Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 51
SALA er hafin á jólakortum Styrktarfélags vangefinna. Í ár prýðir myndin „Jóla- sveinninn minn“ eftir Sig- rúnu Huld Hrafnsdóttur kortin. Þau fást stök, bæði með og án texta á kr. 85 stk. og einn- ig sex í búnti á kr. 500. Allur ágóði af sölu jólakortanna fer til að bæta þjónustu við þroskahefta. Félagið hefur frá upphafi nýtt sjálfsaflafé sitt til upp- byggingar nýjunga í þjálfun, atvinnu og búsetu þroska- heftra og verið fumkvöðull á flestum sviðum þjónustunn- ar. Félagið hefur nýlega sett á laggirnar atvinnuverkefnið „Allt að vinna!“ sem leggur áherslu á að skapa atvinnu- tækifæri fyrir fatlað fólk. „Verkefninu er ætlað að kynna fyrirtækjum kosti þess að ráða til sín fatlaða starfsmenn, bæði hvað varðar vinnu- og samfélagsþátttöku þeirra. Eru miklar vonir bundnar við þetta verk- efni, sem nú þegar hefur stutt 5 ein- staklinga út í störf á almennum vinnumarkaði,“ segir í frétt frá fé- laginu. Kortin verða til sölu á skrifstofu félagsins á 3. hæð í Skipholti 50c, í Bjarkarási Stjörnugróf 9, Lækjarási Stjörnugróf 7, Lyngási Safamýri 5, Ási Brautarholti 6, Þroskahjálp Háaleitisbraut 11–13, Öryrkja- bandalagi Íslands Hátúni 10, Lyfjum og heilsu Eiðistorgi 17, Efnalauginni Björg Álfabakka 12 og Háaleitis- braut 58–60, og Skipholtsapóteki Skipholti 50 b. Jólakort Styrktar- félags vangefinna MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 51 FRÉTTIR Listmunir Málverk - Ásgrímur Eitt af fallegustu vatnslitamálverkum Ásgríms Jónssonar er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Áhugasamir leggi inn nafn og síma á auglýs- ingadeild Mbl. eða á box@mbl.is merkt: ,,ÁJ - 19272’’. Félagslíf Bæn og lofgjörð í dag kl. 20. Umsjón: Elsabet Daníelsdóttir og Björn Tómas Kjaran. Allir velkomnir. Fimmtudagur 16. nóv. 2006 Samkoma kl. 20.00 í Háborg, félagsmiðstöð Samhjálpar í Stangarhyl 3. Vitnisburður og söngur. Predikun Yngvi Rafn Yngvason. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is I.O.O.F. 11  18711168½  9.0.* XX I.O.O.F. 5  18711168  *9.0 Landsst. 6006111619 VII  HELGAFELL 6006111619 VI Erindi HEIMDALLUR gagnrýnir aukin ítök ríkisins á fjölmiðla- og prent- markaði, segir í ályktun frá félag- inu. „Fram hefur komið að ríkisfyr- irtækið Íslandspóstur hafi nýverið fest kaup á prentþjónustufyrir- tækinu Samskipti ehf. og stundi þar af leiðandi samkeppni við aðr- ar prentsmiðjur á markaði. Heim- dallur sér enga ástæðu fyrir þess- ari útþenslustefnu hins opinbera á frjálsum markaði enda er það seg- in saga að frjáls markaður og sam- keppni dafna best þegar hið op- inbera heldur sig fjarri. Þá hvetur Heimdallur þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að falla frá þeim hugmyndum sem fram koma í svonefndu fjölmiðlafrumvarpi. Reglur um hámarkseignarhlut- deild eru til þess eins að gera fyr- irtækjum á markaði erfitt fyrir. Þá gagnrýnir félagið sérstaklega að markaðshlutdeild fjölmiðlafyrir- tækja, sem munu byggjast á les- enda-, hlustenda- og áhorfskönn- unum, eigi að ráða því hvernig eignarhaldi fjölmiðlafyrirtækja er háttað. Besta leiðin til að tryggja fjöl- breytni og frelsi á fjölmiðlamark- aði er að leyfa samkeppni að ríkja. Til marks um það má nefna að ekki er langt síðan kynntar voru niðurstöður úr könnun samtaka fréttamanna, Reporters Without Borders, á fjölmiðlafrelsi í heim- inum og var Ísland þar í efsta sæti ásamt þremur öðrum ríkjum. Það sem helst stendur fjölmiðla- markaði á Íslandi fyrir þrifum er ríkisstofnunin Ríkisútvarpið sem er rekið í krafti almannafjár og skylduaðildar. Við minnum þing- menn Sjálfstæðisflokksins á anda þeirrar baráttu sem háð var fyrir rúmum tveimur áratugum þegar barist var fyrir frjálsu útvarpi undir leiðarljósi þess að það væru einstaklingarnir, en ekki stjórn- völd, sem væru best til þess fallnir að reka fjölmiðla,“ segir í ályktun Heimdallar. Gagnrýna útþenslu ríkisins á fjölmiðla- og prentmarkaði NEMENDUR úr Menntaskólanum í Kópavogi unnu tvenn gullverðlaun í árlegri nemakeppni AEHT (Evr- ópusamtök hótel- og ferðamálaskóla) sem haldin var í Killarney á Írlandi 7.–12. nóvember sl. Íris Jóhannsdóttir, nemi á ferðabraut MK, keppti í ferðakynningum ásamt Danny van der Weel frá Hol- landi. Þau fengu það verkefni að fjalla um neikvæð og jákvæð áhrif ferðamennsku á umhverfið í Kill- arney og koma með tillögur til úrbóta. Hlutu þau gullverðlaun fyrir kynningu sína og silfurverðlaun fyrir að vera eitt af þeim sex liðum sem sýndu besta samvinnu og fagmennsku. Íris fékk einnig gull- verðlaun fyrir að vera stigahæsti keppandinn frá sínu landi. Ragnar Th. Atlason, bakaranemi, keppti í köku- gerð ásamt James Dunn frá Írlandi. Verkefni þeirra var að útbúa fjórar tegundir af bakkelsi fyrir síðdeg- iste, blanda heilsudrykk í tvö glös og svara nokkrum fagtengdum spurningum. Fengu þeir gullverðlaun fyrir sitt framlag, sem meðal annars var dæmt með tilliti til bragðs og útlits, fagmennsku í vinnubrögðum og samvinnu keppenda. Morgunblaðið/Eyþór Unnu til gullverðlauna NÝ VERSLUN með safnaravörur – Sérverslun safnarans – hefur verið opnuð á Skólavörðustíg 21a þar sem verslunin Frímerkjamið- stöðin var til húsa um langt árabil. Verslunin hefur á boðstólum hefðbundna söfnunarmuni, m.a. mikið úrval frímerkja, mynt, seðla og póstkort, og auk þess úrval leikfanga sem vinsæl eru til söfn- unar, hernaðarmódel úr málmi, minjagripi og gjafavöru. Þá kaup- ir Sérverslun safnarans áhuga- verða muni, sér í lagi gömul ís- lensk frímerki, gömul frímerkt umslög og póstkort sem og gamla peningaseðla og mynt úr góð- málmi. Mikið úrval jólagjafa fyrir safn- ara og áhugafólk um kvikmyndir og teiknimyndir er á boðstólum nú fyrir jólin, svo sem Star Wars, Simpsons, Hringadróttinssögu, Austin Powers, Pirates of the Caribbean, South Park og fl. Verslunin er opin virka daga frá klukkan 11 til 18 og laug- ardaga frá klukkan 11 til 16. Eigandi verslunarinnar er Steinar Friðþórsson. Sérverslun safnarans á Skólavörðustíg BARNAHEILL – Save the Child- ren á Íslandi, standa fyrir hátíðar- og fjáröflunarkvöldverði, Hátíð trjánna, föstudaginn 17. nóvember, í Súlnasal Hótel Sögu. Ágóðinn mun renna til verkefnis alþjóðasamtaka Barnaheilla um menntun barna í stríðshrjáðum löndum ,,Bætum framtíð barna“. Þetta er í annað sinn sem Barnaheill standa fyrir fjáröflun af þessu tagi. Á fjáröflunarsamkomunni verður haldið uppboð á verkum þekktra listamanna sem hafa hannað ,,jólatré“ úr þeim efniviði sem þeim er hugleiknastur og endurspeglast það í heiti viðburðarins. Listamenn- irnir, sem hafa gengið til liðs við Barnaheill að þessu sinni og gefa stóran hluta vinnu sinnar, eru: Al- istair Macintyre, Brian Pilkington, Brynhildur Pálsdóttir, Finnbogi Pétursson, Helgi Gíslason, Jónas Bragi, Nicki McCubbing, Steinunn Þórarinsdóttir, Svava Björnsdóttir, Vignir Jóhannsson og Þórdís Alda Sigurðardóttir. Verk þeirra eru nú til sýnis í Verslun Sævars Karls við Bankastræti. Listaverkin er einnig hægt að sjá á vefnum www.barna- heill.is „Dagskrá kvöldsins verður vegleg með glæsilegum sjávarrétta- matseðli og góðri skemmtidagskrá. Gestir verða um 200 talsins, þ.e. fulltrúar margra fyrirtækja, lista- mennirnir og makar þeirra ásamt stjórn, starfsfólki og velunnurum Barnaheilla,“ segir í frétt frá sam- tökunum. Um 43 milljónir barna í stríðs- hrjáðum löndum eru án skólagöngu og hafa alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children-samtökin, sett sér það markmið að veita átta millj- ónum barna í þessum löndum góða menntun á árunum 2006–2010. Samtökin munu vinna að því að byggja skóla, þjálfa kennara og út- vega skólagögn og gott námsefni. Samtökin skora einnig á alþjóða- samfélagið að verja aukalega 5,8 milljörðum Bandaríkjadala til menntunar barna í stríðshrjáðum löndum og að menntun verði hluti af neyðaraðstoð. Fjáröflunarkvöld- verður Barnaheilla JÓLABASAR Iðjuþjálfunar Hrafnistu í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 18. nóv- ember kl. 13–17 og mánudaginn 20. nóvember kl. 9–15.30. Mikið af fallegum hand- gerðum munum verður á boð- stólum og hægt er að gera góð kaup fyrir jólin, segir í tilkynn- ingu. Stjórn Ættingjabandsins, sem er félag aðstandenda heim- ilisfólksins, mun selja nýbak- aðar vöfflur og kaffi á laug- ardaginn í samkomusalnum Helgafelli C-4. Jólabasar Iðjuþjálfunar Hrafnistu LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Birkimel við gatnamót Hringbrautar sl. mánudag um kl. 15. Þar rákust á strætisvagn og ljósbrún Volvo-bifreið og greinir ökumenn á um aðdraganda óhappsins. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband við umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík í síma 444-1130. Lýst eftir vitnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.