Morgunblaðið - 08.11.2006, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 49
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Talaðu varlega. Sambönd ganga vel ef
þú temur þér að forðast úrslitakosti og
hafa samráð við makann áður en kaup
eru gerð í beggja nafni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þegar eitthvað gleðilegt gerist hættir
þér til þess að líta á það sem heppni, í
stað þess að viðurkenna að kannski
eigirðu það bara inni. Það skiptir ekki
máli hvaðan gott kemur, ef þú bara
viðurkennir það, þannig kallarðu á
meira.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn leiðir kurteislega hjá sér
það sem aðrir segja um ástalíf hans –
sumir skilja hreinlega ekki eðli sam-
banda. Ekki samt líta framhjá því sem
þú veist í hjarta þínu að er rétt.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ástríður þínar eru loks endurgoldnar.
En fyrst þarftu að taka skref tilbaka
og gefa hinni manneskjunni pláss til að
taka sína eigin ákvörðun. Biðin er
erfiðasti kaflinn.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Dagurinn virðist kannski tilbreytinga-
laus, en kvöldið bætir svo sannarlega
um betur. Eitthvað gerist sem myndi
aldrei gerast meðan sól er hátt á lofti.
Eitthvað sem skríður kemur skríðandi
og virkar leiðslur byrja að gneista.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjan er ekki hefnigjörn að eðlisfari,
yfirleitt ekki. Kannski ertu það stund-
um, ef fólk sem á það ekki skilið ber
eitthvað gott úr býtum. Þá er best að
taka sér smá tíma til að hugleiða eigin
gæfu.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Kannski virðist vogin stefnulaus í aug-
um þeirra sem ekki vita betur. Þú sérð
leiðina til frelsis og ákveður að fara
hana. Vonandi á enginn eftir að spyrja
þig hvert þú sért að fara. Málið er að
vera frjáls.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Nú er kominn tími fyrir eina af
þínum frægu endurholdgunum.
Sporðdrekinn er svo flinkur í því að
breytast í nýja og spennandi útgáfu
af sjálfum sér að ekki er víst að þeir
sem eru í kringum hann taki eftir
neinu. En þú veist það og það vegur
þyngst.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaðurinn óskar þess kannski að
einhver myndi leiðbeina honum, en ef
alheimurinn myndi í raun og vera
þrymja „gerðu þetta“ eða „gerðu hitt“
myndi hann steyta hnefann og svara
„ekki segja mér fyrir verkum, ég geri
það sem mér sýnist“.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin er búin undir nokkrar mis-
fellur á framfarabrautinni, en ekkert
býr hana undir átökin sem verða hið
innra þegar árangurinn er rétt innan
seilingar.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Allt virðist í lausu lofti. En þú gætir
vel notið lífsins undir þessum kringum-
stæðum, enda ertu verulega þrosk-
aður. Tónlist léttir stemninguna um-
talsvert. Rifjaðu upp gamalt uppá-
haldslag.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Búðu til ráðgátu og leyfðu öðrum að
vísa veginn með spurningum sínum.
Einhleypir kynnast einhverjum álit-
legum á meðan þeir erinda, gera ein-
hverjum greiða eða iðka íþróttir. Pör
auka samlyndið með því sama.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Orka sporðdrekans lýtur
að breytingum – sem marg-
ir telja óhugsandi. Það er
kannski tugga, en fyrsta
skrefið í áttina að því að
breytast er að viðurkenna
vandamálið. Nýtum orku sólar í sporð-
dreka og einbeitum okkur að því sviði lífs-
ins sem myndi hafa jákvæð áhrif á allt
annað ef einhverju yrði breytt þar.
MÉR þykir alltaf gott að koma í
Möguleikhúsið, til dæmis af því að
þar á ég von á að sjá leikmyndir
og búninga eftir Katrínu Þorvalds-
dóttur. Og núna í samstarfinu við
Sigurð Sigurjónsson fær hún full-
komlega að njóta sín. Einföld er
þessi leikmynd en ævintýraleg
vegna þess að efni og litir eru val-
in af kostgæfni og virðingu fyrir
áhorfendum og hvert smáatriði, og
þau eru mörg, augljóslega sprottin
úr höfði og hjarta höfundarins.
Bleikt flauelið, töfrateppi, sem
rammar inn leiksvæðið, þrætt
söguþráðum (!) er hlýr og mjúkur
bakgrunnur fyrir þennan einleik
Bjarna Ingvarssonar, sniðinn að
þörfum yngri barna, – eða eigum
við frekar að segja þessa frásögn
hans með leiknum innskotum;
búningurinn einsog sprottinn úr
Þúsund og einni nótt og sömuleiðis
litlu, einföldu meðölin sem notuð
eru til að töfra fram aðrar persón-
ur svosem regnhlíf, hanskar, bolt-
ar, gylltur höfuðbúnaður, fjaðra-
skraut – en gullna höllin fannst
litlum frænda mínum best.
Verkið sem samanstendur af
tveimur ævintýrum byggist á hefð-
um Möguleikhússins, sögumaður
er frá byrjun í beinu sambandi við
áhorfendur, þeir eru að ákveðnu
marki virkjaðir til þátttöku og þar
er jafnvel vísað í verk Þórarins
Eldjárns frá því í fyrra: Börnin
eru fengin til að ríma. Sigurður
Sigurjónsson, leikstjórinn, hefur
unnið vel með Bjarna Ingvarssyni,
leiknu atriðin eru einföld og skýr
og kómík verður aldrei að stór-
kallalegum
skrípalátum.
Bjarni kemst að
vísu ekki alltaf á
nægilegt flug í
frásögninni en
þar er held ég
ekki við leikstjóra
að sakast.
Tónlist er aldr-
ei notuð til að
æsa leikinn.
Menn reiða sig á
söguna og áhorf-
endur í anda boð-
skapar verksins
um undramátt
ímyndunaraflsins.
Og er nú komin
önnur ástæða fyr-
ir því að mér þyk-
ir alltaf gaman á
sýningum Mögu-
leikhúsins, en hún
er sú að á þeim bæ eiga menn allt-
af eitthvert erindi við þá er sitja í
salnum.
Um undramátt
ímyndunaraflsins
LEIKLIST
Möguleikhúsið
Eftir Bjarna Ingvarsson. Leikstjóri: Sig-
urður Sigurjónsson. Leikmynd og bún-
ingar: Katrín Þorvaldsdóttir. Tónlist: Jón-
as Þórir. Leikari: Bjarni Ingvarsson.
Möguleikhúsinu, 5. nóvember 2006
kl.14.00
Höll ævintýranna
Möguleikhúsið
„Á þeim bæ eiga
menn alltaf eitt-
hvað erindi við þá
er sitja í salnum.“
María Kristjánsdóttir
Sænska tískuvörukeðjan Hennesog Mauritz mun á fimmtudag
setja á markað þriðju hátískulínu
sína. Hönnuðir í ár eru Hollend-
ingarnir Viktor og Rolf en fatn-
aðurinn er seldur á svipuðu verði
og aðrar vörur í verslunum H&M.
Keðjan nýtur mikilla vinsælda víða
um heim ekki síst fyrir lágt vöru-
verð.
H&M keðjan var stofnuð árið
1947 og starfar eftir einföldu við-
skiptamódeli. Margar eins flíkur
framleiddar og þær seldar á lágu
verði. Forstjóri Hennes og Mau-
ritz er Rolf Erikssen. Fyrir tveim-
ur árum ákvað H&M að brydda
upp á þeirri nýjung að fá hátísku-
hönnuði til að framleiða fyrir sig
tískulínu sem yrði seld á svipuðu
verði og aðrar vörur í verslunum
H&M. Hönnuðurinn Karl Lager-
feld varð fyrstur til þess í nóvem-
ber 2004 og má segja að viðskipta-
vinir H&M hafi tekið þessu fram-
taki fagnandi og var fatnaðurinn
bókstaflega rifinn út á nokkrum
mínútum.
Í fyrra var það breski hönnuður-
inn Stella McCartney sem hannaði
línuna fyrir H&M. En í ár eru það
Hollendingarnir Viktor og Rolf.
Þeir eru lítið þekktir fyrir utan
tískuheiminn en eru mikilsmetnir
innan hans, að sögn tísku-
skríbentsins Tim Blanks á vefnum
style.com.
Alls starfa fimmtíu þúsund
manns hjá H&M í 24 löndum og
eru verslanirnar orðnar ríflega
1.300 talsins.
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862
!"
# $% %& '
Fös. 10. nóv. kl. 20 - Örfá sæti laus
Sun. 12. nóv. kl. 20 - Nokkur sæti laus
Fös. 17. nóv. kl. 20 - Nokkur sæti laus
Sun. 19. nóv. kl. 20 - Síðustu sýningar!
„Frábær sýning í alla staði!“ Starfsmenn Atlanta
/ ÁLFABAKKA
THE DEPARTED kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 10:10 B.i. 16
THE DEPARTED VIP kl. 5:30 - 8:30
THE LAST KISS kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:30 B.i. 12
THE GUARDIAN kl. 8 - 10:30 B.i. 12
BESTA MYND
MARTINS
SCORSESE TIL
ÞESSA
Vel gerð og rómantísk með
þeim Zach Braff („Scrubs“,
„Garden State“), Rachel
Bilson („The O.C.“
þættirnir) ofl.
SJÁIÐ EINA BESTU MYND ÁRSINS.
BETRI LEIKHÓPUR HEFUR EKKI
SÉST Í KVIKMYND Í LANGAN TÍMA Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
SÝND MEÐATH! NÝJU DIGITAL TÆKNINNI
„THE DEPARTED ER EÐAL GLÆPAMYND EINS OG ÞÆR GERAST
BESTAR OG ER ENN EIN RÓSIN Í HNAPPAGAT SCORSESES.“
eeeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
T.V. KVIKMYNDIR.IS
eee
H.J. MBL
FRÁ HANDRITSHÖFUNDI
„MILLION DOLLAR BABY“ OG „CRASH“
ÓBYGGÐIRNAR
„THE WILD“
Sýnd með íslensku og ensku tali !
„...groddalegur og
beinskeyttur húmor...
þannig að maður ælir
nánast af hlátri“
Þ.Þ. - FRÉTTABLAÐIÐ
Sýnd í Sambíóunum í Kringlunni og Keflavík
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
UPPRUNALEGU PARTÝ-DÝRIN ERU MÆTTÞú átt eftir
að skemmta
þér sjúklega
vel.
eeee
H.Ó. MBL
eee
LIB Topp5.is
KEVIN COSTNER ASHTON KUTCHER
Þegar hættan steðjar að ...
fórna þeir öllu
the last kiss
eee
EMPIRE
Eruð þið tilbúin fyrir eina
fyndnustu mynd
allra tíma?
/ KRINGLUNNI
BORAT kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12
THE DEPARTED kl. 8 - 10:10 B.i. 16 DIGITAL
BÆJARHLAÐIÐ kl. 6 LEYFÐ m/ísl. tali
MATERIAL GIRLS kl. 6 LEYFÐ
BEERFEST kl. 8 B.i. 12
/ KEFLAVÍK
BORAT kl. 8 - 10 B.I. 12
MÝRIN kl. 8 B.I. 12
THE DEPARTED kl. 10:10 B.I. 16
/ AKUREYRI
THE DEPARTED kl. 8 b.i. 16
BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
MATERIAL GIRLS kl. 6 LEYFÐ
THE GUARDIAN kl. 8 b.i. 12
eeee
EMPIRE MAGAZINE
T.V. - Kvikmyndir.com
eeeee
THE MIRROR
eeee
S.V. MBL
eeeee
V.J.V. - Topp5.is
eeeee
EMPIRE
BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ
BARNYARD m/ensku tali kl. 6 - 10:10 LEYFÐ
JACKASS NUMBER 2 kl. 4 - 8 B.i. 12
ÓBYGGÐIRNAR m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ
M u n i ð a f s l á t t i n n