Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 23 LANDIÐ Eftir Jón Hafstein Sigurmundsson Þorlákshöfn | Golf ehf. og Sveitarfé- lagið Ölfus undirrituðu nýlega samn- ing um kaup Golf ehf. á 336 hekt- urum lands á söndunum austan við Þorlákshöfn. Kaupverðið er 70 millj- ónir króna. Á svæðinu er fyrirhugað að byggja glæsilegan 18 holu golfvöll sem hlotið hefur vinnuheitið „Black Sand“. Það er stórkylfingurinn Nick Faldo sem hannað hefur völlinn ásamt arkitektum sínum, Steve Smyers og Patrick Andrews. Fyrir hönd seljenda ritaði Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri undir samn- inginn en Haraldur L. Haraldsson, framkvæmdastjóri hjá Nýsi, og Margeir Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri Golfs ehf., undirrituðu samninginn fyrir hönd kaupenda. Fasteignasalan Hóll sá um kaupin. Gamall draumur Margeir Vilhjálmsson sagði að hann hefði fyrst fengið áhuga á þessu svæði undir glæsilegan golf- völl árið 1995. Á þeim tíma hefði ekki verið grundvöllur fyrir því að reisa slíkan völl en það hefði breyst með auknum áhuga á golfíþróttinni á Ís- landi og í heiminum öllum. Völlurinn verður 6658 metra lang- ur af meistarateigum þannig að hægt verður að bjóða þeim allra bestu til keppni. Búið er að hanna völlinn og fyrirhugað er að hefja framkvæmdir strax í vor. Það verður vonandi hægt að taka völlinn í notk- un haustið 2009 eða vorið 2010. Völl- urinn mun í upphafi veita um 10 starfsmönnum vinnu en allt að 20 þegar frá líður. Golf ehf. kaupir svartan sand fyrir golfvöll Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Samið Haraldur L. Haraldsson, Margeir Vilhjálmsson, Franz Jezorski, Ólafur Áki Ragnarsson og Jón Hólm Stefánsson gengu frá samningum. Eftir Sigursvein Þórðarson Vestmannaeyjar | Efnt var til veislu í Stórhöfða í tilefni af 100 ára afmæli Stórhöfðavita. Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra kíkti upp í vitann og var síðan boðið til veislu þar sem Óskar J. Sigurðsson, vitavörður í Stórhöfða frá 1965, var heiðraður. Samgönguráðherra ávarpaði samkomuna og hóf ávarpið á þess- um orðum: „Stórhöfði, austnorð- austan sex, alskýjað, allmikill sjór, hiti fimm stig. Þetta var veðurlýs- ingin klukkan sex í morgun.“ Sagði hann tilbrigði við þessa lýsingu hafa heyrst á öldum ljósvakans í áratugi og fólk sem alist hefur upp eða búið í sjávarbyggðum veit hversu miklu skiptir að fá traustar upplýsingar. Vitinn hefur í 100 ár lýst út á haf- ið og leiðbeint sjófarendum. Sturla kom inn á annað starf sem stundað er í Stórhöfða. Til dæmis fugla- merkingar Óskars og sagðist hann hafa fylgst með því mikla starfi sem Óskar hafi stundað í áratugi og heyrt af því að fuglar merktir á Stórhöfða hafi fundist víða um heim. Það sé mikilvægt starf í þágu þess að vita meira um ferðir far- fugla. Vitaverðinum þakkað Veðurathuganir á Stórhöfða skipta miklu máli og þaðan hafa fengist mikilsverðar upplýsingar. Ráðherra taldi upp staðreyndir um höfðann, þar væri meðalvind- styrkur 11 metrar á sekúndu og að meðaltali væru fjórir logndagar á ári. Taldist honum til að það væri svipað og í Stykkishólmi. Færði Sturla Óskari og hans fjöl- skyldu sérstakar þakkir fyrir góð störf í gegnum öll þessi ár á Stór- höfða. Elliði Vignisson bæjarstjóri færði að lokum Óskari að gjöf staf- ræna myndavél frá Vestmanna- eyjabæ en Óskar hefur í gegnum tíðina tekið fjöldann allan af ljós- myndum. Morgunblaðið/Sigurgeir Afmæli Elliði bæjarstjóri sker tertusneiðar fyrir Sturlu og Óskar. Vitavörður heiðraður Höfn | Hálslón verður griðastaður heiðagæsa í sárum og lónið fengsælt veiðivatn þegar fram í sækir. Þetta segir Sverrir Scheving Thorsteins- son, jarðfræðingur og jöklafræðingur á Höfn í Hornafirði, sem stundað hef- ur veiðar á hálendinu norðan Vatna- jökuls í áratugi og ferðast mörgum sinnum um svæðið þvert og endi- langt. „Ég hef oft verið að hugsa um þessi mál sem jarðfræðingur og jöklafræð- ingur og í fyrstunni hallaðist ég að því að þarna væri verið að fara illa með land,“ sagði Sverrir í samtali við Morgunblaðið. „Þegar grannt er skoðað eru þó jákvæðir fletir á mál- inu. Mín skoðun á þessu byggist á því að ég er veiðimaður, búinn að vera með byssu í hendinni í meira en hálfa öld og drepa gæsir, rjúpur og hrein- dýr þarna. Ég hef veitt í vötnum og lækjum alveg upp undir jökli marg- oft, ýmist dorgað eða hent út neti og alltaf fengið vænan silung. Einnig þekki ég vötn sem myndast hafa í lón- stæðum erlendis og veit að betri veiði- staðir eru varla til. Hálslón mun fyll- ast af fiski þegar fram líða stundir og þar mun verða stór bleikja, án þess að nokkur ræktun eð grisjun komi til. Það renna svo margir lækir og ár sem full eru af smáfiski í Hálslón að það er enginn vafi í mínum huga að þarna verður fiskur. Aurgruggið úr Jöklu mun ekki koma í veg fyrir það.“ Engin vörn betri fyrir tófunni „Annað sem er jákvætt í mínum huga við lónið er að það mun verða gríðargott verndarsvæði fyrir heiða- gæs sem verpir þarna, bítur meira gras en við látum okkur detta í hug og er í tugþúsunda tali á þessu svæði. Gæsirnar þurfa vörn þegar þær fara í felli, þ.e. eru í sárum og ófleygar. Engin vörn er betri fyrir allar þessar þúsundir fugla heldur en stórt og gott stöðuvatn. Hvorki tófan né maðurinn ná í þær þar, nema einhver bófi á hraðbát elti þær, en það þekkist nú á Lagarfljótinu líka. Ég á satt að segja von á að áhrifasvæði Kárahnjúka- virkjunar verði gjöfular veiðilendur og gott verndarsvæði.“ Sverrir segist ekki hafa velt afdrif- um hreindýranna á svæðinu fyrir sér sérstaklega en að hans mati aðlagi þau sig eins og fuglar alveg ótrúlega. Þau virðist sætta sig við umferð, lykt- arskynið sé í fyrirrúmi en sjón tak- mörkuð og hann sé því ekki hræddur um að dýrin svelti eða flýi langt í burtu. „Þetta er þversniðið af því sem mér finnst vera jákvætt. Öll umræða um Hálslón og Kárahnjúkavirkjun hefur verið mjög neikvæð og það má að ósekju skjóta því inn á ská til fólks að þarna séu nokkrir jákvæðir punktar sem vert sé að skoða með opnum huga án þess að láta fordóma vera í vegi fyrir sér. Mannanna verk og náttúran aðlagast gjarnan og svo verður einnig í þessu tilfelli.“ Í framhjáhlaupi segist Sverrir aldr- ei þessu vant ekkert hafa veitt í haust því hann búi sig undir uppskurð á byssuöxlinni. Hann eigi hins vegar nóg af byssum til að fægja og snur- fusa enda ötull byssusafnari til margra ára sem taki öllum gömlum byssum fagnandi. Synir hans muni væntanlega færa honum villibráð í jólamatinn þetta árið í sárabætur enda byssumenn eins og faðir þeirra. Hálslón fullt af bleikju og griðastaður gæsa Morgunblaðið/RAX Fisksæld? Ef til vill verður Hálslón gjöfult veiðivatn með spriklandi bleikju og verndarsvæði tugþúsunda heiðargæsa í fjaðrafelli þegar frá líður. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is AUSTURLAND ÚRSKURÐARNEFND um upplýs- ingamál skyldar Seyðisfjarðar- kaupstað til að veita Hjörleifi Gutt- ormssyni aðgang að samningum við Íslenska orkuvirkjun vegna virkj- unar Fjarðarár, en því hafði sveit- arfélagið áður hafnað. Segir m.a. í úrskurðinum að vegna ríkra hags- muna almennings til að eiga kost á að fá upplýsingar um ráðstöfun op- inberra eigna sé ekki eðlilegt að þessar upplýsingar fari leynt. Fjarðarársamningur opinber Þorlákshöfn | Glæpasýning hefur verið sett upp í Galleríi undir stig- anum í ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Bæjarbókasafn Ölfuss stendur fyrir sýningunni í tilefni af norrænni bókasafnsviku. Á sýningunni virðist hafa verið framið ódæði. Búið er að fjarlægja líkið en óljóst hvort hauslausi mað- urinn sem blasir við gestum sem inn í safnið koma, er sekur glæpamaður eða saklaus rannsóknarlögreglu- maður, segir í fréttatilkynningu frá menningarfulltrúanum. Fjölbreytt dagskrá er á bókasafn- inu í vikunni af þessu tilefni. Í kvöld, kl. 18, verður krimmakvöld. Katrín Jakobsdóttir íslenskufræðingur flyt- ur erindi um norrænar glæpasögur og lesið verður úr einhverri af hinum vinsælu sakamálasögum eftir Arnald Indriðason. Glæpasýning er í Galleríi undir stiganum Föstudaginn 17. nóvember Lögberg, stofa 101 kl. 12:15 Hafdís Ólafsdóttir Forstöðumaður forsetaskrifstofu Alþingis Aðjúnkt við lagadeild HÍ Fundarstjóri Sigrún Brynja Einarsdóttir Lögfræðingur á nefndarsviði Alþingis Allir velkomnir Nánari upplýsingar á www.lagadeild.hi.is Skilyrði skráningar vörumerkja. Áhrif Evrópuréttar á íslenskan vörumerkjarétt. Lagastofnun Málstofa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.