Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
IS
LB
I
34
64
6
10
/2
00
6Maður, náttúra og mynd
Í Landsbankanum, Austurstræti, í afgreiðslusal og á 2. hæð, eru sýnd
málverk í eigu Færeyjabanka eftir þrjá af helstu listamönnum færeysku
þjóðarinnar.
Ingálvur av Reyni
Sámal Joensen-Mikines
Zacharias Heinesen
Sýningin er opin á
afgreiðslutíma bankans
til 30. nóvember.
FRESTURINN til að senda
inn lag til þátttöku í Söngva-
keppni Sjónvarpsins 2007
rennur út í dag. Þátt-
tökueyðublað og reglur keppn-
innar er að finna á heimasíðu
Ríkisútvarpsins, www.ruv.is/
songvakeppnin, og á heimasíðu
BaseCamp, www.basecamp.is.
og skulu innsend lög vera ný og
áður óútgefin verk.
Eins og flestum er kunnugt er Söngvakeppni
Sjónvarpsins ætlað að velja það lag sem verður
framlag Íslands í forkeppni Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Finnlandi í
maí á næsta ári.
Söngvakeppni
Síðasti séns til að
skila inn lagi
Silvía Nótt
HINN landskunni tónlist-
armaður Valgeir Guðjónsson
flytur brot af því besta af far-
sælum tónlistarferli sínum á
tónleikum á Garðatorgi í
Garðabæ klukkan 21 í kvöld.
Tónleikarnir bera yfirskriftina
„Tónleikaveisla í skammdeg-
inu“ og mun Jón Ólafsson vera
Valgeiri til halds og trausts og
leika undir á hljómborð. Þeir
félagar hafa áður verið í sam-
starfi og þótti þá vel takast til.
Á torginu verður reynt að skapa notalega kaffi-
húsastemningu og er aðgangur ókeypis í boði
menningar- og safnanefndar Garðabæjar.
Tónlist
Valgeir og Jón
á Garðatorgi
Valgeir
Guðjónsson
HIN árlegu upplestrarkvöld
Eddu útgáfu á Súfistanum
hefjast í dag klukkan 20, á degi
íslenskrar tungu. Þá mæta til
leiks fjórir rithöfundar og
munu þeir allir lesa upp úr
verkum sínum. Þetta eru þau
Guðrún Helgadóttir sem les úr
bók sinni Öðruvísi dagar, Jón
Gnarr sem les úr skáldaðri
ævisögu sinni Indjánanum,
Sölvi Björn Sigurðsson sem les úr skáldsögunni
Fljótandi heimur og Bragi Ólafsson sem les úr
Sendiherranum.
Næstu þrjú fimmtudagskvöld verður sömuleið-
is boðið upp á fjölbreytta dagskrá.
Upplestur
Lesið úr nýjum
verkum Súfistanum
Bragi Ólafsson
RAGNAR Bragason kvikmynda-
gerðarmaður telur að hækkun á
hlutfalli framleiðslustyrks úr Kvik-
myndasjóði af kostnaðaráætlun úr
40% í 50%, eins og boðað er í stuðn-
ingi hins opinbera við kvikmynda-
gerð, sé til þess fallið að auka list-
rænt frelsi íslenskra kvikmynda-
gerðarmanna í samstarfi og
samframleiðslu með erlendum að-
ilum. „Þetta eru mikil tíðindi og einn
af jákvæðari dögunum í íslenskri
kvikmyndagerð. Íslensk kvikmynda-
gerð er að vaxa úr grasin og þá þarf
náttúrulega fullorðins peninga.
Kostnaður við kvikmyndagerð eykst
með hverju árinu og eðlilegt er að
samningar af þessu tagi séu upp-
færðir reglulega,“ segir Ragnar.
„Hingað til höfum við fengið 40%
af kostnaði mynda og þurft að ná í
hin 60% erlendis frá. Okkur hefur
yfirleitt tekist þetta og að nokkru
leyti skapað þetta evrópska sam-
framleiðslumódel sem er í gangi.
Stefnt er að því að hlutfallið verði
50% og við getum þá átt meirihluta í
okkar myndum. Þar með getum við
staðið fastar í fæturna gagnvart
okkar meðframleiðendum um að
gera hlutina eins og við viljum gera
þá. Við höfum gert kvikmyndir þar
sem settar hafa verið fram kröfur af
meðframleiðendum um að við not-
uðum erlenda tökumenn og jafnvel
erlenda leikara. Hækkun um 10%
munar því öllu í þessu sambandi.“
Ragnar nefnir einnig mikilvægi
þess að Ríkissjónvarpið verði skil-
greint upp á nýtt og eðlileg sam-
skipti verði milli þess og kvikmynda-
gerðar í landinu.
„Ég reikna með að þetta breyti
miklu fyrir sjónvarpið með Sjón-
varpssjóðnum sem nú á að efla,“
segir Ágúst Guðmundsson kvik-
myndagerðarmaður. Í samkomulagi
hins opinbera og samtaka kvik-
myndagerðarmanna er gert ráð fyr-
ir Sjónvarpssjóð sem ætlað er að
efla framleiðslu á íslenskum þátta-
röðum fyrir sjónvarp og er gert ráð
fyrir að í lok samningstímans verði
125 milljónum kr. varið árlega til
slíkra verkefna.
Aukinn stuðningur hins opinbera við kvikmyndagerð
Stuðlar að auknu
listrænu frelsi
Í HNOTSKURN
»Ríkið og kvikmyndagerð-armenn hafa gert sam-
komulag til næstu fjögurra
ára um eflingu íslenskrar
kvikmyndagerðar.
Stuðningur eykst úr 372 millj-
ónum kr. í 700 milljónir kr. ár-
ið 2010.
»125 milljónum kr. verðurvarið árlega í stuðning við
gerð heimilda- og stuttmynda
í lok tímabilsins.
»Endurgreiðsla fram-leiðslukostnaðar hækkar
úr 12 í 14%.
AÐ MATI viðmælenda skiptir miklu máli að meirihluti fjármögnunar á
kvikmyndum sé í höndum Íslendinga. Það gefi íslenskum kvikmyndagerð-
armönnunum frjálsari hendur við að skapa verk sín. Myndin er úr Norður-
mýrinni í Reykjavík frá tökum á Mýrinni, kvikmynd Baltasars.
Morgunblaðið/Júlíus
Íslenskur iðnaður
ÞÁTTUR í bandarísku sjónvarps-
þáttaröðinni South Park, sem tekur
fyrir hið danska svokallaða Mú-
hameðsmál,verður sýndur án
myndbrots af Múhameð í Dan-
mörku. Að því er fram kemur í vef-
útgáfu Berlingske Tidende hafa
forsvarsmenn sjónvarpsstöðv-
arinnar Canal+ í Danmörku tekið
þessa ákvörðun til að koma í veg
fyrir pólitískan titring.
Þrátt fyrir hávær mótmæli frá
höfundum þáttanna, Matt Stone og
Trey Parker, hefur framleiðandinn
Comedy Central, boðið kaupendum
að velja á milli upphaflegu útgáf-
unnar að umræddum þætti og
þeirrar ritskoðuðu.
Jesú ekki ritskoðaður
South Park-þættirnir eru þekktir
fyrir flest annað en pólitíska rétt-
hugsun. Þar er gert ófyrirleitið
grín að mönnum og málefnum. Hef-
ur Múhameð til að mynda áður
komið við sögu þáttanna.
Kristin samtök hafa gagnrýnt
ákvörðun framleiðendanna og þá
sérstaklega það mat þeirra að það
sé í lagi að hæðast að Jesú en ekki
Múhameð, en í umræddum þætti
sést Jesú létta af sér í tíma og
ótíma.
Í vikunni birti fríblaðið 24 South
Park-útgáfuna af Múhameð.
Ritskoðaður
South Park
í Danmörku
Múhameðslaus þáttur
um Múhameðsmálið
FYRSTA opinbera útgáfan af
Óbærilegum léttleika tilverunnar á
tékknesku, frægustu bók rithöf-
undarins Milans Kundera fyrr og
síðar, er orðin metsölubók í Tékk-
landi, heimalandi Kundera. Fyrsta
prentun bókarinnar kom í tékk-
neskar bókaverslanir í lok október
en bókin hefur síðan verið endur-
prentuð margoft vegna eft-
irspurnar.
Sögusviðið bókarinnar er Prag
árið 1968, þegar stutt tímabil
sósíalískra umbóta endaði með inn-
rás sovéskra skriðdreka. Hún var
bönnuð af kommúnískum stjórn-
völdum í Tékkóslóvakíu á sínum
tíma.
Bókin var fyrst gefin út á frönsku
árið 1984. Árið 1988 var gerð eftir
henni kvikmynd þar sem Daniel
Day-Lewis fór með aðalhlutverkið.
Tékkar ólmir í
Milan Kundera
ÞRIÐJA glæpasaga
Ævars Arnar Jós-
epssonar, Blóðberg,
verður framlag Hins
íslenska glæpafélags
til Glerlykilsins 2007
sem afhentur verður í
Finnlandi næsta vor.
Um er að ræða verð-
laun Norrænu glæpa-
samtakanna SKS fyrir
bestu norrænu glæpa-
söguna.
„Þetta er næstum
því jafn skemmtilegt
og í fyrsta sinn,“ segir
rithöfundurinn hlæj-
andi en hann hefur áð-
ur verið tilnefndur til
Glerlykilsins, fyrir bók sína Svartir
englar árið 2005. Hann áréttar þó að
í tilnefningunni í ár sé fólginn sér-
stakur heiður í ljósi
þess að síðasta ár hafi
verið metár hvað varð-
ar útgáfu glæpasagna á
Íslandi.
Opnar ýmsar dyr
„Þetta opnar ýmsar
dyr, og vonandi sem
flestar, bæði hér heima
og úti í löndum,“ svarar
Ævar Örn aðspurður
hvaða þýðingu tilnefn-
ingin hafi. „Þetta er
ákveðinn stimpill sem
auðveldar mönnum að-
gang að hinum og þess-
um útgefendum, hvort
sem þeir vinna eða
ekki,“ heldur hann áfram en við-
urkennir að vissulega sé alltaf betra
að vinna eins og sannist í tilfelli Arn-
alds Indriðasonar, en Arnaldur
hlaut Glerlykilinn árin 2002 og 2003
fyrir bækur sínar Grafarþögn og
Mýrina.
Þýdd yfir á Norðurlandamál
Næst á dagskrá er að þýða Blóð-
berg yfir á eitt Norðurlandamál-
anna. Ævar Örn á von á að sama leið
verði farin og í tilfelli Svartra engla
og bókin þýdd á sænsku enda hafi sú
ráðstöfun gefið góða raun. Segist
hann muni beita sér fyrir því að sami
þýðandi verði fenginn í verkið.
Þar sem þýða þarf íslensku og
finnsku bækurnar sem keppa um
Glerlykilinn er tilnefnt til verð-
launanna mun fyrr hér heima og í
Finnlandi en annars staðar. Það
verður því ekki ljóst hvaða sam-
keppni Blóðberg fær fyrr en í mars
eða apríl á næsta ári.
Bækur | Dómnefnd Hins íslenska glæpafélags lýkur störfum
Blóðberg eftir Ævar Örn
tilnefnd til Glerlykilsins
Rithöfundurinn Ævar
Örn Jósepsson.
♦♦♦