Morgunblaðið - 08.11.2006, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 08.11.2006, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 43 menning Höfum kaupendur Erum með kaupendur að öllum stærðum og gerðum fyrir- tækja sem mega kosta allt upp í 3-400 milljónir. Margt kemur til greina. Einnig kaupendur að öllum gerðum lítilla fyrirtækja. Greiðslur eru oftast staðgreiðsla. Hafið samband við Reyni Þorgrímsson, sem stofnaði þessa elstu starfandi fyrirtækjasölu landsins og starfar þar enn. Hann þekkir því þessi mál betur en flestir aðrir. Gemsinn hans er 896 1810. Allar upplýsingar í fullum trúnaði. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, ekki í síma eða á netinu. Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl. Elsta fyrirtækjasalan á landinu. „Ragnheiður Elín á erindi á Alþingi vegna menntunar sinnar, fjölbreyttra starfa, áhuga á þjóðmálum og mótaðra skoðana á þeim. Með fágaðri framkomu og yfirveguðum málflutningi auðveldar hún okkur valið. Tryggjum henni 4. sætið á framboðslista sjálfstæðismanna í kjördæmi okkar.” Ólafur G Einarsson, fv. ráðherra, Garðabæ „Ragnheiður Elín er sterkur einstaklingur sem vegna starfa sinna býr að mikilli yfirsýn yfir helstu viðfangsefni stjórnmálanna og hugsjónir okkar sjálfstæðismanna. Áralöng störf við hlið ráðherra og skýr sýn á sjálfstæðisstefnuna er dýrmætt veganesti fyrir unga stjórnmálakonu og ávinningur fyrir kjósendur Sjálfstæðisflokkins. Ragnheiður Elín á brýnt erindi á þing.” Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi „Ragnheiður Elín er kraftmikil og býr yfir mikilli þekkingu og dýrmætri reynslu af stjórnmálum. Henni treysti ég til að vinna af heilum hug að íþrótta- og æskulýðsmálum. Ég hvet alla til að styðja hana í 4. sætið á lista sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi.” Arnór Guðjohnsen knattspyrnumaður, Kópavogi „Ragnheiður Elín er afar málefnaleg og skeleggur talsmaður sjálfstæðis- stefnunnar. Hún hefur dýrmæta reynslu af stjórnmálastarfi og verður glæsilegur þingmaður.” Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði Fyrir nokkrum árum fluttinígeríski rithöfundurinnChinua Achebe þrjá fyr- irlestra við Harvard-háskóla og fléttaði þá síðan saman í bókina Home and Exile. Í þessari stuttu en listavel skrif- uðu ævisögu segir hann meðal ann- ars frá því að skáldsagan Mister Johnson eftir Joyce Cary hafi verið sú bók sem helst var notuð í bók- menntakennslu enda mat breskra embættismanna að engin bók lýsti betur lífinu í Afríku. Við nígerískum skólapiltum blasti þó annað enda augljósir kyn- þáttafordómar í bókinni. Achebe og félagar hans gerðu uppreisn gegn þeirri mynd sem dregin var upp af nígerísku samfélagi í bókinni og segja má að hann hafi verið í upp- reisn alla tíð.    Fyrsta skáldsaga Achebe,Things Fall Apart, sem kom út 1958, vakti gríðarlega athygli og er jafnan talin með helstu nígerískum skáldverkum og eins með helstu bókmenntaverkum afrískum. Hún er eiginlega framhald af uppreisn hans og félaga hans gegn þeirri mynd sem dregin var upp af Afríku í Mister Johnson og í henni leggur Achebe áherslu á að evrópskir landkönnuðir og trúboðar hafi ekki búið til afríska menningu; þar hafi verið fyrir lifandi og fjölbreytt menning ótal þjóða sem beðið hafi mikinn skaða af menningarlegum hermdarverkum heimsveldisins. (Söguhetja bókarinnar, Okonkwo, stendur frammi fyrir því að þurfa að sætta sig við breytingar á lífs- háttum og siðvenjum vegna inn- rásar og hernáms Breska heims- veldisins, en hafnar þeim með því að svipta sig lífi.) Þessi hugsun hefur verið snar þáttur í æviverki Achebes og í Home and Exile er hann við sama heygarðshornið, heldur því fram og styður með dæmum að fordómar gagnvart Afríku séu enn ríkjandi þegar fjallað er um afríska menn- ingu á Vesturlöndum. Til að mynda tínir hann til dæmi um fordóma og þröngsýni í verkum Elspeth Hux- ley, sem ólst upp í Kenía, og flengir V.S. Naipaul rækilega.    Kjarninn í máli Achebes er þóekki að allt sé slæmt sem frá Vesturlöndum komi (eða Kar- íbahafi) heldur að sýn afrískra rit- höfunda hljóti að vera nær raun- veruleikanum en þeirra sem skoða afrískan veruleika með misjafnlega lituð gleraugu. Eins og Achebe orðar það: Þar til sagnfræðingur ljónanna birtist verður veiðimaðurinn einn mærður í öllum sögum af ljónaveiðum. Sagnfræðingur ljónanna Nígeríska rithöfundasambandið Igbo Nígeríski rithöfundurinn Chinua Achebe hefur barist gegn nýlendu- hyggju alla ævi og berst enn. AF LISTUM Eftir Árna Matthíasson » Achebe legguráherslu á að evr- ópskir landkönnuðir og trúboðar hafi ekki búið til afríska menningu. arnim@mbl.is VELGENGNI hópsins sem kennir sig við Vesturport virðist stöðugt vera að aukast, hér á landi sem og erlendis. Nú hefur leikmyndahönnuðurinn Börkur Jónsson verið tilnefndur til Evening Standard leikhúsverð- launanna bresku. Verðlaunin, sem þykja eftirsókn- arverð, verða veitt í London þann 27. nóvember næstkomandi. Tilefninguna hlýtur Börkur fyrir leikmynd sína við sýninguna Ham- skiptin eftir Franz Kafka í uppsetn- ingu Vesturports í London. Stjarna sýningarinnar Börkur hefur fengið lofsamleg ummæli um leikmyndina í fjölda breskra fjölmiðla. Menning- arvefritið The Stage sagði meðal annars í umsögn um Hamskiptin að Börkur væri stjarna sýning- arinnar. Gagnrýnand- inn Nuala Calvi segir óreiðu- kennda sviðs- myndina í full- komnu samræmi við inntak verks- ins og fim- leikaburði leikhópsins. Börkur hefur hannað fjölda leik- mynda fyrir Vesturport og gjarnan fengið lof fyrir. Hann fékk meðal annars Eddu- verðlaunin 2006 fyrir leikmynd árs- ins fyrir vinnu sína við Fagnað í Þjóðleikhúsinu og fyrir leikmyndina í leiksýningunni Woyzeck í sviðs- setningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports. Stjarna Hamskiptanna Börkur Jónsson EINS OG fram hefur komið munu Sykurmolarnir fagna 20 ára af- mæli sínu með því að koma saman að nýju og leika á einum afmæl- istónleikum í Laugardalshöll, föstudaginn 17. nóvember næst- komandi. Nú hefur verið tilkynnt að hljómsveitin múm muni hita upp fyrir Sykurmolana á tónleik- unum. Þetta verða fyrstu tónleikar múm á árinu en sveitin hélt síðast tónleika í desember í fyrra í Tapei höfuðborg Taiwan. Múm-liðar spiluðu sem plötusnúðar Sum- mersonic Festival í Tókíó og Osaka í sumar og á Isle of Wight hátíð- inni í Bretlandi núna í september, auk þess að snúa plötum á Sirkus á opnunarkvöldi Airwaves hátíð- arinnar í október. Plata á leiðinni Múm lék síðast á tónleikum hér- lendis á Snæfellsnesi í ágúst 2005 og þar á undan í Bæjarbíói Hafn- arfirði í ágúst 2004. Ný múm-plata er væntanleg og hafa liðsmenn sveitarinnar meðal annars verið við upptökur á henni í Finnlandi. Hún er væntanleg í byrjun næsta árs. Strax í desem- ber mun Fat Cat hins vegar gefa út upptökur úr þætti John Peel á BBC frá árinu 2002 undir nafninu múm Pell Session. Múm er skipuð þeim Örvari Þór- eyjarsyni Smárasyni, Gunnari Erni Tynes og Kristínu Valtýsdóttur. Ekki uppselt enn Enn eru til miðar á tónleikana. Miðasala er í fullum gangi í versl- unum Skífunnar í Kringlunni og Smáralind, BT Akureyri, Selfossi og Egilsstöðum og á Midi.is. Miða- verð er 5.000 krónur, að viðbættu 350 króna miðagjaldi söluaðila. Aldurstakmark á tónleikana er 18 ár, nema í fylgd fullorðinna. Hita upp Þau Kristín, Örvar og Gunnar eru múm. Múm hita upp fyrir Sykurmolana í Höllinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.