Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SÚ SKRÍTNA skoðun hefur verið á kreiki undanfarið að staða kvenna á væntanlegum þingmannalista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sé á einhvern hátt bág vegna þess að flokksfólk valdi ívið færri kvenkyns kandí- data á hann en karl- kyns. Eins og allir vita kom efsta konan á list- anum, Guðfinna S. Bjarnadóttir, inn á hann með eftirtekt- arverðum glæsibrag. Guðfinna er einn allra hæfasti stjórnandi landsins og ein af þeim sem nú bera af flestum í hópi allra íslenskra kven- og karlkyns stjórnmálamanna. Það er þjóðinni mikið happ að fá konu eins og Guðfinnu á Alþingi því hún er í raun margra manna maki. Vissulega var synd að Dögg Páls- dóttir skyldi ekki komast ofar á listann. En hún á samt stóran þátt í því hve öflugur hann er. Ásta Möller fékk góða kosningu og Sigríður And- ersen og Grazyna M. Okuniewska eru á topp tólf. Staða þessara kvenna er á engan hátt bág heldur einmitt sterk. Því samkvæmt hugmyndum Sjálfstæðisflokksins um ein- staklingsframtak eru þær allar sig- urvegarar. Lýðræðið er harður húsbóndi Það þarf að hafa nóg af konum alls staðar því kyn þeirra veitir jú mik- ilvægt kynbundið sjónarhorn í bland við margvíslega aðra hæfileika þeirra sem einstaklinga. Og það hef- ur sýnt sig að það getur verið mikill kostur á einstaklingum að þeir séu konur en ekki karlar. En óeðlileg af- skipti af konum með handafli í próf- kjörum og í þjóðfélaginu eru ekki í anda sjálfstæðisstefnunnar um jöfn tækifæri einstaklinga á eigin for- sendum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mikla trú á konum og vill að allar konur fái tækifæri til að standa á eigin fótum og þurfi ekki sífellt að standa undir ásökunum um að hafa fengið allt upp í hendurnar óverðskuldað. Konur á listum Sjálfstæð- isflokksins hafa líka sjálfar unnið sér þann sess sem þær skipa þar ásamt sínu stuðnings- fólki, í fullkomnu jafn- rétti kvenna og karla. Frelsi og lýðræði gera þá kröfu til ein- staklinga að þeir beri ábyrgð á sjálfum sér, beri nægilega virðingu fyrir sjálfum sér og öðru fólki og kenni öðr- um ekki sífellt um farir sínar. Sjálfstæðiskonur líta enda ekki á sig sem fórnarlömb og tapara heldur þvert á móti sem sigurvegara hvað svo sem þær velja að taka sér fyrir hendur. En lýðræð- ið er vissulega harður húsbóndi og auðvitað verður engin kona óbarin biskup frekar en aðrir. Ala á gremju og taparatilfinn- ingu Versti óvinur kvenna í dag eru ekki karlar heldur málflutningur sumra vinstrimanna sem ala sífellt á gremju og taparatilfinningu kvenna og mála mynd af þeim sem reiðum eilífðarfórnarlömbum í eilífðarsjálfs- vorkunn sem verða alltaf undir og bera aldrei ábyrgð á eigin gjörðum því það sé allt undir sólinni körlum að kenna. Sumt vinstrafólk segir að konur séu ófærar um að gera neitt á eigin forsendum sem einstaklingar. Að það þurfi sérréttindi fyrir þær á öllum sviðum því þær séu svo veik- geðja og óöruggar með sig að þær verði annars alltaf undir sem ein- staklingar. Þetta fólk vill ofvernda konur eins og börn því þær höndli ekki heiminn eins og hann er. Þannig minna sumar vinstri konur stundum á ofdekraða krakka sem heimta allt fyrirhafnarlaust á silfurfati. Og ef þær fá ekki strax það sem þær heimta kenna þær körlum um að af- henda það ekki, ala á óvild í þeirra garð og hafa uppi hótanir. Að mínum dómi er þetta ömurleg- ur málflutningur sem dregur konur sífellt niður í hlutverk fórnarlambs og tapara um leið og hann gerir þær stikkfrí fyrir ábyrgð á eigin lífi og at- höfnum. Þessi málflutningur er mikil óvirðing við allar konur og skaðar í raun lýðræðið og jafnréttisbaráttuna alla. Hann bitnar á öllum konum og ekki minna á hæfileikaríkustu ein- staklingunum úr hópi kvenna. Þeim sem þora, vilja og geta. Því þeir sem hann stunda vilja ekki byggja brýr og taka gæfuspor inn í framtíðina byggð á virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum heldur kynda undir lágu sjálfsmati kvenna og reyna að mynda gjá og ófrið milli kynjanna. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar al- gjörlega slíkri vanvirðingu á konum og öðru fólki. Og saman munu konur og karlar í Sjálfstæðisflokknum vinna sameiginlega sigra og ná mun meiri árangri með því að sameina krafta sína og bera virðingu fyrir báðum kynjum en í hinu óvinnandi stríði milli kynjanna og þessum eilífa gremju- og fórnarlambsmálflutningi sem vinstrimenn ala sífellt á. Þess vegna eru konur framtíðarinnar sjálfstæðiskonur. Konur framtíðarinnar eru sjálfstæðiskonur Ragnar Halldórsson skrifar um konur í stjórnmálum » Að mínum dómi erþetta ömurlegur málflutningur sem dregur konur sífellt nið- ur í hlutverk fórn- arlambs … Ragnar Halldórsson Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. EITT sinn skal hver maður deyja og eftir sitja þeir sem syrgja. Oft geta heilu samfélögin eða stórir hópar inn- an þeirra verið í sárum eftir skyndi- leg slys, dauðsföll eða önnur áföll. Ættingjar, vinir, vinnufélagar og ná- grannar eru í sorg. Margir upplifa fé- lagsleg vandamál í kjölfar áfalla vegna þess að þeir einangra sig eða vegna þess að aðrir veigra sér við að umgangast þá. Heilsufarsleg, þar með talin sálræn vandamál geta orðið langvarandi, sérstaklega ef fólk fær ekki viðeigandi hjálp. Fólk finnur oft líkamlegan og andlegan sársauka. Ágengar minningar og ímyndanir um það sem gerðist eru tíðar og reynt er að forðast það sem minnir á áfallið. Það hefur sýnt sig að hjálp og stuðningur hefur mikið að segja til þess að geta tekist á við alvarlegar lífskreppur. Okkur sem vinnum með fólki sem hefur orðið fyrir áföllum finnst við oft standa vanmáttugt gagnvart því að geta veitt þá hjálp sem þörf er á. En hvernig er sú hjálp skipulögð af hálfu hins opinbera? Hér verður athyglinni sérstaklega beint að sveitarfélögum og þeirra hlut í vegferð þeirra íbúa sem verða fyrir miklum áföllum. Bjargir sveitarfélaga Í dag eru prestar, læknar og hjúkr- unarfólk og í sumum tilvikum lög- regla þungavigtarfólk í þeirri hjálp sem sveitarfélög og opinberir aðilar bjóða upp á. Þessir aðilar bregðast þá strax við þegar áfallið verður. Þá ber að hafa í huga að oft er þetta fólk sem býr sjálft í sveitarfélaginu og getur átt um sárt að binda. Lítið virðist vera um aðgengilega sálfræðilega eða geðræna hjálp. Líkleg skýring á því er sú að smærri sveitarfélög hafa ekki tiltækt starfsfólk sem er mennt- að og þjálfað á þessum sviðum. Skipulagning þjónustu Rannsóknir hafa sýnt að þegar stór áföll verða í byggðarlögum þarf því oft að skipuleggja frá grunni þjón- ustu við íbúana og er tilviljunum háð hvort hún verður veitt yfir höfuð eða hvernig hún þróast (Dyregrov, K., Dyregrov, A., Nordanger D. Tids- skr.Nor Lægeforening. nr. 27, 1999). Svo virðist sem mikið skorti á að ein- hver skilgreindur farvegur sé til stað- ar þegar áfall verður. Sjaldan virðast vera fyrir hendi teymi sem metið getur þörf fyrir hjálp eða slík teymi ekki nægjanlega vel skilgreint til þess að virka. Samhæfingu virðist ábótavant og enginn virðist bera ábyrgð á því að þeir sem þurfa á hjálp að halda fái hana og að þeim sé fylgt eftir eins og þörf krefur. Nauðsynlegt er fyrir sveitarfélög að skipu- leggja á kerfisbundinn hátt þá hjálp og aðstoð sem þau bjóða þeim íbúum sínum sem líða vegna áfalla. Besta leiðin til þess að framkvæma þetta er að hafa ákveðinn aðila sem skipulegg- ur og stjórnar því sem gert er og að hann sé hluti af þverfaglegu teymi sem vinnur með stór áföll innan sveit- arfélagsins. Þverfagleg samvinna er mjög mikilvæg og getur hindrað að þeir einstaklingar sem vinna vinnuna brenni út við þær erfiðu aðstæður sem oft skapast. Útbúa þarf skriflegt skipulag sem tiltekur þá aðila sem gegna mismunandi hlutverkum í þjónustunni og hvernig þeir vinna saman. Á þann hátt þurfa sveit- arfélög að koma sér upp krepputeymi vegna áfalla sem hent geta íbúana. Markmið slíkra teyma er að fyr- irbyggja heilsufarsleg vandamál með því að tryggja þeim sem orðið hafa illa úti sem fyrst eins góða þjónustu og mögulegt er. Tilboð um hjálp Gott tilboð um hjálp eftir alvarlegt áfall þarf að vera aðlagað þörfum ein- staklinganna, það þarf að bjóða fram þjónustuna jafnvel þó hennar sé ekki óskað, hún þarf að koma fljótt til og vara yfir ákveðið tímabil. Það er einn- ig mjög mikilvægt að hugsað sé um börnin bæði heima og í skóla. Oft upplifir fólk hjálparleysi og sjokk eft- ir áfall og er ekki í ástandi til þess að leita sér hjálpar að eigin frumkvæði. Mikilvægt er því að haft sé samband við fólk í alvarlegri kreppu, jafnvel þó ekki sé óskað eftir því. Hvort sem hjálpin er sálfræðileg, í formi lyfja, af hagkvæmum eða fjárhagslegum toga þarf að bjóða hana, jafnvel þó fólk hafni henni í fyrstu tilraun. Þá þarf að hafa samband aftur og reyna að telja fólk á að þiggja hjálp. Þannig er hægt að vinna fyrirbyggjandi í stað þess að bregðast við eftir á þegar í óefni er komið. Þá er vert að hafa í huga þann sparnað, bæði í formi þjáninga og fjárhagslegs eðlis sem þess háttar vinnubrögð leiða til. Einnig er hægt að nýta krafta og reynslu krepputeymis til hagsbóta fyrir sveitarfélag til þess að takast á við margháttaða erfiðleika annarra en slysa og dauðsfalla. Þannig má nefna til dæmis að bregðast við hóp- uppsögnum, versnandi atvinnu- ástandi, félagslegum vandamálum hópa eða neikvæðri fjölmiðlaum- fjöllun. Sveitarfélög þurfa að hlúa vel að ímynd sinni til þess að laða til sín fólk. Því betri þjónustu sem sveitarfé- lagið veitir, því öflugra verður það og því meira aðlaðandi fyrir einstaklinga og fjölskyldur að setjast þar að og ljá því krafta sína til frekari uppbygg- ingar. Þuríður Hjálmtýsdóttir er sálfræð- ingur og starfar innan Reykjavík- urakademíunnar. Bragi Skúlason er sjúkra- húsprestur. Eitt sinn skal hver deyja Þuríður Hjálmtýsdóttir og Bragi Skúlason skrifa um áfallahjálp »Hvort sem hjálpin ersálfræðileg, í formi lyfja, af hagkvæmum eða fjárhagslegum toga þarf að bjóða hana … Þuríður Hjálmtýsdóttir Þuríður er sálfræðingur og starfar innan Reykjavíkurakademíunnar. Bragi er sjúkrahúsprestur. Bragi Skúlason NÚ HAFA hneykslunargjarnir aldeilis komist í feitt. Í leiklist- ardeild Listaháskóla Íslands á að hafa farið fram gjörningur sem nemendur á fyrsta ári gengust fyr- ir. Þar á að hafa verið klippt hár af sköpum ungrar konu og ungur mað- ur á að hafa pissað á fætur hennar. Ég var ekki á þessari sýningu enda var hún víst ekki opinber. En einhver hefur farið með sög- una út og nú eru fjöl- miðlar búnir að vera fullir af þessu í marga daga enda líklegt til að vekja áhuga fólks. Menn geta haft skiptar skoðanir á því hvort atburður sem þessi sé smekklegur eða sé líklegur til að skapa nýja stefnu í leiklist, en látum það liggja milli hluta. Ég get hins vegar ekki séð að þetta sé nokk- uð nýtt, slíkt og því- líkt hef ég séð mörg- um sinnum á leiksviðum erlendis og enginn kippir sér upp við það. Á Íslandi er- um eftir því sem mér finnst ca. 30 árum á eftir samtímanum hvað varðar umgengni við nekt og allt sem henni viðkemur. Í þessu tilliti virðumst við halla okkur mest að hinum eng- ilsaxneska heimi, sérstaklega Bandaríkjunum, sem eru teprulegri en flest önnur ríki í hinum vestræna heimi. Þetta er líka merkilegt fyrir þá sök að í Bandaríkjunum er fram- leitt heilmikið af klámi af grófustu tegund. Leiklistarskólar eru stofnanir þar sem menn og konur læra að leika. Því tilheyrir að kynnast sjálf- um sér, bæði sínum tilfinningum og sínum líkama. Leikarinn er stöðugt að fara yfir einhver mörk, að gera eitthvað á sviði sem hann gerir ekki í daglegu lífi. Hann grætur á svið- inu, hann öskrar á foreldra sína, hann niðurlægir aðra og lætur nið- urlægja sig vegna þess að hlut- verkið krefst þess af honum. Það hefur enginn neitt á móti því að maður sé drepinn á miðju sviði jafn- vel þótt blóðið spraut- ist í allar áttir. Leikhús sýnir ekki lífið eins og það er, það mundi enginn nenna að horfa á slíkt. Leikhúsið umbreytir veru- leikanum, jafnvel af- skræmir hann. Það sýnir hluti á tveim klukkutímum sem ger- ast í raunveruleikanum á heilli mannsævi og aðra hluti á hálftíma sem gerast í raunveru- leikanum á sekúndum. Leikarinn er stöðugt að sýna atburði á sviði sem hann mun aldrei upplifa í raun og veru. En hvers vegna för- um við hin sem elskum leikhúsið að sjá þetta? Stundum förum við einfaldlega til að hlæja, til að sjá aðra láta eins og fífl og gera það sem við mundum sjálf aldr- ei þora að gera. En oft- ar förum við, held ég, til að sjá leikarana bregðast við aðstæðum sem við annað hvort þráum að komast í en höfum litla von um að sú ósk rætist, eða sem við erum hrædd við. Kannski er það óttinn sem skiptir mestu máli. Óttinn nagar okkur æv- inlega frá morgni til kvölds alla okkar ævi. Það er óttinn við missi einhvers sem stendur manni nærri, óttinn við slys og veikindi, óttinn við að missa viðurkenningu annarra og svo mætti lengi telja. Leikhúsið getur ekki tekið frá okkur óttann en það getur hjálpað okkur að takast á við hann, þennan nagandi ótta innan í okkur sjálfum. Hinir fornu Grikkir notuðu orðið katharsis um þá hreinsun sem get- ur orðið ef við göngum í gegn um harm og mótlæti. Leikhúsið veitir okkur einmitt það tækifæri að ganga í gegn um harm og mótlæti án þess að þurfa að upplifa það í raunveruleikanum. En þá kem ég aftur að leik- aranum. Hann er leiðsögumaður okkar og hirðir meðan á leiksýn- ingu stendur. Til þess að geta það þarf hann að hafa farið út að sínum mörkum, hafa kynnst því hvað hann þolir, hvað hann vill og hvað hann getur. Í þessu samhengi get ég vel skilið það sem gerðist í Listaháskólanum. Nemendur fóru út að mörkunum, hvort þeir fóru yfir þau verða þeir sjálfir og kennarar þeirra að meta. En mér finnst full ástæða til að hrósa þeim fyrir kjarkinn. Mér finnst ekki síður ástæða til að hrósa Listaháskólanum fyrir að vernda sína nemendur og taka enga op- inbera afstöðu til þess sem gerðist. Stúlkunni sem pissað var á hefur vafalaust fundist hún niðurlægð en ég geri ráð fyrir að hún hafi verið samþykk tilrauninni. Hún hefur nú reynsluna og getur spurt sig hvað hún þolir og hvað hún þolir ekki. Ég sé ekki stórkostlegan eðlismun á þessu og því að gráta og hristast af ekka á miðju sviði. Leikarinn er æv- inlega nakinn jafnvel þótt hann sé kappklæddur og í brynju. Það erum við áhorfendurnir sem krefjumst þess að horfa innan í hann og sjá hans innstu hræringar. Leikarinn þarf að þekkja sín mörk, hvar hann verður að vernda sína eigin persónu og hvar ekki. En til þess að finna þessi mörk þarf hann fyrst og fremst frelsi. Látum hann fá þetta frelsi! Um frelsi leiklistar Reynir Vilhjálmsson fjallar um leiklist Reynir Vilhjálmsson » Leikarinnþarf að þekkja sín mörk, hvar hann verður að vernda sína eig- in persónu og hvar ekki. En til þess að finna þessi mörk þarf hann fyrst og fremst frelsi. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.