Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, krafðist þess í gær, að ráðamenn um allan heim sýndu mengun og loftslagsbreyting- um ekki minni áhuga en styrjöldum og tilraunum til að koma í veg fyrir útbreiðslu gereyðingarvopna. Annan sagði þetta í ræðu á lofts- lagsráðstefnu SÞ í Nairobi í Kenýa, kveðjuræðu sinni á þeim vettvangi, og hann var harðorður um þá stjórn- málamenn og vísindamenn, sem enn reyndu að láta sem engin hætta væri á ferðum. Kallaði hann þá „utangátta og rökþrota“. „Loftslagsbreytingar ógna friði og öryggi,“ sagði Annan. „Breytingar á úrkomu geta aukið spennu milli ríkja og samfélaga, leitt til átaka og orðið til að hrekja fólk á vergang, eink- anlega í ríkjum þar sem fátækt og viðsjár eru miklar. Af þessum sökum þurfa loftslagsbreytingar að skipa sama sess í huga stjórnmálamanna og stríðsátök, fátækt og útbreiðsla gereyðingarvopna.“ Beðið eftir stóru þróunarríkjunum Á ráðstefnunni, sem hófst 6. þessa mánaðar, er vonast til, að stjórnvöld í Brasilíu, Kína og Indlandi greini frá ráðstöfunum í mengunarmálum en mikill efnahagsuppgangur hefur verið í þeim öllum á síðustu árum. Að sama skapi hefur útblástur mengun- arefna aukist og nú styttist í, að Kína taki við af Bandaríkjunum sem mesti mengunarvaldurinn. Vísindamenn efast ekki lengur um, að mengunin sé farin að valda loftslagsbreyting- um og fjármálasérfræðingar sögðu í fyrradag, að þurrkar, flóð og aðrar hamfarir gætu valdið skaða fyrir allt að þúsund milljarða dollara á einu ári eftir nokkra áratugi. Kofi Annan ávítar stjórnmálaleiðtoga Reuters Harðorður Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er hann kom til Nairobi í fyrradag til að ávarpa loftslagsráðstefnu samtakanna. Segir baráttuna gegn mengun mikilvægari en stríðsrekstur Í HNOTSKURN » Fulltrúar 189 ríkja sitjaráðstefnuna í Nairobi og ekki síðar en á morgun eiga þeir að gera grein fyrir fyrir- ætlunum ríkisstjórna sinna í mengunarmálum. » Sumir mestu mengunar-valdarnir, Bandaríkin, Brasilía og Kína, eru ekki aðil- ar að Kýótó-sáttmálanum. Tókýó. AFP. | Jarðskjálfti sem mæld- ist 8,1 á Richters-kvarðanum skók sjávarbotninn nærri Kúríl-eyjum, norðaustur af japönsku eyjunni Hokkaido í gær en svo öflugur var skjálftinn að ástæða þótti til að vara við flóðbylgju, tsunami, á austur- strönd Japans og Rússlands. Fyrsta flóðbylgjan sem skall á austurstönd Japans, tæplega 90 mínútum eftir skjálftann, reyndist hins vegar að- eins vera 40 sm há. Var í kjölfarið dregið úr viðbúnaðarstiginu. Um tíu þúsund rússneskir íbúar Kúríl-eyja fundu skjálftann, sem var mjög öflugur, best allra. Var viðbún- aður þar mikill en engar fréttir höfðu þó borist um skemmdir á eignum þar eða slysum á fólki. Fólk þar og í Jap- an var hvatt til að hraða sér í skyndingu á staði sem standa nægi- lega hátt yfir sjávarmáli; en viðvar- anirnar í Japan gerðu ráð fyrir að flóðbylgjan gæti orðið allt að tveggja metra há. 220.000 dóu í flóðbylgjunni í Indlandshafi 2004 Viðvörun vegna hættunnar á tsunami náði ekki aðeins til hluta Japans og Rússlands heldur var jafnframt varað við flóðbylgju á nokkrum stöðum í Indónesíu, á Hawai, Filippseyjum og Taívan; sem og á vesturstönd Bandaríkjanna. Ástæða þessara viðvarana er sú, að menn eru minnugir flóðbylgjunnar sem skall á Indónesíu, Taílandi, Sri Lanka og víðar rétt fyrir áramót 2004 en hún kostaði um 220.000 manns lífið; þar af 168.000 í Aceh- héraði í Indónesíu einu og sér. Var mannfallið m.a. rakið til ónógs eftir- lits og skorts á viðvörunum. Japanir búa hins vegar yfir afar þróuðu við- varanakerfi, enda eru jarðskjálftar mjög algengir í Japan og hafinu um- hverfis landið. Risaskjálfti undan ströndum Japans Flóðbylgjuviðvörun gefin út í kjölfarið !"#" $%&'( ')(%*+     $% $&  !    ' $%  (     )%  $*+ ,-  ) -    % ,$,'  '  . /+,    . / +,         ! "          % ,'   # $% London. AP. | Risastórar botnvörpur, sem dregnar eru upp hlíðar neðan- sjávarfjalla, eru að eyðileggja ein- stök og ókönnuð vistkerfi, að því er fram kemur í drögum að skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar gerðu opinber í gær. Rétt rúmur helmingur neðansjáv- arfjalla og kóralvistkerfa heimsins eru á alþjóðlegum hafsvæðum, sem svæðisbundnir fiskveiðisamningar ná ekki til, og botnvörpuveiðar hafa valdið þar miklum skaða, að sögn skýrsluhöfundanna. „Sumir kóralanna, sem verið er að eyðileggja, eru þúsunda ára gamlir og ekkert kemur í staðinn fyrir þá. Með togveiðunum er einnig verið að útrýma að mestu fisktegundum sem eru hundruð ára gamlar,“ sagði Alex Rogers, einn af höfundum skýrsl- unnar. Skýrsluhöfundarnir segja að botnvörpur eyðileggi kórala og þyrli upp botnlagi sem kæfi lífverur í hlíð- um viðkvæmra neðansjávarfjalla. Þar séu búsvæði þúsunda fisk- og kóraltegunda og vísindamenn hafi ekki enn rannsakað sumar þeirra. „Hvað djúpsjávartogveiðarnar áhrærir er þess vegna nauðsynlegt að sönnunarbyrðin færist yfir á ríkisstjórnir og útgerðirnar þegar ákveðið er hvort rétt sé að nýta þessi óbætanlegu vistkerfi,“ sagði Rogers. „Bölsýnisspá“ Gert er ráð fyrir því að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna komi saman í New York í næsta mánuði til að ræða tillögu um tímabundið bann við botnvörpuveiðum á úthöfunum. Fernando Curceio, framkvæmda- stjóri sjávarútvegsstofnunar Spán- ar, lýsti niðurstöðum skýrslunnar sem bölsýnisspá og sagði þær ekki byggjast á vísindalegum grunni. Hafsvæðin í suðvestanverðu Atlantshafi, þar sem Spánverjar stunda botnvörpuveiðar, væru að- eins „sandhjallar“, ekki viðkvæm vistkerfi. Sérfræðingar SÞ segja tog- veiðarnar eyðileggja vistkerfi , ,' $  $ +$ , $ ,' ,% - *$      % )  )-      )   *  , - $   ) ) 0 0    )     ! " #$%&'(    "  ) *) +  !"#$%&!'()"#  )  ,-- !       )  .--  / ))       )0  !! 1)))  2- ,-. /%0*%& .'$-.              /%0*%& .12 3').                     !"#$$ % & '  (       '  & " )        &  &        &' " . 2--  +3)+%& .%4        " * +     "    %   %   " ,  -  &        . 3--    45  ! " ! 6 ! ) 7))        !! ! 5 .(3.-(+3)+%& .%46 .%      & + /!"$$$    .    ' !"$$$         0  '    '    .    1& +, $ ,' , . ---  2   8--  NÆSTU tveir dagar eru „sam- göngudagar“ í París og í tilefni af því hefur sýnishornum af alls kyns farartækjum verið komið fyrir hér og þar. Meðal þeirra var þessi Ar- iane-eldflaug á Concorde-torginu. Reuters Samgöngudagar í París Washington. AP. | Mitch McConnell hefur verið kjörinn leiðtogi repúblik- ana í öldungadeild Bandaríkjaþings en næstur honum gengur Trent Lott. Varð hann að láta af leiðtoga- embættinu fyrir fjórum árum vegna ummæla, sem sumum fannst lýsa andúð á öðrum kynþáttum. Lott keppti um embættið við Lamar Alexander og fóru leikar svo, að Lott var kjörinn með 25 atkvæð- um gegn 24. Enginn ágreiningur var hins vegar um, að McConnell tæki við leiðtogastarfinu af Bill Frist en hann ákvað að sækjast ekki eftir endurkjöri í kosningunum fyrr í mánuðinum. Sagt er um Lott, að hann sé slyngur samningamaður og líklegt er, að repúblikanar muni þurfa á þeim hæfileikum að halda. Ný forysta kosin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.