Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 29 dagseftirmiðdag Ýmislegt tínist nið- ur í innkaupakörfuna. Kjúklinga- bringur, ½ kg á í 243 kr., hálft kíló blandað nauta- og svínahakk á 164 kr. og Bratwurst á 152 kr. „Mér þykja þýsku pylsurnar svo góðar,“ segir Óli, en Edda er greinilega ekki sama sinnis. Óli er líka kaffimað- urinn á heimilinu og grípur hálfs kíló kaffipakka sem kostar 258 kr. og segir um leið að hann setjist oft við eldhúsborðið á morgnana eftir að Anna Líf sé farin í skólann, drekki hvern kaffibollann af öðrum, og lesi fyrir skólann. Edda hefur ákveðið að bjóða upp á grænmetislasagna í kvöldmat. La- sagneblöðin kosta 87 kr. pakkinn, brokkólíið 51 kr. og gulræturnar 43 kr. kílóið. Svo ætlar Edda að bera fram hvítlauksbaguette sem hún hit- ar í ofni og það kostar 30 kr. stykkið. Til þess að gefa ögn gleggri mynd af verðlaginu má nefna að kartöflu- kílóið kostar 44 kr., kíló af tómötum 173 kr., kíló af papríku 224 kr. og venjulegir bananar, þ.e.a.s. ekki líf- rænt ræktaðir, 54 kr. kg. Í Plus eru til ýmsar vörur merktar Bio-Bio, en Óli segist nú stundum velta því fyrir sér hversu miklu betri þær séu en aðrar vörur sem ekki séu með þennan lífræna stimpil. Fyrir nokkru sá hann nefnilega þátt í sjón- varpinu um lífrænt ræktaðar vörur og þar komu fram efasemdir um ágæti þeirra, og ekki talið öruggt að þær væru allar svo miklu betri en venjulegar vörur, ó-bio-merktar. „Það vilja áreiðanlega margir vita hvað bjórinn kostar,“ segir Óli og bendir okkur á að ódýrasta hálfslítra flaskan af Starra Bohemia, sem er frá Tékklandi kosti 22 kr. en það sé nú enginn gæðabjór. Sá næst- ódýrasti, Sternburg frá Leipzig, kostar 30 kr. „Það mætti kalla þetta eins konar pönkarabjór því varla sést mynd af pönkara nema með Sternburg-bjór í hendinni.“ Edda segist vera mikil ostamann- eskja. Ostar séu ódýrir í Plus og því leyfi hún sér að kaupa meira af þeim en annars væri. Þannig kostar 200 g Brie ostur ekki nema 87 kr., 250 g af niðursneiddum osti er á sama verði og 300 g rjómaostur á 74 kr. Dansk- ur Hofmeier ostur, 200 g, kostar 112 kr. Bannað að mynda Þegar við komum að kassanum og ætlunin er að smella þar mynd af fjölskyldunni og matarbirgðunum kemur babb í bátinn. Kassadaman tilkynnir okkur höstug að allar myndatökur séu stranglega bann- aðar og henni er alveg sama þótt henni sé sagt að ætlunin sé að birta myndirnar í Morgunblaðinu heima á Íslandi! Sem betur fer veit hún ekki að nokkrar myndir hafa verið teknar á meðan á innkaupunum stóð. Þegar heim er komið er Edda ekki lengi að töfra fram frábært græn- metislasagna en á meðan hún er að matreiða fáum við ost, kex og vínber. TUC kexpakkinn kostar í Berlín 69 kr. og vínberjakílóið 87 kr. Grænmetislasagna 200 g laukur 200 g spergilkál 200 g paprika 200 g gulrætur eða bara hvaða grænmeti sem er 1–2 hvítlauksrif 1 dós niðursoðnir tómatar 2 msk. tómatpúrra 2 tsk. oregon 2 tsk. basil salt og pipar 2 dósir sýrður rjómi ostur lasagnaplötur Allt grænmetið og hvítlauksrif eru steikt í ólívuolíu. Niðursoðnir tómatar, tómatpúrra, oregon, basil, salti og pipar er bætt á pönnuna og þetta látið krauma við vægan hita í 45 mín. Hrært í. Setja má vatn út í ef þetta þykknar. Sett í eldfast mót, fyrst hluti af grænmetisblöndunni, þá lasagna plötur, aftur grænmetis- blanda o.s.frv. Svo er sýrði rjóminn settur ofan á efstu grænmetisblönd- una og ostur þar yfir. Bakað í 30-40 mínútur við 180°C. Ljósmyndir/ Fríða Björnsdóttir Grænmetislasagna Gómsætur kvöldverður að hætti Eddu. HOLLENSKA flugfélagið KLM hef- ur nú opnað heimasíðu til að auð- velda viðskiptavinum að bóka ferð- ir með KLM til allra átta. Nýja heimasíðan gerir ferðabók- anir auðveldari fyrir íslenskt ferða- fólk nú en áður og býst flugfélagið við miklum áhuga vegna allra þeirra áfangastaða sem í boði eru í Asíu, Afríku og Austurlöndum nær, að sögn Hervé Kozar, fram- kvæmdastjóra hjá KLM, fyrir Dan- mörk og Ísland. Yfir 550 flugvélar Í gegnum alþjóðaflugvöllinn Schiphol í Amsterdam er KLM með daglegt flug til vinsælla staða á borð við Hong Kong, Manilla, Tók- ýó, Osaka, Dubai, Accra og Lagos og að auki flýgur félagið mörgum sinnum í viku til Kúveit, Abú Dabí, Arúba og Shanghæ. Air France og KLM, sem hafa sameinað krafta sína, flytja yfir 65 milljónir farþega á hverju ári. Fyrirtækin hafa sam- an yfir að ráða meira en 550 flug- vélum sem fljúga til 235 áfanga- staða um allan heim. Alls eru farnar 2.200 flugferðir daglega. KLM opnar heima- síðu fyrir Íslendinga Framkvæmdastjórinn Hervé Koz- ar segir síðuna auðvelda bókanir. TENGLAR ..................................................... www.klmiceland.is ÍSLENDINGAR eyða að meðaltali meira fé í Bretlandi en aðrir erlendir ferðamenn, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Indep- endent. Gestir frá Íslandi eyddu að með- altali 126 pundum, sem svarar 15.200 krónum, á dag á síðasta ári. Ferðamenn frá Póllandi og Jamaíka eru sparsamastir allra erlendra gesta í Bretlandi og eyða aðeins nítján pundum, eða 2.500 krónum, á dag að jafnaði. Flestir þeirra gista hjá vinum eða ættingjum, að sögn The Independent. Að meðaltali eyða erlendir ferða- menn 57 pundum, eða 7.500 krónum, á dag í Bretlandi og dvelja þar í átta daga að meðaltali. Íslendingar eyða því helmingi meira fé en meðal- ferðamaðurinn. Íslendingar eyða mestu í Bretlandi Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.