Morgunblaðið - 16.11.2006, Síða 63

Morgunblaðið - 16.11.2006, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 63 Fólk folk@mbl.is Bókaforlög hér á landi hafa tekið upp á þeirri nýbreytni að birta bók- arkafla á Netinu. Þannig hefur bókaforlagið Veröld birt upphafs- kafla bókar Yrsu Sigurðardóttur, Sér grefur gröf, á vefsetri sínu. Bók- in sjálf kemur hins vegar ekki út fyrr en á föstudaginn, en menn geta tekið forskot á sæluna með því að lesa fyrsta kaflann á Netinu. Bóka- forlagið Edda var fljótt að bregðast við þessu og hefur nú birt kafla úr bók Arnaldar Indriðasonar, Kon- ungsbók, á heimasíðu sinni. Þokkadísin Eva Longoria hefur hafnað orðrómi þess efnis að hún og r&b-söngkonan Beyonce Knowles muni leika lesbískt par í kvikmynda- útfærslu bókarinnar Tipping the vel- vet eftir Sarah Waters, einhvers konar kvenkynsútgáfu af Brokeback Mountain í leikstjórn Sofiu Coppola. „Hættið þessari geðveiki,“ er haft eftir hinni 31 árs gömlu Longoriu á slúðurveitunni Earhtime um málið. „Trúið mér, ég myndi gjarnan vilja vinna með Beyonce einhvern daginn. Hún er svo hæfileikarík. En þetta er út af kortinu.“ Talsmenn hinnar 25 ára gömlu Beyonce hafa einnig slegið á slúðrið. „Þetta er ekkert að gerast. Við höf- um aldrei heyrt um þess mynd.“ Aðdáendur Elvis Presley hér á landi ættu ekki að láta framhjá sér fara kvöld helgað kóngnum sem haldið verður í Gullöldinni í Graf- arvogi í kvöld. Hljómsveit verður á staðnum og allavega sex Elvis-eftirhermur munu troða upp og syngja alla vinsælustu slagara Pres- ley. Fögnuðurinn er öllum opinn og gefst almenningi kostur á að þenja raddböndin með hljómsveitinni ef vill. Húsið opnar klukkan 20 í kvöld. Boog átta staðgóðar máltíðir á dag og vögguvísu fyrir svefninn. Það harðnar því aldeilis í ári hjá birn- inum þegar Beth neyðist til að skila honum aftur á vit náttúrunnar að kröfu bæjaryfirvalda, m.a. vegna innbrots bjarnarins í sælgæt- isverslun. Með í för er hjörturinn Eliott, sem kom Boog í vandræði með því að lokka hann með sér í sæl- gætisbúðina og er því fremur stirt á milli þeirra félaga. Þeim Boog og Eliott líst illa á aðstöðuna til þæg- indalífs í skóginum og ákveða að halda þegar í stað aftur til byggða. Þangað verða þeir hins vegar að komast áður en veiðitímabilið hefst með illræmda veiðimanninum Shaw Í TEIKNIMYNDINNI Skógarstríð (Open Season) segir frá skógarbirn- inum Boog sem er hið besta skinn, enda notið atlætis frá því að hann var húnn í bílskúrnum á heimili þjóðgarðsvarðarins Beth. Í verðlaun fyrir það að dansa og syngja á skemmtunum fyrir bæjarbúa fær fremstum í flokki, en það skellur á eftir þrjá daga, og er hvorki ratvísi þeirra félaga né veiðihæfileikar upp á marga fiska. Með gerð Skógarlífs er fjölmiðlarisinn Sony að stíga inn á hinn stóra og arðvænlega markað fjölskylduteiknimynda í samkeppni við fyrirtæki á borð við Disney, Pix- ar og Dreamworks. Útkoman er ágætlega samkeppnishæf við það besta í bransanum, vandlega unnin teiknimynd með skemmtilegri sögu og litskrúðugum persónum úr heimi manna og skógardýra. Í bóli bjarnar Skógarlíf „...vandlega unnin teiknimynd með skemmtilegri sögu og lit- skrúðugum persónum úr heimi manna og skógardýra.“ KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Smárabíó, Ragn- boginn og Borgarbíó Leikstjórn: Jill Culton og Roger Allers. Uppr.l. leikraddir: Martin Lawrence, As- hton Kutcher, Debra Messing og Gary Sinise. Bandaríkin, 100 mín. Skógarstríð (Open Season)  Heiða Jóhannsdóttir Bandarískur leik- fangaframleiðandi bauðst til að gefa 4.000 dúkkur af Jesú Kristi til góð- gerðarstarfs sem helgað er börnum en dúkkurnar voru afþakkaðar. Dúkk- an fer með vers úr Biblíunni. Góð- gerðarstarfið felst í því að færa fátæk- um og þurfandi börnum jólagjafir. Framleiðandi Jesú-dúkkunnar, one2believe, býr til leikföng tengd Biblíunni. Góðgerðarsamtökunum leist ekki á að hafa leikföngin svo trúarleg og benda á að börnin sem fái þau geta til- heyrt ólíkum trúfélögum. Samtökin heyra undir ríkið og því ekki við hæfi að hafa svo trúarlegar tilvísanir í gjöf- um þess. Jesús segir meðal annars ,,Elska náunga þinn líkt og sjálfan þig“, en dúkkan kostar 20 dollara út úr búð í Bandaríkjunum. Góðgerðarsamtökin dreifðu 18 millj- ón gjöfum í fyrra, tuskudýrum, leikj- um, leikfangabílum og fleiru sem ekki telst trúarlegs eðlis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.