Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Nokkrar þýðingar á verkum rúss- neska nítjándu aldar skáldsins Niko- laj Gogol hafa komið út hér á landi. Þekktasta verk hans, skáldsagan Dauðar sálir, kom út árið 1950 í þýð- ingu Magnúsar Magnússonar (hér var að vísu ekki þýtt úr rúss- nesku). Rúmri hálfri öld síðar kom út safn smá- sagna Gogols sem nefnt var Pétursborgarsögur, eða ár- ið 2004, og var þar að finna nokkrar af þekktari sögum höfundarins á borð við Dagbók vitfirrings og Nefið. Bók þessi var gefin út af Hávallaútgáfunni og nú hefur sama útgáfa enn bætt í hóp Gogol-þýðinga með bókinni Mírgorod en þar er á ferðinni smá- sagnasafn sem ólíkt Pétursborg- arsögum var gefið út sem slíkt í tíð höfundarins. Nafn bókarinnar má svo rekja til bæjar í Úkraínu ekki langt frá æskustöðvum Gogols. Hér birtast fjórar sögur en ein af þeim, Taras Búlba, er á lengd við stutta skáldsögu eða nóvellu. Þar er á ferðinni eins konar hetjusaga en Go- gol greinir hér frá bardagamönnum Úkraínu meðan land það var enn sjálfstætt. Sagan gerist á sextándu eða sautjándu öld en kósakkarnir áttu þá í erjum við Pólland auk þess sem þeir voru þekktir fyrir stríðs- hæfileika og miskunnarleysi. Ein- kenni þessi brutust fram í tíðum ránsferðum en þess á milli, sam- kvæmt sögunni, virðast karlmenn þjóðarinnar aðallega hafa legið á fyll- eríi. Titilpersónan, eignamaðurinn Taras, tekur í upphafi á móti sonum sínum tveimur úr latínuskóla í Kænu- garði þar sem þeir hafa dvalið und- anfarin ár. Endurfundirnir vara þó stutt því Taras fyllist strax miklum eldmóði um að koma sonum sínum í stríð og gera þannig úr þeim alvöru kósakka. Í kjölfarið kynnist lesandi karlmannasamfélagi kósakkanna, en því er lýst á lifandi hátt af Gogol, en sagan einkennist öðru fremur af mik- illi þjóðerniskennd og dýrkun á stríðsrekstri og bræðralagi her- manna. Annað álíka aðlaðandi sér- kenni skýtur stöku sinnum upp koll- inum en það er gyðingahatur og almenn fyrirlitning kósakka- samfélagsins á þeim trúarhópi. Ekki er hægt að segja að írónísk fjarlægð höfundar sé þar fyrir hendi, þvert á móti umfaðmar Gogol klisjurnar um gráðuga gyðinginn og reynir jafnan að búa til úr þeim fimmaurabrandara. Framvindan er blóði drifin en meló- dramatík og heimóttarskapur eru allsráðandi. Þeir lesendur sem ekki láta blóð- uga vígvelli kósakkanna stöðva sig í lestrinum hljóta tvær ágætar sögur í verðlaun. Hryllingssagan Víj hefst í sambærilegri stofnun og synir Taras- ar koma frá í fyrri sögunni, þ.e. eins konar latínuskóla í Kænugarði. Lýs- ingarnar á skólavistinni, hegðun nemenda og sérkennum hinna ólíku deilda eru skemmtilegar en sagan greinir frá ferðalagi þriggja nemenda um strjálbýl sveitasamfélög þar sem einn þeirra kemst í kast við skelfilega forynju. Sagan er framsett í formi ævintýris sem útskýrir kannski það sem virðist vera samhengisleysi í framvindunni en hún er ekki síst áhugaverð fyrir sterkan táknrænan grunn og allt að því ómeðvitaðan leik með samskipti kynjanna sem hér er framsettur í formi baráttu við norn. Hér birtist líka það einkenni sem eitt virðist taka gyðingahatrinu fram í þessum sögum en það er kvenóttinn. Skemmtilegasta saga bókarinnar er sú síðasta; sagan af því hvernig í brýnu sló milli Ívans Ívanovitsj og Ív- ans Nikiforovitsj en hún á ýmislegt sameiginlegt með þeim sögum sem Gogol skrifaði á árunum eftir útgáfu Mírgorod (og birtust margar hverjar í Pétursborgarsögum), einkum hæðn- islega umfjöllun um stjórnstofnanir og sérdeilis fjarstæðukennda en á sama tíma táknræna lýsingu á sam- skiptum fólks. Fyrsta saga bók- arinnar, Landeigendur frá liðinni tíð, er að mörgu leyti nostalgísk smásaga um letilíf óðalsbænda en undir niðri leynist gagnrýnisbroddur, sem þó aldrei er sérlega kraftmikill og heil- mikill kven-og kynlífsótti en það síð- astnefnda er kannski athyglisverðasti þáttur annars heldur máttlausrar sögu. Þýðingarnar virðast allar hreint fyrirtak en sögurnar eru ansi mis- tækar. Gogol átti eftir að skrifa nokkrar ágætar smásögur en þær komu síðar á ferlinum. Á ferð um Úkraínu BÆKUR Þýddar smásögur Eftir Nikolaj Gogol. Þýðendur Árni Berg- mann, Áslaug Agnarsdóttir, Þórarinn Kristjánsson. Hávallaútgáfan. Reykjavík. 2006. 316 bls. Mírgorod Björn Þór Vilhjálmsson Árni Bergmann Arnaldur Indriðason ákvað að taka sér frí fyrir þessi jól frá sköpunarverki sínu, Erlendi Sveinssyni, rannsókn- arlögreglumanni frá Eskifirði. Jóla- saga Arnalds í ár heitir Konungsbók og er alls óskyld Erlendi. Hún fjallar eins og nafnið gefur til kynna um Kon- ungsbók Eddu- kvæða, handritið merka sem geym- ir öll helstu Eddu- kvæðin og skilaði þeim til nútímans. Sagan gerist að megninu til árið 1955 og segir frá íslenskum náms- manni, Valdemar að nafni, sem heldur til Kaupmannahafnar að nema norræn fræði hjá gömlum og úrillum íslensk- um prófessor sem drekkur of mikið og býr yfir stórkostlegu leyndarmáli. Áð- ur en Valdemar getur sagt bingó er prófessorinn búinn að draga hann með sér í mikla háskaför til að eltast við umrædda Konungsbók sem virðist vera horfin af sínum stað í Kaup- mannahöfn. Í þessari sögu er Arnaldur á nýjum slóðum. Söguna mætti flokka sem „menningarlega glæpasögu“; ákveð- inn hlutur úr menningararfinum, handrit að þessu sinni, er tekinn og settur á stall og ráðgátan er látin snú- ast um hann. Þetta er ekki algjör ný- lunda á Íslandi því að Viktor Arnar Ingólfsson skrifaði einnig menning- arlega sögu árið 2002, Flateyjargátu þar sem annað handrit lék lykilhlut- verk, nefnilega Flateyjarbók. Konungsbók sver sig nokkuð í ætt við Da Vinci-lykilinn sem er ein vin- sælasta menningarlega glæpasaga síð- ari ára. Prófessorinn og Valdemar ferðast um alla Evrópu til að leysa ráð- gátuna. Arnaldur hefur unnið heima- vinnuna sína eins og hans er vandi og leikur sér með eitt mesta leyndarmál handritafræðanna, svokallaða eyðu í Konungsbók, en í handritið vantar nokkur blöð sem enginn veit hvar lentu. Þá dregur Arnaldur upp skýra mynd af Evrópu rétt eftir stríð. Lýs- ingar á nöturlegri Berlín eftirstríðs- áranna eru með því besta í bókinni. Hins vegar kann að orka tvímælis að draga sögulegar persónur inn í at- burðarásina og má þar nefna Halldór Laxness sem flækist inn í söguna þeg- ar hann fær nóbelsverðlaunin — þó að sjá megi ákveðna samsvörun með því þegar Halldór kom heim með verð- launin og þegar handritin komu heim 16 árum síðar. Helsti galli sögunnar er líklegast sögumaðurinn Valdemar. Hann er fullur áhuga en nokkuð ragur í fyrstu að ráðast í ævintýri með pró- fessornum. Persónusköpunin nær hins vegar aldrei mikið lengra. Nokkru ljósi er varpað á bernsku Valdemars og sam- skipti hans við móður sína en ekki er nóg sagt til að lesandi fái skýra mynd af þessum stúdent. Bókaormurinn Valdemar verður þannig hálflitlaus og hrifning hans á íslenskum fræðum virðist til að mynda einkum felast í því að hann langar í góða og rólega inni- vinnu. Prófessorinn sjálfur er að hluta til stöðluð manngerð, fræðimaður heltek- inn af viðfangsefni sínu, drykkfelldur með hárið út í loftið og minnir stund- um á pabba Indiana Jones eða tímavé- laprófessorinn í myndaflokknum Aftur til framtíðar. Eftir því sem líður á sög- una öðlast persóna prófessorsins hins vegar meiri dýpt og lesendur fá meira að vita um fortíðina sem bjó til þennan mann, harma hans og sorgir. Þannig kemst á samband milli lesanda og pró- fessorsins og þess sem rekur hann áfram í lífinu. Sagan sjálf er spennusaga sem byggist á eltingarleiknum, leit að lausn sem er háð í kappi við óprúttna náunga sem svífast einskis. Sem slík er hún prýðilega spennandi. Það eru engin ný sannindi að Arnaldur hefur góð tök á frásagnartækni, hins vegar hefði mátt vanda persónusköpun bet- ur, sérstaklega persónu Valdemars. En lesturinn er góð skemmtun og það eru spennandi tímar framundan ef ís- lenskir glæpasagnahöfundar halda áfram að vinna úr menningararfinum með þessum hætti. Á höttunum eftir handriti BÆKUR Skáldsaga Eftir Arnald Indriðason, Mál og menning, 2006. 363 s. Konungsbók Katrín Jakobsdóttir Arnaldur Indriðason ekki er stofublóm heldur einær runni sem vex best utanhúss. Halldóri er illa við sýprusinn því hann er eitraður, en hann laðast þó að plöntunni og smám saman fer líf hans að snúast um hana. Sam- band parsins er nokkuð óljóst. Þau eru ekki viss um hvort þau hafi kysst eða sofið saman. Halldór er í laumi Í SÖGUNNI Eitur fyrir byrjendur hitta lesendur sambýlisfólkið Dísu og Halldór. Hún er heimspekinemi sem misst hefur unga dóttur í bíl- slysi, hann er auðnuleysingi sem varla fer út úr húsi. Dísa hefur ný- lega keypt jurt sem þrífst illa enda er um að ræða sumarsýprus sem hrifinn af Dísu sem á í ástarsam- bandi við karlmannlega kynja- fræðinemann Högna. Eitur fyrir byrjendur er býsna kænlega byggð. Ýmist er sjón- arhornið Halldórs eða alviturs sögu- manns, sem mér fannst þó á köflum að gæti allt eins líka verið Halldór. Stundum minnti verkið mig á bækur Braga Ólafssonar. Líkt og margar persónur í bókum Braga lendir Hall- dór í vandræðalegum aðstæðum, hann læsist til dæmis inni á eigin heimili og á í kjánalegum sam- skiptum við póstinn í gegnum bréfa- lúguna. Dauðinn er Halldóri hug- leikinn. Hann sekkur sér í ritið Launráð og lævís brugg í fimm þús- und ár og les um menn á borð við Jack Kevorkian sem framdi umdeild líknarmorð og yngri bróður Krist- ófers Kólumbusar, illmennið Bar- tolómeus landstjóra í Panama, sem eitraði fyrir fólki. En þrátt fyrir al- varlegan tón leynist undir niðri ísmeygilegur húmor. Fræga fólkið er á ferð í Reykjavík, í spaugilegri senu rekst Halldór á mæðgurnar Elettru og Isabellu Rossellini á Mokka og nafngreind bráðavakt- arstjarna þvælist að sögn á bör- unum. Þá má í bókinni lesa fyndna flökkusögu um konu sem selur kross með Jesú sem kross með kalli. Þessa sömu sögu sagði Pétur Gunnarsson í Efstu dögum sem kom út árið 1994, líklega er það þess vegna sem mér finnst hún hálfankannaleg í Eitri fyrir byrjendur. Eftir drykkju seyðis af sýprus- inum finnst Halldóri hann breytast í ósýnilegan múmínálf. Sennilega langar hann mest að vera þybbinn múmínálfur sem lifir við umhyggju í öruggu skjóli. Bókin er grípandi og endalokin óvænt og ekki endilega augljós. En úr hefði orðið betra verk ef meira hefði verið nostrað við það. Það er galli að sögupersónur eru dregnar nokkuð óljósum dráttum, ég hefði þegið að dvelja lengur með þeim og kynnast þeim betur. Eitur fyrir byrjendur er ekki stór bók en hún fjallar um mikilvæga at- burði. Sagan býður upp á áhuga- verðar vangaveltur um sambönd og sektarkennd og áhrif fortíðar á nú- tíð. Framan á fallegri bókarkápu sit- ur múmínmaður og nartar í plöntu. Ég vona að myndin veki forvitni því Eitur fyrir byrjendur er athygl- isverð skáldsaga. Maður eða múmínálfur? BÆKUR Skáldsaga Eftir Eirík Örn Norðdahl 139 bls. Nýhil 2006. EITUR FYRIR BYRJENDUR Þórdís Gísladóttir Eiríkur Örn Norðdal Fylgist með umfjöllun um þessa bók í helgarútgáfunni á Rás 2, nú á laugardaginn kl. 11.00 Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00 Helgar tilboð 3.283,- "Besta íslenska skáldaga sem ég hef lesið lengi." Kolbrún Bergþórsdóttir, Blaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.