Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Samvera fyrir eldri borgara í Glerárkirkju í dag, fimmtudaginn 16. nóvember, kl. 15.00 Jónas Þór Jónasson tenórsöngvari er gestur samverunnar. Almennur söngur, upplestur, helgistund, spjall og kaffiveitingar að venju. Allir hjartanlega velkomnir Ath: Bíll frá Lindasíðu kl. 14:50 og heim aftur eftir samveru. Glerárkirkja GLERÁRKIRKJA AKUREYRI FORMAÐUR stjórnar Markaðs- skrifstofu ferðamála á Norðurlandi, Ásbjörn Björgvinsson, harmar þá uppákomu sem átti sér stað í tengslum við flug Iceland Express frá Kaupmannahöfn til Akureyrar síð- astliðinn sunnudag en furðar sig á ummælum framkvæmdastjóra flug- félagsins um að þeir hagsmunaaðilar sem hafa verið með mjög háværar kröfur um að vera með millilandaflug á Akureyri hafi ekkert gert varðandi millilandaflugið. „Markaðsskrifstofa ferðamála hef- ur þegar lagt töluverða fjármuni í kynningu á flugi Iceland Express bæði hér innanlands sem og í Dan- mörku og nú síðast í tengslum við Lundúnaflug félagsins. Þá hefur markaðsskrifstofan lagt mikla áherslu á að hafist verði handa við lengingu flugbrautarinnar á Akur- eyri vegna mikilvægis flugsins fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi,“ seg- ir Ásbjörn Björgvinsson, stjórnarfor- maður Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi við Morgunblaðið. Skilningur Ásbjörn segir flug Iceland Express snúast um þjónustu eins og allra ann- arra ferðaþjónustufyrirtækja. „Röð ófyrirsjáanlegra atvika getur alltaf komið upp en við þeim má ekki bregðast með pirringi í garð þeirra sem kjósa að nýta sér þjónustu Ice- land Express. Með sama hætti má segja að farþegar félagsins verði jafn- framt að hafa skilning á þeim aðstæð- um sem upp geta komið í tengslum við millilandaflug. Veður getur rask- að flugi, valdið töfum eða breyttri ferðatilhögun. Því er mikilvægast að gera það besta úr hlutunum, skýra strax fyrir farþegum ástæður seink- unar eða breytinga á ferðatilhögun því fátt er verra en misbrestur í upp- lýsingagjöf. Iceland Express gaf það út í ágúst síðastliðnum að flug milli Kaup- mannahafnar og Akureyrar yrði ekki nema fram í desember svo það kemur okkur ekkert á óvart að sú ákvörðun standi. Við vonumst hins vegar eftir að flugið fari af stað snemma vors til að auka enn frekar þá bráðnauðsyn- legu þjónustu sem við teljum flug Ice- land Express vera fyrir ferðaþjón- ustuna á Norðurlandi,“ segir Ásbjörn. Áætlunarflug Iceland Express milli Akureyrar og Kaupmannahafn- ar hófst síðastliðið vor og í haust hef- ur verið flogið bæði þangað og til London frá Akureyri. „Höfum lagt talsvert fé í kynningu á flugi“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Beint flug Fyrstu farþegarnir frá Kaupmannahöfn ganga í átt að flugstöð- inni á Akureyrarflugvelli þegar beina flugið hófst í maí síðastliðið vor. Undrast ummæli framkvæmdastjóra Iceland Express Í HNOTSKURN »Markaðsskrifstofa ferða-mála á Norðurlandi hefur lagt mikla áherslu á að hafist verði handa við lengingu flug- brautarinnar á Akureyri. »Ekki kemur á óvart aðfluginu sé hætt 3. desem- ber því það var tilkynnt í ágúst segir formaður stjórnar. NÝ tillaga að deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits er nú til kynningar hjá skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar (www.skip- bygg.is). Sem kunnugt er var deiliskipulag fyrir Ellingsenreit fellt úr gildi á liðnu sumri með úrskurði úrskurðar- nefndar skipulags- og byggingar- mála. Byggðist úrskurðurinn á því að Reykjavíkurborg hefði ákvarðað nýtingarhlutfall einnar lóðar of hátt. Talsverð umræða varð á þeim tíma um Alliance-húsið sem átti að víkja samkvæmt skipulaginu. Ekki hefur orðið breyting á því með nýju tillög- unni og mun Alliance-húsið því verða rifið. Í nýju tillögunni hafa Ellingsen- reitur og Slippareitur frá fyrri skipulagstillögu verið sameinaðir í einn reit, Slippa- og Ellingsenreit. Afmarkast deiliskipulagssvæðið af nýrri Mýrargötu til suðurs, Granda- garði til vesturs, hafnarbakka til norðurs og Tryggvagötu til austurs. Deiliskipulagið er unnið í samræmi við forsendur og markmið ramma- skipulags fyrir Mýrargötu og Slippasvæði. Höfundar þess eru Björn Ólafs arkitekt og VA- arkitektar. Gert er ráð fyrir að nýbyggingar verði almennt fjórar hæðir með eða án kjallara. Vestast á reitnum, á lóð- unum Grandagarði 2 og Mýrargötu 26, er gert ráð fyrir húsum sem geta orðið allt að sjö hæðir auk bíla- geymslna í kjallara. Samkvæmt til- lögunni eru bílageymslur fyrirhug- aðar undir íbúðarhúsum og görðum þeirra, þær eru allar á lóðum og í einkaeign. Ekki er gert ráð fyrir íbúðarbyggingum á byggingar- reitum meðfram sjó og ekki verður heimilt að koma fyrir íbúðum á efri hæðum bygginga á hafnarsvæðum. Á reitnum er gert ráð fyrir allt að 319 almennum íbúðum. Einnig vist- vænu atvinnuhúsnæði á hafnar- bakka fyrir skrifstofur og þjónustu, sjóminjasafni í BÚR-húsinu, lítilli smábátahöfn og aðstöðu fyrir hvala- skoðunarskip með móttöku fyrir far- þega. Í svonefndri Ægisvör, neðan Ægisgötu, verða settar upp minjar slippa sem verið hafa á svæðinu. Ekki er gert ráð fyrir grunnskóla eða leikskóla á Slippasvæðisreit. Gert er ráð fyrir hafnartengdri starfsemi á svæðinu á borð við sigl- ingaklúbb, veitingasölu og aðra starfsemi sem ekki veldur mengun. Ekki verður leyfð starfsemi á svæð- inu sem er opin næturlangt, eða veldur óþrifnaði, óþægilegri lykt eða hávaða. Hótelrekstur af öllu tagi verður leyfður á svæðinu. Hafnar- bakkarnir verða opnir og munu þjóna sem útivistarsvæði og stígar. Stefnt er að því að hverfið verði kjörsvæði fyrir skemmtigöngur. Gert er ráð fyrir þremur torgum og opnum svæðum í hverfinu, við gamla steinbæinn á horni Seljavegar og Mýrargötu, við Seljabryggju (í framhaldi af Seljavegi) og við Ægis- vör. Tillagan liggur frammi til kynn- ingar í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur- borgar að Borgartúni 3, 1. hæð, til og með 20. desember 2006. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðs- ins. Ábendingum og athugasemdum skal skila í síðasta lagi 20. desember nk. Slippa- og Ellingsenreitur skipulagður 2  3$  &  $ 7  +78  89 :  2   ! ,   4 3 & $  ; +7 <=;= >?" !; ,  ? 4 , *+ , 4 ,  5  ,    #! ;  @   +78   Meira á mbl.is/itarefni Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is BJARNVEIG Ingvadóttir á Dalvík segist eini farþeginn sem hafi tjáð sig opinberlega um ferð Iceland Ex- press frá Kaupmannahöfn til Akur- eyrar sl. sunnudag. Kristján Þór Júl- íusson bæjarstjóri eigi því greinilega við hana í Morgunblaðinu í gær þar sem hann segir að ekki þýði fyrir notendur beina flugsins að vera með óþolinmæði og dónaskap í garð fyr- irtækisins. „Ég get ekki setið undir orðum Kristjáns Þórs,“ sagði Bjarn- veig þegar hún hafði samband við Morgunblaðið í gær. „Ég var alls ekki með neinn dóna- skap, frekar en aðrir. Og orð fram- kvæmdastjóra Iceland Express í út- varpinu um að farþegar hafi beitt starfsfólk ofbeldi og hent því út úr rútunni á Keflavíkurflugvelli eru ótrúleg. Stúlkurnar þar sögðu okkur að það væri fínt fyrir okkur að kom- ast beint norður í rútu og fyrst þær töldu að það yrði svona gaman buð- um við þeim að koma með. Það er það dónalegasta sem sagt var við þær,“ sagði Bjarnveig. Hún segir að engar upplýsingar hafi fengist á Kastrup-flugvelli og misvísandi upplýsingar þegar hringt var til Iceland Express á Íslandi. „Ef veðrið hefði verið vandamál hefði hópurinn sýnt því skilning, en skv. upplýsingum sem fengust með símtölum við flugturn og flugmála- stjórn átti ekki að vera vandamál að lenda á Akureyri. Ég er ósáttust við að fá ekki hreinskilnisleg svör. Ég er sannfærð um að ástæðan fyrir því að við lentum í Keflavík er sú að það þurfti að koma vélinni sem allra fyrst í áætlunarflug til London.“ Ósátt við ummæli Kristjáns og Birgis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.