Morgunblaðið - 16.11.2006, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.11.2006, Qupperneq 14
                                                                                      !"#    Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MÆLINGAR benda til að brott- kast þorsks hafi numið tæpum 2.600 tonnum á síðasta ári, eða sem svarar til 1,27% af lönduðum afla. Er það talsvert meira en næstu þrjú ár á undan en minna en á árinu 2001 þegar þessar mælingar hófust. Brottkast ýsu er talið hafa numið tæplega 4.900 tonnum eða 5,24% af lönduðum afla. Er það svipað hlutfall og árin 2002 og 2003 en talsvert hærra hlutfall en árin 2001 og 2004. Sérstakar mælingar á brottkasti í fiskveiðum hér við land hófust árið 2001 og er gerð grein fyrir þeim í árlegri skýrslu Hafrannsókna- stofnunar sem hefur að geyma greinar Ólafs K. Pálssonar fiski- fræðings o.fl. Skýrslan fyrir rann- sóknir á síðasta ári hefur nú verið gefin út. Tilgangur rannsóknanna er með- al annars að taka tillit til brottkasts við mat á stofnum. Einkum hefur verið lögð áhersla á þorsk og ýsu og mælingarnar hafa náð til helstu veiðarfæra, það er að segja línu, neta, dragnótar og botnvörpu. Frá árinu 2002 hafa einnig verið tals- verðar mælingar á ufsa og gullkarfa í botnvörpuveiðum. Mælingar á öðr- um tegundum hafa verið takmark- aðar og oftast ekki nægilegar til að meta brottkast. Brottkast er metið með saman- burði á lengdarmælingum á afla upp úr sjó og hins vegar lönduðum afla. Ólafur tekur fram í grein sinni að aðferðin sé háð því að brottkast sé lengdarháð og smáfiski á til- teknu lengdarbili sé hent að til- teknu marki en stærri fiskur hirtur. Mest brottkast úr netum Í skýrslunni kemur fram að brottkast þorsks í netaveiðum var talsvert mikið á síðasta ári. 528 þús- und fiskar fóru aftur í sjóinn og svarar það til 1.079 tonna eða 3,4% landaðs afla. Er þetta talsvert meira en undanfarin ár. Eins og fyrri mælingar sýna einnig er hent mun stærri þorski á netaveiðum en á öðrum veiðum. Brottkast þorsks var mun minna á öðrum veiðum. Þannig reyndist brottkastið í handfæraveiðum lítið eða 60 þúsund fiskar sem svarar til 42 tonna, eða 0,53% af afla. Er þetta í fyrsta skipti sem brottkast er mælt á handfæraveiðum og því ekki til samanburður við fyrri ár. Brottkast þorsks í dragnót var sömuleiðis lítið á árinu eða 47 þús- und fiskar sem svara til 29 tonna eða 0,23% af heildarafla. Þetta er þó nokkur aukning frá síðustu tveimur árum enda var brottkast á dragnótarveiðum þá hverfandi. Þá kemur fram að brottkast þorsks í botnvörpu var lítið og nær ein- göngu um að ræða fisk minni en 50 cm. Í heild nam brottkastið 950 þúsund fiskum eða 772 tonnum. Hlutfallið er 0,93% og er það tals- verð aukning frá tveimur árum þar á undan þegar hlutfallið var 0,3 og 0,46%. Ýsu hent úr togurum Töluvert brottkast var á ýsu á síðasta ári, mest af því vegna botn- vörpu. Brottkast ýsu í botnvörpu var 5.772 þúsund fiskar sem svarar til 4.150 tonna. Fara því tæp 8% aflans aftur í sjóinn. Brottkastið hefur tvöfaldast frá árinu á undan. Vakin er athygli á því í skýrslu Hafrannsóknastofnunar að ýsan sem hent er af skipum á botnvörpu- veiðum er mun stærri en sú sem hent er úr öðrum veiðarfærum, eða 35 til 50 cm fiskur að stórum hluta. Brottkast ýsu á línuveiðum var 916 þúsund fiskar eða 411 tonn. Hlutfall brottkasts var 1,3% og hafði minnkað nokkuð frá fyrra ári. Mest var hent af fiski undir 40 cm að lengd. Brottkast ýsu í dragnót var 414 þúsund fiskar eða 320 tonn. Hlutfallið er 3,05% sem er mun lægra hlutfall en á fyrra ári. Talsvert áunnist Ólafur K. Pálsson vekur athygli á því í skýrslu sinni að sérstakar brottkastsmælingar hafi nú staðið yfir í fimm ár. Mælingarnar á síð- asta ári bendi til þess að talsvert hafi áunnist í því að stemma stigu við brottkasti á helstu botnfiskum, að minnsta kosti miðað við ástandið á árum áður. Brottkast sé þó ein- ungis í lágmarki, það er að segja undir 1%, í fimm tilvikum af níu. Það sé svipað og árið áður en nokk- ur afturför frá árinu 2003. Þróunin síðustu tvö ár hafi því verið óhag- stæð. Mælt brottkast þorsks 2.600 t Skýrsla Hafrannsóknastofnunar bend- ir til óhagstæðrar þróunar síðustu árin 14 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UFSI og þorskur eru algengustu tegundirnar sem komu sem meðafli á kolmunnaveiðum Íslendinga á árinu 2005, að því er fram kemur í skýrslu Hafrannsóknastofnunar sem byggðar eru á mælingum sem gerðar voru síðasta sumar. Ufsinn mældist 1031 þúsund fisk- ar sem gera 2045 tonn, bæði í ís- lenskri og færeyskri landhelgi, og samsvarar um 0,8% af veiðunum. Er þetta verulega hærra hlutfall frá árinu á undan en magnið en tonnafjöldinn er þó minni. Þorskur mældist 191 þúsund fiskar sem gera 671 tonn, aðallega í íslenskri landhelgi. Er það 0,265% aflans. Er þetta heldur hærra hlutfall en 2004 en mun minna í tonnum talið. Töluvert af síld var einnig í með- afla og mælist hann 400 tonn, en mun minna af gulllaxi og gullkarfa. Ufsi og þorskur með kolmunna ÚR VERINU MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Gesti Jónssyni, lögmanni: „Það er grund- vallarregla í réttarríki að sá maður sem sökum er borinn megi verja hendur sínar. Til þess á hann rétt á aðstoð verjanda. Hlutverk verjand- ans er að gæta hagsmuna skjólstæð- ings síns, tala máli hans og líta eftir því að þeir sem fara með opinbert ákæru- og/eða rannsóknarvald fylgi leikreglunum. Skyldur verjandans lúta að því að veita skjólstæðingi sínum alla þá aðstoð og vörn sem hann getur. Í grein Arnars Jenssonar, aðstoð- aryfirlögregluþjóns hjá embætti rík- islögreglustjóra sem birtist í Morg- unblaðinu í gær kemur fram afstaða gagnvart réttindum sakborninga sem ég tel áhyggjuefni. Fundið er að því að sakborningar í svonefndu Baugsmáli hafi ráðið til sín fjölda lögfræðinga og endurskoðenda „...til að draga skipulega fram gagnrýni á rannsóknaraðila og ákæruvald“. Átalið er að Baugsmenn hafi varið miklu fé til þess að ráða fjölda aðila, þ.m.t. heilu lögfræðistofurnar „...til að hafa áhrif á niðurstöðu málsins.“ Það er einmitt lögbundið hlutverk verjanda að setja fram gagnrýni á rannsóknaraðila og ákæruvald þeg- ar efni eru til og tala máli skjólstæð- ings síns í því skyni að hafa áhrif á niðurstöðu dómara. Í grein sinni telur Arnar Baugs- málið vera dæmi um óþolandi þróun í réttarkerfinu og kallar á „... við- brögð yfirvalda þessa lands.“ Hvað á Arnar við? Vill hann takmarka rétt sakbornings til þess að bera af sér sakir? Vill hann að þeir sem stjórna rannsókn opinberra mála eigi jafnframt að ákveða hverjir skuli vera verjendur sakborninga og hvernig þeir skuli haga störfum sín- um?“ Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur og verjandi Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar. Hugleiðingar Arnars Jenssonar SJÓNARHÓLL, ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir, hefur endurnýjað samninga við bakhjarla sína til næstu þriggja ára. Fulltrúar Sjónarhóls og bak- hjarlanna staðfestu áframhaldandi samstarf með undirritun fyrirheita í gær. Bakhjarlar Sjónarhóls til næstu þriggja ára verða Actavis hf, Landsbankinn, Össur hf., Poka- sjóður, Hringurinn og Vífilfell hf., sem nú bætist nýr í hópinn. Með undirskrift fyrirheitanna skuld- bundu bakhjarlarnir sig til að greiða 39,3 milljónir kr. samanlagt til rekstrar Sjónarhóls. Árleg fram- lög þeirra nema 13,1 milljón kr. Ríkisstjórnin leggur til 45 milljónir króna til þriggja ára á móti eða 15 milljónir kr. á ári. Hjá Sjónarhóli er veitt foreldra- miðuð ráðgjöf um réttindi, úrræði og þjónustu í íslensku velferð- arkerfi. Þar geta foreldrar rætt á eigin forsendum um þarfir sínar fyrir þjónustu og sótt stuðning til að fá þeim mætt. Ráðgjöfin endurgjaldslaus „Ráðgjöfin hjá Sjónarhóli er að- gengileg, endurgjaldslaus og óháð þjónustustofnunum á vegum ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka. Þjónustan er fyrir allt landið og ráðgjafarnir hitta fólk í heima- byggð sé þess óskað,“ segir í frétt frá Sjónarhóli. Stuðningur bakhjarlanna og rík- isstjórnarinnar ásamt fé sem safn- aðist í landssöfnuninni „Fyrir sér- stök börn til betra lífs“ haustið 2003 gerði stofnun Sjónarhóls mögulega. Frá því Sjónarhóll var opnaður haustið 2004 hafa á fimmta hundr- að foreldrar leitað ráða þar vegna barna sinna. Á grundvelli góðrar reynslu þeirra af Sjónarhóli bygg- ist áframhaldandi samstarf við bak- hjarlana. Sjónarhóll endurnýjar samninga við bak- hjarla Sjónarhóll Bakhjarlar skrifa undir fyrirheit um stuðning næstu þrjú árin. F.v.: Harpa Leifsdóttir frá Actavis hf., Árni Stefánsson frá Vífilfelli hf., Bjarni Finnsson frá Pokasjóði, Andrés Ragnarsson frá Sjónarhóli, Lárus Gunnsteinsson frá Össuri hf., Ragna Eysteinsdóttir frá Hringnum og Ágúst Viggósson frá Landsbankanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.