Morgunblaðið - 16.11.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 16.11.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 312. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is NEW YORK ELDUR Í MACY’S ER BRUNAÚT- SALA EN EKKI HRYÐJUVERK >> 26 GOTT OG ILLT ÍSLENSK ÓPERA BYGGÐ Á SÖGU H.C. ANDERSEN SKUGGALEIKUR >> 52 Jerúsalem. AFP. | Að minnsta kosti tveir Palestínumenn særðust er ísr- aelskar orrustuþotur skutu tveimur flugskeytum á flóttamannabúðir í norðurhluta Gaza í gærkvöldi. Árásin kom í kjölfar þess, að Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskip- aði Amir Peretz varnarmálaráðherra að halda áfram aðgerðum á Gaza eftir að ísraelsk kona lét lífið og einn mað- ur særðist í eldflaugaárás á bæinn Sderot, sem samtök herskárra Pal- estínumanna kváðust bera ábyrgð á. Sagði Peretz árásarmennina myndu gjalda árásina „dýru verði“. Á sama tíma sagðist Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, í sjónvarps- ávarpi vera „reiðubúinn“ að hefja friðarviðræður við Ísraela og skoraði á þá að grípa tækifærið til að koma á friði. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær með góð- um meirihluta að senda nefnd til bæj- arins Beit Hanun á Gaza til að kanna afleiðingarnar af árásum Ísraela á hann í síðustu viku. Var það gert á sérstökum fundi, sem boðaður var að kröfum íslamskra ríkja. Særðust á Gaza Kaliforníu. AFP. | Bandarískur her- maður, sem játaði fyrir rétti að hafa tekið þátt í að hylma yfir morð á óbreyttum borgara í Írak, bað í gær fjölskyldu hins látna afsökunar. Her- maðurinn, sem heitir John Jodka og er 20 ára, sagði fyrir réttinum, að hann hefði játað aðild að morðinu á Hashim Ibrahim Awad, í bænum Hamdania 26. apríl sl. vegna þess að það „væri það rétta“ í stöðunni. Þá gekkst bandaríski hermaður- inn James Barker við því í gær að hafa nauðgað 14 ára íraskri stúlku og tekið þátt í að myrða fjölskyldu hennar. Hann sleppur við dauðadóm. Játa á sig glæpi í Írak VETURINN er kominn – um það verður ekki villst. Útigangshross fara ekki varhluta af vetrartíðinni sem ríkir nú á ísaköldu landi og eru sjálfsagt farin að vonast eftir úti- gjöfinni, eins og þessi hross sem krafsa í gaddinn undir Esjurótum. Nú styttist einnig í að menn taki þau hross á hús sem taka á til kost- anna í vetur. Morgunblaðið/RAX Brúnn, skjóttur og grár Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is FJÁRFRAMLÖG frá lögaðilum til stjórnmálaflokka og einstaklinga í prófkjörum mega að hámarki vera 300 þúsund krónur og sama máli gegnir um framlög frá einstaklingum. Fram- lög lögaðila verða birtingarskyld en ekki frá einstaklingum. Þetta er, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, meðal þess sem kemur fram í tillögum nefndar þeirrar sem nú vinnur að gerð frumvarps um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi á Íslandi. Búist er við því að nefndin ljúki störfum fyrir lok næstu viku og að frumvarpið fari þá til meðferðar þing- flokka stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er nokkuð góð sátt orðin með- al nefndarmanna um þær tillögur sem gerðar verða. Formenn stjórnmála- flokkanna hafa jafnframt fundað um helstu tillögur nefndarinnar og munu þeir í megindráttum vera sammála til- lögum hennar. Nefndin leggur til að stjórnmála- flokkar á Íslandi lúti sérstökum upp- gjörsreglum, og bókhald þeirra verði endurskoðað af löggiltum endurskoð- endum; jafnframt er gert ráð fyrir því að Ríkisendurskoðandi verði yfirskoð- unarmaður bókhalds flokkanna. Þá verður kveðið á um upplýsingaskyldu um lykiltölur úr bókhaldi stjórnmála- flokkanna. Lögaðilum verður heimilt að styrkja stjórnmálaflokka og einstaklinga í prófkjörum um 300 þúsund krónur að hámarki og verða allir styrkir frá lög- aðilum birtingarskyldir. Einstaklingar mega einnig styrkja stjórnmálaflokka og einstaklinga í prófkjörum um 300 þúsund krónur að hámarki. Styrkir einstaklinga eru ekki birtingarskyldir. Lagt er til að sömu reglur gildi um framlög lögaðila og einstaklinga til frambjóðenda til forsetaembættisins. Þá setur nefndin fram tillögur að reglum sem eigi að gilda um fjármál stjórnmálamanna í prófkjörsbaráttu. Reglurnar eru mismunandi, eftir stærð kjördæma og fjölda á kjörskrá. Þar er gert ráð fyrir því að í stærstu og fjölmennustu kjördæmunum megi prófkjörsbarátta hvers einstaklings að hámarki kosta allt að 10 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að sveitarfélög veiti styrki til stjórnmálastarfsemi, að norrænni fyrirmynd. Jafnframt er bent á, að verði tillögur nefndarinnar að lögum, verði nauðsynlegt að hið op- inbera auki fjárframlög sín til stjórn- málaflokkanna í landinu, til þess að þeir geti haldið uppi svipaðri starfsemi og þeir gera í dag. Þak á framlög- um verði 300 þúsund krónur Tillögur nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi á Íslandi á lokastigi Í HNOTSKURN »Búist er við að nefnd umlagalega umgjörð stjórn- málastarfsemi á Íslandi ljúki störfum fyrir lok næstu viku og að frumvarpið fari þá til með- ferðar þingflokka stjórn- málaflokkanna. »Nefndin leggur m.a. til aðstjórnmálaflokkar á Íslandi lúti sérstökum uppgjörsreglum, og bókhald þeirra verði endur- skoðað af löggiltum endurskoð- endum. BÚIST var við því að silkiþrykk popplistamannsins Andy Warhols af Maó formanni, fyrrverandi leið- toga kínverska kommúnistaflokks- ins, myndi seljast á allt að 850 millj- ónir króna hjá uppboðsfyrirtækinu Christie’s í New York eftir að Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Listaverkamarkaðurinn vest- anhafs þykir hafa glæðst vegna áhuga hlutabréfasala á Wall Street og asískra fjármálamanna sem líti á listaverk sem góða fjárfestingu, að því er blaðið Times skýrði frá í gær. Í stássstofu hvaða auðmanns ásjóna ljóðskáldsins og stjórnspek- ingsins Maós endar á hins vegar eftir að koma í ljós. Reuters Auðmenn vilja Maó BOTNVÖRPUR eru að eyðileggja einstök og ókönnuð vistkerfi, að því er fram kemur í drögum að skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar gerðu opinbera í gær. Þar segir, að rétt rúmur helm- ingur neðansjávarfjalla og kóralvist- kerfa heimsins sé á alþjóðlegum haf- svæðum og að botnvörpuveiðar hafi valdið þar miklum skaða. „Sumir kóralanna, sem verið er að eyðileggja, eru þúsunda ára gamlir,“ sagði Alex Rogers, einn skýrsluhöf- unda, en talið er að SÞ muni senn ræða tillögu um tímabundið bann við botnvörpuveiðum á úthöfunum. Spurður um ályktanir skýrsluhöf- haft skaðleg áhrif á lífríkið. Það liggur t.a.m. fyrir að í viðkvæmu lífríki eins og á kóralsvæðum og á hörðum hraunbotni hafi botnvarpan valdið skaða.“ Lítil áhrif á afrakstur stofna „Um hundrað ára saga togveiða á Halamiðum bendir til þess, að þær hafi haft lítil áhrif á afrakstur fiski- stofna. Rannsóknir okkar hafa bent til, að skaðinn sé ekki merkjanlegur á mjúkum botni á grunnsævi en að áhrifin séu meiri á meiri dýpi.“ unda sagði Jóhann Sigurjónsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, að hann vildi ekki tjá sig um efni skýrsl- unnar fyrr en hann hefði fengið hana í hendur. Jóhann sagði hins vegar þekkt, að umræða hefði verið í gangi innan SÞ um að banna botnvörpuveið- ar á úthöfunum þótt „langt í frá væri að eining væri um nauðsyn slíks banns“. „Hafrannsóknastofnunin hefur í sjálfu sér ekki fjallað sérstaklega um fyrirliggjandi tillögu á vettvangi SÞ,“ sagði Jóhann. „Á hinn bóginn höfum við fjallað um botnvörpuveiðar innan landhelginnar og er ljóst að þær geta Gagnrýna togveiðar Ný skýrsla á vegum SÞ segir veiðarnar eyðileggja vistkerfi  Sérfræðingar | 16 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.