Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 21 MENNING HILDUR Vala er örugglega far- sælasta Idol-stjarna okkar, ásamt Jóni Sigurðssyni, og gefur hér út sína aðra breiðskífu. Lýtur hún öðrum lögmálum en sú fyrsta, sem innihélt tökulög, því hér er ein- ungis að finna ný frumsamin lög. Ætla má að sú leið hafi verið far- in, til að sýna fram á að Hildur Vala sé annað og meira en karaók- ísöngvari. Niðurstaðan úr þessu er þó mið- ur góð. Fyrsta plata Hildar gekk upp, þar sem hún virtist þekkja efnið sem fyrir hana var lagt. Út- koman því prýðisplata og gott bet- ur en það, þar sem Hildur stimpl- aði sig inn sem framúrskarandi túlkandi á þeim lögum sem þar er að finna. Þessu er hins vegar ekki að heilsa hér. Í gegnum þessa plötu er Hildur óþægilega fjarlæg því efni sem hún er að vinna úr, sem skilar sér í vissum tómleika. Einhverra hluta vegna var sú leið valin að búa til „haustlega“ plötu, og er innihaldið undir- strikað með frekar drungalegri umslagshönnun. Yfirbragð lag- anna er því dimmt og skuggalegt, lögin vel flest hæg og þung. Þessi áferð hentar Hildi hins vegar eng- an veginn, hún nær ekki að ljá lögunum þá dýpt sem þau krefj- ast. Í stuttu máli sagt gengur platan hreinlega ekki upp, og það er eins og hún geti ekki ákveðið hvað hún eigi að vera. Rauðvíns- og arineldsplata, „alvarleg“ plata, vinsældaplata? Gott dæmi um þetta ráðleysi er lagið „Palli var einn í heiminum“, sem er lag Valgeirs Guðjónssonar við texta (kvæði) Þórarins Eld- járns. Söngkona og hljómsveit ná ekki saman og það er eins og Hildur sé að lesa textann í fyrsta skipti. Tengingin við innihaldið engin. Ég verð bara að segja það … lagið er barasta hrútleið- inlegt fyrir vikið. Fleiri hliðstæð dæmi væri hægt að taka til. Þess fyrir utan eru lagasmíð- arnar hér einfaldlega ekki nógu góðar. Allflest lögin drabba í mið- ur spennandi millitempói og fara ekki neitt. Eina lagið sem eitthvað almennilegt líf er í er lag Otto Ty- nes, „Draumalandið“. Það eina sem kemur vel út á plötunni er undirleikurinn, fag- mannlegur og vel hæfandi því sem sóst var eftir. En það eitt dugar því miður skammt og þessi önnur plata Hildar Völu er á heildina lit- ið jafngrámóskuleg og kaldranaleg og myndirnar sem hana prýða. Gengur ekki upp TÓNLIST Geisladiskur Geisladiskur Hildar Völu inniheldur frum- samin lög eftir ýmsa íslenska höfunda. Lögin eru eftir þá Sigurð Bjólu, Egil Ólafs- son, Valgeir Guðjónsson, Svavar Knút Kristinsson, Pétur Örn Guðmundsson, Halldór Gylfason, Otto Tynes, Heiðar Örn Kristjánsson og Jón Ólafsson. Texta eiga Egill Ólafsson, Svavar Knútur Krist- insson, Halldór Gylfason, Heiðar Örn Kristjánsson, Karl Ágúst Úlfsson, Þór- arinn Eldjárn, Bragi Valdimar Skúlason og Kristján Hreinsson. Um undirleik sáu Jón Ólafsson, Stefán Már Magnússon, Róbert Þórhallsson, Birgir Baldursson og Kjartan Hákonarson. Upptökustjórn var í höndum Jóns Ólafssonar. Hildur Vala – Lalala  Arnar Eggert Thoroddsen SPURNING: Hvort er ný skífa tríós- ins Tyft a) rokk, b) djass eða c) ný- klassík? Bíðum við – Hilmar Jensson er margreyndur djassgítarleikari, einn af stofnendum Tilraunaeldhússins, og á að baki plötur sem heita nöfnum eins og Kjár, Kerfill og Dofinn. Jú! Allt (og ekkert) af ofantöldu! En þetta eru engin tíðindi: Hilmar hefur verið að splæsa allskyns tónlist saman í árarað- ir, og í leiðinni hafa hundruð fólks gengið út af tormeltum tónleikum hans og samverkamannanna. Vísun upphafslagsins „Led Tyftel- in“ í Led Zeppelin gefur til kynna að þar sé á ferðinni rokk í þyngri kant- inum, og því er erfitt að neita. Yfir gít- arriff í torræðri takttegund og einfald- an trommuleik þenur Andrew D’Angelo altósaxafóninn. Gítarinn og saxafónninn leiðast hluta leiðarinnar en á köflum fær D’Angelo frjálsar hendur; á meðan leikur Hilmar sér kannski að því að mata magnarann á endurómi og Black misþyrmir pák- unum. Laglínur saxafóns og gítars haldast raunar ansi oft í hendur á plötunni, sérstaklega í hrynjandinni, og þegar Hilmar beinir gítartónunum í gegnum tónbilsskæli (þýðing á „octaver“ – betra orð óskast) hljómar fáheyrð ein- röddun sem ljáir sumum laganna all- sérstakan hljóm. Hljómur þessi er í senn einfaldur og flókinn, því þó að einungis sé að heyra eina rödd auk trommanna eru línurnar oft flóknari en svo að maður rauli þær nema eftir að hafa lagt þær rækilega á minnið. Gítar og saxafónn elta hvor annan oft um nokkurra takta bil, skipta svo liði, og taka höndum saman að nýju stuttu síðar. Þetta er sérstaklega áberandi í einu besta lagi plötunnar, „Ain’t No Waltz,“ en á við um mörg fleiri. Þó að spunakaflar séu ekkert fleiri eða lengri en skrifaðir kaflar á plöt- unni, þá líður manni engu að síður eins og spuninn sé hér í aðalhlutverki sök- um þess hversu ólagrænar línur Hilm- ars eru. Inn á milli eru hreinræktuð spunaverk, t.d. hið óreiðukennda „Tumble Bugs“ og „Flutter,“ einn af hápunktum disksins. Önnur hefjast á spunaköflum áður en haldið er yfir að nótnablaðinu, t.d. „International Fo- ur“ og „Ouch.“ Lögin eiga flest sam- merkt að vera fremur hávær og tor- melt og að eiga ekki við alla. Eina beinlínis „fallega“ lagið á plötunni er ballaðan „Sezt niður“. Gítarhljómur er oft ansi grófur, sama gildir um óheflaðan tréblást- ursleikinn, auk þess sem rafhljóð eru oft gróf og bjöguð. Því hefði eflaust komið betur út að skíta trommuhljóm- inn aðeins út og færa trommurnar nær hljóðheimi hinna hljóðfæranna, en þær hljóma oft „óeðlilega eðlilega“ í sam- anburði við önnur hljóðfæri. Krafturinn sem býr í mörgum þess- ara laga brýst ábyggilega fram með mögnuðum hætti á tónleikum (ef marka má tónleika annarra sveita sömu meðlima, t.d. AlasNoAxis) og því er ekki vitlaust að kynna sér Meg Nem Sa fyrirfram og búa sig þannig undir vetnissprenginguna sem á sér stað á sviði. Platan er ofar öðru skrán- ing á þeim viðburði þegar þrír af- burðatónlistarmenn koma saman, en mun ekki rata oft í spilarann nema sem eins konar gestaþraut handa þeim allra klárustu. Vetnissprengja, gestaþraut TÓNLIST Geisladiskur Geisladiskur Tyft. Flest laganna eru eftir Hilmar Jensson. Andrew D’Angelo og Jim Black eiga sitthvort lagið og eitt saman. Tvö laganna eru eftir Hilmar, Andrew og Jim, og eitt þeirra eftir Himar og Jim. Hilmar leikur á gítar, Andrew á altósaxa- fón, bassaklarínettu og rafhljóð, og Jim leikur á trommur og rafhljóð. Platan var tekin upp af Valgeiri Sigurðs- syni, Andy Taub hljóðblandaði og Gene Paul hljómjafnaði. Skirl Records gefa út. 13 lög, 44:06. Tyft - Meg Nem Sa  Atli Bollason Á NÝJU plötu Brainpolice er svo sannarlega ekki kastað til kólf- unum, því hér er á ferðinni eðal- rokkdiskur, sem ætti að standast allar væntingar hins venjulega rokkara. Jón Björn trommari fer hamförum á settinu sínu, og stend- ur sig sérlega vel í lögum eins og „Hot chick & hell queens“ og „Thunder- bird“ , sem eru að mínu mati bestu lög plötunnar. Gítar- og bassaleikur er þéttur og hljómar vel, og söngvarinn Jenni sýnir á sér nýjar hliðar. Hann reynir meira á röddina, fer bæði meira upp og nið- ur, og við það verður ríkari blæ- brigðamunur á milli laganna. Einn- ig er eins og Brainpolice hafi tekið sig svolítið á í lagasmíðum, því nú er meiri fjölbreytni í lögum en áð- ur, án þess þó að þeir hverfi frá sínum eigin stíl. Stíllinn á rokkinu sem þeir eru að spila er alveg undarlega vel til þess fallinn að keyra bíl við, og í ljósi þess er bæklingur plötunnar sér- lega vel heppnaður, en þar má sjá piltana standa á malbiki eða við þjóðveginn. Forsíðumynd disksins er teiknuð og vitnar ágætlega í gamla hippatíma, með sinni sýru og „psycadelíu“, og það virka aftur prýðilega til að lýsa tónlist Brainpo- lice, sem er einmitt að vitna í þessa sýruhippatónlist. Það er augljóslega ekki mikið að þessum nýja diski, og fengju þeir að öllum líkindum fullt hús stiga, ef ekki væri fyrir frekar slappa texta. Ef textarnir væru betri væri disk- urinn í heildina mun betri líka. Það er greinilega það eina sem Brainpo- lice á eftir að bæta hjá sér, og ef til vill verður næsta plata hreinlega fullkomin ef meðlimir leggja aðeins meiri metnað í textagerð sína. Það er þó tvímælalaust óhætt að mæla með Beyond the Wasteland, og fátt betur til þess fallið að koma blóðinu á hreyfingu. Toppurinn er svo að sjá sveitina á tónleikum, og hvet ég alla til að grípa næsta tækifæri, það er hin mesta upplifun. Rokkum í burtu skammdegið TÓNLIST Geisladiskur Geisladiskur Brainpolice, sem ber heitið Beyond the Wasteland. 11 lög, heild- artími 48.54 mínútur. Í Brainpolice eru Jens Ólafsson sem syngur, Hörður Ingi Stefánsson á bassa, Jón Björn Ríkarðs- son á trommur og gong og Búi Bendtsen á gítar. Þórir Baldursson spilar á Ham- mond-orgel og Rhodes-píanó. Upptökum stjórnaði Chips K. Um upptökur og hljóð- blöndun sá Stefan Boman í Sýrlandi í Hafnarfirði. Masterað af Henriki Jónssyni í Masters of Audio í Stokkhólmi.Um um- slag sá Móði. Ljósmyndir í umslagi tók Gúndi. Sena gefur út 2006. Heimasíða hljómsveitarinnar er http://www.mys- pace.com/brainpolice. Brainpolice – Beyond the Wasteland  Ragnheiður Eiríksdóttir Jóhann Helgason heldur útgáfu- tónleika í Salnum í kvöld þar sem hann kynnir nýútkomna breiðskífu sína, Söknuð. Tóneikarnir hefjast kl. 20. Á Söknuði eru öll þekktustu lög Jóhanns í nýjum útsetningum Jóns Ólafssonar sungin af Jóhanni sjálf- um. Á plötunni eru nokkur lög sem Jóhann hefur ekki áður sungið inn á plötu en hafa notið vinsælda í flutningi annarra og eitt lag sem ekki hefur áður heyrst. Jóhanni til aðstoðar á útgáfuhljómleikunum verða Guðmundur Pétursson gít- arleikari, Pálmi Sigurhjartarson píanóleikari, Friðrik Sturluson bassaleikari og Jóhann Hjörleifs- son trommuleikari, en þeir Guð- mundur, Friðrik og Jóhann léku einnig undir á plötunni auk Jóns Ólafssonar. Útgáfutón- leikar Jóhanns Helgasonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.