Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 28
ferðalög 28 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Það er laugardagur og ís-lensk fjölskylda er að geravikuinnkaupin í Plus-stórmarkaði í Berlín. Reikningurinn hljóðar upp á 37,19 evrur eða um 3.235 kr. (evran er á genginu 87 kr.). Upphæðin hefði lík- lega orðið töluvert hærri hér heima, meira að segja í Bónus. Ólafur Guðsteinn Kristjánsson og Edda Jóhannsdóttir hafa búið í Prenzlauer Berg í Berlín í rúmt ár. Óli er bókmenntafræðingur frá HÍ og hefur stundað heimspekinám TU í Berlín á síðustu önn. Margir munu kannast við hann úr hljóm- sveitunum Örkuml, Hanoi Jane og Skátum. Auk þess hefur hann gefið út ljóðabókina Til dæmis … Edda er tækniteiknari og starfaði lengi hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen. Dóttirin Anna Líf er tíu ára og er í skóla eins og jafnaldrar hennar í hverfinu. Prenzlauer Berg er í fyrrum Aust- ur-Berlín. Þar býr mikið af barna- fólki, listamönnum og stúdentum. Óli segir að þau Edda hafi í byrjun leitað ráða hjá íslenska sendiráðinu varðandi skóla fyrir Önnu Líf. Þrír skólar komu til greina og eftir að rétti skólinn var fundinn fóru þau að líta í kringum sig eftir húsnæði fyrir fjölskylduna. „Anna Líf er í skóla frá átta á morgnana fram yfir hádegi. Hún segist geta keypt sér heitan mat í skólanum en vilji frekar fara með nesti með sér að heiman. Kaupi hún mat af og til kostar máltíðin 218 kr. en um 130 kr. sé hún í fastri áskrift að matnum. Við spyrjum hana hvers konar nesti krakkarnir komi með ef þau borði ekki skóla- matinn og svarið er: „Nammi.“ „Hún fer EKKI með nammi!“ segir pabb- inn ákveðinn. Plus eins og Bónus heima Hvernig skyldi þessi litla íslenska fjölskylda haga innkaupunum í stór- borginni? „Við kaupum flest sem við þurfum í Plus sem er stórmarkaður á borð við Bónus heima,“ segja Edda og Óli. „Hér í nánd við okkur er eng- inn „kaupmaður á horninu“ nema ef vera skyldi asíska búðin sem er hér á næsta götuhorni. Rétt við hliðina á útidyrunum okkar er svo það sem við köllum „pólsku búðina“ en hún er kannski meira lík sjoppunum heima. Á leiðinni í Plus göngum við fram hjá bæði pólsku og asísku búðinni og svolítið fjær komum við að búð þar sem selt er grænmeti og ávextir. Edda segist ekki kaupa mikið þar enda finnist henni vörurnar ekki kræsilegar eftir að þær hafi verið úti undir beru lofti í rykinu og skítnum frá götunni. Plus er björt og skemmtileg verslun. Þar er ekki margt um manninn þennan laugar Krakkarnir koma með nammi í skólann Nú þegar um fátt er meira talað en matar- skatt hér á Fróni er fróðlegt að skoða kassakvittun úr Plus- stórmarkaðinum í Berl- ín og sjá að þar í borg er skatturinn aðeins 7%. Fríða Björnsdóttir fór í innkaupaferð með þeim Eddu og Óla og dótturinni Önnu Líf. Undirbúningur Edda saxar gulrætur í grænmetisréttinn. Pönkarabjór Óli sýnir okkur Stern- burg-„pönkarabjórinn“ í Plús. hvað er í matinn? Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson ÞEGAR komið er til Berlínar vekur mikill fjöldi kebapstaða athygli ferðamannsins. Þeir eru á nánast hverju götuhorni, enda er aðal- rétturinn sem þar er boðið upp á – döner kebap – vinsælasti skyndibitinn í Þýskalandi. Til gam- ans má benda á að í Þýskalandi er kebap skrif- að með „p“ en í flestum öðrum löndum með „b“. Fjöldi kebapstaðanna fer svolítið eftir borg- arhlutum en slá má föstu að þeir séu þó nokkrir í hverju einasta hverfi. Í borgarhlutunum þar sem Íslendingar eru tíðir gestir, í Mitte, Prenz- lauer Berg, Kreuzberg og Friedrichshain, eru dönerarnir á hverju strái, en þar eru líka marg- ir áþekkir staðir t.d. líbanskir, marokóskir og íranskir. En dönerinn á margt sammerkt með réttum líkt og shawarma. Hér verður þó ein- blínt á döner kebap sem segja má að sé blanda tveggja menningarheima og ætti að gefa góða mynd af bragðinu af Berlín. Uppfinning tyrkneskra innflytjenda Það voru tyrkneskir innflytjendur í Þýska- landi sem fundu upp döner kebap, í því formi sem hann er þekktastur, í kringum 1970. Til- gangurinn var að fella hann sem best að smekk Þjóðverja. Sögu hans má þó rekja aftur til 18. aldar. Þá var rétturinn úr lambakjöti, sem grillað var lárétt, skorið í sneiðar og borið fram með hrísgrjónum, sterkri sósu, bráðnu smjöri og papriku. Rekja má svo uppruna döner kebap til bæj- arins Oltu í Tyrklandi. Þar var kjötið, og er enn, skorið í þykkari sneiðar nú en gert er í Þýskalandi. Dönerinn er oftast úr nauta- eða kjúklinga- kjöti sem þjappað er saman í sívalning sem grillaður er lóðrétt og oft bragðbættur með tómötum, lauk eða papriku. Á sumum kebap- stöðunum líkist kjötið þó meir farsi, sem er ekki eins gott. Það má þekkja á því að þá er það sléttara og engar rifur á milli kjötlaganna. Dönerkjötið er skorið í mjóar ræmur, með stórum hníf, líkustum sveðju, eða vélskorið og sett í pítubrauð með grænmeti, þ.e. salat- blöðum, lauk, tómötum og stundum rauðkáli, auk sósu. Sósutegundirnar eru þrjár: sterk sósa (sharf eða chili), jógúrt sósa (kräuter) og hvítlaukssósa (knoblauch). Svo ekkert fari á milli mála er beðið um döner kebap eða normal döner eigi hann að vera úr nautakjöti en chick- en döner sé kjúklingakjöt málið. Á dögum þriðja ríkisins dreymdi Hitler um að Berlín yrði höfuðborg heimsins og hugðist nefna hana Germaníu. Líklega hefði lítið verið þar um döner kebap, heldur mest þýsku réttina eisbein og sauerkraut. Berlín hefði þá ekki orð- ið sá fjölmenningarstaður sem hún er heldur fremur einmenningarstaður. E.t.v. mætti ganga svo langt að nefna döner- inn samnefnara fjölmenningarinnar. Jafnvel nýnasistar gleyma kynþáttahatrinu og kaupa sér döner við og við líkt og aðrir í borginni … Döner er ódýr Berlín er lifandi borg og nóg að sjá og gera fyrir ferðalang. Í skoðunarferðum gefst ekki alltaf tími til setjast inn á veitingahús og seðja hungrið. Þá má grípa döner, afgreiðsla hans er snögg og flestir verða saddir af einum slíkum. Döner er líka ódýr, kostar oftast tvær evrur [175 kr.] og stundum bara 99 cent, en líkast til eru gæðin þá ekkert til að hrópa húrra fyrir. Dönerstaðirnir eru fjölmargir og til að finna staði sem falla að smekk landans brá ég á það ráða að biðja nokkra Íslendinga í Berlín að benda á góða staði. Einn staður stóð upp úr, enda oft verið tilnefndur besti dönerstaður Berlínar. Hann er við Rosenthaler Platz, þar sem Torstraße, Rosenthaler Straße og Brunnenstraße mætast. Annar staður, Kup’up 1, þar rétt hjá, er í persónulegu uppáhaldi og er sérstakur fyrir það að þar er alltaf spiluð Johnny Cash tónlist, sem kannski er ágætis dæmi um hið fjölmenningarlega bragð Berl- ínar. Bragðið af Berlín Vinsælir Kebapstaðirnir eru ófáir, en fjöldi þeirra er þó mismikill eftir borgarhlutum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.