Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 30
Umhverfisvæn innkaup eruöflugt meðal í baráttunnigegn gróðurhúsaáhrifum. Þar vegur einna þyngst að kaupa einfaldlega minna og reyna að vega og meta raunverulegu þörfina á varningnum hverju sinni. Fyrir flesta er þó óumflýjanlegt að fara út í búð endrum og sinnum en þá getur hver og einn lagt sín lóð á vogarskálarnar með því að taka umhverfismerktar vörur fram yfir aðrar. Með umhverfismerkingu er átt við að búið sé að votta að nei- kvæð áhrif vörunnar á umhverfið séu í lágmarki en það er gert með viðurkenndum umhverfismerkjum eins og þeim sem eru tíunduð hér að neðan. Norræna umhverfismerkið Svan- urinn þykir tvímælalaust áreið- anlegasta umhverfismerkið á Norð- urlöndunum enda eru gerðar strangar kröfur um gæði og tak- mörkun umhverfisáhrifa til þeirra sem nota merkið. Svaninn má finna á alls kyns vörum og þjónustu, s.s. prentpappír, eldhús- og klósett- pappír, þvottaefni, rafhlöðum, fax- og ljósritunarvélum, auk þess sem nefna má þjónustu hótela, bíla- þvottastöðva og filmuframköllun. Aðeins örfá íslensk fyrirtæki hafa fengið Svansmerkingu á vöru sína og þjónustu en vissulega er umhverfismerkt íslensk vara einkar vistvænn kostur þar sem ekki hefur hlotist mengun af flutn- ingi hennar til landsins. Frigg framleiðir Svansmerkt þvottaefni, Maraþon milt og frá Undra kemur iðnaðarhreinsilögur, línusápa og penslasápa merkt Svaninum. Hið sama má segja um ræstingarþjón- usta Enjo í fyrirtækjum. Í flokki gistingar hafa Hótel Eldhestar og Farfuglaheimilið í Reykjavík fengið Svansvottun og loks eru sérblöð Morgunblaðsins og alhliða prentun Guðjóns Ó vottuð með Svaninum. Eitt elsta umhverfismerkið Umhverfismerki Evrópubanda- lagsins nefnist Blómið og er að finna á yfir 300 vörutegundum á evrópska efnahagssvæðinu. Enn er takmarkað úrval vörutegunda merktra Blóminu að finna hér á landi en ekki er loku fyrir það skot- ið að þeim fari fjölgandi. Sé ekki hægt að fá vörur merktar þessum tveimur merkjum má benda á umhverfismerki sænsku nátt- úruverndarsamtakanna sem kallast Bra Miljöval sem er m.a. að finna hér á landi á sápum og þvottaefn- um. Sömuleiðis má nefna Bláa eng- ilinn sem er umhverfismerki Þýska- lands og eitt elsta umhverfismerki í heimi. Hér er hann helst að finna á pappírsvörum en viðmiðunarreglur að baki hans eru þó ekki eins strangar og hvað Svaninn og Blóm- ið varðar. Nánar er hægt að fræðast um þessi merki á heimasíðu Umhverf- isstofnunar, www.ust.is, undir hnappnum Umhverfisstjórnun en þar er einnig að finna ýmsan fróð- leik um aðrar vörumerkingar, sem vísa til umhverfisáhrifa tiltekinna afurða, endurvinnslu, lífrænnar ræktunar ofl. Svanurinn, blómið og blái engillinn helgartilboðin 30 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftir- talinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. nóvember 2006, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 6. nóvember 2006 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. nóvem- ber 2006, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipu- lagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekju- skattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatrygginga- gjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhús- næði, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjald- anda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 12.700 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.350 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreg- inn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrr- greindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. nóvember 2006. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Bónus Gildir 16. nóv. – 19. nóv. verð nú verð áður verð/mæliein. Lambasúpukjöt 1. fl. ............................ 398 499 398 kr. kg Lambasvið 1. fl. ................................... 298 398 298 kr. kg Lambabógur heill................................. 595 698 595 kr. kg Ferskt blandað hakk............................. 489 639 489 kr. kg Bónus ýsubitar roð og beinlausir ........... 595 698 595 kr. kg Bónus ýsunaggar 800 g ....................... 595 698 744 kr. kg Myllu jólakökur 600 g........................... 398 498 663 kr. kg Kelloggs kornfleks 1 kg......................... 298 398 298 kr. kg ES pítubrauð 6 stk. .............................. 59 98 10 kr. stk. Soya shake 125 ml .............................. 29 0 232 kr. ltr Fjarðarkaup Gildir 16. nóv. – 18. nóv. verð nú verð áður verð/mæliein. Svínabógur úr kjötborði ........................ 498 638 498 kr. kg Svínakótilettur úr kjötborði .................... 998 1.198 998 kr. kg Svínahnakki úrb. sneiddur úr kjötb. ....... 998 1.298 998 kr. kg Folaldainnralæri úr kjötborði ................. 1.298 1.648 1.298 kr. kg Matfugl kjúklingur læri/leggur ............... 389 649 389 kr. kg Berjablanda frosin 2.5 kg ..................... 898 1.198 359 kr. kg Euromix grænmeti frosið 2.5 kg............. 698 954 279 kr. kg Kjörís frostpinnar heimilispk.................. 275 338 275 kr. stk. Frón piparkökudeig 300 g..................... 195 0 650 kr. kg Frón súkkulaðibitadeig 300 g................ 195 0 650 kr. kg Hagkaup Gildir 16. nóv. – 19. nóv. verð nú verð áður verð/mæliein. Lambahryggur úr kjötborði .................... 1.198 1.575 1.198 kr. kg Lambakótilettur úr kjötborði .................. 1.349 1.749 1.349 kr. kg Ben and Jerry’s ís 473 ml ..................... 420 699 420 kr. pk. Hagkaups kartöflur gullauga 2 kg .......... 149 299 74 kr. kg Hagkaups kartöflur rauðar 2 kg ............. 149 249 74 kr. kg Hagkaups kartöflur Premiere 2 kg.......... 149 249 74 kr. kg Ítölsk Margarita pizza 2 í pk .................. 259 399 259 kr. stk. Delfí ostur 200 g.................................. 215 269 1.075 kr. kg Hrókur 200g........................................ 283 356 1.415 kr. kg Krónan Gildir 16. nóv. – 19. nóv. verð nú verð áður verð/mæliein. Móa kjúklingalæri magnpk.................... 389 649 389 kr. kg Móa kjúklingavængir magnpk. .............. 179 299 179 kr. kg Goða grísabógur .................................. 428 679 428 kr. kg Goða grísahnakki léttreyktur ................. 998 1.588 998 kr. kg Gourmet ungnautasnitsel ..................... 1.494 2.298 1.494 kr. kg Gourmet ungnautagúllas ...................... 1.409 2.168 1.409 kr. kg Goða BBQ grísarif ................................ 779 1298 779 kr. kg Goða beikonbúðingur........................... 398 668 398 kr. kg Goða svið frosin í poka ......................... 433 619 433 kr. kg Sprite Zero/Sprite 2 ltr ......................... 99 192 50 kr. ltr Nóatún Gildir 16. nóv. – 19. nóv. verð nú verð áður verð/mæliein. Lamba Rib-Eye grand mariner ............... 2.698 3.398 2.698 kr. kg Lamb Gasi Goreng ............................... 1.298 1.998 1.298 kr. kg Folalda innralæri ................................. 1.698 2.198 1.698 kr. kg Folaldafille .......................................... 1.798 2.398 1.798 kr. kg Folaldalundir ....................................... 1.998 2.698 1.998 kr. kg Folalda piparsteik ................................ 1.898 2.498 1.898 kr. kg Lambalærisneiðar................................ 1.498 1.998 1.498 kr. kg Móa kjúklingaleggir magnpk. ................ 389 649 389 kr. kg Eðalf. reyktur lax heil flök...................... 1.499 2.499 1.499 kr. kg Eðalf. graflax heil flök ........................... 1.514 2.524 1.514 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 16. nóv. – 19. nóv. verð nú verð áður verð/mæliein. Lambafille m/fitu úr kjötborði ............... 2.589 3.698 2.589 kr. kg Goði svið verkuð .................................. 396 619 396 kr. kg Borg hangilæri úrbeinað ....................... 1.857 2.653 1.857 kr. kg Borgarnesbjúgu ................................... 397 584 397 kr. kg SS Caj Ṕs Helgarsteik........................... 1.282 1.858 1.282 kr. kg Ísl.fugl kjúkl.læri m/legg magnpakkn. .... 389 649 389 kr. kg Toro pizzubotnar 2 stk. 440 g ................ 299 379 150 kr. stk. Kiwi .................................................... 99 277 99 kr. kg Sveppir box 250 g ............................... 99 216 396 kr. kg Þín Verslun Gildir 16. nóv. - 22. nóv. verð nú verð áður verð/mæliein. BK grísabógur reyktur og úrb. ................ 819 1.029 819 kr. kg BK ostapylsur ...................................... 879 1.099 879 kr. kg BK hamborgarar 4 stk. m/brauði........... 469 588 117 kr. stk. Daloon kínarúllur 720 g ....................... 399 539 554 kr. kg Daloon Shoo Van 720 g ....................... 399 539 554 kr. kg Daloon vorrúllur 720 g ......................... 399 539 554 kr. kg Fitty samlokubrauð .............................. 199 310 398 kr. kg Hjónabandsæla 450 g ......................... 349 569 776 kr. kg Aunt Mabels muffins ............................ 79 110 790 kr. kg Helgarsteikin, kökur og kökudeig vistvænt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 312. tölublað (16.11.2006)
https://timarit.is/issue/284955

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

312. tölublað (16.11.2006)

Aðgerðir: