Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 42
✝ Stefán Hann-esson, fyrrver- andi verkefnastjóri hjá Reykjavík- urborg, fæddist í Reykjavík 22. apríl 1923. Hann lést á líknardeild Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss á Landa- koti 7. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Hannes Jónas Jónsson, fyrrver- andi kaupmaður, f. á Þóreyjarnúpi í Línakradal í Kirkjuhvammshreppi í Vestur- Húnavatnssýslu 26. maí 1892, d. 21. júlí 1971, og Ólöf Guðrún Stef- ánsdóttir húsmóðir, f. á Kotleysu við Stokkseyri 12. maí 1900, d. 23. júlí 1985. Systkini Stefáns eru Sveinbjörn, fyrrverandi rekstr- arstjóri hjá Reykjavíkurborg, f. 30. nóvember 1921, d. 21. janúar 1998, Pétur, fyrrverandi deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg, f. 5. maí 1924, d. 27. ágúst 2004, Sesselja, húsmóðir á Sauðárkróki, f. 6. júní 1925. Ólafur Hannes, prentari í Reykjavík, f. 7. nóvember 1926, Steinsmýri í Meðallandi í Vestur- Skaftafellssýslu, f. 1855, d. 1941, og Sesselja Sveinbjörnsdóttir frá Þórarinsstöðum og Kluftum í Hrunamannahreppi í Árnessýslu, f. 1859, d. 1952. Stefán kvæntist 1961 Ásdísi Jónsdóttur, f. 22.10. 1936, for- eldrar hennar voru hjónin Jón Jónsson frá Mýri, bóndi á Fremsta- felli í Ljósavatnshreppi, f. 5. apríl 1908, d. 17. október 2001, og Frið- rika Kristjánsdóttir frá Fremsta- felli, f. 18. júlí 1916, d. 1. nóvember 2003. Þau Ásdís slitu samvistum. Ásdís átti eina dóttur fyrir, Hildi- gunni Friðjónsdóttur hjúkr- unarfræðing, f. 13. júní 1958, gift Guðlaugi M. Sigmundssyni rekstr- arfulltrúa, f. 15. nóvember 1951, börn þeirra eru Árni og Guðni Hrafn. Börn Stefáns og Ásdísar eru: 1) Ólöf stjórnarráðsfulltrúi, f. 22. september 1961, í sambúð með Axeli S. Guðbjörnssyni blikksmið, f. 19. febrúar 1960, dóttir hennar er María. 2) Jón Kristján sölustjóri, f. 25. desember 1962, kvæntur Ásu Björk Matthíasdóttur grunnskóla- kennara, f. 16. júlí 1962. Börn þeirra eru Bryndís Dagmar, Ásdís Elín og Stefán Matthías. Útför Stefáns verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Andrea Kristín, fyrr- verandi starfsmaður hjá Flugmálastjóra í Reykjavík, f. 9. sept- ember 1928, Björg- vin, fyrrverandi starfsmaður hjá Flugleiðum í Reykja- vík, f. 20. júní 1930, Jóhann, hús- gagnasmiður í Reykjavík, f. 20. júní 1930, Jón Stefán, húsasmíðameistari í Hafnarfirði, f. 8. jan- úar 1936, d. 6. janúar 2003, Sigurður Ágúst, stýrimaður í Reykjavík, f. 17. ágúst 1937, og Þorbjörg Rósa, húsmóðir í Reykja- vík, f. 12. febrúar 1939. Hálfsystir þeirra er Málfríður Hannesdóttir, fyrrverandi starfsmaður Bún- aðarbankans í Reykjavík, f. 2. ágúst 1920, d. 8. mars 2006. Foreldrar Hannesar voru Jón Lárus Hansson, bóndi og kaup- maður, f. í Hvammi í Langadal 1864, d. í Reykjavík1940, og Þor- björg Sigurðardóttir, f. í Klömbr- um í Vestur-Hópi 1859, d. í Reykja- vík 1936. Foreldrar Ólafar voru hjónin Stefán Ólafsson frá Syðri- Stefán tengdafaðir minn var ein- stakur maður. Það er mikil gæfa að fá að kynnast svona manneskju á lífs- leiðinni. Undanfarin tuttugu ár höf- um við átt dagleg samskipti. Við bjuggum nefnilega í sama húsi, á Hagamelnum, og deildum jafnt litlum sem stórum stundum á lífsleið- inni. Þegar við Jón, maðurinn minn, byrjuðum að búa fluttum við á jarð- hæðina í húsinu hans tengdapabba. Fljótlega eignuðumst við hana Bryn- dísi Dagmar, elstu dóttur okkar, og þá kom fljótt í ljós að hann afi Stefán hafði einstakt lag á börnum. Rólegt fas hans og notaleg nærvera gerði það að verkum að oft hvarf Bryndís upp til afa og það jafnvel þó vinkonur hennar væru í heimsókn. Það var afi sem var í fyrsta sæti hjá henni. Þegar við stækkuðum við okkur gripum við tækifærið og keyptum hæðina og risið fyrir ofan tengda- pabba. Já við vildum öll vera áfram sem næst honum. Síðar komu Ásdís Elín og Stefán Matthías og það var eins með þau. Afi Stefán átti sinn fasta sess í fjölskyld- unni og var auðvitað teiknaður inn á allar fjölskyldumyndir í leikskólan- um og skólanum. Ásdís Elín og afi voru miklir dýravinir og náttúrubörn og Stefán Matthías og afi fóru saman í ótal gönguferðir og horfðu saman á dýralífsþætti. Hann Stefán setti sig vel inn í áhugamál og hugarheim barnanna og tók heilshugar þátt í lífi þeirra. Hann var einfaldlega einn af okkur. Stefán var fyrst og fremst maður verkanna. Hann hafði ekki mörg orð um ást sína en sýndi hana þeim mun betur í verki. Hann var einstaklega nærgætinn og vel gerð manneskja, mjög vel lesinn og víðsýnn og miðlaði börnum okkar margs konar fróðleik. Fjölskyldan hans var honum allt og við fórum ekki varhluta af því. Þær voru líka ófáar ferðirnar sem við fórum saman að útrétta og „gera góð kaup.“ Hann var alltaf svo þol- inmóður og rólegur, hann Stefán minn. Þess vegna var svo gott að vera með honum. Í annríki dagsins þegar ég vildi helst gera alla hluti í einu sagði hann iðulega við mig: „Ása mín mundu: Fyrst að hugsa, svo að fram- kvæma.“ Svo brosti hann því hann hafði nú líka gaman af fjörinu. Minningarnar eru ótalmargar og þær geymum við eins og gull í hjört- um okkar. Að leiðarlokum þakka ég fyrir að hafa fengið að deila öllum þessum ár- um með Stefáni. Hann verður okkur og börnum okkar ætíð mjög kær. Síðustu mánuðina var Stefán á líknardeild Landakotsspítala og hlaut þar aðhlynningu einstaks starfsfólks. Það var yndislegt að sjá og upplifa hvað starfsfólkið sýndi honum mikla hlýju og ástúð.Það var ekki síður fyrir tilstilli þess að honum leið betur síðustu daga lífs síns. Ég kveð hann með orðum Stefáns Matthíasar, nafna hans: „Hann afi er orðinn fallegur engill sem fylgist með okkur alla daga og er núna hjá öllu góða fólkinu sem þótti svo vænt um hann eins og okkur.“ Guð geymi hann Stefán alla tíð. Ása Björk Matthíasdóttir og fjölskylda. Elsku afi minn, það er erfitt að hugsa til þess að ég muni aldrei aftur geta heimsótt þig. Við vorum alltaf mjög náin, enda bjóst þú fyrir ofan mig nánast allt mitt líf. Minningarnar eru svo margar að það er nær ómögu- legt að telja þær allar upp. Þegar ég var yngri kom ég til þín á hverjum einasta degi eftir skóla, þú tókst allt- af vel á móti mér, leyfðir mér að sitja í stólnum þínum og skelltir svo „Önnu í Grænuhlíð“ í tækið. Um helgar þeg- ar ég vaknaði var það fyrsta sem ég gerði að hlaupa upp og heimsækja afa minn, ég man að mamma þurfti oft að halda aftur af mér svo þú fengir smá hvíld, en þú varst samt alltaf jafn ánægður að sjá mig. Það voru nú ófá skipti sem þú fórst með okkur Bryndísi frænku í Kola- portið og sýndir okkur allan þann fjársjóð sem þar var falinn, við gátum labbað þar á milli bása svo klukku- tímum skipti og þú sagðir okkur sög- ur í kringum hlutina þar, oft sögur um barnæsku þína sem okkur þótti ótrúlega spennandi. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa mér, og öllum barnabörnunum þín- um, ef eitthvað bjátaði á og þá er það mér efst í huga þegar ég braut styttu sem þú hafðir gefið mér, mér þótti það óskaplega sorglegt, en þú varst jafn rólegur og venjulega, og röltir með mér út í búð þar sem þú keyptir lím og límdir svo molana saman af mikilli nákvæmni og þolinmæði Stefán Hannesson 42 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Marólína Arn-heiður Magn- úsdóttir fæddist 24. júlí 1942. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 6. nóvember síðastliðinn. Mar- ólína er dóttir hjónanna Elínar Svövu Sigurð- ardóttur húsmóður, f. 7.8. 1920, og Magnúsar Berg- steinssonar húsa- smíðameistara, f. 14.1. 1915, d. 10.3. 1999. Systkini Marólínu eru Bergsteinn Ragn- ar, f. 31.3. 1941, Ragnhildur, f. 29.12. 1947, Sigrún, f. 4.2. 1950, Magnús Svavar, f. 6.1. 1954 og Margrét Halla, f. 9.12. 1954. Marólína átti einn hálfbróður samfeðra, Ragnar, f. 1937, d. 2005, hann bjó alla tíð í Noregi. Marólína giftist 2.11. 1963 Boga Sigurðssyni vélvirkjameist- ara, f. á Akranesi 12.3. 1941. Hann er sonur hjónanna Guð- finnu Svavarsdóttur, húsmóður frá Heimaskaga, f. 3.4. 1918, d. 6.9. 1999, og Sigurðar B. Sig- urðssonar frá Leirdal, Akranesi, f. 5.10. 1915. Marólína og Bogi eiga tvo syni og fjögur barna- börn: 1) Sigurður blikksmiður, f. á Akranesi 27.3. 1964, kona hans er Hanna Guðrún Sigurjóns- dóttir þroskaþjálfi, f. í Reykjavík 11.12. 1963. Börn þeirra eru Bogi Arnar, f. á Akranesi 11.1. 1994, Sigurjón Andri, f. í Reykja- vík 19.7. 1997 og Þóranna Vigdís, f. í Reykjavík 20.8. 2001. 2) Magnús verslunarstjóri, f. á Akranesi 15.10. 1965. Dóttir hans og Jónu Kristínar Bjarnadóttur, f. í Haga á Barða- strönd 6.2. 1962, er Arnheiður Björg, f. í Reykjavík 2.6. 1998. Marólína var fædd og uppalin í Reykjavík og tók virkan þátt í íþróttum. Hún var mikil Vals- kona og varð m.a. Íslandsmeist- ari í handbolta með liði sínu. Giftist 21 árs og fluttist þá til Akraness þar sem hún og maður hennar bjuggu í 9 ár og eign- uðust tvo syni. Þá fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu þar síð- an. Marólína stundaði verslunar- og skrifstofustörf alla tíð og lengst af í Reykjavíkurapóteki. Hún var mjög virk í sínu stétt- arfélagi, sat þar í trúnaðarráði og sat marga ársfundi í Land- sambandi íslenskra versl- unarmanna og einnig þing og ársfundi ASÍ. Hún starfaði síðast í Árbæjarapóteki. Útför Marólínu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Í dag kveðjum við með trega og söknuði ástkæra dóttur, systur, frænku og mágkonu Marólínu Arn- heiði, eða Möllu, eins og hún var ávallt kölluð. Malla var næst elst af okkur systk- inunum og eins og oft er í stórum fjöl- skyldum þurfti hún að gegna hlut- verki foringja þegar hóa þurfti saman fjölskyldunni og taka ákvarðanir þeg- ar eitthvað var um að vera. Hún var einstök fjölskyldumanneskja og var ávallt boðin og búin til að hjálpa og bjarga málum hvað svo sem gera þurfti sem sýndi sig best í þeirri ástúð og umhyggju sem hún bar fyrir móð- ur okkar fram á síðustu stundu. Malla og Bogi áttu að baki 43 ára farsælt hjónaband og voru í okkar augum sem ein heild. Það var þung raun er hún greindist með illvígan sjúkdóm sem hún barðist við af einstöku hug- rekki, æðruleysi og krafti sem seint mun líða okkur úr minni. Fram á síð- ustu stundu var jákvæðni hennar sem ljós í myrkri og ávallt var stutt í bros- ið þegar hún leitaðist við að hug- hreysta okkur hin. Elsku Malla mamma,við systkinin og fjölskyldur okkar þökkum þér fyr- ir allt sem þú varst okkur og við vit- um að þú ert nú heil heilsu í faðmi föð- ur okkar og bróður og þeirra ástvina sem á undan eru farnir. Við vitum að við munum hittast aftur. Megi Guðs blessun vaka yfir þér. Elsku Bogi, við þökkum þér af al- hug þá ástúð og umhyggju sem þú sýndir Möllu í umönnun þinni fram á síðasta dag. Við biðjum algóðan guð að styrkja þig, drengina og fjölskyld- ur þeirra í ykkar miklu sorg. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Mamma, systkini og fjölskyldur. Elsku amma, núna ert þú farin en við vitum að þú ert ennþá með okkur. Þú lofaðir að fylgjast með okkur og það er mjög góð tilfinning. Sigurjón Andri saknar bestu hjónabandssælunnar, Þórönnu Vig- dísi finnst Guð ansi frekur að ætla að hafa þig alltaf hjá sér. Bogi Arnar saknar margs eins og að þú passir upp á að honum líði vel. Við söknum þín og hugsum til þín á hverjum degi. Hafðu það gott á nýja staðnum. Bogi Arnar, Sigurjón Andri og Þóranna Vigdís. Elsku amma mín, ég sakna þín svo mikið þú varst alltaf svo góð við mig og mér fannst alltaf svo gaman að koma í Staðarselið til ykkar afa, þá fengum við ís hjá þér og súkku- laðikúlur hjá afa. Elsku amma mín, ég ætla að reyna að passa afa fyrir þig og heimsækja hann oft svo að honum leiðist ekki. Þessa bæn fórum við oft með þegar ég gisti hjá ykkur afa. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ég vona og veit að þú ert einn af þessum englum núna og passar mig og leiðir í gegnum lífið. Mér líður samt vel að vita að þú ert hjá guði og að þér líður ekki illa leng- ur. Þín ömmustelpa Arnheiður Björg. Marólína Arnheiður Magnúsdóttir eða Malla eins og hún var kölluð er látin langt fyrir aldur fram. Við munum eins og gerst hefði í gær þegar Bogi bróðir kom með Möllu að heimili fjölskyldu okkar á Vesturgötu 144 á Akranesi, sennilega árið 1962. Glæsileg stelpa með eld- rautt hár og kynnti Bogi hana sem kærustu sína. Við vorum nú ekki al- veg vissir bræðurnir um að framtíðin myndi verða hjá Möllu og Boga sem kærustupari eða hjónum, en svo sannarlega hefur hún verið þeirra. Enda bæði með svipaðan grunn fyrir lífið, bæði mikið fyrir félagsmál og íþróttir, Malla spilaði t.d. lengi með Val í handbolta og varð Íslandsmeist- ari í meistaraflokki oftar en einu sinni, og eftir að hún flutti á Akranes tók hún þátt í þeirri íþrótt þar. Auk þess söng hún með Kirkjukór Akra- ness. Bogi lék líka knattspyrnu með öllum flokkum ÍA og náði þar góðum árangri. Þá hafði Malla mikinn áhuga á skátastarfinu á Akranesi og tók þar virkan þátt, fór árlega í ferðalög þeirra í því starfi og eignaðist þar góða vini sem hún var afar þakklát fyrir. Það er enginn efi í okkar huga um að þessi grunnur þeirra var eitt af þeim atriðum sem gerðu hjónaband þeirra svo gott. Malla varð fljótlega vinur okkar allra systkina Boga og með árunum sem liðu var hún nær því að vera eins og eitt af okkar systkinum frekar en mágkona, hún tók virkan þátt í gleði okkar og sorg. Okkur langar með þessum fáu orðum að þakka Möllu samferðina sem varð allt of stutt, fyr- ir allt það góða sem hún hefur gert fyrir okkar stóru fjölskyldu hvort sem það var á heimili þeirra Boga, í Skátaskálanum í Skorradal eða í þeirri umhyggju og ástúð sem hún hefur sýnt okkur öllum systkinunum, mökum, börnum og barnabörnum. Við biðjum góðan Guð að blessa og styrkja Boga bróður okkar og fjöl- skyldu hans í þeirra miklu sorg, sömu blessunar biðjum við aldraðri móður Möllu og systkinum hennar og þeirra fjölskyldum. Gunnar Sigurðsson, Svavar Sigurðsson. Kæra Malla frænka, þegar við systkinin fréttum hversu alvarlega veik þú værir ákváðum við að gera okkur ferð að hitta þig. Ekki mátti það seinna vera því það var eins og við værum það síðasta ókláraða á tékklistanum þínum. Okkur datt ekki í hug þegar við sátum við rúmstokk- inn þinn á föstudaginn að svona stutt væri eftir. Ákváðum við að hittast aft- ur daginn eftir með strákunum ykkar Boga, þeim Sigga og Magga. Þegar við svo mættum sagði Bogi okkur að um nóttina hefði þér versnað veru- lega. Tók hann á móti okkur að nið- urlotum kominn eftir erfiða nótt svo að ekkert meira varð úr en stutt spjall við þig. Sátum við svo smá- stund í eldhúsinu hjá Boga og spjöll- uðum við hann og bróður hans yfir kaffisopa og kandís. Við dáðumst að því hversu vel og eðlilega honum fórst að sinna þér heima. Þú hafðir á orði að hann hefði tekið vel eftir þín- um töktum við húsverkin í gegnum árin því þeim sinnti hann jafn vel og þú hafðir gert. Hann væri yfirleitt bú- inn að þurrka af og vökva blómin áður en þú baðst hann um það. Að áeggjan Boga var ákveðið að fara saman út að borða með Sigga og Magga um kvöld- ið. Áttum við góðar stundir saman enda fagnaðarfundir og var þá sam- þykkt að stofna félag frændsystkina með þann eina tilgangi að hittast ár- lega til skiptis á Íslandi og í Svíþjóð. Þannig mun okkur takast að halda sambandi áfram og ætlum við að hitt- ast næst að ári í Svíþjóð. Þá munum við heiðra minningu þína um leið. Í gegnum árin varst það þú sem hélst uppi sambandi við okkur systk- inin, börn Steina bróður þíns. For- eldrar okkar skildu þegar við vorum ung og eins og gerist féllu samskiptin við föðurfjölskylduna niður að mestu leyti. Pabbi varð þá eftir í Svíþjóð og fórum við eftir að við fluttum hingað heim aftur oftast þangað í fríum. Þeg- ar við svo fórum að stálpast fórum við sjálf að banka upp á hjá afa og ömmu á Snorrabrautinni og hittum við þá ykkur hin þar af og til líka. Þegar við systkinin fórum að eiga börnin okkar fóru gjafir að berast frá ykkur föðurfólkinu til þeirra. Við vissum að þú áttir allt frumkvæði að því. Öll höfum við búið okkar fullorð- insár langt í burtu, þrjú í Svíþjóð og eitt á Egilsstöðum. Urðu því sam- skiptin mun minni en annars hefði sennilega orðið. Þó urðu stundirnar eftirminnilegar og sl. áratugi áttum við oft góða fundi saman. Þá rifjaðir Marólína Arnheiður Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.