Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGINN 31. okt. s.l. birti Morgunblaðið á miðopnu grein eftir breska hagfræðinginn Sir Nicholas Stern um horfurnar á loftslagsbreytingum á þessari öld af völdum gróður- húsaáhrifanna. Þær horfur eru vægast sagt ískyggilegar að mati höfundar. Hafa bresk stjórnvöld og margir fleiri, þar á meðal Morgunblaðið, orðið til að minna á þær horfur og vara alvarlega við þeim. Þetta gefur tilefni til að rifja upp að árið 2012 þarf að liggja fyrir samkomulag þjóða heims um lofts- lagsbreytingar sem kemur í stað Kyoto-bókunarinnar, en gildistími hennar rennur út á því ári. Í ljósi reynslunnar af þeirri bókun má ætla að það verði ekki auðvelt að ná slíku samkomulagi. Augljóst virðist að aldrei næst samkomulag um einhverskonar framlengingu þeirrar bókunar í núverandi mynd, eða svipaðri mynd, þar sem þróunarlöndin, þar á meðal Kína og Indland, sem samanlagt hýsa þriðjung jarðarbúa, eru und- anþegin skuldbindingum. Þau tvö lönd kunna að verða orðin mestu iðnveldi heims áður en yfir- standandi öld lýkur. Samkomulag sem þau eiga ekki aðild að er fyr- irfram dæmt til að verða gagns- laust, auk þess sem Bandaríkin munu þá líklega ekki taka í mál að eiga aðild að því. Vonandi næst slíkt samkomulag sem nær til nú- verandi iðnríkja og að lágmarki til Kína og Indlands að auki. Gallar Kyotobókunarinnar eru margir. Meðal annarra sá, að að- ildarríkin skuldbinda sig til að draga úr losun í eigin landi en ekki endilega um leið í heiminum sem heild. Sem er þó það eina sem sem skiptir máli fyrir lofts- lagið. Þessi galli hefur stundum leitt til fáránlegra deilumála eins og þess, hvort færa eigi jarðgas úr Norðursjónum undan Nor- egsströndum á land í Noregi og vinna úr því rafmagn þar eða selja gasið til Þýskalands og flytja rafmagn þaðan til Noregs. Fyrir andrúmsloft jarðar er fyrri kost- urinn betri enda þótt hann kunni að gera Norðmönnum erfiðara að standa við Kyoto-skuldbindingar sínar. Þær lúta að losun í Noregi en ekki í heiminum sem heild. Íslendingar verða líka fyrir barðinu á þessum galla. Þannig er losun frá áliðn- aðinum á Íslandi, sem fær allt sitt rafmagn úr vatnsorku og jarð- hita, reiknaður með losun Íslendinga enda þótt sýna megi fram á að sá hluti álsins sem notaður er í far- artækjum sparar andrúmsloftinu meiri losun frá þeim en sem fylgir framleiðslu þess alls á Íslandi. Á Íslandi eða við sambærilegar að- stæður annarsstaðar. Árið 2004 nam losun gróð- urhúsalofttegunda á Íslandi alls 3.631 þúsund tonnum af CO2 eða ígildi þess. Þar af komu 446 þús- und tonn frá áliðnaðinum en 3.185 þúsund tonn annarsstaðar frá. Færa má rök að því að sá hluti álsins frá Íslandi sem notaður var í farartæki spari andrúmsloftinu losun á 1.628 þúsund tonnum af CO2. Nettó útkoman fyrir and- rúmsloftið af álvinnslu á Íslandi það ár var því 1.628 – 446 = 1.182 þúsund tonnum minni losun en ef ekkert ál hefði verið framleitt á Íslandi. Enn meiri er ávinningur and- rúmsloftsins af því að ál sé fram- leitt á Íslandi fremur en með raf- magni úr eldsneyti, eða 3.474 þúsund tonn af CO2 árið 2004. Meiri en öll almenn losun á Ís- landi það ár, 3.185 þúsund tonn! Íslensk stjórnvöld þurfa að vinna að því að tekið verði tillit til þessara staðreynda í því sam- komulagi sem við tekur eftir Kyotobókunina og að íslenskum áliðnaði verði algerlega haldið ut- an við það samkomulag. Það er lágmarkskrafa! Við skulum hugsa okkur að ál- framleiðsla á Íslandi verði komin í 2,5 milljónir tonn á ári eftir svo sem aldarfjórðung. Til þess þyrfti um 40 TWh/a (terawattstundir á ári), reiknað í orkuveri, t.d. 30 úr vatnsorku og 10 úr jarðhita. Orku- lindir okkar ráða vel við það. Sú álvinnsla sparaði andrúmsloftinu 10,5 milljónir tonna af CO2 á ári, rúmlega 3,3-falda núverandi al- menna losun á Íslandi, borið sam- an við að álið væri alls ekki fram- leitt, en 32 milljónir tonna borið saman við að það væri framleitt með rafmagni úr eldsneyti. Tífalda núverandi almenna losun á Ís- landi! Það er alveg ljóst að með engu öðru móti geta Íslendingar lagt stærri skerf af mörkum í barátt- unni við þá vá sem öllu mannkyni er búin af gróðurhúsavandanum en með því að hýsa hér á landi all- an þann áliðnað sem við megum. Og við þurfum samt ekkert að ótt- ast að verða „náttúrulaus“! En viljum við gera það? Erum við reiðubúin að leggja þennan skerf af mörkum? Því verður hver að svara fyrir sig. Við getum ekki skotið okkur á bak við fámennið til að koma okkur hjá að svara þeirri spurningu. Það eru ein- staklingar sem taka ákvarðanir og bera ábyrgð, ekki nafnlaus fjöld- inn. Hvort vegur þyngra í huga okkar: Örlög blóma á botni Háls- lóns eða örlög fólks í Bangladesh? Hver og einn verður að gera það samviskusamlega upp við sig. Því þetta er samviskuspurning. „Samvizkuspurning“ var heiti for- ystugreinar Morgunblaðsins 6. nóv. s.l. Og hún fjallaði einmitt um Bangladesh. Er þetta ekki um- hugsunarefni í ljósi Stern- skýrslunnar? Íslenskur áliðnaður í ljósi Stern-skýrslunnar Jakob Björnsson fjallar um gróðurhúsaáhrif og áliðnað »Hvort vegur þyngraí huga okkar: Örlög blóma á botni Hálslóns eða örlög fólks í Bangla- desh? Jakob Björnsson Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri. EFTIR að hafa vaknað nokkra morgna í röð við umræðurnar um „innflytjendavandamálið“ á Bylgj- unni skipti ég yfir á aðra útvarps- stöð. Það er of erfitt að byrja daginn með óbragð í munninum og hnút í maganum og finnast maður sleginn niður eftir margra ára forvarnarvinnu gegn fordómum á Íslandi. Ég er ekki ein um þennan hnút. Hann er miklu stærri og verri hjá fólki af erlendum uppruna sem hér býr. Sumir skilja um- ræðuna ekki alveg, aðrir skilja hana mjög vel. Þeir skilja að það er verið að ræða hvort þeir séu ákjósanlegir íbúar þessa lands, að þeir séu á einhvern hátt álitnir hættulegir ís- lensku samfélagi, að þeir séu vandamál og óvelkomin ógn í aug- um sumra alþingismanna og hluta þjóðarinnar. Það er ekki þægilegt að búa í samfélagi þar sem umræð- an snýst um það, hvort viðvera manns eigi rétt á sér eða ekki. Það er ekkert skrýtið að fólk fái hnút í magann, kvíða og óöryggi og velti fyrir sér hvort það sé gott fyrir börnin þeirra að alast upp við þessi neikvæðu viðhorf í þeirra garð. Í umræðuþáttum undangeng- inna vikna virðast allir viðmæl- endur sammála um að öll umræða sé góð. Ef við veltum fyrir okkur þessari staðhæfingu þá verður okkur ljóst að svo er alls ekki. Það er alls ekki sama hvernig umræða um ákveðin málefni fer fram. Við þekkjum fjölda umræðuefna, sem engum fjölmiðli dytti í hug að fara af stað með, vegna þess að þeim er ljóst að ekki öll umræða er góð. Umræða sem bitnar beinlínis á ákveðnum hópum samfélagsins er ekki viðurkennd sem góð. Við færum aldrei að ræða í fjölmiðlum kosti fíkniefnaneyslu, alveg sama hversu margir „kjós- endur“ væru til í að ræða fíkni- efnamál á jákvæðum nótum. Við ræðum ekki um sjálfsvíg, ofbeldi, einelti, barnaklám o.s.frv. á já- kvæðum nótum í fjölmiðlum. Fjöl- miðlar og stjórnmálamenn eru sammála um að það væri hættulegt og að jákvæð umræða gæti beinlín- is fjölgað slíkum tilfellum og haft særandi áhrif á marga einstaklinga í samfélaginu. Við ræðum ekki heldur (lengur) um það hvort ýms- ir minnihlutahópar samfélagsins séu óæskileg byrði á samfélaginu, jafnvel þótt við vitum að fjöldi for- dómafulls fólks sé á þeirri skoðun. Það er þegjandi samþykki fjöl- miðlafólks og stjórnmálamanna að slík umræða yki fordóma gagnvart þeim einstaklingum sem tilheyra viðkomandi minnihlutahópum. En nú kveður við allt annan tón. Þegar umræðuefnið er innflytjendur, þá er öll umræða góð. Í fjölmiðlum birtast hátt settir menn í samfélag- inu og tjá neikvæð viðhorf og bera út hræðsluáróður gangvart einum ákveðnum minnihlutahóp. Þetta er svo grafalvarlegt mál, sem getur haft stórhættulegar afleiðingar fyrir þá útlendinga sem hér búa, að þeir stjórnmálamenn, sem þess- ari umræðu stýra, verða að hugsa sig um tvisvar og íhuga vandlega ábyrgð sína sem áhrifamenn í sam- félaginu áður en þeir fara af stað í atkvæðasöfnun af þessu tagi. Umræða þar sem háttsettir ein- staklingar ala markvisst á ótta og neikvæðni gagnvart ákveðnum þjóðfélagshópum er hættuleg. Við þekkjum öll slík dæmi úr mann- kynssögunni. Hún er hættuleg samfélaginu í heild og hún er sér- staklega hættuleg einstaklingum sem þessum hópum tilheyra. Rökin um að ekki sé verið að tala um ein- staklingana (sem enginn virðist að hafa neitt á móti) heldur fjöldann eru rökleysa og gerir hættuna ekk- ert minni. Ekki er hikað við að gefa upp rangar upplýsingar í þessari áróðursherferð, eins og t.d. þegar þingmaður Frjálslynda flokksins sagði í umræðuþætti að Ísland hefði hæsta hlutfall innflytj- enda í Evrópu. Á Íslandi var hlut- fallið 4,6% í lok ársins 2005, í Þýskalandi var hlutfallið 8,8 % , 8,5% í Danmörku. Miðað við fjölg- un innflytjenda á Íslandi árið 2006 má búast við að hlutfallið verði u.þ.b. 6,5% í lok ársins 2006 en inn- flytjendum í öðrum löndum mun líka fjölga enda taka öll önnur lönd í Evrópu við fjölda flóttamanna og hælisleitenda á ári hverju en það gerir Ísland ekki. Það er því hreinn hræðsluáróður sem á sér stað þegar fullyrðingar af þessu tagi koma fram. Ég vil því kalla eftir umræðu um hið raunverulega vandamál, þjóð- ernishyggju, fordóma og neikvæð viðhorf gagnvart fólki af erlendum uppruna á Íslandi. Hvernig getum við aukið víðsýni og nýtt fjölbreyti- leikann? Hvernig getum við komið í veg fyrir að fordómar og gamlar þjóðernishugmyndir hindri framþróun landsins? Hverjir eru kostir þessa fjölbreytta samfélags sem hér hefur myndast? Hvernig væri íslenskt samfélag statt ef enginn hefði fengist til að flytja hingað og taka þátt í uppbygging- unni? Hvernig getum við tryggt jafnan rétt allra í þessu fjölbreytta samfélagi? Hvernig getum við kennt börnunum okkar að meta fólk af mannkostum þess en ekki uppruna eða þjóðerni? Hvernig getum við tryggt að áfram fáist fólk hér til starfa frá öðrum lönd- um? Hvernig getum við tryggt að íbúar þessa lands finni fyrir sam- kennd og velvilja hver til annars en ekki andúð vegna mismunandi uppruna? Þetta eru nokkrar spurningar sem við ættum að spyrja okkur – í stað þess að velta okkur upp úr ímynduðu vandamáli, sem enginn sér nema þeir sem álíta „ætt- hreina“ Íslendinga að einhverju leyti betri eða merkilegri mann- eskjur en aðra heimsbúa. Er öll umræða góð? Guðrún Pétursdóttir fjallar um málefni innflytjenda »Ég vil því kalla eftirumræðu um hið raunverulega vandamál, þjóðernishyggju, for- dóma og neikvæð við- horf gagnvart fólki af erlendum uppruna á Ís- landi. Guðrún Pétursdóttir Höfundur er félagsfræðingur og starfar hjá InterCultural Ísland. TENGLAR .............................................. www.ici.is NÝLEGA bárust fréttir af því hvernig stelpum og strákum er mismunað innan íþróttahreyfingarinnar með tilliti til hvers kyns greiðslna og styrkja. Viðbárurnar eru þær helstar að mun meiri tekjur komi inn vegna karlaflokka en kvenna- flokka og því sé þessi mismunur óhjá- kvæmilegur, ef skilja mátti forsvarsmenn Knattspyrnu- sambandsins. Þetta ástand er að mínu mati alls ekki viðunandi. Knattspyrnuhreyf- ingin verður að taka á málinu og hið sama á við um aðrar greinar íþróttanna, því mér segir svo hugur að það sé víðar pottur brotinn í þessu efni en í fótbolt- anum. Sveitarfélögin styðja flest hver við starfsemi íþróttafélaganna á sínu svæði. Þannig styður Reykjavíkurborg með myndarlegum hætti við starfsemi allra félaganna í borginni og þar að auki við ýmsar jað- aríþróttir. Borgin getur þess vegna haft áhrif á það hvernig jafnrétt- ismálum er háttað á vettvangi íþróttastarfsins í gegnum styrkt- arframlög og reglur um þau. Af þess- um ástæðum lögðu fulltrúar Vinstri grænna til í borgarstjórn nú nýverið að settur yrði á stofn starfshópur á vegum mannréttindanefndar, íþrótta- og tómstundaráðs og menntaráðs sem hafi það að mark- miði að stuðla að jöfnum möguleikum kynjanna til íþróttaiðkunar, þar með talið aðgengi að aðstöðu, fjármagni, þjálfurum, hvatningu og stuðningi. Tillagan gerir ráð fyrir að starfshóp- urinn skili tillögum að úrbótum og að- gerðaráætlun til fjögurra ára fyrir 1. maí 2007. Sóley Tómasdóttir, vara- borgarfulltrúi okkar Vinstri grænna, mælti fyrir tillögunni, sem fékk já- kvæðar undirtektir í borgarstjórn og var vísað til frekari vinnslu í borg- arráði. Íþróttaiðkun skiptir sköpum fyrir líkamlega, andlega og félagslega vel- líðan einstaklinga. Líðan borgarbúa skiptir máli og því hljóta borgaryf- irvöld að vilja leggja sitt af mörkum til að hvetja til íþróttaiðkunar allra. Íþróttaiðkun kynjanna er afar ólík, mun lengri hefð er fyrir íþrótta- iðkun drengja en stúlkna og samfélagsleg viðurkenning er ólík eft- ir greinum. Rannsóknir benda til þess að allt frá fimm ára aldri séu börn farin að velja sér leiki og áhuga- mál sem samræmast hugmyndum samfélags- ins um kvenleika og karlmennsku og er fræðafólk sammála um að mikil þörf sé á að sporna gegn slíku, enda afar takmarkandi fyrir einstaklinga. Í mann- réttindastefnu borg- arinnar er tekið undir þessi sjónarmið, þar sem segir að markvisst skuli unnið gegn allri mismunun og hamlandi áhrifum staðlaðra ímynda kynjanna. Þar er ennfremur kveðið á um að allt upp- eldis- og tómstundastarf skuli hafa jafna stöðu kynjanna að leiðarljósi og börnum og unglingum skuli veitt hvatning til að rækta hæfileika sína án fyrrgreindra áhrifa. Aðstaða, fjármagn, þjálfun, hvatn- ing og stuðningur eru forsenda þess að einstaklingar njóti þess að iðka áhugamál sín. Því leggja Vinstri græn til að borgaryfirvöld vinni markvisst að því að þessir þættir verði skoðaðir og úr því bætt sem þurfa þykir svo möguleikar kynjanna til íþróttaiðkunar verði jafnir. Það er mikilvægt að ná skjótt árangri á þessu sviði kynjajafnréttis, ekki síður en öðrum. Hvar er jafnréttið í íþróttamálunum? Árni Þór Sigurðsson skrifar um mikilvægi þess að jafna möguleika beggja kynja til íþróttaiðkunar Árni Þór Sigurðsson » Því leggjaVinstri græn til að borgaryf- irvöld vinni markvisst að því að þessir þættir verði skoðaðir og úr því bætt sem þurfa þyk- ir … Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.