Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ GLEYMIST stundum að stórkostlegar framfarir í flutningi sinfónískrar tónlistar hér á landi á undanförnum áratug eru ekki síst því að þakka hve færni hljóðfæra- leikaranna sem einleikara er orðin mikil. Þegar það tvennt fer saman að leika af fullkomnun á hljóð- færið og síðan að laga tækni og tónblæ að kröfum heildartjáningar og blæs hljómsveitarinnar, gerast líka ævintýrin. Síðan er það nauðsynlegt, nærir tónlistarlífið í landinu og eykur á fjölbreytni þess þegar þessir flinku hljóðfæraleikarar stíga á tónleikasviðið. Ekki síst þegar þeir gera það á jafnglæsilegan hátt og Emil Friðfinnsson horn- leikari í Sinfóníuhljómsveit Ís- lands gerði á tónleikunum í Ket- ilhúsinu sl. sunnudag, vel studdur af góðum píanóleik Þórarins Stef- ánssonar. Þórarinn flutti einn Fjögur ís- lensk þjóðlög eftir Karólínu Ei- ríksdóttur og Þjóðlagasyrpa nr. 3 eftir Snorra Sigfús Birgisson. Flutningur hans var vandaður og gæddur næmi á einkar grípandi tónsmíðar beggja höfunda. Það er einstaklega áhugavert að skynja að tónskáldin fara hvort sína leiðina í að nota kjarna þjóð- laganna í úrvinnslu sinni og báðar nálganir leiða til heillandi tón- heims. Í því sambandi greip Lilju- lagsútfærsla Karólínu og Magáll hvarf úr eldhúsi frá Snorra Sigfúsi mig sérstaklega. Öll voru verkin fyrir horn og pí- anó af heimslista hornleikara og mörg þeirra verið flutt á önnur einleikshljóðfæri eins og selló til að mynda. Fyrsta verkið á efnisskránni, þ.e. Sónata fyrir horn og píanó í F op.17 eftir Beethoven, var upp- haflega samið fyrir mikinn horn- snilling í Vín árið 1800, en sá hét Giovanni Punto og hafði slegið í gegn í leik á náttúruhorn, Það hefur ekki takkaventla eins og nútímahornin hafa. Þetta tak- markar mjög tæknilega möguleika hljóðfærisins og það verður að halda sig við F dúrinn og suma tóna þarf að móta með hendi í bjöllunni (trektinni), sem er mjög vandasamt og oft breytist tón- blærinn við það. Beethoven varð að leyfa útgef- andanum að gefa verkið út fyrir píanó og selló einnig til að auka á sölumöguleika verksins. Sónata þessi er mjög oft leikin á nútíma- horn og gefur það hornleikaranum enn meiri möguleika í að tjá sig í tónblæ, styrkleika- og hraðavali. Margir telja að fylgja eigi upp- runanum og flytja verkin á sömu gerð af horni og Punto lék á. Það gerði líka Emil. Margt mælir með og á móti, t.d. verður líklegt að telja að Beethoven hefði valið takkahornið fyrir sína parta, hver veit? Emil lék vel á náttúruhornið af mikilli nærfærni, sem mér fannst verða ögn á kostnað ríkrar tján- ingar. Maður hafði á tilfinningunni ákveðinn létti og fannst að Emil kæmi á sinn heimavöll þegar hinir fallegu og tilfinningaríku „draum- órar“ Glazunovs hljómuðu á takkahornið. Bæði í því verki og öðrum sem voru af síðróm- antískum og nýrómantískum toga var túlkun þeirra félaga bæði lit- rík og sannfærandi. Emil lét hornið syngja safarík- um tóni og lék hraðari hluta af ör- yggi og festu, t.d. allegro Schu- manns og lokaþátt í verki Saint Saêns.. Eins og fyrr var nefnt var sam- leikurinn yfirleitt mjög góður, þó fannst mér í lokaþætti í verki Sa- int Saêns losna um bindinginn og hraði eitthvað á reiki. Þetta voru kærkomnir tónleikar bæði fyrir mig og aðra tónleika- gesti. Sungið á horn í Ketilhúsinu TÓNLEIKAR Ketilhúsinu á Akureyri Emil Friðfinnsson, horn. Þórarinn Stef- ánsson, píanó. Á dagskrá: Sónata fyrir horn og píanó í F op.17 eftir Beethoven, Fjögur íslensk þjóðlög fyrir píanó eftir Karólínu Eiríksdóttur, Reverie op. 24 fyrir horn og píanó eftir Glazunov, Villanella fyrir horn og píanó eftir Paul A. Dukas, Adagio og allegro op.70 fyrir horn og pí- anó eftir Robert Schumann, Þjóðlaga- syrpa nr. 3 eftir Snorra Sigfús Birgisson fyrir píanó, Cantos serioso fyrir horn og píanó eftir Carl Nielsen og Consertpiece fyrir horn og píanó op. 94 eftir Saint Sa- êns. Sunnudag, 12. nóvember, kl 16. Samleikstónleikar Jón Hlöðver Áskelsson Sun 19/11 kl. 14 Sun 26/11 kl. 14 Sun 3/12 kl. 14 Sun 10/12 kl. 14 Í kvöld kl. 20 Sun 26/11 kl. 20 Fös 1/12 kl. 20 Fös 8/12 kl. 20 Fös 17/11 kl. 20 Fös 24/11 kl. 20 Lau 2/12 kl. 20 Lau 9/12 kl. 20 Í kvöld kl. 20 UPPS. Fim 23/11 kl. 20 Sun 3/12 kl. 20 Fös 8/12 kl. 20 Sun 19/11 kl. 20 Síðasta sýning. Lau 18/11 kl. 14 Lau 25/11 kl. 14 Frítt fyrir 12 ára og yngri ÚTFÁFUTÓNLEIKAR HELGA RAFNS Mið 22/11 kl. 20 Miðaverð 2.300 WATCH MY BACK Kómískur spuni. Flutt á ensku. Sun 19/11, sun 26/11 kl. 20.10 Miðaverð 1.000 kr. Fös 17/11 kl. 20 UPPS. Lau 18/11 kl. 20 Fös 24/11 kl. 20 Lau 25/11 kl. 20 Lau 2/12 kl. 20 Lau 9/12 kl. 20 Síðustu sýningar SAKAMÁL Á SVIÐ Leiklestrar á 3ju hæðinni. Sun 19/11 kl. 20. Ókeypis aðgangur Lau 18/11 kl. 20 5.sýning Blá kort Sun 19/11 kl. 20 Lau 25/11 kl. 20 ÚTGÁFUTÓNLEIKAR SNIGLABANDSINS Fim 23/11 kl. 21 Miðaverð 3.500 ÚTGÁFUTÓNLEIKAR STEBBA OG EYFA Mið 29/11 kl. 20 og 22. Miðaverð 4.000 JÓLALEIKRITIÐ RÉTTA LEIÐIN Mið 22/11 kl. 18 og 20 Frums. UPPS. Fim 23/11, Fös 24/11, Mán 27/11 Sýnt kl. 9:30 og 13:00 Sýningartími 1 klst. Miðaverð 500 kr. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 ATH! SÍÐUSTU SÝNINGAR Frumsýning 18. nóvember kl. 20 2. sýning 25. nóvember kl. 20 3. sýning 2. desember kl. 20 ATH! AÐEINS ÞESSAR ÞRJÁR SÝNINGAR STRENGJALEIKHÚSIÐ Strengjaleikhúsið í samvinnu við íslensku óperuna SKUGGALEIKUR Ný íslensk ópera eftir Karólínu Eiríksdóttur, Sjón og Messíönu Tómasdóttur MIÐAVERÐ KR. 2.500 MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 W.LEIKFELWW AG.IS ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS Herra Kolbert Fim 16. nóv kl.20 örfá sæti - 9.kortasýn Fös 17. nóv kl.19 UPPSELT - 10.kortasýn Lau 18. nóv kl. 19 UPPSELT Fim 23.nóv kl. 20 UPPSELT Fös 24.nóv kl. 19 örfá sæti laus Lau 25. nóv kl. 19 örfá sæti laus Næstu sýn: 25/11, 1/12, 2/12, 8/12, 9/12. Ekki við hæfi barna. Einungis sýnt í nóv og des! – Tryggðu þér miða núna Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu Sun 19.nóv kl. 14 og 15 örfá sæti laus Næstu sýn: 25/11, 2/12, 9/12, 16/12. Sýnt í nóv og des. Ath styttri sýningartími – lækkað miðaverð Mike Attack – sýnt í Rýminu Fös 24. nóv kl. 20 Aukasýning Lau 25. nóv kl. 20 Aukasýning – Síðasta sýn. Miðasala virka daga frá kl.11-16 og 2klst. fyrir sýn. Sími 5629700 www.idno.is Sýningar kl.20 Sýnt í Iðnó Lau. Upps. 18.11 Sun. Upps. 19.11 Fim. Aukas. 23.11 Fös. 24.11 Lau. 25.11 Lau. 2.12 Sun. 3.12 fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Mozart Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL.19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS Hljómsveitarstjóri ::: Robert King Einsöngur ::: Gillian Keith Kór ::: Hamrahlíðarkórar Kórstjóri ::: Þorgerður Ingólfsdóttir græn tónleikaröð í háskólabíói W. A. Mozart ::: Regina coeli, K. 127 Sancta Maria, mater Dei, K. 273 Postulasónata, K. 278 Excultate, jubilate, K. 165 Sinfónía nr. 34 í C-dúr, K. 338 Regina coeli, K. 108                     !"      # $%    %&  '   Fös. 17. nóv. kl. 20 - Nokkur sæti laus Sun. 19. nóv. kl. 20 - Laus sæti Fim. 23. nóv. kl. 20 - Næstsíðasta sýning! Fös. 24. nóv. kl. 20 - Allra síðasta sýning! „Frábær kvöldstund“ Kópavogsblaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.