðal-
steinn, f. 18.10.
1945, maki Guðrún
Jóhannesdóttir, f.
11.11. 1944, Kjart-
an, f. 24.6. 1949,
maki Helga Kristín
Einarsdóttir, f. 6.7.
1951 og Gunnar Þórðarson, f.
13.6. 1953, maki Hafdís Kjart-
ansdóttir, f. 31.10. 1949.
Páll ólst upp á Melunum í
Reykjavík og fyrstu sumrin í
Þrastaskógi með foreldum sín-
um. Hann gekk í Melaskóla og
Fátt er svo með öllu illt að ekki
boði eitthvað gott. Barnatrúin sem
við vorum aldir upp í segir, að þegar
við yfirgefum þennan heim förum
við til annars heims, sem er miklu
fegurri og betri. Ég trúi því að þér
líði vel þar. Í þeim heimi er náttúran
ósnert og fögur. Blóm og tré gróa á
sígrænum völlum. Ár og vötn eru
full af fiski. Allir eru jafnir, enginn
betri eða verri en hinn. Þú og
mamma okkar eruð nú saman, og
horfið niður til okkar hinna. Með tíð
og tíma verðum við öll sameinuð á
ný.
Palli minn, ég vil þakka þér þær
mörgu góðu stundir, sem við urðum
aðnjótandi í Þrastarskógi í barn-
æsku, við leik og störf, og í Skorra-
dal síðastliðin tvö ár við að byggja
sumarbústaðinn, þar sem við ætluð-
um að dvelja saman í faðmi náttúr-
unnar.
Þú varst tíður gestur á heimili
okkar Hafdísar, og varst uppáhalds-
frændi barnanna.
Þó að nokkur tími sé enn til jóla
voru þau búin að spyrja, hvaða dag
þú yrðir hjá okkur, því sá dagur var
alltaf tilhlökkunarefni hjá þeim. Þú
varst alltaf léttur í lund, og sagðir
skemmtilegar sögur, um það sem þú
hafðir upplifað um ævina í vinnu og
frístundum.
Oft hlógum við okkur máttlaus
þegar þú varst að segja frá. Hjá okk-
ur verður eitt sæti autt um næstu
jól, sem erfitt verður að fylla. Það
verður okkur erfitt að geta ekki
slegið á þráðinn til þín þegar bílarnir
okkar bila, eða þegar við þurfum að-
stoð við annað, því þú varst alltaf
tilbúinn að hjálpa til ef þú gast. Svo
var líka upplyfting í því að heyra í
þér, leiðindi gleymdust og vellíðan
fylgdi í kjölfarið.
Elsku bróðir, það eru margir
dropar í fljóti minninga sem rennur
gegn um hugann, þegar besti félagi
manns og vinur hverfur á braut. Þeir
dropar gufa ekki upp, heldur munu
verma huga og sál um ókomna tíð.
Palli minn, berðu kveðju okkar til
þeirra sem við höfum misst, og
dvelja á sama stað og þú.
Þinn bróðir
Gunnar.
Ég man vel þegar Palli bróðir
fæddist, dökkur á brá og hörund
með öll einkenni föðurættarinnar frá
Eyrarbakka. Palli var frítt barn og
augasteinn fjölskyldunnar. Fyrstu
árin með rennislétt hár, en um ferm-
ingu safnaði hann bítlahári sem
krullaðist og var hann með liðað hár
eftir það. Sem barn og unglingur var
hann mjög líflegur, alltaf í góðu
skapi og vinur allra, aldrei stríðinn
eða hrekkjóttur. Vinahópurinn stór
og leiksvæðið allt frá Gróttu og aust-
ur að Öskjuhlíð. Oft gleymdist að
koma á réttum tíma í kvöldamat og
þá buxurnar stundum ansi óhreinar.
Einu sinni var hann á flugvallar-
svæðinu og þá boðið í þyrluflug yfir
Reykjavík. Síðar átti hann eftir að
fljúga til Bandaríkjanna og víðar, en
þessi fyrsta flugferð var minnis-
stæðust. Pabbi okkar var skógar-
vörður í Þrastaskógi og þar var Palli
fyrstu sumrin. Sem smásnáði gat
hann róið um Sogið og Álftavatnið
án erfiðleika. Sumrin í Þrastaskógi
lögðu grunn að áhugamálum hans.
Hann var góður stangveiðimaður og
nýtti öll tækifæri sem honum gáfust
til veiða í ám og vötnum. Mamma og
pabbi ferðuðust víða um landið og
alltaf var hann með. Síðan fór hann
sjálfur um landið með vinum sínum,
jeppaferðir um hálendið og mest
gaman ef jepparnir festust eða
biluðu, svo taka þurfti til hendi og
bjarga málunum. Palli lærði bifvéla-
virkjun og bílar voru hans annað
áhugamál, hann endursmíðaði Cort-
inu sem hann átti. Það var gott að
leita til Palla með aðstoð, alltaf tilbú-
inn að leggja öðrum lið, gera við bíla
og heimilistæki, flytja búslóðir o.fl.
Hann gat komið hvaða bíldruslu sem
var í gang eins og Ella systir sagði.
Allt lék í höndum hans, bílaviðgerð-
ir, trésmíði, fluguhnýtingar o.fl. Palli
vann í mörg ár í Kjötmiðstöðinni
sem mágur okkar Hrafn rak með
miklum myndarskap. Palli naut sín
þar, mikið af ungu fólki, fjör og
spennandi að lifa. Þar kynnist Palli
fyrstu ástinni og blómstraði meðan
það samband entist. Palli átti oft sín-
ar erfiðu stundir og margar góðar á
milli. Palli var ætíð þakklátur aðstoð
sem hann fékk á Staðarfelli og í AA-
samtökunum. Gunnar bróðir og Palli
voru góðir vinir og reyndist Gunnar
honum mjög vel, sama hvað blés á
móti. Þeir fóru margar veiðiferðirn-
ar saman. Gunnar er að byggja sum-
arbústað í Skorradal, þar voru þeir
mikið saman og Palli naut sín í fal-
legu umhverfi með besta vini sínum.
Palli var félagsvera, en hlédrægur og
tranaði sér aldrei fram. Fjölskyldan
hittist alla laugardaga hjá pabba og
þar mætti Palli þegar hann gat, hafði
frá mörgu skemmtilegu að segja og
þótti gaman að ræða málin. Annan
hvern mánuð hefur fjölskyldan farið í
gönguferðir á Hellisheiði, Reykja-
nesi og víðar. Palli var alltaf farinn að
ræða næstu ferð og undirbúa löngu
áður en aðrir, hann fann landakort af
gönguleiðunum og upplýsingar um
það helsta sem sjá mátti á leiðinni.
Samveran með fjölskyldunni og
gönguferðirnar voru honum mikils
virði. Það er sárt að kveðja, en ég
vona að Palli bróðir sé á góðu ferða-
lagi á himins leiðum í fögru umhverfi
með góðum vinahóp. Þökk fyrir allt,
minn kæri Palli bróðir.
Þinn bróðir
Aðalsteinn.
Ég trúði ekki mínum eigin eyrum
þegar Þórný systir sagði mér að Palli
væri dáinn, þetta var svo óraunveru-
legt. Palli var uppáhaldsfrændi minn,
hann var alltaf svo hress og kátur
þegar maður hitti hann. Hann hafði
rosalega gaman af því að segja manni
sögur frá því hann var yngri, sögur
úr Kjötmiðstöðinni og frá ferðalög-
um sem hann hafði farið í og brand-
ara sem hann hafði klippt út úr blöð-
um eða sjónvarpsdagskránni. Hann
var alltaf duglegur að koma í heim-
sókn og það var alltaf svo gaman að
fá Palla frænda í heimsókn, því þá
fylltist húsið af sögum og hlátrasköll-
um, stundum kom hann með lista af
spurningum, sem hann mátti alls
ekki gleyma að spyrja okkur. Hann
var svo skemmtilegur og einstakur
karakter og manni leið alltaf svo vel í
kringum hann. Ég er svo þakklát fyr-
ir að hafa þekkt Palla frænda, og fyr-
ir allar veiðiferðirnar og sumarbú-
staðaferðirnar sem við fórum í. Ég
bara trúi því ekki að ég eigi ekki eftir
að heyra dyrabjölluna hringja tvisv-
ar lengur og vita að Palli frændi sé
við dyrnar. Ég trúi því ekki að ég eigi
aldrei eftir að sjá uppáhaldsfrænda
minn aftur. Ég á eftir að sakna hans
sárt, en ég veit að honum líður vel
núna. Ég þakka Guði fyrir að ég gat
kvatt Palla frænda með faðmlagi og
koss áður en ég flutti til Svíþjóðar,
hans síðustu orð til mín voru „Farðu
varlega Jóhanna mín og gangi ykkur
vel.“
Jóhanna frænka.
Páll Þórðarson
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
Labradorhvolpar til sölu. Erum
með hreinræktaða labradorhvolpa til
sölu (án ættbókar). Svartir og brúnir.
Tilbúnir til afhendingar, heilsufars-
skoðaðir og sprautaðir. S. 899 8190.
NUTRO - NUTRO
Bandarískt þurrfóður í hæsta
gæðaflokki fyrir hunda og ketti.
30-50% afsláttur af öllum gælu-
dýravörum.
Tokyo, Hjallahrauni 4,
Hafnarfirði,
opið mán-fös 10-18
lau. 10-16, sun 12-16.
Flug
Flugmiði Kef-K.höfn-Kef á 15 þús.
krónur. Einn flugmiði með Iceland Ex-
press til K.hafnar til sölu. Út að
morgni 11. nóv., heim 14. nóv. Hef
uppl. um mjög hagstæða gistingu
nálægt miðbæ. Uppl. í s. 892 8550.
Heilsa
Aloe vera vörur. Örugg dulkóðuð
verslun. Aloe vera drykkir. Ef vefur
nýtir dulritun byrjar slóðin á sjálfri
pöntunarsíðunni á https. og breytast
þá upplýsingar í dulmál yfir netið.
www.heilsuvara.is
Hættu að reykja á 60 mín. Ef þú
vilt hætta að reykja, hafðu sam-
band í síma 862 3324 og við los-
um þig við níkótínþörfina á 60
mín. Ráðgjöf og Heilsa, Ármúla
15, s. 862 3324 - heilsurad.is
Nudd
Klassískt nudd. Árangursrík olíu-
og smyrslameðferð með ívafi ísl.
jurta.
Steinunn P. Hafstað
félagi í FÍHN,
s. 586 2073, 692 0644,
Láttu dekra við þig! Slökunar,-
steina,- súkkulaði,- og saltnudd.
Frábær verð.
Snyrtistofan Hrund
Grænatún 1 Kópavogi.
Pantanasími: 554 4025
Atvinnuhúsnæði
Til leigu 135 fm og 110 fm
skrifstofuhúsnæði í Skútuvogi.
Húsgögn geta fylgt. Upplýsingar í
síma 664 5900.
Geymslur
Geymum
hjólhýsi, fjallabíla og fleira.
Húsnæðið er loftræst, upphitað
og vaktað.
Stafnhús ehf.,
símar 862 1936 - 8991128
Til sölu
Presicosa skartgripir
Mikið úrval.
Slóvak Kristall, Dalvegi 16b,
201 Kópavogur, s. 544 4331.
Slovak Kristall. Hágæða postulín
matar-, kaffi-, te- og mokkasett.
Margar gerðir.
Slovak Kristall (Kaldasel ehf.),
Dalvegur 16b, 201 Kópavogur,
sími 544 4331.
www.skkristall.is
Tékkneskar og slóvanskar
kristalsljósakrónur, mikið úrval.
Slovak Kristall,
Dalvegi 16b, 201 Kópavogi,
s. 544 4331 og 820 1071.
Tilboð. Glæsilegir dúkar fyrir jólin.
Þvottahús A. Smith ehf.,
sími 551 7140. www.dukar.is
Þjónusta
Húsbyggingar. Löggiltur húsa-
smíðameistari getur bætt við sig
verkum til dæmis uppslætti á
húsum, uppsetningu á innrétting-
um, milliveggjum o. fl. Tilboð eða
tímavinna. S. 899 4958.
Raflagnir og
dyrasímaþjónusta
Setjum upp dyrasímakerfi
og gerum við eldri kerfi
Nýlagnir og
endurnýjun raflagna.
Gerum verðtilboð
Rafneisti
sími 896 6025
lögg. rafverktaki • www.rafneisti.is
Bílar aukahlutir
HÖGGDEYFAR
Fyrir bílinn: Gabriel höggdeyfar,
gormar, stýrisliðir, vatnsdælur,
sætaáklæði, sætahlífar fyrir
hesta- og veiðimenn, burðarbog-
ar, aðalljós, stefnuljós, ASIM
kúplingssett.
GS varahlutir,
Bíldshöfða, sími 567 6744.
Sykrmolarnir - Björk
Ammælisplata Sykurmolanna, Sykur-
molabókin og handskrifaða bókin
hennar Bjarkar. Tilboð óskast.
Upplýsingar í sím a 898 9475.
Fleiri minningargreinar um Pál
Þórðarson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga. Höf-
undar eru: Þórný frænka
góðan stað þar sem hlíðin er fögur,
bleikir akrar og slegin tún, í faðm
foreldra þinna og systkina. Svo
margt hefur þessi maður gert fyrir
mig og okkur barnabörnin og raunar
alla sem hann átti samleið með í líf-
inu, ætíð af einskærri hjartahlýju og
góðmennsku. Fyrir það mun ég ætíð
vera þakklátur. Ég mun minnast
hans sem manns sem gerði allt fyrir
sína og tel ég að allir ættu að geta
dregið lærdóm af honum afa mínum,
Gunnari Helgasyni. Hvíldu í friði, afi
minn.
Þinn
Davíð.
Kveðja frá
Sjálfstæðisflokknum
Gunnar Helgason gegndi fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og á vegum hans
um áratugaskeið. Hann var einn af
máttarstólpum flokksstarfsins hér í
Reykjavík um langa hríð, m.a borg-
arfulltrúi um skeið, og naut flokk-
urinn krafta hans í ýmsu eftir að
hann lét formlega af störfum sem
starfsmaður og kjörinn fulltrúi
flokksins.
Gunnar gekk ungur til liðs við
flokkinn og réðist til starfa hjá hon-
um sem erindreki fyrir sextíu árum,
þá einnig formaður Heimdallar, fé-
lags ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík. Hann var starfsmaður
flokksins allt til ársins 1979, síðustu
árin framkvæmdastjóri fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
Gunnar sinnti einkum verkalýðsmál-
um og var formaður Verkalýðsráðs
flokksins um árabil. Stýrði hann þar
starfi flokksins á vettvangi verka-
lýðsfélaganna en á þeim árum var
verkalýðsbaráttan harðskeyttari en
síðar varð og afskipti stjórnmála-
flokkanna meiri. Gunnar stýrði þess-
um verkefnum fyrir flokkinn af mik-
illi festu, prúðmennsku en umfram
allt með góðum árangri.
Ég man fyrst eftir Gunnari er
hann var borgarfulltrúi á sjöunda
áratug síðustu aldar og kynntist
honum síðar nokkuð í starfinu innan
flokksins. Þau kynni voru mér bæði
ánægjuleg og lærdómsrík. Um leið
og Gunnar Helgason er hér kvaddur
með alúðarþakklæti færi ég fjöl-
skyldu hans innilegar samúðarkveðj-
ur sjálfstæðismanna.
Geir H. Haarde.
Fleiri minningargreinar
um Gunnar Helgason bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Ágústa Guð-
jónsdóttir, Elísabet Guttormsdóttir
og Rut og Friðgeir.