Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 25
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 25 *g ild ir á m eð an b ir gð ir e nd as t. F le ir i g er ði r ka up au ka í bo ði . LANCÔME KYNNING Í HYGEU KRINGLU OG SMÁRALIND FIMMTUDAG, FÖSTU DAG OG LAUGARDAG Líttu við og kynntu þér spennandi nýjungar: RÉNERGIE DUO CONCEALER er fyrsti hyljarinn sem vinnur einnig gegn öldrun húðarinnar. NUTRIX ROYALE nærandi krem sem inniheldur drottningarhunang. Hugsaðu vel um húðina núna þegar kuldinn herjar á hana. COLOR FEVER varalitirnir eru fáanlegir í fjölda fallegra lita sem endast og þekja vel. LE GIFT -glæsilegur kaupauki fylgir þegar keyptar eru tvær vörur frá Lancôme*. Kringlan: sími 533 4533 Smáralind: 554 3960 Við mælum með: Advanced Night Repair Concentrate Recovery Boosting Treatment Strax í kvöld getur húð þín byrjað að endurheimta æskuvirknina. Notaðu þessa framúrskar- andi örvandi 3ja efna samsetningu* í þrjár vikur, 21 kvöld í röð. Þessi öfluga meðferð hjálp- ar til að losa húð þína við uppsafnaðan skaða. Henni batnar og getur þá á ný einbeitt sér að því að kljást við daglegt áreiti og umhverfisáhrif. *Sótt hefur verið um einkaleyfi fyrir þessa efnasamsetningu í Bandaríkjunum og um allan heim. GJAFA TÍMI Þetta er gjöfin þín ef þú kaupir Estée Lauder vörur fyrir 3.900 eða meira.* Allt sem þú þarfnast til að kynnast Estée Lauder Háþróuð krem og litavara, Idealist undrakremið og Daywear Plus dagkrem. Full stærð af Pure Color glossi, Rhubarb. Nýr augnskuggi, Mocha Cup. Lash XL maskari. Að auki glæsileg snyrtitaska Allt þetta fyrir þig ef þú verslar Estée Lauder vörur fyrir 3.900 krónur eða meira á snyrtistofunni Lipurtá, Hafnarfirði, dagana 16.-22. nóvember. *Meðan birgðir endast (Verðgildi gjafarinnar er um 8.400 kr.) Lipurtá, Staðarbergi 2-4, 221 Hafnarfjörður, sími 565 3331 Fjárfestingabankinn nýi, Saga, sem tekur til starfa á Akureyri í vor verð- ur til húsa í Gamla barnaskólanum við Hafnarstræti, á milli Samkomu- hússins og skátaheimilisins Hvamms eftir því sem heimildir mínar herma Akureyrarbær átti lengi Gamla barnaskólann en Eiður Gunnlaugsson, athafnamaður í Kjarnafæði, keypti það fyrir nokkru. Eiður kvaðst þá ekki vita til hvers hann myndi notað húsið en sagði þó eitthvað á þá leið að þar yrði örugg- lega ekki veitingahús. Má kannski segja að þar verði fjárveitingahús?    Fullreynt í fjórða sinn, hugsar hún nú og vonar konan sem ég sagði frá í síðustu viku að hefði þrisvar lent í hremmingum í beinu flugi frá Ak- ureyri til Kaupmannahafnar. Hún fór utan á sunnudaginn var – en ekki fyrr en nokkrum klukkutímum of seint. Þegar farþegar höfðu sest út í vél fór bara annar hreyfillinn í gang og kalla þurfti til viðgerðarmann að sunnan. Óheppnin eltir hana bless- aða, en vonandi verða allar aðstæður til flugs á Akureyri í lagi næstu klukkustundir. Hún á nefnilega að koma heim í dag.    Óskar Pétursson syngur lög Gunn- ars Þórðarsonar hér og þar þessa dagana, enda nýbúinn að gefa út plötu með þeim fallegu lögum. Norð- anmenn eru hrifnir af Óskari sem fyrr og nánast er uppselt á þrenna tónleika sem hann heldur í Akureyr- arkirkju um helgina.    Dagur íslenskrar tungu er í dag, fæðingardagur Jónasar Hallgríms- sonar og margt á döfinni af því til- efni. Finnur Friðriksson aðjúnkt flytur t.d. erindi sem vekur athygli og nefnist Slettur, slangur og staða íslensks hversdagsmáls. Finnur hef- ur upp raust sína kl. 16.15 í stofu 14 í húsi háskólans við Þingvallastræti.    Handboltaáhugamenn á Akureyri sátu margir sveittir af spenningi fyr- ir framan tölvu á sunnudaginn var. Þá stóð yfir leikur Stjörnunnar og Akureyrar í Garðabæ og bein lýsing var á heimasíðu Akureyrarliðsins, www.akureyri-hand.is eins og venju- lega. Sérstakur gluggi á heimasíð- unni uppfærist sjálfkrafa á 15 sek- úndna fresti og ég stenst ekki mátið að gefa lesendum innsýn í dramatík- ina á lokamínútunni, frá því að Gor- an Gusic jafnar fyrir Akureyri þegar 48 sekúndur lifa af leiknum. 59:12 22-22 Goran skorar. 59:31 Stjarnan tekur leikhlé. 59:45 Aigars [Lazdins Akureyr- ingur] vinnur boltann. 59:53 Andri klikkaði í horninu en Akureyri heldur boltanum. 59:56 Akureyri eru 6 á móti 4. En Hörður [Akureyringur] fær einnig 2 mín [brottvísun]. Akureyri hlýtur að skora . Hreiðar [markvörður Akureyrar] fer í sóknina. Tíminn fer í gang . 60:00 Aigars fiskar víti. 60:00 Það er víti og búið, Goran tekur það. 22-23 Goran skorar . Akureyri sigrar í frábærum leik! Eftir að hafa verið 14-9 undir í hálfleik nær Akureyri að sigra stór- glæsilega 22-23.    Umræður um Herra Kolbert verða í kvöld í Samkomuhúsinu eftir sýn- ingu Leikfélags Akureyrar á verk- inu, en þeim var frestað um síðustu helgi vegna veðurs. Sýningin hefur fengið afbragðs dóma og aðstand- endur hennar, með leikstjórann Jón Pál Eyjólfsson í broddi fylkingar, taka þátt í umræðunum og sitja fyrir svörum. Allir eru velkomnir og þeim sem ekki verða á sýningunni er bent á að mæta um kl. 21.40.    Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað almenningi klukkan tíu næsta laugardagsmorgun, skv. því sem til- kynnt var í gær. Flestar lyftur verða í gangi og skíðagöngusvæðið opið. Snjókoma síðustu daga hefur gert það að verkum að töluverður snjór er kominn í brekkurnar og mun meiri en sést hefur á sama árstíma nokkur undanfarin ár.    Nemendur Menntaskólans, Verk- menntaskólans og Háskólans á Ak- ureyri hafa boðað til opins fundar í Kvosinni í MA á morgun kl. 15. Þá er Alþjóðlegur dagur nemenda og hafa nemendur skólanna þriggja samein- ast um að helga daginn nú málefninu Staða nemenda í íslensku samfélagi. Að sögn aðstandenda fundarins staf- ar valið á umræðuefninu meðal ann- ars af þeirri óvissu sem þeir segjast sjá í stöðu nemenda í framhalds- og háskólum um þessar mundir.    Glæsileg viðbygging dvalarheimilis- ins Hlíðar var vígð á dögunum. Villa slæddist í frétt frá athöfninni þar sem sagði að Jón Kristjánsson hefði tekið fyrstu skóflustunguna. Rétt er að hann var viðstaddur og skrifaði sem ráðherra undir samning um bygginguna en það voru tveir íbúar Hlíðar, Irene Gook og Alfreð Jónsson, sem tóku fyrstu skóflu- stunguna. Það leiðréttist hér með. AKUREYRI Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gamall Nýtt fyrirtæki, Saga, verð- ur rekið í þessu fallega húsi. Skapti Hallgrímsson Rúnar Kristjánsson yrkir vegnaprófkjörs Samfylkingarinnar á Suðurlandi: Enn í mála röngu róti ráðast mannréttindaslys. Á framboðslistum kynjakvóti klár er nauðgun lýðræðis! Og Rúnar yrkir ennfremur: Þjóðin átti þegnrétt traustan þessu landi í. En feigðarverkið fyrir austan fer að breyta því. Landvættirnar gegn þeim ganga er græðgin hefur villt. Hrokans stíflu hefndin stranga hiklaust getur bylt! Vísa var rangfeðruð í þættinum sem birtist laugardaginn 7. október og hófst á „Vinnan mín í verði er lág“. Hún er eftir Björn Pétursson frá Sléttu. Fjölmargar vísur eftir Björn eru á vísnavef Skagfirðinga. Eitt sinn orti hann til konu Tryggva í Lónkoti, en Tryggvi bruggaði landa. Hún færðist undan að afhenda honum landann, en Björn hafði verið nokkra daga í Lónkoti við heyskap. Björn orti: Brúkaðu ekkert bölvað mas. Bágt er þig að laga. Mér er frjálst að fá í glas fyrir þessa daga. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Prófkjör og mas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.