Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 45
amma okkur og gat komið okkur í
gott skap.
Við erum mjög þakklátir fyrir
þann tíma sem við fengum með
ömmu en við vildum óska þess að
litli bróðir okkar, hann Daði Már
hefði fengið þann tíma sem við feng-
um njóta með ömmu. Við munum
alltaf eiga góðar minningar um
ömmu og hún á alltaf stað í hjarta
okkar.
Ólafur Alexander
og Tómas Gauti.
Eva frænka er farin til Guðs.
Gamla góða frænka Eva, sögðu
börnin mín. Það var Eva sjálf sem
skeytti „gamla“ inn í viðkvæði
Björgvins Franz sonar míns þegar
hann var pínulítill að hrópa á síunga
Evu frænku.
Mamma og Eva voru systur. Fal-
legu systurnar í Kleppsholtinu. Alla
tíð svo samrýndar.
Í raun hefur mér alltaf fundist ég
eiga tvær mömmur.
Ég var mikið hjá Evu og Óla þeg-
ar ég var barn. Fyrstu vísuna sem
ég lagði á minnið lærði ég af Evu
frænku. Það var örstutt staka á
ensku. Sagan af þeirri stöku var sú
að Óli hennar Evu hafði boðið henni
á hið glæsilega Pressuball. Það eina
sem Eva átti í fataskápnum var flík
sem hún kallaði kartöflupokann; dró
hún því fram tækifæriskort, sem
hún átti í fórum sínum og færði Óla.
Myndin á kortinu var af allsberu,
feitabollu-pari og undir stóð: „Adam,
said Eve, when winter came/and all
the trees were bare/Adam, said Eve,
I cańt come out/́cause I haveńt a leaf
to wear.“ Eva mætti auðvitað á
pressuballið í nýjum kjól sem Óli
keypti.
Ég var afskaplega brussuleg sem
barn, seinheppin sagði Eva. Glutraði
hlutum niður, sullaði á fötin mín og
felldi allt um koll. Viðbrögð ættingja
voru ævinlega: Alveg eins og Eva
frænka. Það þótti mér heiður.
Eva hafði húmor fyrir sjálfri sér. Í
brúðkaupsgjöf hafði eitthvert göfug-
mennið fært Evu og Óla danskt
postulínsstell, Bláa blómið. Lengi
var til einn bolli til minningar um
þessa dýru gjöf, þangað til við Eva
þeyttum honum saman út úr skápn-
um í einhverjum jólabakstrinum.
Við hlógum saman ofan í postulíns-
brotin.
Ég var einkabarn en gerði mér sí-
fellt vonir um að eignast systkini.
Það var Eva frænka sem færði mér
yndislegan lítinn „bróður“. Svart-
hærðan dimmraddaðan hlunk. Og
vinir og vandamenn sem höfðu mikl-
ar áhyggjur af barnleysi Evu og Óla,
fylltust slíku þakklæti og gjafmildi
að gríðarmiklir gjafapakkar fylltu
litlu íbúðina í Nóatúninu. Eva lét
ekki þar við sitja, því litlu síðar færði
hún mér líka yndislega litla „syst-
ur“. Og enn sendu ættingjarnir
stóra sængurgjafaböggla. Og í kjöl-
farið færði Eva mér með stuttu
millibili tvær yndislegar „systur“ til
viðbótar.
Þegar allt var talið hafði Eva eign-
ast fimm börn á stuttum tíma og
þegar hið fimmta kom í heiminn,
hafði dregið svo úr sængurgjafagleði
ættingja, að það eina sem barst voru
einblöðungar um getnaðarvarnir,
sagði Eva.
Eva var alla tíð mín fyrirmynd og
það var síst út í bláinn að ég afréð að
frumburður minn skyldi heita Eva.
Áður en söknuðurinn nær að yf-
irbuga mig og tárin taka að hellast
yfir blekið, læt ég staðar numið,
minnug orða Evu sjálfrar, sem var
þeirrar skoðunar að minningar-
greinar skyldu vera stuttar
skemmtisögur af hinum látna, ekki
harmagrátur.
Vel gefnir og hjartahlýir húmor-
istar eru ekki á hverju strái í þessum
táradal. Það er því síst nein ráðgáta í
mínum augum af hverju almættinu
lá svona á að fá Evu til liðs við sig;
það hefur einfaldlega vantað fleiri
húmorista á efri hæðina.
Við biðjum algóðan Guð fyrir Evu
og biðjum hann að sefa harm fjöl-
skyldunnar.
Edda Björgvinsdóttir.
Trú, von og kærleikur eru orð sem
koma fyrst upp í hugann, þegar
hugsað er til Evu Kristinsdóttur.
Sem barn var ég heimagangur á
heimili Evu og Óla frænda og átti
þar ógleymanlegar samverustundir
með þeim og börnum þeirra, sér-
staklega Margréti Lind og Magnúsi
Sverri. Reyndar finnst mér flestar
minningar mínar í frumbernsku
tengdar Melabrautinni, þar sem þau
bjuggu. Eru þær í einu og öllu
ánægjulegar, enda var þar mikið líf
og fjör.
Hvort sem um var að ræða hátíð-
isdaga eða hina almennu hversdaga
gátu allir dagar breyst í ævintýri.
Upplifunin gat verið bátsferð, tom-
bóla, hljómsveitaræfing í bílskúrn-
um eða skotferð út á flugvöll í „Rúg-
brauðinu“ með öllum krakka-
skaranum, því Óli þurfti að taka
myndir af fréttnæmum atburðum
fyrir Morgunblaðið, man til dæmis
þegar Karl Bretaprins millilenti
óvænt á Íslandi.
Eva var mjög trúuð kona. Það
kom vel fram í framkomu hennar.
Hún var samkvæm sjálfri sér,
ákveðin og mikill dugnaðarforkur.
Evu var gefin rík umhyggja og frá-
bær kímnigáfa, sem ég og fjölskylda
mín höfum notið. Litið var á björtu
hliðarnar, hið jákvæða og skondna í
lífinu.
Það er með miklum söknuði, að
Eva er kvödd í dag, en ég og fjöl-
skylda mín þökkum Evu fyrir allt og
allt og vottum börnum hennar og
fjölskyldum þeirra dýpstu samúð.
Jóhann Gísli Jóhannsson.
Það var mkill gleðidagur þegar
Ólafur K. Magnússon kynnti Evu
Kristinsdóttur fyrir okkur í Sólvalla-
götufjölskyldunni. Konuna sem átti
eftir að eiga með honum fimm
mannvænleg börn og hvetja hann til
dáða öll árin sem þau áttu saman.
Eva og niðjar þeirra áttu líka eftir
að verða uppáhaldsmyndefni hans
um ævina og nutu ættingjar mynda-
tökuhæfileika þessa frumkvöðuls
með þeim.
Eva kom úr tápmiklum systkina-
hópi frá Hóli í Kleppsholtinu og var
fallegt að sjá þann kærleika sem
ríkti á milli þeirra systkinanna. Eva
fór í Kvennaskólann og að loknu
námi ferðaðist hún um heiminn og
dvaldi m.a. lengi í Bretlandi. Hún
var sannur heimsborgari. Er heim
kom vann hún í nokkur ár sem ritari
hjá Olíufélaginu þar til hún festi ráð
sitt. Það var mál manna að þarna
hafði vel tekist til þegar svo glæsi-
legt par felldi hugi saman. Þau
reistu sér Sigvalda-hús á Melabraut-
inni á Seltjarnarnesi og þar varð
þeirra glæsilega félagslynda fjöl-
skylda til.
Allar frístundir voru notaðar til
útiveru og ferðalaga, en bæði unnu
þau hjón hörðum höndum til að geta
skapað börnunum notalegt heimili.
Börnin hafa líka staðið sig afburða
vel og látið til sín taka, hvert á sínu
sviði, enda vel menntuð og harðdug-
leg.
Það var ómetanlegt fyrir fjöl-
skylduna okkar í Tómasarhaga að
geta gengið að opnu húsi á Mela-
brautinni og vera ætíð tekið með
opnum örmum.
Þegar Eva og Óli voru á miðjum
aldri rættist langþráður draumur að
eignast bát. Þau fóru til Bandaríkj-
anna, fundu bátinn og höfðu hann
um hríð við Mexíkóflóann og sigldu
honum þar um slóðir. Síðan fluttu
þau bátinn til Norðurlanda og héldu
uppteknum hætti um árabil. Eva fór
í nám á miðjum aldri og gerðist
sjúkraliði. Hún vann þau störf ýmist
á stofnunum eða í heimahjúkrun þar
til s.l. mars að hún veiktist. Eva var
vakin og sofin yfir velferð skjólstæð-
inga sinna og lét einnig til sín taka í
réttindamálum starfsgreinar sinnar.
Í takmörkuðum frítíma sinnti hún
trú sinni og vinum sínum.
Eva var glaðsinna, hafði góða
nærveru, afar vel lesin, hláturmild
og frábær kímnigáfa var alltaf til
staðar.
Kær vinkona mín skilur eftir
sáran söknuð hjá fjölskyldu minni
en fallegar endurminningar geym-
um við um ókomna tíð.
Vilborg G. Kristjánsdóttir.
Eva mín, hún Anna Lóa vinkona
sagði að það hefði verið falleg stund
þegar þú kvaddir þennan heim.
Sorgin er sár en minningin um þig
er mögnuð því þú varst einstök
manneskja, heilsteypt, réttsýn og
hlý. Okkar kynni spanna þrjátíu ár,
frá því að ég flutti á Seltjarnarnesið
og fyrsta manneskjan sem ég kynnt-
ist var hún Anna Lóa þín. Hún tók
mig upp á sína arma, alveg einstök.
Að koma í fallega húsið á nesinu sem
þið Óli reistuð saman var yndislegt,
alltaf tókstu á móti mér brosandi og
sýndir mér ávallt áhuga og hlýju, og
svona varstu líka við börnin mín,
alltaf góð og hlý en þannig varstu af
Guðs náð.
Eva mín, þú skilur eftir þig alveg
einstakan hóp af börnum og barna-
börnum, einstakt fólk. Þau hafa öll
sem eitt erft þína hlýju gæsku, rétt-
lætiskennd og visku. Það sem ég get
gert núna er að vera til staðar fyrir
hana Önnu Lóu vinkonu mína.
En núna ertu komin til hans Óla,
mundu bara að brosa þegar hann
smellir af þér mynd, en eins og flest-
ir vita var hann okkar fremsti ljós-
myndari, alveg stórkostlegur á sínu
sviði.
En núna kveð ég þig að sinni og
sendi kveðjur frá krökkunum mín-
um þeim Hemma og Gígju.
Þín
Kolbrún Ólafsdóttir (Kolla).
Það er skrýtið að sitja og skrifa
minningargrein um hana Evu. Hún
var nefnilega ein af þessum konum
sem höfðu veruleg áhrif á líf okkar
vinkvennanna.
Þegar maður eldist fer maður
nefnilega að hugsa meira um það
hver hefur haft mest áhrif á líf
manns. Við erum vissar um að flest
allir geta nefnt nokkra einstaklinga
sem virkilega hafa haft áhrif eða
verið fyrirmyndir þeirra. Eva var
einmitt ein af þessum fyrirmyndum
Við kynntumst Evu fljótlega eftir
að Kiddi elsti sonur hennar varð vin-
ur okkar. Það var auðvitað Laufey
vinkona okkar sem pressaði á að við
tækjum Kidda og félaga inn í vina-
hópinn. Hún sá víst eitthvað aðeins
meira en við hinar. En það varð
happdrættisvinningur fyrir okkur
hin, því Kiddi átti yndislega fjöl-
skyldu á Nesinu.
Af öllum ólöstuðum stóð hún Eva
þar upp úr. Hún opnaði heimili
þeirra Óla og barnanna upp á gátt
fyrir allan þennan vinahóp. Það var
ekkert mjög fámennur eða hljóðlát-
ur hópur en aldrei fundum við fyrir
því að við værum óvelkomin. Við vit-
um það að Eva á stóran þátt í því að
nú u.þ.b. 30 árum síðar erum við enn
öll bestu vinir!
Minnisstæðastar eru nú minning-
arnar um bílskúrinn sem þau Eva og
Óli eftirlétu okkur á gamlárskvöld.
En það voru eilíf vandræði að finna
út úr því hvar við, þessi stóri vina-
hópur, gætum verið á gamlárskvöld.
Jú, við máttum leggja undir okkur
bílskúrinn þeirra. Ófáum stundun-
um eyddum við í að þrífa hann og
skreyta svo allt yrði fínt og flott
þessa fyrstu nótt ársins. Undir
morgun mætti svo Eva gjarnan með
smurt brauð og góðgæti handa öll-
um hópnum! Bara yndisleg, þessi
kona.
Þess á milli sem ekki var gamlárs-
kvöld stóð rússajeppinn hans Kidda
inni í bílskúr. En þar fóru iðulega
fram viðgerðir eftir síðustu jeppa-
ferð. Þær voru ófáar ferðirnar sem
við fórum, en því miður kom „Rúss-
inn“ oft í einhverju ólagi til baka. En
þá var bílskúrinn bara aðalsam-
komustaðurinn og þar eyddum við
mestöllum okkar frítíma. Fæstir
kunnu að gera við en gáfu bara heil-
ræði í staðinn og þannig styrktum
við vináttubönd sem aldrei slitna.
Laufey vissi sínu viti þegar hún
náði í hann Kidda sinn, því hún fékk
svo frábæra tengdamömmu í kaup-
bæti! Margar okkar hafa átt mörg
samtöl við Evu þar sem hún kom
með ráðleggingar sem reynst hafa
vel í lífsins ólgusjó.
Það sem stendur upp úr er að hún
var góð fyrirmynd fyrir okkur
óharðnaða unglingana. Laus við for-
dóma, mannleg, jákvæð og hvetj-
andi. Hún hafði trú á okkur sem
unglingum.
Elsku Eva, takk fyrir að taka allt-
af vel á móti okkur og aðstoða okkur
þannig að komast til manns.
Elsku Kiddi, Laufey og börn,
Berglind, Anna Lóa, Margrét Lind,
Magnús, makar og börn. Megi góður
guð sem Eva trúði svo á gefa ykkur
öllum styrk í sorginni. Við vitum að
þið eigið öll frábærar minningar um
yndislega mömmu, tengdamömmu
og ömmu sem þið getið yljað ykkur
við um ókomin ár.
Fyrir hönd vinahópsins,
Alda, Elsa, Hlín, Hulda,
Ingibjörg, Kolbrún og
Sigríður.
„Og hvað er að hætta að draga
andann annað en að frelsa hann frá
friðlausum öldum lífsins, svo að
hann geti risið upp í mætti sínum og
ófjötraður leitað á fund guðs síns?
Aðeins sá, sem drekkur af vatni
þagnarinnar, mun þekkja hinn vold-
uga söng. Og þegar þú hefur náð
ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja
fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst
líkama þíns, muntu dansa í fyrsta
sinn.“(Kahlil Gibran.)
Eva verður ávallt einstök í huga
okkar fyrir það hversu útgeislandi,
uppörvandi, heilsteypt og hlý per-
sóna hún var. Hún hafði líka frá-
bæra kímnigáfu. Eitthvað segir okk-
ur að hennar fallega orka lifi áfram
og um ókomna tíð á þann hátt sem
mannlegur hugur getur ekki skilið.
Elsku Eva, við erum þakklátar
fyrir að hafa fengið að þekkja þig og
starfa með þér. Þú varst alls staðar
elskuð, hvort sem var af skjólstæð-
ingum eða starfsfólki.
Fjölskyldu Evu vottum við okkar
dýpstu samúð.
Fyrrverandi starfsfélagar úr
Miðstöð heimahjúkrunar.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 45
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
ANNA FINNBOGADÓTTIR,
lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 14. nóvem-
ber.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Finnbogi Á. Guðmarsson, Metta Kwanthong,
Erna Guðmarsdóttir, Steinþór Sigurðsson,
Örn Guðmarsson, Jóhanna Vilhjálmsdóttir,
Elín Ágústsdóttir, José Ramos,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi,
sonur, tengdasonur, bróðir, mágur og frændi,
KJARTAN ÁRNASON,
Kópavogsbraut 99,
lést mánudaginn 13. nóvember.
Útför hans fer fram frá Digraneskirkju miðvikudag-
inn 22. nóvember kl. 13.00.
Edda Ólafsdóttir,
Marta Kjartansdóttir,
María Erla Kjartansdóttir,
Ólafur Sverrir Kjartansson, Soffía Adólfsdóttir,
Saga Guðrún Ólafsdóttir,
Árni Björgvinsson, Sigrún Stefánsdóttir,
Drífa Garðarsdóttir,
Helga Aðalbjörg Árnadóttir, Finnur Frímann,
Árni Þór Finnsson,
Guðrún Finnsdóttir,
Kristjana Finnsdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, sambýlismaður, sonur, bróðir
og frændi,
EGILL SIGURÐUR ÞORKELSSON,
sem lést fimmtudaginn 9. nóvember, verður jarð-
sunginn frá Grafarvogskirkju í dag, fimmtudaginn
16. nóvember, kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Samtök
sykursjúkra.
Elinóra Inga Egilsdóttir,
Pétur Laxdal Egilsson,
Kristín Björg Pétursdóttir,
Þorkell Snævar Árnason, Rakel Egilsdóttir,
Georg Þorkelsson, Elísabet I. Einarsdóttir,
Árni Þorkelsson,
Sigurður Þorkelsson,
Auður Rakel Georgsdóttir,
Einar Þorri Georgsson,
Agnes Rut Georgsdóttir
og aðrir vandamenn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og
mágur,
PÉTUR ÞÓR MELSTEÐ
hárskeri,
Rauðarárstíg 3,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur að kvöldi mánudagsins
13. nóvember.
Ragnheiður Melsteð, Magnús Scheving,
Grétar Melsteð, Cilje Alexandersen,
Jónína Melsteð, Gunnar H. Gunnarsson
og barnabörn.