Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 55 menning Það þekkja allir sem afskiptihafa af börnum hve mik-ilvægt aðgengi að góðri af- þreyingarmenningu er. Bækur, sjónvarpsefni, leiksýningar, út- varpsþættir og geislaplötur eru eðli- legur og nauðsynlegur hluti af upp- eldi og lífsstíl barna og þegar maður dettur niður á hluti sem vit er í, mitt í öllu framboðsflæðinu, er það gulls ígildi.    Um daginn fann ég slíkan gull-mola í Þjóðleikhúsinu. Ég fór með þriggja ára dóttur mína á fund Skoppu og Skrítlu, tveggja al- íslenskra fyrirbrigða, sem eiga að baki nokkurra ára feril í sjónvarpi. Sýningin í leikhúsinu fer fram á leik- húsloftinu og er að sögn hugsuð sem einskonar kynning á leikhúsinu fyrir yngstu börnin, þar sem ljós, hljóð og brellur ýmiss konar eru tíundaðar. Það var þó ekki galdurinn við sýn- inguna að mínu mati, heldur það hve vel hún hentaði börnunum sem á sýningunni voru. Þau fengu að sitja á dýnu á gólfinu og taka virkan þátt í framvindu sýningarinnar; lögð var áhersla á að enginn þurfti að stressa sig þótt gripið væri fram í eða þyrfti á klósettið. Til að kóróna allt saman virtust þær Skoppa og Skrítla, full- komlega tilgerðarlaust, ná að tala við hvert einasta barn á sýningunni – sem þó skiptu tugum – annaðhvort fyrir hana eða eftir. Flest börnin voru á leikskólaaldri, enda var sýningin skilgreind „fyrir yngstu áhorfendurna“. Og það er sjálfsagt lykillinn að því hve vel til tókst – þarna er sjónum beint að ein- um ákveðnum aldurshópi. Að mínu mati er nefnilega alltof algengt að markhópurinn sem leiksýningin/ bókin/sjónvarpsefnið og svo fram- vegis ætti að höfða til sé illa skil- greindur og reynt að höfða til of margra ólíkra þarfa og aldurshópa í einu. Þó að vissulega séu börn misjöfn eftir aldri, í andlegum þroska, mál- þroska og áhugamálum, held ég að ekki væri úr vegi að aðstandendur barnaefnis skilgreindu nánar til hvaða aldurshóps er reynt að höfða. Það sem veldur átta ára gömlu barni spennu og skemmtun, getur valdið fjögurra ára barni hræðslu. Það sem hinu fjögurra finnst hins vegar fynd- ið, getur hinu átta ára fundist kjána- legt. Best væri ef aðstandendur barnaefnis settu eitthvert aldursbil – sem hlýtur að vera mögulegt þeim sem yfirleitt eru að fást við gerð barnaefnis – og síðan mætti meta hvert barn fyrir sig út frá þeim.    Til þessa varð mér enn og afturhugsað þegar ég sá Stundina okkar um daginn, sem nú hefur brugðið sér í nýjan (og miklum mun betri) búning. Þar voru mörg atriði sem hentuðu þriggja ára dóttur minni einstaklega vel og hittu beint í mark. Inn á milli komu hins vegar atriði sem hún skildi ekkert í og var jafnvel hrædd við, en ég er viss um að eldri börnum hafa fundist bráð- fyndin, og hin ef til vill kjánaleg. Nú veit ég ekki til þess að Stundin okkar sé sérstaklega ætluð einum aldurshópi barna umfram annan, og eitthvað segir mér að hann sé ein- faldlega ætlaður „börnum“.    Mætti ekki auka framleiðslu áinnlendu barnaefni, og skipta því betur niður eftir þörfum hvers aldurshóps? Þannig þyrftu ekki öll íslensk börn að horfa á sama ís- lenska þáttinn, frá tveggja til tólf ára, sem í raun er vitavonlaust að framleiða. Það er afar fátt sem hent- ar „börnum á öllum aldri“ – það vita allir sem hafa með börn að gera. ingamaria@mbl.is Fyrir börn á öllum aldri …? Morgunblaðið/Ásdís Afmarkaður aldurshópur Skoppa og Skrítla eru dæmi um velheppnað barnaefni fyrir yngstu börnin. AF LISTUM Inga María Leifsdóttir » Best væri ef að-standendur barna- efnis settu eitthvert ald- ursbil og síðan mætti meta hvert barn fyrir sig út frá þeim. ÞÓTT rúmur mán- uður sé enn til jóla og aðventan ekki hafin eru greini- lega margir farnir að huga að þessari hátíð ljóss og frið- ar. Safnplatan 100 ís- lensk jólalög var gefin út af Senu á dögunum og er nú mest selda plata síðastlið- innar viku. Safnplatan samanstendur af fimm geisla- diskum og er jólalögunum skipt niður í fjóra flokka; Vinsæl jól, Gömlu góðu jólin, Barnajól og Hátíðleg jól. Allir ættu því að geta fundið jólalög við sitt hæfi á plötunni góðu. Jólalögin farin að hljóma! NOTALEGAR ábreiður er trúlega það sem mörgum hugnast í kuld- anum sem ein- kennt hefur síð- ustu daga. Þeir Stefán Hilm- arsson og Eyjólfur Kristjánsson, gjarnan nefndir Stebbi og Eyvi, gáfu á dögunum út samnefnda plötu, Notalegar ábreiður, þar sem þeir flytja lög eftir sjálfa sig og aðra. Platan inniheldur ell- efu lög og þar á meðal „Nínu“ sem þeir félagar sungu fyrir Íslands hönd í Evróvision á Ítalíu hér um árið. Trúlegt er að ófáir liggi undir notaleg- um ábreiðum og hlusti á Notalegar ábreiður þessa dagana. Notalegar ábreið- ur í vetur! HVAÐ eiga þeir Friðrik Ómar og Bubbi sameig- inlegt? Allavega það að þeir eru einu listamenn- irnir sem eiga tvær plötur á Tónlistanum þessa vik- una. Friðrik Ómar gaf nýverið út sína fyrstu sólóplötu sem ber heitið Annan dag, þar sem hann syng- ur bæði frumsamin lög og eftir aðra. Auk þess gaf hann nýverið út plötu í fé- lagsskap Guðrúnar Gunnarsdóttur sem nefnist Góða skemmtun. Þar er á ferðinni sérstök útgáfa tveggja platna Guðrúnar og Friðriks, Ég skemmti mér og Ég skemmti mér í sumar, þar sem þau syngja gömul og góð dægurlög. Platan heitir eftir söngsýningu þeirra á Broadway. Friðrik Ómar sinnum tveir! ALLT er fimmtugum fært, allavega Bubba Mort- hens. Í tilefni fimmtugsafmælis síns í sumar blés hann til stórtónleika í Laug- ardalshöllinni þar sem hann söng fyrir troðfullu húsi öll sín vinsælustu lög auk þess að troða upp með öllum þeim hljómsveitum sem hann hefur leikið með í gegnum tíðina. Tónleikarnir voru gefnir út á plötu og mynddiski og hefur platan selst eins og heitar lummur. Annað upplag af plötunni, 06.06.06., er nærri uppselt hjá útgefanda en búið að er að panta þriðja upplag sem ætti að koma í verslanir á næstu dögum. Sívinsæll Bubbi Morthens!                                                                  !" # # # #$ %&#' ( )'* #+,-&#.# / #'#  #0 .  &#  #1  (&   #,!&# .2* &#-)#3#/ &#$#4/  3&##!"#3#45(                             & *& +& '()*+ ,   -  . /0/,    6/  077#3#4  , 77 8.#9 -#0. :#:3; /#8< 9  #$= 3 6/  , .#0  '  #9/ >>#?#@#4 <#?(3 ,A > #!/7   B ' A#B@ '  #9 8377#C/ D# *  /# * / 1 #E !3 6/  !"/ #8#4 3 , 77 83#0; 6/  ,37# >3 2#B 37 F  GG >/ #-3  3 4 << #.  #"* 3  #3 #)7 '  D#A( /# -#0.#  #- $ #3H#1#/ I  "J*#B  #K" ' $L #.#M.# /#(L# #. , # #MA# / #/' N# !2#83#3#4 <33 N(  #.#4   5O:3 3  B"'# //  8 735 P ::: $ (( $3M=#  83//#!3//#!3// :*#/. 0#2# /Q#B # 3< #< < D  #)  * -3 #!/ N;  $ /#?3<3 ,A R <3  !2#P(#33                    0 03 2/ 0 0 ,  ?P#- < C  0 0 0 0 C  B/  03O,-B 0 4-+ 0 0 0 0 ,)" 0 R  0  03O,-B C  4-+ #" R  03O,-B   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.