Morgunblaðið - 16.11.2006, Side 32

Morgunblaðið - 16.11.2006, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KVIKMYNDAGERÐIN EFLD Samkomulagið sem menntamála-ráðherra og fjármálaráðherra hafa gert við samtök kvikmyndagerð- armanna markar ákveðin tímamót. Í því felst að á næstu fjórum árum verð- ur stuðningur við kvikmyndagerð á Íslandi tvöfaldaður, úr 372 milljónum króna í 700 milljónir króna. Samning- urinn kveður á um að stefna skuli á að ekki verði færri en fjórar myndir gerðar hér á land á ári hverju og hlut- fall framleiðslustyrks Kvikmynda- sjóðs hækki úr 40% af kostnaðaráætl- un í 50%. Þá er tilgreint sérstaklega að stefnt skuli að því að leggja áherslu á barna- og fjölskyldumyndir og vænst að myndir í þeim flokki verði framleiddar að minnsta kosti annað hvert ár. Miðað er við að heildarframlag til framleiðslustyrkja verði orðið 420 milljónir í lok samningstímans 2010. Einnig er gert ráð fyrir áframhald- andi stuðningi við gerð heimildar- mynda og stuttmynda og 125 milljónir á ári ætlaðar til slíkra verkefna. Lögð er einnig áhersla á öflugan Sjónvarps- sjóð til að efla framleiðslu á íslenskum þáttaröðum fyrir sjónvarp og gert ráð fyrir að öðrum 125 milljónum verði varið á ári til þessa. Viðskiptaráð- herra hefur síðan tilkynnt að lagt verði fram frumvarp um breytingu á lögum um tímabundna endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar hérlendis og leggur ráðherra einnig til við iðnaðar- nefnd Alþingis að endurgreiðsluhlut- fall framleiðslukostnaðar hækki úr 12% í 14%. Allar þessar aðgerðir, ásamt 550 milljóna króna samningi menntamála- ráðuneytis við RÚV vegna kaupa á efni frá sjálfstæðum framleiðendum, hljóta að vera kvikmyndagerðar- mönnum mikið gleðiefni. Björn Br. Björnsson, formaður Félags kvik- myndagerðarmanna, segir enda í Morgunblaðinu, eftir að samkomulag- ið var kynnt, að ríkisstjórnin taki á þessum málaflokki á heildstæðan hátt og í því felist tímamótin. Það er örugglega leitun að áhættu- samari atvinnugrein hér á landi en kvikmyndagerð og satt að segja ótrú- legt ævintýri hversu margir hafa ver- ið tilbúnir að taka þessa áhættu, þótt þeim fjölgaði stöðugt sem ekki hefðu árangur sem erfiði. Fyrir því hafa leg- ið margar og mismunandi ástæður en líklega hafa dyntir kvikmyndahúsa- gesta og slök aðsókn vegið þar þyngst. Þó eru þar ánægjulegar und- antekningar á og tvær síðustu kvik- myndirnar sem frumsýndar hafa ver- ið hér á landi, Börn og Mýrin, hafa fengið ágætisaðsókn og hin síðari raunar metaðsókn. Sem sýnir kannski aftur hversu vel þarf að velja og vanda viðfangsefnin ef ná á til áhorfenda. Í því efni er þó aldrei á vísan að róa en samkomulagið milli stjórnvalda og kvikmyndagerðarmanna treystir vissulega þessa mikilvægu grein í sessi sem og atvinnuöryggi allra þeirra sem að henni koma með einum eða öðrum hætti. Vonandi er þetta þó aðeins einn áfangi á langri leið og efl- ing þessarar merkilegu greinar, sem er í senn listgrein og iðnaður, á að vera viðvarandi verkefni stjórnvalda. LIFANDI MÁL Hvað er gott mál? Að mælaþannig að menn skilji, myndueinhverjir segja. Aðrir myndu halda því fram að meira þyrfti til, vanda þyrfti málið til þess að það gæti talist gott, tala þyrfti eftir reglum tungunnar, skýrt og fjölbreytt mál. Síðustu áratugi hafa umræður um íslenska málstefnu að nokkru leyti snúist um mismunandi skilning á því hvað gott mál er. Hinir frjálslyndu telja nóg að við skiljum hvert annað en hinir íhaldssamari hafa viljað standa vörð um það sem stundum hefur verið kallað rétt mál. Rökin með því að leggja áherslu á að talað sé rétt mál hafa verið þau að þannig væri hægt að koma í veg fyrir að málið breyttist of mikið. Rökin á móti hafa einkum verið þau að með of mikilli áherslu á rétt og rangt mál væri alið á málótta sem gæti valdið því að fólk þyrði ekki að taka til máls á opinberum vettvangi, það vildi ekki að sér yrði á messunni. Segja má að hvor hópurinn hafi nokkuð til síns máls. Það vill gleymast að reglur málsins eru hluti af þeirri dýrmætu hefð sem það geymir. Það eru alls ekki mörg mál eftir í heiminum sem búa yfir jafn flóknu beygingakerfi og íslenskan. Það er arfur frá fornu fari sem skand- inavísku málin hafa til dæmis glutrað niður. Og ef við höldum ekki vel á spöðunum gætu það einnig orðið örlög íslenskunnar. Þegar er farið að gæta tilhneigingar til þess að nota ekki eignarfallsendingar, meðal annars í orðalagi eins og þessu: „að gæta til- hneigingar“. Í staðinn er þágufalls- myndin notuð: „að gæta tilhneigingu“. Vafalaust eru flestir sammála um að við þurfum að standa vörð um beyg- ingakerfið. Hver vill að íslenskan þró- ist með sama hætti og nágrannatung- ur okkar? Ein leið til þess að koma í veg fyrir það er að hvetja til málvönd- unar, halda fólki við efnið, eins og gert var alla síðustu öld með góðum ár- angri. Málvöndunarstefnan má hins vegar ekki ganga út í öfgar. Áherslan á rétt mál má ekki verða til þess að fólk taki ekki til máls, þá er tungan ekki lengur tæki sem sameinar okkur heldur sundrar. Rétt og rangt eru heldur ekki endilega einu mælikvarðarnir á gott mál. Flestir fjölmiðlamenn þekkja til dæmis reglur málsins ágætlega en þeir valda ekki starfi sínu nema þeir geti komið flóknum veruleikanum, sem þeir fjalla um, til skila á einföldu og skýru en jafnframt lifandi máli. Ærið oft skortir nokkuð á í þeim efn- um. Lifandi mál, það eru lykilorð. Það er ástæða til þess að halda úti harðri, já, þrátt fyrir allt, harðri málvöndunar- stefnu, þannig að tungan haldi dýr- mætum einkennum sínum, en við þurf- um líka að umgangast málið á lifandi hátt, endurskapa það í sífellu, búa til ný orð, ljá gömlum nýja merkingu, opna fyrir nýja möguleika í notkun tungunnar, málfræðilega og merking- arlega, og síðast en ekki síst með því að leika okkur með þetta magnaða tæki. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Glæpamál þar sem sérstök-um kortalesurum er komiðfyrir á hraðbönkum til aðhægt sé að falsa greiðslu- kort og taka peninga út af reikning- um eigenda þeirra eru vel þekkt er- lendis, en það var ekki fyrr en í byrjun ársins að íslensk löggæsluyf- irvöld komust fyrst í tæri við þess konar mál. Þrjú mál hafa komið upp hérlendis tengd hraðbankasvindli af þessu tagi. Það fyrsta í janúar sl. þegar tollgæsl- an stöðvaði mann á leið til landsins með búnað til að setja á hraðbanka. Annað mál kom upp í ágúst þegar slíkur búnaður fannst á bensínsjálf- sala. Það þriðja kom svo upp í síðustu viku þegar tveir karlmenn komu bún- aði til að lesa greiðslukort fyrir á þremur hraðbönkum. Markmiðið með því að setja ólög- legan búnað á hraðbanka er að fá upplýsingar um kort sem eru notuð, í þeim tilgangi að falsa kortin og ná peningum út af reikningum. Tvenns konar búnað þarf til að hægt sé að falsa kortin. Annars vegar þarf að lesa segulröndina á kortinu til að hægt sé að búa til kortið sjálft en hins vegar þarf að komast að leyninúm- erinu, PIN-númeri kortsins. Ef til staðar eru upplýsingar um segulröndina má búa til falsað kort, og ef upplýsingar um PIN-númer eru einnig til staðar má nota það eins og upprunalega kortið til að taka pen- inga út úr hraðbanka. Til að lesa segulröndina þarf að koma fyrir búnaði við raufina sem greiðslukortunum er stungið í og reyna glæpamennirnir að hafa bún- aðinn þannig að hann líti út fyrir að vera eðlilegur hluti hraðbankans, segir Bergþóra Karen Ketilsdóttir, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Kreditkorti hf. Búnaðurinn les svo segulröndina á leið kortsins inn í hraðbankann. Einnig er þekkt að settur sé aukabúnaður við dyr inn í anddyri þar sem hraðbanki er þar sem korti er rennt inn í skynjara til að opna dyrnar. Erfitt að sjá ólöglegan búnað Margar aðferðir er hægt að nota til að komast að PIN-númerum korta. Hægt er að koma fyrir fölsku lykla- borði, sem nemur þær tölur sem slegnar eru inn hverju sinni, ofan á eiginlegt lyklaborð hraðbankans. Hægt er að koma fyrir lítilli mynda- vél sem beinist að lyklaborðinu og tekur mynd af því þegar leyninúm- erið er slegið inn. Aðrar aðferðir eru einnig til, svo sem að horfa yfir öxlina á þeim sem notar hraðbankann o.fl. „Korthafinn verður ekki endilega var við að það sé verið að lesa kortið,“ segir Bergþóra. Hún segir það í raun alls ekki auðvelt fyrir almenning að sjá hvort eitthvað sé athugavert við hraðbanka. Þrjótar leggi sig mikið fram við að hafa búnaðinn sem eðli- legastan svo að hann falli sem best að hraðbankanum. Þó megi stundum sjá litarmun á viðbættum stykkjum og stundum er aukabúnaðurinn lausari en eðlilegt getur talist. Þó ólöglegur búnaður af þessu tagi sé á hraðbanka gengur færslan yf- irleitt snurðulaust fyrir sig, við- skiptavinurinn fær peningana sína og heldur á braut. Þess vegna getur búnaðurinn verið á hraðbanka í nokk- urn tíma og lesið upplýsingar um ein- hvern fjölda korta áður en það kemst upp. Ef þrjótarnir eru slægir ná þeir jafnvel að fjarlægja búnaðinn og ná upplýsingum út úr honum, án þess að nokkur verði var við að hann hafi nokkurn tíma verið á bankanum. Ómar Smári Ármannsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að verði fólk vart við eitthvað sem það telur ekki eiga heima á hraðbanka ætti það endilega að hafa samband við annaðhvort lög- reglu eða þann banka sem rekur við- komandi hraðbanka. Ekki er erfitt að verða sér úti um búnað sem hægt er að nota við hrað- bankasvindl af þessu tagi, segir Bergþóra. Til dæmis sé hægt að kaupa tækin sem lesa segulrönd kort- anna á Netinu, enda hægt að nota tækin í löglegum tilgangi. Undir þetta tekur Ómar Smári, sem segir að eins og með margt annað megi kaupa alls kyns löglegan búnað og setja hann saman og nota í ólöglegum tilgangi. Lyklaborð sem leggja á yfir raun- verulegt lyklaborð hraðbanka, sem og ytra byrði þess búnaðar sem les segulröndina, þarf þó að sérsmíða fyrir hverja tegund hraðbanka. Spurð hverjir sjái um sérsmíðina seg- ir Bergþóra að svo virðist sem það séu í flestum tilvikum þeir sem sjái um að setja búnaðinn á hraðbankana. „Ég tel allar líkur á því að þetta sé alþjóðleg skipulögð glæpastarfsemi, ekki einhverjir smákrimmar. Þeir líta til Íslands eins og annarra landa. Þetta er búið að vera lengi erlendis en við höfum verið blessunarlega laus við þetta. En nú er sú tíð liðin og við erum bara komin á kortið,“ segir Bergþóra. Ómar Smári segir að íslensk lög- gæsluyfirvöld búi svo vel að margs konar þróun á glæp ekki hingað til lands fy eftir að hún verður til e ig hafi gjarnan verið ta land sé um 10 árum á ef unum en um 5 árum á hvað þetta varðar. H ljóst að þessi tími sé he styttast. Aukið eftirlit með hr Guðjón Rúnarsson, stjóri Samtaka banka fyrirtækja (SBV), segi bankar hafi lært mikið sem upp hafa komið þessu ári og alltaf sé urmeta þær öryggisráð gangi eru. Hann segir að t.d. h með hraðbönkum ve muna eftir að þessi má upp hér á landi. Star anna hafi verið iðnir Ísland er komið á í hraðbankasvind Fréttaskýring | Hægt er að kaupa í gegnum Netið tæknibúnað sem koma má fyrir á hraðbönkum til að lesa upplýsingar um greiðslukort. Mál af þessu tagi kom fyrst upp hér á landi í byrjun árs og hafa samtals þrjú tilvik komist upp á árinu. Nýr búnaður Búið er að koma fyrir grænni, gegnsærri hulsu á kortarauf margra hraðbanka hér á landi til að gera þjófum erfiðara fyrir að koma fyrir búnaði sínum. In óv hr Mor Sérsmíðað Í byrjun árs fann tollgæslan á Seyðisfirði sérsmíða að setja á hraðbanka í fórum manns sem kom til landsins með N Í HNOTSKURN »Hraðbankasvindig fram að búnað fyrir sem les segulrö PIN-númer korta se eru. Svo er útbúið k sömu segulrönd og t »Slíkt svindl er þelendis frá en kom skipti upp hér á land »Íslenskir bankarar brugðist við m m.a. að koma gegns fyrir við kortalesara banka til að gera þrj iðara fyrir að koma kortalesara. »Hægt er að kaupþeim búnaði sem svindlsins í gegnum sérsmíða þarf ytra b aðarins fyrir hvern

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.