Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 24
|fimmtudagur|16. 11. 2006| mbl.is daglegtlíf Ungar íslenskar konur fóru í all- sérstæða ferð til New York á dögunum því á dagskránni var 63 km styrktarganga. » 26 ferðalög Fjöldi landsbyggðarfólks getur ekki nýtt sér tilboð netþjón- ustufyrirtækja um hröðustu gagnaflutningana. » 31 neytendur Ólafur Guðsteinn Kristjánsson og Edda Jóhannesdóttir hafa búið í Berlín í rúmt ár og kaupa yfirleitt í matinn í Plus. » 28 daglegt Umhverfisvæn innkaup eru öfl- ugt meðal í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum, en hvernig eru vörurnar merktar? » 30 vistvænt Berlín geymir mikinn fjölda keb- ab-staða enda er aðalrétturinn þar, döner kebab vinsælasti skyndibitinn í Þýskalandi. » 28 matur Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Vertu bara „casual“,“ heyristoft sagt þegar einhver spyrhvernig fötum skuli klæð-ast við ákveðið tækifæri. Flestir hafa tilfinningu fyrir því hvað „casual“ merkir – það að vera ekki of fínn – en erfitt getur verið að finna ís- lenskt orð sem nær yfir það. „Ca- sual“ er eitt af þeim tíu ensku orðum sem Námsgagnastofnun hvetur landsmenn nú til að finna íslenskt orð yfir, í tilefni af degi íslenskrar tungu. Hin orðin eru: „crossover“, „date“, „fusion“, „nick“, „outlet“, „skate“, „surf“, „trendsetter“ og „wannabe“. En hvernig verða ný íslensk orð til og hvaðan koma tillögurnar? Ágústa Þorbergsdóttir hjá Mál- stöðinni segir að íslenska tungan sé mjög frjó og auðvelt að búa til íslensk nýyrði. „Það eru ekki alltaf einhverjir sérfræðingar sem búa til ný orð, þetta er mjög oft sjálfsprottið úti í þjóðfélaginu, eins og til dæmis orðið harðkornadekk. Foreldrarölt er líka gott dæmi um orð sem ekki er búið til af ákveðinni nefnd sem kemur saman gagngert til að smíða ný orð. Flest nýyrði eru samsett úr íslenskum efnivið, færri nýyrði eru komin til eins og sími og þota, en sími er mynd- að af gömlu hvorugkynsorði, síma sem merkir þráður og þota. sem áður merkti vindhviða, merkir nú líka ákveðna gerð flugvéla og sleða úr plasti. Mörg orð eru líka tökuorð, eins og til dæmis bíll og skáti, sem eru mjög vel heppnuð tökuorð því þau aðlagast vel. Ný orð þurfa að falla inn í íslenskt beygingakerfi og að almennri stafsetningu og fram- burði.“ Gepill, gjammsi eða hvutti? Ágústa segir að talsverður fjöldi berist af nýyrðatillögum sem ekki festist í málinu. „Þegar eitthvað nýtt fyrirbæri kemur í samfélagið eru miklar vangaveltur um hvaða nafn skuli gefa því, eins og til dæmis þegar farsímar komu til sögunnar hér á landi. Þá hefur almenningur mikinn áhuga, en ekki aðeins orðanefnd- irnar. Hingað hringdu mjög margir og við skráðum um tuttugu tillögur og ein af þeim var orðið gepill. Aðrar tillögur sem ég get nefnt eru korta- sími, kortafarsími, handsími, hvutti, gaspri, örsími, netsími, fjarsími, geisli, heimssími, gripsími, fissími, gemsi, tifsími, smásími, geimsími, rápsími, gjammsi og vasasími. Eins man ég eftir orðunum júgurð, mylkja og skyrja fyrir jógúrt, en þau náðu ekki hljómgrunni.“ Ágústa segir að öflugt íðorðastarf sé stundað þar sem orðanefndir komi saman og smíði fræðileg orð. „Fólk vill geta talað um sitt fag á íslensku enda er það hluti af okkar málstefnu að geta talað á íslensku um allt. Þjóð- félagið breytist líka og orðin sem Eg- ill Skallagrímsson notaði, þau nægja ekki í dag, til dæmis þegar nefna þarf eitthvað nýtt fyrirbæri sem er fyrir augum okkar alla daga. Við erum með dæmi um fjölmörg ný orð sem hafa sannað sig í málinu, orð eins og flatskjár, skjávarpi, skanni, hring- itónn, tölvupóstur, einhverfur, felli- hýsi, fjölpóstur, niðurhal, netverslun, sprotafyrirtæki og vistvænn. Þessi orð voru kannski fyrst framandi en þau venjast mjög fljótt.“ Ágústa segir Íslendinga mjög áhugasama um tunguna, þeir vilji ræða þessi mál og láta sig varða hvaða ný orð eru tekin inn. Nú er því tilvalið tækifæri til að virkja sköp- unargleðina og ímyndunaraflið og taka þátt í því að skapa ný orð yfir þau tíu ensku hugtök sem sagt var frá hér að ofan. Veitt verða þrenn bókaverðlaun til höfunda bestu til- lagnanna. Ekki er nauðsynlegt að senda lausnir við öllum tíu verkefn- unum. Eitt nýtt orð er gulls ígildi. Hvernig er „wannabe“ á íslensku? Morgunblaðið/Ásdís Ágústa Þorbergsdóttir Nýyrði eru oft sjálfsprottin úti í þjóðfélaginu. Söngkonan Madonna er meira en vel með á nótunum og leiðir oft tískustrauma, hún hefur líka ósjaldan verið kölluð „trendsetter“. Hótelerfingjann Paris Hilton mætti hins vegar í gegnum leit sína að stjörnustaðli flokka sem „wannabe“ . Hvernig ætli orðin myndu annars hljóma á íslensku? Þota merkti áður vindhviða en stendur nú jafnframt fyrir plastsleða og ákveðna gerð flugvéla. Júgurð, mylkja og skyrja hljóma einkennilega þegar orðið jógúrt hefur fest sig í sessi og sömuleiðis geimsími, gepill, rápsími eða hvutti, en þessi orð voru meðal fjölmargra tillagna sem bárust um nýyrði fyrir farsímann.       Tillögur skal senda á netfangið jong@nams.is eða til Náms- gagnastofnunnar, ekki síðar en 27. nóvember. Mikil neysla á rauðu kjöti getur aukið til muna áhættu kvenna á að fá brjósta- krabbamein, að því er ný rannsókn staðfestir og greint var frá í netmiðli BBC nýlega. Rannsóknin, sem gerð var við Harvard- læknaháskólann í Boston, náði til 90 þúsund kvenna, sem ekki höfðu haft tíðahvörf. Þær voru látnar fylla út spurningalista um neyslu- venjur sínar með nokkurra ára millibili, fyrst árið 1991, síðan árið 1995 og loks árið 1999. Á tveggja ára fresti var svo kannað hvort kon- urnar höfðu greinst með brjóstakrabba eða ekki. Í lok rannsóknarinnar hafði alls 1.021 kona fengið brjóstakrabba. Þær konur, sem borðuðu að staðaldri einn og hálfan skammt af rauðu kjöti á dag voru tvöfalt líklegri til að fá brjóstakrabba en þær konur, sem borðuðu aðeins þrjá til fjóra skammta á viku. Sérfræð- ingar benda á að rautt kjöt innihaldi í mörg- um tilfellum vaxtarhormóna, sem séu þó al- gengari í Bandaríkjunum en í Evrópulöndum, auk þess sem krabbameins- valdandi efni geti borist í kjötið við suðu og meðhöndlun. Rautt kjöt ýtir undir brjóstakrabba Morgunblaðið/Árni Sæberg Rautt kjöt Virðist ekki vera gott fyrir konur í of miklu magni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.