Morgunblaðið - 16.11.2006, Page 53

Morgunblaðið - 16.11.2006, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 53 menning Síðumúla 21. Reykjavík. Sími 581 1100. reykjavik@beostores.com www.bang-olufsen.com � �� � �� � �� �� � �� � � � �� � � � � � Bang & Olufsen óska þér gleðilegra jóla! BeoSound 1: BeoSound 1 er hin fullkomna jólagjöf fyrir vini, fjölskyldu eða sjálfa(n) þig. Úr glæsilegri hönnun berst afbragðs hljóm- burður - hvort sem þú hlustar á uppáhalds geisladiskinn þinn eða útvarpið. Komdu við hjá Bang & Olufsen og upplifðu. Gefðu þínum nánustu hina fullkomnu jólagjöf frá B&O. BeoCom 6000: BeoCom 6000 er ekki eingöngu þráðlaus sími. Hann sýnir þér hver er að reyna að ná í þig - og þú ákveður hvort þú vilt svara! Einnig getur þú tengt 6 önnur símtæki við og haft þína eigin símstöð á heimilinu. BeoSound 3: Í ferðahljómtækinu frá Bang og Olufsen sameinast nýjasta tækni og hönnun á heimsmælikvarða. Tækið er ekki einungis fullkomið FM útvarp heldur er hægt að spila í því tónlist af stafrænu SD korti í frábærum hljómgæðum. Frábært tæki í eldhúsið, sumarbústaðinn eða bara hvar sem er. Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is LISTAVERKIÐ Ljós í skugga eftir Sigurð Árna Sigurðsson var af- hjúpað í síðustu viku á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Akureyri. „Verkið setti ég upp í nýrri viðbyggingu dval- arheimilisins. Kveðið er á um það í lögum að 1% af byggingarkostnaði ríkisbygginga eiga að fara í list- skreytingar og það var Listskreyt- ingarsjóður ríkisins sem kostaði verkið. Arkitektúr.is fengu mig til samstarfs við þetta,“ segir Sigurður Árni. Vann að verkinu frá upphafi byggingaferils viðbyggingar Verkið samanstendur af sex gler- plötum, 2x2 metrar á stærð, og hangir á tengigangi milli gömlu byggingarinnar og þeirrar nýju. Hver plata vegur 160 kg. „Þetta er bjartur gangur og snýr í suður. Þarna gætir sólar og ég lita glerið gegnsæjum lit og hengi það utan á vegg. Þarna verður því til samspil ljóss og lita. Fyrir mér er þetta málverk. Ég vildi fá í þennan langa og bjarta gang lit og hreyf- ingu. Þarna býr gamalt fólk og ég vildi að þarna kæmi verk sem tæki breytingum út frá árstíðum og birtu. Ég geri ráð fyrir að verkið verði síbreytilegt.“ Hver glerplata varpar sínum lit og skugga frá sér. Einnig eru göt í plötunum og það myndast ljós- punktar í skuggunum. „Það er mjög gaman að fá að taka þátt í svona verkefni alveg frá upphafi. Ég kom að málinu þegar verið var að gera teikningar að húsinu og ferlið hefur því tekið um þrjú ár. Ég fékk því góðan tíma til þess að hugsa eitt- hvað inn í þennan stað. Ég er ekki vanur að vinna með gler og þurfti því að viða að mér margvíslegum upplýsingum. Glerborg vann fyrir glerið og það fyrirtæki er ekki vant að gera svona hluti,“ segir Sigurður Árni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Marglitt Hluti Glerverks eftir Sigurð Árna á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Síbreytilegt glerverk Sigurðar Árna Listamaðurinn Sigurður Árni að undirbúa sýningu á Akureyri í sumar. ÍSLENSKA kvikmyndin Mýrin er aðsóknarmesta kvik- myndin sem sýnd hefur verið í íslenskum kvikmynda- húsum í ár, en 65.670 miðar hafa selst á hana. Fyrra met áttu sjóræningjarnir í Pirates of the Ca- ribbean: Dead Mańs Chest, en á þá mynd seldust 65.368 miðar. Sýningar hófust á Mýrinni fyrir 27 dögum sem þýðir að rúmlega 2.400 miðar hafa selst á degi hverjum. Mýrin er sem kunnugt er gerð eftir samnefndri sögu Arnaldar Indriðasonar. Bókin hefur selst í rúmlega þremur milljónum eintaka víða um Evrópu og bókin kemur á næstunni út í Ísrael. Skáldsagan Mýrin hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna víða um heim, með- al annars Glerlykilinn árið 2002. Kvikmyndin virðist ekki síður ætla að leggjast vel í landann. Auk góðrar aðsóknar má nefna að Mýrin var tilnefnd til fimm Eddu-verðlauna á dögunum en verð- launin verða veitt næstkomandi sunnudag. Mýrin á möguleika á vinningi í flokki bestu myndar ársins auk þess sem Baltasar Kormákur er tilnefndur sem leikstjóri ársins og Mugison fyrir bestu tónlistina. Þá eru þeir Ingvar E. Sigurðsson og Atli Rafn Sig- urðsson tilnefndir fyrir bestan leik í aðal- og auka- hlutverki fyrir hlutverk sín í Mýrinni. Mýrin mest sótt á árinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.