Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ÞINGMENN úr öllum flokkum hvöttu til þess á Alþingi í gær að gert yrði ráð fyrir lengingu flugbrautar- innar á Akureyrarflugvelli í nýrri samgönguáætlun. Sturla Böðvars- son samgönguráðherra tók hins veg- ar fram að lenging flugbrautarinnar kostaði 500 milljónir kr. og að hún yrði ekki hrist fram úr erminni núna. „Vilji minn er vissulega til staðar um það að við endurskoðun á samgöngu- áætluninni verði þetta verkefni tekið til þeirrar skoðunar sem nauðsyn- legt er að gera, og helst af öllu að gera ráð fyrir framkvæmdum í sam- gönguáætlun. Til þess stendur vilji minn,“ sagði ráðherra. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, gerði aðstæður á flug- vellinum á Akureyri að umtalsefni í upphafi þingfundar á Alþingi í gær. Tilefnið var sú ákvörðun forráða- manna Iceland Express að hætta millilandaflugi félagsins frá Akur- eyrarflugvelli. Birgir Jónsson, fram- kvæmdastjóri flugfélagsins, hefur sagt að til þess að hægt sé að halda uppi millilandaflugi frá Akureyri að vetrarlagi þurfi að lengja flugbraut- ina, bæta aðflugsskilyrði og fleira. Kristján kallaði eftir því að úr þessu yrði bætt og það sama gerðu aðrir þingmenn sem til máls tóku. Brýnt væri að jafna aðstæður fólks úti á landi við það sem gerðist á höf- uðborgarsvæðinu. Ráðherra ítrekaði hins vegar að þetta yrði ekki hrist úr erminni núna. Þingmenn yrðu að líta á þetta mál af raunsæi. Hvetja til þess að flugbrautin verði lengd Í HNOTSKURN »Þingmenn úr öllum flokk-um hvöttu til þess á Al- þingi í gær að flugbrautin á Akureyrarflugvelli yrði lengd, svo hægt yrði að halda þar uppi millilandaflugi á veturna. »Samgönguráðherra sagðiað lenging brautarinnar yrði ekki hrist fram úr erm- inni núna. Verkefnið kostaði um 500 milljónir. GUÐJÓN Sigurðsson, formaður MND-félagsins, fylgdist með umræðum á Alþingi í gær um málefni MND- sjúklinga. Fram kom í máli Guðjóns Ó. Jónssonar, Fram- sóknarflokki, að um fimm til sex sjúklingar greindust hér á landi með MND á ári hverju. Heilbrigðisráðherra kvað eðlilegt að þeim yrði boðin öndunarvélaþjónusta. Morgunblaðið/Kristinn Fylgist með umræðunum SIV Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sagði á Al- þingi í gær að eðlilegt væri að bjóða upp á öndunarvélaþjónustu fyrir MND-sjúklinga og aðra sem lent hefðu í slysum eða glímdu við fram- sækna taugasjúkdóma. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Guðjóns Ó. Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokks. Siv sagði að samtök MND-sjúklinga hefðu unnið að málinu í góðri sam- vinnu við yfirvöld og kvaðst telja að undirbúningur væri nokkuð langt á veg kominn. Guðjón sagði að MND-sjúkdómur væri alvarlegur sjúkdómur, sem hefði það í för með sér að vöðvar sjúklingsins rýrnuðu og öndunar- færi lömuðust. Sem betur fer væri sjúkdómurinn þó ekki algengur en hér á landi greindust um fimm til sex sjúklingar á ári hverju. Kvaðst þing- maðurinn telja að öndunarvélaþjón- usta myndi létta þessum sjúklingum lífið. Undir það tók ráðherra. Slík þjónusta væri í boði í nágrannalönd- um okkar og vilji væri til þess að bjóða það sama hér á landi. Öndunar- vélaþjón- usta eðlileg BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra útilokaði það ekki í um- ræðum á Alþingi í gær að starfsemi flugdeildar Gæslunnar yrði flutt á Keflavíkurflugvöll. „Ég hef ekki sett það í sjálfu sér sem neitt forgangsmál varðandi Landhelgisgæsluna að flytja starf- semi hennar frá Reykjavíkur- flugvelli eða brjóta hana þannig upp að hún verði á fleiri stöðum á landinu.“ Það væri seinni tíma mál, þegar búið væri að koma starfsem- inni í öruggt horf. Útilokar ekki flutning „HEIMILD til hlerunar jafngildir því ekki að sími sé hleraður,“ sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Tilefnið var fyrir- spurn Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokks, um það hvort og þá hvaða símar alþing- ismanna hefðu verið hleraðir fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda. Kristinn vitnaði til erindis Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings á söguþingi í vor. Í því kom fram að dómsmálaráðuneytið fékk alls átta sinnum heimild hjá sakadómara, á árunum 1949 til 1968, til að hlera síma, vegna sex aðskilinna tilvika. Fram kom í erindinu að heimildirnar hefðu m.a. náð til síma alþingis- manna. Kristinn vildi m.a. vita hvaða alþingismenn það hefðu verið. Björn Bjarnason vísaði í svari sínu til þess að nefnd hefði, skv. ályktun þingsins, verið skipuð af forsætis- ráðherra í vor, sem annast á skoðun gagna sem snerta öryggismál Ís- lands á árunum 1945–1991 í vörslu opinberra aðila og ákveða frjálsan aðgang fræðimanna að þeim. „Ég er þeirrar skoðunar að þessi mál séu í réttum farvegi og að slíkum sagnfræðilegum rannsóknum sé best komið fyrir hjá fræðimönnum,“ sagði ráðherra og bætti því við að hann væri sömu- leiðis þeirrar skoðunar að öll opinber gögn ættu að vera að- gengileg. Hann benti hins vegar á að einkalífshags- munir og al- mannahagsmunir tækjust á, þegar tekin væri ákvörðun um það hvort birta ætti gögn um símhleranir. Hann sagði að flestir sæju það í hendi sér að ótækt væri að yfirvöld hefðu frumkvæði að því að greina opinberlega frá nöfnum þeirra sem þar kæmu við sögu. Þingmenn Samfylkingarinnar átöldu, í umræðum sem á eftir komu, ráðherra fyrir að svara ekki fyrir- spurninni. Mörður Árnason, Sam- fylkingu, sagði m.a. að allir þeir hagsmunir sem hér kæmu við sögu, væru almannahagsmunir. Björn Ingi Hrafnsson, varaþing- maður Framsóknarflokks, tók hins vegar upp hanskann fyrir ráðherra og sagði spurningu fyrirspyrjanda stjórnast af löngun til þess að kom- ast í fjölmiðla. Því vísaði Kristinn á bug. Það væri skylda ráðherra að upplýsa um þessi mál. Heimild jafngild- ir ekki hlerun Björn Bjarnason Vilja vita meira um hleranir FULLTRÚAR þriggja flokka í utanríkismála- nefnd áttu í gær- morgun fund með Myriam Shomrat, sendiherra Ísr- aels gagnvat Ís- landi og Noregi. Steingrímur J. Sifgússon, fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, sat fundinn og segir að á honum hafi mönnum gefist tækifæri til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og hafi sendiherrann svarað fyrir. Steingrímur segir Jón Kristjáns- son, Framsóknarflokki, sem er vara- formaður nefndarinnar, hafi sett fundinn. Hann hafi rifjað upp yfirlýs- ingu stjórnvalda sem utanríkisráð- herra hafi fært henni og lýst yfir stuðningi við hana fyrir sína hönd og síns flokks. Þvínæst hafi Shomrat flutt ræðu um stöðu mála og hafi ís- lensku fundarmennirnir ekki komist að fyrr en um það leyti sem fund- inum átti að vera lokið og hafi fund- urinn af þeim sökum dregist. „Ég gerði henni skilmerkilega grein fyrir því að við teldum að Ísrael væri kom- ið út á háskaleg braut og væri sekt um alvarleg brot á alþjóðalögum.“ Hefði hann vísað til fjöldamorða í Beit Hanun og notkun Ísraela á klasasprengjum og öðrum vopnum. Ísrael komið á háskalega braut Steingrímur J. Sigfússon ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.