Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞORSTEINN I. Sigfússon og Bragi Árnason skrifa grein í Morg- unblaðið hinn 8. nóvember þar sem þeir gera athugasemdir við nokkur atriði sem komu fram í viðtali við Baldur Elíasson (BE) og ræða auk þess það leiðtogahlutverk sem þeir hafa sinnt í vetnismálum Íslend- inga. Það er ánægjulegt að þeir hafa gengist við óskapnaðinum því ég var farinn að halda að enginn væri lengur ábyrgur fyrir þessari vetnisvitleysu eftir að hafa bent á alvarlegar blekkingar vetn- isaðdáenda og tækni- lega annmarka verk- efnisins; það hefði bara gleymst að skrúfa fyrir fjár- magnsflæðið. Þor- steinn hafði að vísu frumkvæði að því að við héldum eftirmiðdagsmálstofu hér við Háskólann á Akureyri þeg- ar hann frétti af því að ég ætlaði að halda fyrirlestur um vetni. Ég kann honum miklar þakkir fyrir það en málstofan hefði örugglega orðið gagnlegri ef fundarstjórinn, sem var frá Orkustofnun, hefði ekki komið í veg fyrir nokkrar alvar- legar umræður að framsöguer- indum loknum. Það er ekki mitt hlutverk að svara þeim athugasemdum sem þeir gera við viðtalið við BE en að gera mikið úr hættunni við notkun metanóls, sem vissulega er eitrað, og að gefa í skyn að vetni undir 400 til 700 loftþyngda þrýstingi sé hættuminna eldsneyti er vægast sagt villandi. Ekki vildi ég eiga vetnisbíl í bílskúrnum hjá mér þeg- ar leiðsla fer að leka. Þeir félagar segja um forsendur verkefnisins: „…að stuðla að fram- leiðslu eldsneytis úr innlendum orkugjöfum og hins vegar að slík framleiðsla myndi leiða til ávinn- ings með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi“. Öll frumorkuframleiðsla á Íslandi er vistvæn (ef við samþykkjum að virkjanir séu vistvænar). Ef allir orkuframleiðslumöguleikar okkar eru nýttir höfum við sinnt okkar umhverfislegu skyldum gagnvart umheiminum. Vetnisbíll er tækni- leg útfærsla sem hefur ekkert með gróðurhúsalofttegundir í hnatt- rænu samhengi að gera nema ef hann fæli í sér orkusparnað. Hið gagnstæða er raunin. Enn og aftur verð ég að ítreka: Vetni er ekki eldsneyti sem finnst í jörðu í nokkru magni sem skiptir máli á heims- vísu. Það þarf að búa til með því að nota ein- hvern frumorkugjafa. Ef frumorkugjafinn er vistvænn, t.d. raforka framleidd með vatns- aflsvirkjunum, er notkun vetnis vistvæn. Ef frumorkugjafinn er ekki vistvænn, t.d. jarðefnaelds- neyti, er notkun vetnisins ekki vist- væn. Við myndun vetnisins tapast alltaf einhver orka. Þó að efnarafal- ar eins og notaðir eru í bílum séu með um 50% orkunýtingu, sem telst gott, er heildarorkunýtingin á frumorkugjafanum ef vetnið er framleitt með rafgreiningu um 20%. Ef raforkan sjálf væri notuð til þess að knýja samgöngutækið er orkunýtingin um og yfir 60%. Vetni sem milliliður við nýtingu raforku fyrir samgöngutæki felur í sér mikla orkusóun. Orkusóun á tímum þverrandi frumorkugjafa er ekki til fyrirmyndar. Bandaríkjamenn sem hingað hafa komið, til dæmis frá General Motors, hafa fullyrt að Ís- land sé kjörið til þess að ryðja veg- inn í vetnisvæðingu bílaflota heims- ins, með bílum sem þeir framleiða, vegna þess að við höfum svo mikla vistvæna orku. Það er auðvelt að segja öðrum að sóa peningum. Ís- lendingar eiga ekki að falla fyrir skjalli frá GM um vistvæna orku. Ef þessir vetnisbílar þeirra eru svona góð hugmynd munum við og margir fleiri kaupa þá þegar þeir hafa sýnt fram á notagildi þeirra með því að sóa sinni eigin orku. Það er nægur markaður fyrir íslenska raforku og íslenskt vetni, ef það verður samkeppnisfært, annar en sóa því í vetni fyrir vetnisbíla. Í al- þjóðlegu samhengi er miklu vist- vænna að framleiða áburð með vist- vænu vetni (sem annars væri framleitt með jarðefnaeldsneyti) en að nota það á bíla með allri þeirri sóun á orku sem því fylgir. Með FutureGen-áætlun Bandaríkja- manna er hugmyndin að mynda vetni til orkuframleiðslu úr kolum og vatni og safna koldíoxíðinu. Ef þetta tekst er þetta þrátt fyrir allt miklu skynsamlegri fram- leiðsluaðferð fyrir vetnið en raf- greiningin, því hér er verið nýta mjög óvistvænan frumorkugjafa, sem kolin eru, á vistvænan hátt. Það var ekki í mörgu sem ég gat verið sammála fylgjendum vetni- svæðingar á fyrrnefndri málstofu við Háskólann á Akureyri. Að einu leyti var ég þó sammála þeim, þ.e. að það gæti verið gott vegna fram- gangs verkefna eins og vetn- isvitleysunnar að rækta samböndin við ráðamenn. Þetta vissi Lysenko líka og hvað gerði hann ekki fyrir sovéskan landbúnað á sínum tíma. Er mönnunum alvara? Sigþór Pétursson fjallar um vetni og orkumál » Það er nægur mark-aður fyrir íslenska raforku og íslenskt vetni, ef það verður samkeppnisfært, annað en sóa því í vetni fyrir vetnisbíla. Sigþór Pétursson Höfundur er prófessor í efnafræði við Háskólann á Akureyri. UMRÆÐAN um innflutning út- lendinga til Íslands hefur tekið á sig undarlegar myndir. Allt frá því að varaformaður Frjálslynda flokksins missti út úr sér að stemma yrði stigu við innflutningi útlend- inga til landsins hefur litrík umræða staðið. Frjálslyndir hafa ver- ið sakaðir um að efla fylgi sitt með útlend- ingaóvild að hætti Carls I. Hagens, for- manns Framfara- flokksins norska, sem stórjók fylgi flokksins á þeirri stefnu og gerði hann þann stærsta í Noregi um tíma. Þessi gagnrýni hefur snúið forystu frjálslyndra í vörn. Þeir neita að þeir haldi fram kynþáttastefnu en benda á, að nauðsynlegt sé að setja löggjöf um innflutning útlendinga hingað til lands. Í raun eru frjálslyndir í pattstöðu. Misskilningurinn hefur aukið fylgi þeirra; ef þeir draga úr hörkunni er visast að nýtt fylgi hverfi en ef þeir auka andúð á út- lendingum og krefjast enn harðari lagaramma um komu þeirra til landsins er nær öruggt að fylgi þeirra heldur áfram að vaxa. Vandinn er bara sá, að þá leggur fnyk af flokknum og hæpið að aðr- ir flokkar vilji starfa með frjáls- lyndum. Í raun er sú staða þegar komin upp og veldur frjálslyndum óþægindum enda berjast þeir nú um á hæl og hnakka að bíta af sér kynþáttastefnu. Fulltrúar ýmissa annarra flokka hafa þó tekið var- færnislega í sama streng. Allir eru þeir á rangri siglingu: Löggjöf byggir ekki ramma um flutning út- lendinga til Íslands, heldur atvinnutæki- færi og vinnuveit- endur. Ef atvinna er nóg í landinu og okk- ur vantar vinnuauka koma útlendingar. Ef enga vinnu er að fá sitja þeir eftir heima. Alþingi ræður þar litlu um. Nema við viljum banna innflutn- ing útlendinga til Ís- lands með lögum. Sú skoðun hefur einnig heyrst að útlendingar fremji mest glæpi á Íslandi. Þótt sannað hafi verið með tölum að þeir sem drýgja flesta glæpi á Ís- landi séu Íslendingar stimplar slík fásinna útlendinga sem glæpa- menn. Undirstaða allra þessara vangaveltna hjá þjóðinni er hin gamla, úrelta og hlægilega sjálfs- sýn okkar. Þessi sýn er söguleg og nátengd rangri söguskoðun og sagnfræði. Það var Jónas frá Hriflu sem skrifaði Íslandssögu fyrir barnaskóla um miðja 20. öld og kennd var flestum starfandi sagnfræðingum sem starfa í dag. Söguskýringar Jónasar voru enn- fremur uppeldisbækur allra Ís- lendinga sem nú eru um miðjan aldur, alþingismanna einnig. Í bók- um Jónasar kemur skýrt fram, að Íslendingar séu komnir af norsk- um smákóngum sem flúðu undan Haraldi hárfagra er hann samein- aði Noreg í eitt konungsríki. Þess- ir hraustu og sterku menn komu gjarnan við á Írlandi og tóku menn þar sem þræla og ambáttir með nauðsynlegum undantekn- ingum eins og í nokkrum Íslend- ingasögum, m.a. í Laxdælu þar sem í ljós kemur, að ambáttin Mel- korka er í raun konungsdóttir. Með öðrum orðum eru Íslendingar runnir undan norrænum víkingum, mörgum af fornu kóngakyni, sterkum, hraustum, bláeygum og ljóshærðum. Konurnar voru væn- ar, fallegar og glæsilegar. Þetta var þjóð hugrakkra og sjálfstæðra manna. Þeir höfnuðu konungs- skipan og stofnuðu fyrsta lýðveldi í heimi – á Þingvöllum. Þegar lýð- veldi var endurreist árið 1944 þótti rétt að gera það á Þingvöllum. Þótt yngri sagnfræðingar hafi ga- grýnt þessa söguskoðun og bætt nýjum og öðrum söguskýringum við hafa skoðanir Jónasar frá Hriflu og eldri sagnfræðinga, eins og Jóns J. Aðils sem Jónas byggir sínar ranghugmyndir að stórum hluta á, en hann einnig skrifaði m.a. heila bók um þjóðveldisöld (Gullöld Íslendinga, 1906, endur- útgefin 1948 – með vænum for- mála eftir Jónas) reynst ótrúlega sterkar. Enn í dag trúa Íslend- ingar þessu bulli og þessari mynd af sjálfum sér. Þetta er grunn- urinn sem við byggjum sjálfsvit- und og sjálfsmynd okkar á og nýt- um í ýmsum tilgangi, eins og í íþróttum, fegurðarsamkeppnum, umhverfismálum, hátíðisdögum og jafnvel hvalveiðum. Nú hefur þessi sjálfsmynd flotið inn í málefni ný- búa og erlends vinnufólks. Gegn afkomendum hinna ljóshærðu, blá- eygu víkinga standa dökkleitir íbú- ar frá Austur-Evrópu, sígaunar og Asíufólk. Viljum við þetta lið inn í landið okkar fagra? „Þetta fólk,“ eins og við nefnum gjarnan nýbúa í daglegu tali? Við höfum alltaf borið þennan ugg í brjósti. Danah- atrið var að mörgu leyti ótti við blóðblöndun. Þegar breski herinn hertók Ísland 1940 óttuðust Ís- lendingar allra mest, að íslenskar stúlkur gengju í eina sæng með Bretum. Einkum af ótta við af- komendur. Þegar ameríski herinn tók við sundlaði okkur við þá til- hugsun, að í eldhúsum bandaríska hersins ynnu Filippseyingar sem gætu lætt sæði sínu um arískan stofn okkar. Það er þekkt þjóðsaga að íslenskir ráðamenn hafi sett þá kröfu, að þeldökkir væru ekki í þeim herstyrk Bandaríkjanna sem sendur yrði til landsins. Víking- arnir vildu ekki spilla blóði sínu og sjá þeldökka Íslendinga. Og nú má spyrja: Endurspeglast söguleg við- horf Jónasar frá Hriflu og Jóns J. Aðils í innflytjendaáherslum tals- manna Frjálslynda flokksins? Útlendingar og sjálfsmynd okkar Íslendinga Ingólfur Margeirsson skrifar um sjálfsmynd Íslendinga »Endurspeglast sögu-leg viðhorf Jónasar frá Hriflu og Jóns J. Að- ils í innflytjendaá- herslum talsmanna Frjálslynda flokksins? Ingólfur Margeirsson Höfundur er rithöfundur og sagnfræðingur. SAMTÖK lungnasjúklinga voru stofnuð í maí 1997 á Reykjalundi. Í markmiðum samtakanna segir að vinna skuli að velferðar- og hags- munamálum lungna- sjúklinga m.a. með því að halda uppi öflugri félagsstarfsemi, stuðla að fræðslu og rann- sóknum á lungnasjúk- dómum og afleiðingum þeirra, með því að efla forvarnarstarf og vinna að ráðgjöf og upplýs- ingamiðlun varðandi réttindi lungnasjúk- linga. Nánar um félag- ið og starfsemi þess er hægt að nálgast á heimasíðu samtakanna www.lungu.is . Yfir vetrarmánuðina eru haldnir fræðslu- fundir þar sem fjallað er um málefni er varða sjúkdóma og almenna velferð lungnasjúk- linga. Tilgangurinn er ekki síður sá að gefa aðstandendum breiðari, betri og von- andi nýja sýn á lungna- sjúkdóma og afleið- ingar þeirra. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því að mörg okkar geta t.d. ekki farið á kaffihús vegna reykinga annarra, geta ekki farið í leikhús eða á tónleika vegna ilmefna, sem leikhúss- og tón- leikagestir bera á sig áður en þeir fara þangað. Lungnasjúklingar eru annars ótrú- lega lífsglatt fólk og láta seint bugast. Sem dæmi um þrautseigju lungna- sjúklinga má hér til gamans nefna að á stofnfundi samtakanna var einn af frumkvöðlum stofnunar þeirra og fyrsti formaður, Jóhannes Kr. Guð- mundsson, mjög mikið veikur og var í endurhæfingu á lungnadeild Reykja- lundar. Til þess að komast niður í fundarsalinn var honum ekið í hjóla- stól og fékk hann alls konar lyf og sprautur til að geta flutt ræðu sína á þessum stóra degi – hann lét ekki deigan síga maðurinn sá. Samtök lungnasjúk- linga gengu í SÍBS árið 1998 og hafa starfað undir verndarvæng þess síðan. Félagar hafa ver- ið virkir í starfi SÍBS og tekið þátt í störfum nefnda og stjórna. Skrif- stofa samtakanna er í húsnæði SÍBS að Síðu- múla 6 í Reykjavík og er skrifstofan opin mánu- daga frá 16–18. Á sama tíma er þar rabb- og röltfundur en þá koma félagar úr SÍBS saman og rabba saman yfir kaffibolla, taka gjarnan í spil og fara þeir sem það geta í smágöngutúr í hverfinu. Allir eru vel- komnir og geta um leið fræðst um hjarta- og öndunarfærasjúkdóma, starfsemi félaganna og SÍBS. Hjá SÍBS er einnig starfandi fé- lagsráðgjafi þar sem félagar getað leitað aðstoðar með hin ýmsu mál og fengið ráðgjöf. Í læknavísindum eru stöðugar framfarir og má segja að á hverju ári komi fram eitthvað nýtt til að gera lungnasjúklingum lífið léttbærara. Ekki er ýkja langt síðan lungnasjúk- lingar, sem eru háðir súrefni, urðu að hafa með í farteskinu stóra og þunga kúta. Nú er hægt að fá súrefnið í „töskum“, sem það lítið fer fyrir að hægt er að hafa það í litlum bakpoka eða hliðartösku. Gerir það mörgum lungnasjúklingum mun auðveldara að komast út meðal fólks. Félagsleg ein- angrun lungnasjúklinga hefur í mörgum tilfellum verið þeim fjötur um fót. Stöðugar rannsóknir á lungnasjúkdómum færa okkur ný lyf á markað með minni og mildari auka- verkunum. Þrátt fyrir framfarir læknavísindanna er ýmislegt sem við getum gert til að koma í veg fyrir eða minnka líkur á lungnasjúkdómum. Eitthvað það mikilvægasta er að hætta að reykja og/eða forðast um- hverfi þar sem reykt er. Aldrei verð- ur nógsamlega bent á nauðsyn þess að vera með síur eða grímur þegar verið er að vinna í menguðu andrúms- lofti. Í gær var víða um heim haldið upp á alþjóðlegan dag sjúklinga með lang- vinna lungnateppu. Þrátt fyrir alvar- leika þessa sjúkdóms erum við von- góð um að hægt sé að bæta lífsgæði þeirra sem af þessum sjúkdómi þjást. Rannsóknir þurfa að vera í stefni til að gera læknum og öðru hjúkr- unarfólki kleift að létta og lina þján- ingar. Ekki má gleyma forvarn- arstarfi í þessu samhengi. Það er ekki síður mikilvægt í ljósi þess að álitið er að 20% Íslendinga þjáist af einum eða öðrum lungnasjúkdómi. Stór hluti þessa hóps hefur enn ekki verið greindur. Á lungnasviði Reykjalund- ar fer fram endurhæfing lungnasjúk- linga og eru þar biðlistar allt árið um kring. Þar fara einnig fram rann- sóknir ýmiss konar m.a. á sjúkdóm- um bæði hjarta- og lungnasjúklinga. Þetta starf allt er okkur til mikils sóma og þarf að kappkosta að styðja og styrkja bæði rannsóknarstarf og forvarnir til framtíðar. Alþjóðlegur dagur sjúklinga með lang- vinna lungnateppu Brynja D. Runólfsdóttir fjallar um Samtök lungnasjúklinga í tilefni af alþjóðlegum degi sjúklinga með langvinna lungnateppu sem var í gær Brynja D. Runólfsdóttir » Þrátt fyriralvarleika þessa sjúkdóms erum við vongóð um að hægt sé að bæta lífsgæði þeirra sem af þessum sjúk- dómi þjást. Höfundur er lungnasjúklingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.