Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞAÐ var allt tómt, búið að tæma öll hólf og bara skítafýla þarna inni,“ segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Ís- lands, en hann var viðstaddur þegar fulltrúar KB banka fóru í fyrsta sinn inn í húsakynni frystihólfaleig- unnar í Gnoðarvogi nú í vikubyrjun. Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. laugardag eignaðist KB banki húsnæðið með formlegum hætti sl. fimmtudag eftir að fyrri eigendur, Gnoðarvogur ehf. sem var leigusali NÍ, misstu það á uppboð vegna van- skila, en KB banki var stærsti kröfuhafinn. „Ég fékk lásasmið til að opna fyr- ir okkur og síðan fóru starfsmenn NÍ inn fyrstir manna og staðfestu það að það væri ekkert eftir af mun- um stofnunarinnar,“ segir Henrý Þór Gränz, starfsmaður í lögfræði- innheimtu KB banka. Að sögn Henrýs stóðu fyrri eigendur hús- næðisins ekki við gefin loforð um að koma lyklum til bankans sl. föstu- dag og því greip hann til þess ráðs að fá aðstoð lásasmiðs til að komast inn í húsið og láta skipta um lás. Að sögn Henrýs bendir allt til þess að fyrri eigendur, eða ein- hverjir á þeirra vegum, hafi verið á ferð í húsnæðinu um helgina. Bygg- ir hann þá grunsemd sína á því að sl. fimmtudag hafi hann lagt leið sína að umræddu húsi og þegar hann var þar aftur á ferð með starfsmönnum NÍ nú á mánudag hafi aðkoman að lásnum verið öðru- vísi, búið að festa „rósettu“ utan um lásinn sem áður vantaði. Líkt og fram kom í Morgun- blaðinu sl. laugardag hefur NÍ í samráði við umhverfisráðuneytið óskað eftir opinberri rannsókn á hvarfi náttúrurannsóknargagna og náttúrugripa sem geymdir voru í umræddum frystiklefa. Spurður hvort lögreglan hefði þegar skoðað húsnæðið svaraði Henrý því neit- andi, en tók fram að hann hefði tjáð forstjóra NÍ að hann væri reiðubú- inn til að opna fyrir þeim húsnæðið hvenær sem þeim hentaði að skoða það. Að sögn Henrýs bauð hann jafnframt forstjóra NÍ lykil að hús- næðinu, en forstjórinn taldi það ekki nauðsynlegt að svo komnu máli. Allt galtómt þegar starfsmenn NÍ komust í frystigeymslurnar Morgunblaðið/RAX Allt tómt Frystigeymslur NÍ voru galtómar þegar ljósmyndari Morgun- blaðsins kom þar við í gær ásamt starfsmanni KB banka. Skipt um lás Fyrri eigendur stóðu ekki við loforð um að skila lyklum og því var skipt um lás í vikubyrjun. Í HNOTSKURN »NÍ hefur um 15 ára bil haftfrystiklefa og frystihólf á leigu hjá fyrirtækinu Frysti- hólfaleigunni í Gnoðarvogi. » Í maí sl. fær umhverfissviðReykjavíkurborgar fyrir- spurnir frá nokkrum ein- staklingum sem höfðu átt erfitt með að ná í forsvarsmenn Frysti- hólfaleigunnar. Við athugun kemur í ljós að fyrirtækið starfar án þess að hafa starfsleyfi. »Heilbrigðisfulltrúi nær tali afÞóri R. Ólafssyni, talsmanni eigenda, sem segir að stefnt sé að því að hætta þessari starfsemi sem fyrst. Haft verði samband við alla hlutaðeigandi og sam- vinna höfð við þá um lokunina. Allir frystar séu í lagi. » Í júní fær umhverfissviðkvartanir yfir því að frost sé ekki á geymslunni og þar sé mik- il ólykt og blóðpollar á gólfum. Farið er í leiguna og staðfest að þessi lýsing sé rétt. »Starfsmenn NÍ heyra fyrst afmálinu í október sl. og er þá tjáð að allt innihaldi frysti- geymslunnar hafi verið fjarlægt og urðað. Komast þeir jafnframt að því að nýir eigendur, Gnoðar- vogur ehf., hafi tekið við rekstri Frystihólfaleigunnar á vormán- uðum. STROKUFANGINN Ívar Smári Guðmundsson, sem strauk úr haldi fangaflutningamanna í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag, er enn ófundinn. Ívar Smári er fæddur árið 1980. Hann er um 180 sentimetra hár og var meðal annars klæddur í græna hettupeysu þegar hann strauk. Hann afplánar tuttugu mánaða dóm vegna fíkniefnabrota en var í héraðs- dómi síðastliðinn þriðjudag vegna annarra afbrota – og er hann talinn varasamur, sam- kvæmt upplýs- ingum lögregl- unnar í Reykja- vík. Þeir sem hafa einhverjar vís- bendingar um dvalarstað Ívars Smára eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444 1000. Strokufanginn enn ófundinn Ívar Smári Guðmundsson LANDNÁMSSETUR Íslands hlaut nýsköpunarverðlaun SAF – Sam- taka ferðaþjónustunnar sem afhent voru við athöfn á Hótel Holti í Reykjavík í gær. Var setrið verð- launað fyrir vel útfærðar og vand- aðar sýningar sem efla ímynd Ís- lands og eru til þess fallnar að efla ferðaþjónustu utan hins hefðbundna tímabils. Í tengslum við safnið er unnið með sögu landsins með leik- sýningum, sögumönnum, námskeið- um og hlöðnum vörðum á helstu sögustöðum Egilssögu víðar á svæð- inu. Tækni er vel nýtt á sýningunum, m.a. með leiðsögn með lófatölvum, segir í frétt frá SAF. Hið nýja Land- námssetur hafi því átt stóran þátt í því að verða mikilsvægur þáttur í að efla menningartengda ferðaþjónustu á Íslandi. Hlutverk Nýsköpunarsjóðs er að hvetja til nýsköpunar og vöruþróun- ar í íslenskri ferðaþjónustu. Stjórn sjóðsins skipa: Jón Karl Ólafsson, formaður SAF, Edward Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs, og Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Rad- isson SAS Hótel Sögu. Í stefnumót- un SAF kemur m.a. fram að stefnt skuli að því að nýsköpun og fag- mennska innan greinarinnar tryggi arðsemi allt árið enda byggist ferða- þjónustan á ímynd, gæðum, þekk- ingu og traustum innviðum. Auk þess segir að landið allt verði kynnt til eflingar ferðaþjónustu og að nátt- úra, mannlíf og menning landsins gegni lykilhlutverki. Sjá nánar á www.landnam.is. Landnáms- setur verð- launað Hlaut nýsköpunar- verðlaun SAF AÐ MATI Atla Gíslasonar hrl. olli Umhverfisstofnun ólögmætum spjöllum á Hrafntinnuskeri með því að veita leyfi til að taka þaðan 50 tonn af hrafntinnu. Leyfisveitingin varði refsingu samkvæmt náttúru- verndarlögum, verði ekki bætt úr skemmdunum þegar í stað. Þá hafi bæði Umhverfisstofnun og Línu- hönnun hf. brotið alvarlega gegn lög- um um umhverfismat. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Atli skrifaði í gær fyrir hönd Guðrúnar S. Gísladóttur leikkonu, en hún hefur kært efnis- tökuna, bæði í eigin nafni og í nafni Hrafntinnuriddaranna. Í bréfinu er þess krafist að Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra grípi af sjálfsdáðum inn í málið og komi í veg fyrir vinnslu á þeirri hrafntinnu sem tekin var úr Hrafntinnuskeri vegna viðgerða á Þjóðleikhúsinu. Þar sem umhverfisráðherra sé æðsti yfirmaður Umhverfisstofnunar beri ráðherra sem slíkur ábyrgð á að stofnunin komist ekki upp með lög- brot og verði því að taka á málinu, burtséð frá því hvort henni berist kæra eða ekki. Í bréfinu vekur Atli sérstaka at- hygli á því að leyfið var veitt án þess að það væri auglýst fyrirfram og án þess að aðilum sem hefðu beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, þ.m.t. Skipulagsstofnun, væri gefinn kost- ur á að tjá sig. Framkvæmdin væri þar að auki matsskyld og matsskyld- an væri enn ríkari fyrir þá sök að um friðlýst náttúruverndarsvæði er að ræða. Því hafi bæði Umhverfisstofn- un og Línuhönnun brotið gegn lög- um um mat á umhverfisáhrifum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Atli að hann vísaði sérstaklega til staðsetningar, þ.e. náttúruverndar- gildi Hrafntinnuskers væri afar hátt og því hefði umrædd efnistaka um- talsverð umhverfisáhrif. Getur veitt Guðrúnu aðild Guðrún hefur fengið þau svör frá umhverfisráðuneytinu að hún sé ekki aðili að málinu í skilningi stjórn- sýslulaga. Atli segir að þau ákvæði sem ráðuneytið vísi til séu einungis leiðbeinandi og mörg fordæmi fyrir því að aðilum hafi verið veitt aðild að máli, jafnvel þó það samrýmist ekki ströngustu túlkunarkröfum stjórn- sýslulaga. „Og þá getur umhverfis- ráðherra, ef hún vill, tekið efnislega á málinu í staðinn fyrir að skauta bak við formlegar ástæður. Það er afar nauðsynlegt að það sé tekið efnislega á þessu máli því það kann að hafa fordæmi um að ríkisstofnanir geti valsað um friðlýst svæði og annað slíkt án þess að almenningur sem nýtur þeirra hafi tök á að gera nokk- urn skapaðan hlut,“ sagði Atli Gísla- son hrl. Segir efnistökuna varða refsingu Morgunblaðið/Kristinn Hrafntinna Viðgerðir á Þjóðleikhúsinu eru tímabærar en mjög er deilt um eitt byggingarefnið, hrafntinnuna sem tekin var úr Hrafntinnuskeri. BÆÐI Umhverfisstofnun og Nátt- úrufræðistofnun Íslands telja að huga þurfi almennt að vernd fá- gætra tegunda úr steinaríkinu á Ís- landi svo sem hrafntinnu og silfur- bergs en báðar þessar tegundir hafa verið í sviðsljósinu vegna við- gerða á Þjóðleikhúsinu. Silfurberg var einnig notað við viðgerð á aðal- byggingu Háskóla Íslands. Í bréfi sem Umhverfisstofnun sendi umhverfisráðherra 20. októ- ber sl. kemur m.a. fram að ekki sé hægt að friðlýsa stakar steindir eða steintegundir heldur einungis fund- arstað þeirra. Þá sé ekki heimild í lögum til að friðlýsa bergtegundir sérstaklega en hrafntinna er berg- tegund. Breyta þurfi lögunum svo ákvæði um verndun verði skýrari og ótvíræðari. Vilja nýjar reglur um friðun edda.is Sigrún Eldjárn Ný bók eftir Sigrúnu Eldjárn Gula sendibréfið er æsispennandi saga úr óbyggðum fyrir ævintýraþyrsta krakka. Sigrún Eldjárn samdi söguna og teiknaði myndirnar en HVER SKRIFAÐI GULA SENDIBRÉFIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.