Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 26
ferðalög 26 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Þ ær eru BAS-stelpurnar, Bríet Birgisdóttir, Anna Arnarsdóttir og Soffía Eiríksdóttir, vinkonur og hjúkrunarfræðingar og vinna m.a. við hjúkrun krabba- meinssjúklinga. Í upphafi árs byrj- uðu þær í heilsuátaki, bæði vegna líkamlegs ástands og mikils álags í vinnunni, og góður árangur hvatti þær til að taka þátt í Avon-göngu gegn brjóstakrabbameini í New York nú í október. Þjálfun og söfnun fyrir gönguna á árinu fékk þær til að gera ýmislegt sem er algjörlega nýtt fyrir þeim: Að hlaupa yfirhöfuð, hlaupa 10 km í Reykjavíkurmara- þoninu, fara í áheitagöngu frá Reykjavík í Borgarfjörð og smala- mennsku í haust. Þótt kveikjan að þessari viku borgarferð hafi verið gangan var líka ætlunin að njóta stórfengleika borgarinnar. Með í för var systir Önnu, Sigurbjörg. Fjórar íslenskar konur sem allar höfðu fyrr stigið fæti á Manhattan-eyju gáfu sér auð- vitað tíma til að versla í hátískuborg – nauðsyn rak þær líka til þess. „Við höfðum grennst um nokkrar fatastærðir síðan í janúar. Ég átti orðið engin föt sem pössuðu,“ segir Anna og uppsker mikinn hlátur. Þær segja átakið einmitt hafa komið þeim aftur til að hlæja. „Ég var farin að koma svo oft örþreytt heim að ég var farin að spá í hvort ég gæti snúið stofunni öðruvísi svo styttra yrði í sófann,“ segir Anna og Soffía heldur áfram: „Núna erum við sterkari í vinnunni og höfum meira frum- kvæði. Veikindin inni á spítalanum hafa sitt að segja og maður verður að setja mörk gagnvart vinnunni – en við fundum húmorinn.“ „Ég hafði tilhneigingu til að loka þetta allt inni í mér en það er nauð- synlegt að taka þetta ekki of alvar- lega og þá er gott að eiga svona sterkar vinkonur til að tala við,“ seg- ir Bríet. Gangan var ævintýri líkast. Þegar þær skráðu sig vissu þær reyndar ekki að 43 mílur eru heilir 63 km en þær gengu eitt og hálft maraþon á tveimur dögum! „Þú ferð þetta ekki nema í góðu formi. Við gengum þvers og kruss á Manhattan, í Harlem, Kínahverfið, yfir Brooklyn- brúna og Manhattan-brúna og jafn- vel á fimmta breiðstræti, einni fræg- ustu verslunargötu heims, en flest- um götunum var lokað. Það var æðislegt að kynnast borgina svona,“ segir Soffía. Sólríkt var og hlýtt í veðri og á vegi þeirra urðu fallegir garðar, róleg hverfi og útivistar- svæði, Central Park vakti hrifningu og þær sáu ýmislegt sem þær vissu ekki að væri til í New York. „Maður hefur eiginlega bara skoðað búðir að innan hingað til …“ segir Bríet og kímir. Þær mæla sérstaklega með Brooklyn-brúnni en göngubrú er yf- ir bílaumferðinni. „Við vissum ekki af henni en þarna uppi var æðislegt, fullt af götulistamönnum og þú sérð vel yfir, frelsisstyttuna, skýjakljúf- ana …“ Harðskeytt stórborg Eftir fyrri maraþondaginn gistu þær ásamt öðru göngufólki í tjaldi á Randall-eyju en gleymdu dýnunum. „Við urðum svo ótrúlega þreyttar að við steinsváfum á hörðu grasinu,“ segir Bríet. Þær voru ekki viðbúnar því hve erfitt var að ganga á stein- steypunni, svo voru þær líka með þeim fyrstu í mark fyrri daginn! Stórborgin stóð undir nafni. „Það kom mér á óvart hvað þarna er rosa- legur hraði, það er eins og allt sé að flosna upp á Manhattan,“ segir Soffía. Bríet er sama sinnis: Mér finnst mjög gaman í New York en ég fann eftir þessa viku að ég vil ekki vera of lengi. Borgin er mjög harð- skeytt, allir mjög vinalegir á yf- irborðinu en ef þú þarft á hjálp að halda er ekki víst að hún sé fyrir hendi.“ Á það reyndi þegar Soffía varð viðskila við stelpurnar en skipuleggjendur göngunnar leyfðu henni ekki að hringja í þær. Heimspeki hópsins var iðkuð; að lifa lífinu og vera stolt af því að vera kona, nota líkama sinn og hafa húm- or fyrir sjálfri sér. „Við höfum bara þetta líf og nýttu það – við hittum daglega einstaklinga sem geta það ekki,“ segir Soffía með áherslum. Dekur var sumsé næst á dagskrá! Og líka verslunarferð (sem er dekur í margra augum) en þó ekki hefð- bundin. Mánudaginn eftir gönguna ákváðu þær að fara í verslunina Macy’s og ekkert ku geta stöðvað það. En þar var uppi fótur og fit er upp kom eldur. „Ég var komin með þessar fínu Tommy Hilfiger-úlpur en sá allt í einu að fólk var farið að hlaupa í kringum mig. Þegar ég kem niður rúllustigann var reykur yfir öllu og fólk farið að gráta. Á end- anum varð ég að fleygja úlpunum frá mér,“ lýsir Soffía. Macy’s er stórt bandarískt tákn og þær segja að fólkið hafi eins og búist við að þetta væri hryðjuverk, enda mætti herinn með vélbyssurnar. „Þetta er alltaf fyrsta viðbragð fólksins og þjóðin hefði þurft allsherjaráfallahjálp eftir 11. september.“ Þær sáu fljótlega hvers eðlis var og gáfu sér jafnvel tíma til að kíkja á Louis Vuitton-töskur áður en húsið var rýmt. „Það fyrsta sem við hugsuðum var að kannski yrði brunaútsala!“ skýrir Bríet. Þær stöllur skelltu sér í Victoria’s Secret í „smáversl- unarmeðferð“. Næsta dag var áfram haldið í búð- ir og þá var líka allt fullt af sjúkrabíl- um og þyrlum, þó ekki vegna búð- arferða Íslendinga. Þann dag varð flugslys sem komst í heimsfrétt- irnar, flogið var á íbúðarbyggingu og frægur hafnaboltamaður lést og hryðjuverkabjöllur klingdu í huga fólks. Síðasta daginn kom einnig til meints hryðjuverks. Soffía var ein á leiðinni á hótel til að fara í flugið heim. „Neðanjarðarlestin var stöðv- uð því ungur maður þurfti á lækn- ishjálp að halda en aldrei kom sjúkrabíll og maðurinn að deyja. Ég „Þetta er ekki hryðjuverk“ Ungar íslenskar konur fóru í allsérstæða ferð til New York á dögunum. Á dagskránni var 63 km styrktarganga, þrjú meint hryðjuverk, lystisemdir borgarinnar og búðarráp – auðvitað. Ótti … eldur kom upp í miðri verslunarferðinni í Macy’s á Broadway. Hryðjuverkaóttinn sem enn smýgur inn í þjóðarsálina stóð verslunarþörf Íslendinga ekki fyrir þrifum, þrátt fyrir að herinn mætti með vélbyssur. Morgunblaðið/Ásdís Einstök upplifun BAS-stelpurnar gengu 63 km þvers og kruss um Manhattan, m.a. yfir Brooklyn-brúna á göngubrú og þótti mögnuð upplifun. Búðirnar á fimmta breiðstrætinu þutu líka hjá. Kraftur „Við höfum bara þetta líf og nýttu það – við hittum daglega ein- staklinga sem geta það ekki.“ Soffía Eiríksdóttir, Anna Arnarsdóttir og Bríet Birgisdóttir fóru til New York til að skemmta sér og í enn æðri tilgangi. Kokteilar Áður en verslunarferð í Macy’s hófst sötruðu vinkonurnar kokteila í kjall- aranum. En babb kom í bátinn …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.