Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 52
|fimmtudagur|16. 11. 2006| mbl.is
Staðurstund
Það eru greinilega margir farnir
að huga að jólum því mest selda
plata vikunnar hefur að geyma
100 íslensk jólalög. » 55
tónlist
Mýrin er mest sótta myndin í
íslenskum kvikmyndahúsum í
ár, en alls hafa 65.670 miðar
selst á hana. » 53
kvikmynd
Undirbúningur fyrir stjörnu-
brúðkaup ársins stendur sem
hæst en það fer fram á Ítalíu á
laugardaginn. » 56
fólk
Í listapistli dagsins veltir Inga
María Leifsdóttir fyrir sér ald-
urskiptingu afþreyingarefnis
fyrir börn. » 55
af listum
Ljós í skugga eftir Sigurð Árna
Sigurðsson var afhjúpað í síð-
ustu viku á Dvalarheimilinu Hlíð
á Akureyri. » 53
afhjúpun
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
SKUGGALEIKUR, ný íslensk
ópera, verður frumsýnd næstkom-
andi laugardag í Íslensku óperunni.
Óperan er samstarfsverkefni Ís-
lensku óperunnar og Strengjaleik-
húss Messíönu Tómasdóttur. Mes-
síana átti frumkvæðið að því að
verkið var samið auk þess að leik-
stýra því, hanna búninga og sviðs-
mynd. Karólína Eiríksdóttir samdi
tónlistina og Sjón skrifaði textann.
Óperan byggist á sögunni Skugg-
anum eftir H.C. Andersen. „Ég las
söguna fyrir tuttugu árum og varð
mjög hugsi yfir henni enda er hún
margræð. Ég hef lengi haft áhuga á
H.C. Andersen og þetta er ein af
fáum fullorðinssögum sem hann
skrifaði. Fyrir nokkrum árum hugs-
aði ég svo með mér að sagan yrði
næsta ópera sem ég setti upp,“ seg-
ir Messíana sem blaðamaður hitti
ásamt Karólínu í kjallara Óp-
erunnar einn kaldan nóvemberdag.
Um baráttu góðs og ills
„Um leið og ég sá Skuggann sem
óperuefni fannst mér enginn annar
koma til greina en Karólína til að
semja tónlistina en við unnum sein-
ast saman að óperunni Maður lif-
andi. Við ákváðum síðan í samein-
ingu að fá Sjón til að skrifa textann
og hann tók strax mjög vel í það.
Karólína segist strax hafa séð
möguleikana í sögunni þegar Mes-
síana leitaði til hennar. „Sagan
hentar vel til óperu, hún er um bar-
áttu góðs og ills, um skuggann,
skáldið, skáldgyðjuna og skugga-
prinsessuna. Þetta eru góðar og
vondar persónur sem eru málaðar
mjög sterkum litum. Að því leyti er
þetta mjög hefðbundið óperuefni,
með afgerandi söguþræði og drama-
tískum endi,“ segir Karólína. „Ég
byrjaði ekki tónsmíðarnar fyrr en
ég var búin að fá óperutextann frá
Sjón, en þá tók þetta mig ekki nema
hálft ár.“ Karólína segir tónlistina í
verkinu kryddaða ýmsum stílteg-
undum. „Hver kafli og hver persóna
hefur sína tónlist sem birtist í mis-
munandi aðstæðum. Ég leyfi mér að
grípa til allskonar tónlistaraðferða
og stíltegunda. Sagan er dimm en
hún er líka mjög kómísk, Sjón setur
mikla kómík inn í textann sem skil-
ar sér í tónlistinni og búningunum.
Ég held að okkur hafi tekist að gera
svolítið góða blöndu.“
Leyfir sér að vísa í hefðina
Aðspurð segir Karólína það nokk-
uð ólíkt að semja tónlist fyrir óperu
en hefðbundinn hljómsveitarflutn-
ing. „Í óperu er maður að lýsa text-
anum og sögunni. Hver persóna
hefur sína tónlist og svo þarf að
túlka atburðarásina með tónlist. Út
af hinni sterku óperuhefð leyfir
maður sér líka hluti sem maður
leyfir sér ekki annars, eins og að
vísa í hefðina. Það er mjög gaman
að semja óperutónlist og ég gæti
hugsað mér að gera meira af því.“
Messíana grípur þarna inn í og
segir það vera ofboðslega gaman að
setja upp nýja óperu. „Þetta getur
verið svolítið bras, maður gæti þeg-
ið betri aðstöðu og að fá aðeins fleiri
styrki en ég hef botnlaust gaman af
þessu. Ég vil halda áfram að gera
nýjar óperur, núna er ég með fjórar
nýjar í kollinum og eitt tónlist-
arverk. Ég vil halda áfram að skapa
en ekki sitja föst í þeim óperum
sem ég hef sett upp áður,“ segir
Messíana en þetta er sjötta óperan
sem Strengjaleikhúsið setur upp og
í þriðja sinn í samstarfi við Íslensku
óperuna. „Messíana er einstakur
hugsjónamaður og það er engin til-
viljun að þessar íslensku óperur
hafa orðið til að hennar frum-
kvæði,“ segir Karólína.
Söngvarar og brúður
Messíana kemur að Skuggaleik
frá mörgum hliðum, hún leikstýrir,
sér um búninga og leikmynd. „Ég
byrjaði á leikmyndinni og búning-
unum áður en óperan varð til. Það
fyrsta sem lá fyrir í þessa óperu var
efnið í búningana en ég vil alltaf
byrja að æfa með búningana tilbúna
vegna þess að þeir gefa möguleika,“
segir Messíana.
Það eru fjórir söngvarar sem
koma fram í Skuggaleik. „Þessir
söngvarar voru á óskalistanum frá
upphafi. Það er óvenjulegt að það er
engin djúp karlmannsrödd í verk-
inu, aðeins háar og bjartar raddir.
Það eru líka fimm stórar brúður
sem koma fyrir, fjórar þeirra eru
sálir persónanna og koma í ljós þeg-
ar skáldið missir vitið um stund,
síðan er ein brúða sem er dans-
félagi. Ég nota mikið brúður í mín-
um verkum, það er aldrei brúðuleik-
hús heldur falla þær inn í verkið og
eru þátttakendur í því,“ segir Mes-
síana.
Gerðu söguna dramatískari
Þær stöllur segja Sjón hafa kom-
ið með skemmtilegar viðbætur inn í
sögu Andersen í sambandi við per-
sónusköpunina. „Sjón kom með þá
frábæru hugmynd að breyta einni
persónunni og gera hana mikið
dramatískari og þar með var komið
dramatískt plott sem varð mikið
meira spennandi en sagan er í raun.
Hann túlkar líka þessar persónur
allt öðruvísi en H.C. Andersen. T.d
gerir hann skáldið mjög breiskan og
mannlegan meðan í sögunni er hann
upphafinn og saklaus. Hann er samt
trúr upphaflegu sögunni.“
Messíana segir samstarfið á milli
hennar, Karólínu og Sjón hafa
gengið mjög vel auk þess sem allir
aðrir sem koma að sýningunni séu
frábærir. „Ég lofa því að þetta verð-
ur skemmtilegt,“ segir Messíana að
lokum og Karólína kinkar kolli
henni til samþykkis.
Eins og áður segir er frumsýning
Skuggaleiks á laugardaginn í Ís-
lensku óperunni, aðeins verða þrjár
sýningar á verkinu sem er bannað
börnum innan 12 ára.
Um skuggann og skáldið
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Margræð Söngkonan Ásgerður Júníusdóttir er myrk sem skuggaprinsessan sem slæst í lið með skugganum.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Höfundar Karólína Eiríksdóttir og Messíana Tómasdóttir sömdu verkið
ásamt Sjón. Þær segja Skuggaleik vera dimma en kómíska óperu.
Um helgina verður frumsýnd íslensk ópera byggð á sögunni Skugganum eftir H.C. Andersen
SKUGGALEIKUR er dæmisaga,
þar sem skáld felur skugga sínum
að finna skáldgyðju sína. Skáldinu
til skelfingar hverfur skugginn.
Löngu seinna vitjar skugginn
skáldsins aftur og er þá orðinn að
manni án skugga og það sem verra
er án siðferðiskenndar. Skugginn
nær valdi yfir skáldinu og þeir
skipta um hlutverk, skugginn verð-
ur maðurinn og skáldið verður
skugginn. Þegar blekkingarnar
loks ganga fram af skáldinu vill
hann leiða sannleikann í ljós, en það
er of seint og hann geldur fyrir með
lífi sínu.
Í leit að
skáld-
gyðjunni
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Tvær hliðar Skugginn og skáldið.
Leikstjóri: Messíana Tómasdóttir
Tónskáld: Karólína Eiríksdóttir
Texti: Sjón
Hljómsveitarstjóri: Guðni Franz-
son
Söngvarar: Eyjólfur Eyjólfsson
tenór er skáldið, Ingibjörg Guð-
jónsdóttir sópran er skáldgyðjan,
Sverrir Guðjónsson kontratenór
er skugginn, Ásgerður Júníus-
dóttir mezzósópran er skugga-
prinsessan.
Sviðshreyfingar: Ástrós Gunn-
arsdóttir
Leikmynd, búningar og brúðu-
gerð: Messíana Tómasdóttir
Lýsing: David Walters
Skuggaleikur