Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Samvera fyrir eldri borgara í Glerárkirkju
í dag, fimmtudaginn 16. nóvember, kl. 15.00
Jónas Þór Jónasson tenórsöngvari er gestur
samverunnar. Almennur söngur, upplestur,
helgistund, spjall og kaffiveitingar að venju.
Allir hjartanlega velkomnir
Ath: Bíll frá Lindasíðu kl. 14:50 og heim aftur eftir samveru.
Glerárkirkja
GLERÁRKIRKJA
AKUREYRI
FORMAÐUR stjórnar Markaðs-
skrifstofu ferðamála á Norðurlandi,
Ásbjörn Björgvinsson, harmar þá
uppákomu sem átti sér stað í
tengslum við flug Iceland Express frá
Kaupmannahöfn til Akureyrar síð-
astliðinn sunnudag en furðar sig á
ummælum framkvæmdastjóra flug-
félagsins um að þeir hagsmunaaðilar
sem hafa verið með mjög háværar
kröfur um að vera með millilandaflug
á Akureyri hafi ekkert gert varðandi
millilandaflugið.
„Markaðsskrifstofa ferðamála hef-
ur þegar lagt töluverða fjármuni í
kynningu á flugi Iceland Express
bæði hér innanlands sem og í Dan-
mörku og nú síðast í tengslum við
Lundúnaflug félagsins. Þá hefur
markaðsskrifstofan lagt mikla
áherslu á að hafist verði handa við
lengingu flugbrautarinnar á Akur-
eyri vegna mikilvægis flugsins fyrir
ferðaþjónustuna á Norðurlandi,“ seg-
ir Ásbjörn Björgvinsson, stjórnarfor-
maður Markaðsskrifstofu ferðamála
á Norðurlandi við Morgunblaðið.
Skilningur
Ásbjörn segir flug Iceland Express
snúast um þjónustu eins og allra ann-
arra ferðaþjónustufyrirtækja. „Röð
ófyrirsjáanlegra atvika getur alltaf
komið upp en við þeim má ekki
bregðast með pirringi í garð þeirra
sem kjósa að nýta sér þjónustu Ice-
land Express. Með sama hætti má
segja að farþegar félagsins verði jafn-
framt að hafa skilning á þeim aðstæð-
um sem upp geta komið í tengslum
við millilandaflug. Veður getur rask-
að flugi, valdið töfum eða breyttri
ferðatilhögun. Því er mikilvægast að
gera það besta úr hlutunum, skýra
strax fyrir farþegum ástæður seink-
unar eða breytinga á ferðatilhögun
því fátt er verra en misbrestur í upp-
lýsingagjöf.
Iceland Express gaf það út í ágúst
síðastliðnum að flug milli Kaup-
mannahafnar og Akureyrar yrði ekki
nema fram í desember svo það kemur
okkur ekkert á óvart að sú ákvörðun
standi. Við vonumst hins vegar eftir
að flugið fari af stað snemma vors til
að auka enn frekar þá bráðnauðsyn-
legu þjónustu sem við teljum flug Ice-
land Express vera fyrir ferðaþjón-
ustuna á Norðurlandi,“ segir
Ásbjörn.
Áætlunarflug Iceland Express
milli Akureyrar og Kaupmannahafn-
ar hófst síðastliðið vor og í haust hef-
ur verið flogið bæði þangað og til
London frá Akureyri.
„Höfum lagt talsvert
fé í kynningu á flugi“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Beint flug Fyrstu farþegarnir frá Kaupmannahöfn ganga í átt að flugstöð-
inni á Akureyrarflugvelli þegar beina flugið hófst í maí síðastliðið vor.
Undrast ummæli
framkvæmdastjóra
Iceland Express
Í HNOTSKURN
»Markaðsskrifstofa ferða-mála á Norðurlandi hefur
lagt mikla áherslu á að hafist
verði handa við lengingu flug-
brautarinnar á Akureyri.
»Ekki kemur á óvart aðfluginu sé hætt 3. desem-
ber því það var tilkynnt í ágúst
segir formaður stjórnar.
NÝ tillaga að deiliskipulagi Slippa-
og Ellingsenreits er nú til kynningar
hjá skipulags- og byggingarsviði
Reykjavíkurborgar (www.skip-
bygg.is).
Sem kunnugt er var deiliskipulag
fyrir Ellingsenreit fellt úr gildi á
liðnu sumri með úrskurði úrskurðar-
nefndar skipulags- og byggingar-
mála. Byggðist úrskurðurinn á því
að Reykjavíkurborg hefði ákvarðað
nýtingarhlutfall einnar lóðar of hátt.
Talsverð umræða varð á þeim tíma
um Alliance-húsið sem átti að víkja
samkvæmt skipulaginu. Ekki hefur
orðið breyting á því með nýju tillög-
unni og mun Alliance-húsið því
verða rifið.
Í nýju tillögunni hafa Ellingsen-
reitur og Slippareitur frá fyrri
skipulagstillögu verið sameinaðir í
einn reit, Slippa- og Ellingsenreit.
Afmarkast deiliskipulagssvæðið af
nýrri Mýrargötu til suðurs, Granda-
garði til vesturs, hafnarbakka til
norðurs og Tryggvagötu til austurs.
Deiliskipulagið er unnið í samræmi
við forsendur og markmið ramma-
skipulags fyrir Mýrargötu og
Slippasvæði. Höfundar þess eru
Björn Ólafs arkitekt og VA-
arkitektar.
Gert er ráð fyrir að nýbyggingar
verði almennt fjórar hæðir með eða
án kjallara. Vestast á reitnum, á lóð-
unum Grandagarði 2 og Mýrargötu
26, er gert ráð fyrir húsum sem geta
orðið allt að sjö hæðir auk bíla-
geymslna í kjallara. Samkvæmt til-
lögunni eru bílageymslur fyrirhug-
aðar undir íbúðarhúsum og görðum
þeirra, þær eru allar á lóðum og í
einkaeign. Ekki er gert ráð fyrir
íbúðarbyggingum á byggingar-
reitum meðfram sjó og ekki verður
heimilt að koma fyrir íbúðum á efri
hæðum bygginga á hafnarsvæðum.
Á reitnum er gert ráð fyrir allt að
319 almennum íbúðum. Einnig vist-
vænu atvinnuhúsnæði á hafnar-
bakka fyrir skrifstofur og þjónustu,
sjóminjasafni í BÚR-húsinu, lítilli
smábátahöfn og aðstöðu fyrir hvala-
skoðunarskip með móttöku fyrir far-
þega. Í svonefndri Ægisvör, neðan
Ægisgötu, verða settar upp minjar
slippa sem verið hafa á svæðinu.
Ekki er gert ráð fyrir grunnskóla
eða leikskóla á Slippasvæðisreit.
Gert er ráð fyrir hafnartengdri
starfsemi á svæðinu á borð við sigl-
ingaklúbb, veitingasölu og aðra
starfsemi sem ekki veldur mengun.
Ekki verður leyfð starfsemi á svæð-
inu sem er opin næturlangt, eða
veldur óþrifnaði, óþægilegri lykt eða
hávaða. Hótelrekstur af öllu tagi
verður leyfður á svæðinu. Hafnar-
bakkarnir verða opnir og munu
þjóna sem útivistarsvæði og stígar.
Stefnt er að því að hverfið verði
kjörsvæði fyrir skemmtigöngur.
Gert er ráð fyrir þremur torgum og
opnum svæðum í hverfinu, við gamla
steinbæinn á horni Seljavegar og
Mýrargötu, við Seljabryggju (í
framhaldi af Seljavegi) og við Ægis-
vör.
Tillagan liggur frammi til kynn-
ingar í upplýsingaskála skipulags-
og byggingarsviðs Reykjavíkur-
borgar að Borgartúni 3, 1. hæð, til
og með 20. desember 2006. Einnig
má sjá tillöguna á heimasíðu sviðs-
ins. Ábendingum og athugasemdum
skal skila í síðasta lagi 20. desember
nk.
Slippa- og Ellingsenreitur skipulagður
2
3$
&
$
7
+78
89
:
2
! ,
4
3
&$
;
+7
<=;=
>?"
!;
,
?
4
,
*+
,
4
,
5 ,
#!
;
@
+78
Meira á mbl.is/itarefni
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
BJARNVEIG Ingvadóttir á Dalvík
segist eini farþeginn sem hafi tjáð
sig opinberlega um ferð Iceland Ex-
press frá Kaupmannahöfn til Akur-
eyrar sl. sunnudag. Kristján Þór Júl-
íusson bæjarstjóri eigi því greinilega
við hana í Morgunblaðinu í gær þar
sem hann segir að ekki þýði fyrir
notendur beina flugsins að vera með
óþolinmæði og dónaskap í garð fyr-
irtækisins. „Ég get ekki setið undir
orðum Kristjáns Þórs,“ sagði Bjarn-
veig þegar hún hafði samband við
Morgunblaðið í gær.
„Ég var alls ekki með neinn dóna-
skap, frekar en aðrir. Og orð fram-
kvæmdastjóra Iceland Express í út-
varpinu um að farþegar hafi beitt
starfsfólk ofbeldi og hent því út úr
rútunni á Keflavíkurflugvelli eru
ótrúleg. Stúlkurnar þar sögðu okkur
að það væri fínt fyrir okkur að kom-
ast beint norður í rútu og fyrst þær
töldu að það yrði svona gaman buð-
um við þeim að koma með. Það er
það dónalegasta sem sagt var við
þær,“ sagði Bjarnveig.
Hún segir að engar upplýsingar
hafi fengist á Kastrup-flugvelli og
misvísandi upplýsingar þegar hringt
var til Iceland Express á Íslandi.
„Ef veðrið hefði verið vandamál
hefði hópurinn sýnt því skilning, en
skv. upplýsingum sem fengust með
símtölum við flugturn og flugmála-
stjórn átti ekki að vera vandamál að
lenda á Akureyri. Ég er ósáttust við
að fá ekki hreinskilnisleg svör. Ég er
sannfærð um að ástæðan fyrir því að
við lentum í Keflavík er sú að það
þurfti að koma vélinni sem allra fyrst
í áætlunarflug til London.“
Ósátt við ummæli
Kristjáns og Birgis