Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 31
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 31 Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Neytendur á landsbyggð-inni geta í mörgum til-fellum ekki halað jafn-hratt niður eða upp gögnum á Netinu og íbúar á höf- uðborgarsvæðinu. Á heimasíðu Neytendasamtakanna kemur fram að fjöldi landsbyggðarfólks hefur haft samband við samtökin þar sem það getur ekki nýtt sér tilboð net- þjónustufyrirtækja um hröðustu gagnaflutninganna vegna þess að há- hraðatenging er einfaldlega ekki í boði í byggðarlaginu. Finnst fólkinu ósanngjarnt að greiða sama gjald og Reykvíkingar og fá ekki sömu þjón- ustu. Neytendasamtökin taka dæmi af Ísfirðingi og Reykvíkingi sem kaupir þjónustuleiðina „Bestur“ hjá Síman- um en hraðinn á gagnaflutningunum þar er „allt að“ 8 Mb/s eins og segir neðanmáls, gagnamagn sem hægt er að sækja er ótakmarkað og kostar pakkinn 5.990 kr. á mánuði. Raun- veruleikinn er hins vegar sá að tengi- hraðinn sem Ísfirðingurinn fær er ekki nema 4 Mb/s þrátt fyrir að greiða hið sama og Reykvíkingurinn. Fellur ekki undir alþjónustu Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, sem sér um framkvæmd fjarskiptalaga og er ráðgefandi fyrir samgöngu- ráðuneytið í fjarskiptamálum, segir að 8% landsmanna hafi ekki aðgang að háhraðatengingu. „Í lögum og reglugerðum um alþjónustu í fjar- skiptum segir að ákveðnir afmark- aðir þættir fjarskipta skuli standa öllum notendum til boða óháð land- fræðilegri búsetu þeirra, á viðráð- anlegu verði. Undir þá þjónustu fell- ur talsímaþjónusta ásamt gagnaflutningum með allt að 128 KB/s hraða. Háhraðatengingar falla ekki undir alþjónustu eins og hún er skilgreind í lögum og reglugerðum.“ Netþjónustufyrirtækjum er því ekki skylt að bjóða upp á háhraðateng- ingar. Það hvílir engin lagaleg kvöð á þeim til þess, þetta er spurning um þjónustu. Ríkið bætir fyrir markaðsbrest Hrafnkell segir að vandinn sé bæði tæknilegs eðlis en eins sé kostnaður- inn við uppsetningu háhraðatenginga hindrun fyrir fyrirtæki á markaði. „Það er ekki jafnhagkvæmt fyrir net- þjónustufyrirtæki að veita sömu þjónustu alls staðar á landinu, sums staðar er það dýrara. Ísland er sjötta strjálbýlasta land í heimi og það er stórt verkefni að tryggja fullkomn- ustu fjarskipti sem völ er á á öllum landsvæðum. Við Íslendingar stönd- um samt vel að vígi miðað við margar aðrar þjóðir. Um 62% heimila í land- inu eru nú áskrifendur að háhraða- þjónustu og er það með því mesta sem gerist í heiminum. Ríkisvaldinu er aðeins leyfilegt að veita þjónustu á svæðum þar sem tal- inn er markaðsbrestur, þ.e. þar sem fyrirtæki á markaði sjá sér ekki hag í eða fært að veita þjónustu en talið er að um 1.000 heimili á landinu falli undir þá skilgreiningu. Í fjarskipta- áætlun, sem samþykkt var á Alþingi vorið 2005, kemur fram að það er markmið stjórnvalda að allir lands- menn, sem þess óska, geti tengst há- hraðaneti og notið hagkvæmrar og öruggrar fjarskiptaþjónustu. Alþingi ákvað að verja 2,5 milljörðum af sölu- andvirði Símans til þess að bæta fjar- skipti í landinu. Hluta af því fé verð- ur varið í háhraðatengingar og hefur stjórn fjarskiptasjóðs yfirumsjón með verkinu.“ Ísfirðingur fær verri net- þjónustu en Reykvíkingur Morgunblaðið/Ómar Hraði Fjöldi landsbyggðarfólks á þess ekki kost að nýta sér tilboð netþjón- ustufyrirtækja um hröðustu gagnaflutningana vegna þess hluti af lands- byggðinni á einfaldlega ekki kost á háhraðatengingu. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn frá 13.200 3 dagar í Danmörku kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta ÍS L E N S K A /S IA .I S /H E R 3 15 83 1 1/ 06 Hörður Hauksson gsm 896 5486 Jón Sigfús Sigurjónsson hdl. og löggiltur FFS. Höfum til sölu fjölmörg góð fyrirtæki, jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni. Jafnframt leitum við að fyrirtækjum á ýmsum sviðum atvinnulífsins fyrir viðskiptavini okkar. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 15% afsláttur af öllum stökum jökkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.