Morgunblaðið - 16.11.2006, Side 39

Morgunblaðið - 16.11.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 39 Á MIÐOPNU Morgunblaðsins mánudaginn 13. nóvember birtist ágæt grein eftir Björgólf Guðmunds- son, formann bankaráðs Landsbank- ans. Greinin heitir Samfélagsleg ábyrgð er sjálfsábyrgð. Í niðurlagi hennar seg- ir höfundur: „Banka- ráð Landsbankans hef- ur einsett sér að á 120 ára afmælisári bank- ans muni hann endur- skoða félagslegt hlut- verk sitt og ábyrgð í ljósi þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á eðli og starfsemi bankans á und- anförnum árum. Að því búnu mun Landsbank- inn, líkt og hingað til, láta verkin tala.“ Björgólfur Guð- mundsson tíundar í grein sinni á hvern hátt stórfyrirtæki geti sýnt samfélagslega ábyrgð og látið verkin tala. Hann vísar m.a. til góð- gerðamála og annars samfélagslegs stuðn- ings, umhverfisstefnu, ábyrgrar auðlinda- stefnu og ábyrgrar fjármálaþjónustu við almenning. Á hvaða forsendum axli fjármálamenn ábyrgð? Hið góða við grein Björgólfs er að þar er litið á það sem viðfangsefni fjármálamanna að axla ábyrgð gagn- vart því samfélagi sem þeir eru sprottnir upp úr: „Atvinnulíf er veigamikill þáttur í því samfélagi sem við öll lifum í og erum hluti af. Annað er ekki til án hins. Á sama hátt og samfélaginu nýtist vel að atvinnulíf eflist og styrkist er það atvinnulífi til framdráttar að þjóðlíf blómstri í traustu og öruggu samfélagi. Ábyrgð atvinnulífs gagnvart samfélagi er því sjálfsábyrgð. Samfélagsábyrgð fyr- irtækja er viðleitni þeirra til að efla og bæta það umhverfi sem þau starfa í“. Björgólfur Guðmundsson er ekki fyrstur manna til að vekja athygli á sjónarmiðum sem þessum nú í seinni tíð. Það hafa leiðarahöfundar Morgn- blaðsins margoft gert og það gerði einnig Þorkell Sigurlaugsson svo eft- irminnilegt dæmi sé tekið. Hann skrifaði merka grein í Viðskiptablaðið 29. júní í fyrra þar sem hann hvatti ís- lensk stórfyrirtæki til að axla sam- félagslega ábyrgð og láta fé af hendi rakna til þjóðþrifamála. Þorkell sagði að fjármagnseigendur þyrftu ekki að óttast að „hér sé sósíalismi kominn á kreik“, því „hér er verið að tala um að þetta verði gert á forsendum fyr- irtækjanna“. Ég minnist þess hve lofsvert mér þótti það vera hve skýrt Þorkell Sigurlaugsson talaði. Markaðsvætt til að lækka vöru- verð? Undanfarinn áratugur hefur verið áratugur einkavæðingar. Margvísleg starfsemi hefur verið færð undan handarjaðri fulltrúa almennings og í hendur fjármálamanna. Þetta hefur verið gert á þeirri forsendu að einka- framtakið skili betri þjónustu og lægra verði. Auk þess hefur okkur verið sagt að samfélagið eigi að sinna því sem samfélagslegt er, markaður- inn því sem markaðarins er. Nú bregður hins vegar svo við að mark- aðsfyrirtækin – alla vega hin ábyrg- ari – gerast æði upptekin af sam- félagslegu hlutverki sínu en hirða minna um þjónustu og allra minnst um verðlag. Þannig eru vextir og þjónustugjöld bankanna á okurstigi á sama tíma og Þjóðleikhúsinu eða Þjóðminjasafni Íslands eru réttar nokkrar milljónir í styrk. Að verki eru sömu fyrirtæki og okra á við- skiptavinum sínum. Olíufyrirtækin keppa ekki fyrst og fremst um við- skiptavini á grundvelli verðlags, alla vega er verðmuninum ekki fyrir að fara fremur en hjá bönkunum, heldur reyna þau að höfða til fólks á þeirri forsendu til dæmis að þau sinni vel skógrækt og upp- græðslu örfoka lands! Spurning um lýðræði Á endanum snýst þetta mál um lýðræði. Með því að lækka stöð- ugt skatta á fyrirtæki og auka þannig fjárráð þeirra – m.a. til góð- gerðastarfs og stuðn- ings við listir, menntir og önnur þjóðþrifamál er fjárveitingarvaldið fært frá fulltrúum al- mennigs til handhafa fjármagnsins. Þetta eru í mínum huga ekki framfarir heldur skref aftur á bak – inn í þann tíma er pen- ingamenn réðu lögum og lofum í samfélaginu og almannaþjónustan spannaði ekki mikið meira en að halda uppi löggæslu. Tillaga nefnd- ar forsætisráðherra um að ganga enn lengra í þá átt að ívilna stórfyr- irtækjum og auðmönn- um er þannig ekki að- eins samfélagslega ranglát heldur beinlínis atlaga gegn lýðræðinu. Ekki ætlast ég til þess að Björg- ólfur Guðmundsson sé mér sammála um þessi grundvallaratriði. Ekki heldur hitt að það eigi að flokkast undir samfélagslega ábyrgð að eig- endur og stjórnendur fyrirtækja taki ekki meira en góðu hófi gegnir í sinn vasa af rekstrarfé. En spurning er hins vegar hvort við gætum ekki orð- ið sammála um hitt, að markaðs- fyrirtæki eigi fyrst og fremst að skila vöru á góðu verði. Eða til hvers var leikurinn annars gerður? Að færa völdin til í samfélaginu? Mér þótti verðlagsþátturinn gleymast í annars ágætri umfjöllun formanns banka- ráðs Landsbankans á leiðarasíðu Morgunblaðsins. Einu gleymdi Björgólfur Ögmundur Jónasson fjallar um fjármálastarfsemi og sam- félagslega ábyrgð í tilefni af grein Björgólfs Guðmunds- sonar Ögmundur Jónasson »Undanfarinnáratugur hefur verið ára- tugur einkavæð- ingar. Marg- vísleg starfsemi hefur verið færð undan hand- arjaðri fulltrúa almennings og í hendur fjár- málamanna. Höfundur er alþingismaður. Kosningar til Alþingis eru fram- undan og vonandi sjá flestir það tæki- færi felast í kosningum að hafa áhrif á hvaða áherslur fá forgang í sam- félagi okkar sem búum á þessari litlu eyju við heimskautsbaug. Því miður er staðan hins vegar sú að þegar kemur að kosn- ingadegi verður marg- ur íbúinn að sitja heima því hann má ekki kjósa. Jafnvel ein- staklingar sem hafa búið hér lengi fá ekki að kjósa. Og af hverju? Jú vegna þess að við hin sem höfum kosn- ingarrétt og kjörgengi til alþingis höfum enn ekki haft dug í okkur og þor til þess að leggja niður það löngu úrelta kerfi sem tengingin á milli fæðingarstaðar og kosningaréttar er. Ég tel okkur sem búum á Íslandi vera heppin þar sem fjölmargir ein- staklingar með erlendan bakgrunn hafa kosið að setjast hér að og auðgað mannlíf á Íslandi á margan hátt. Þótt okkur hafi í gegnum árin gengið mis- vel að taka á móti einstaklingum frá öðrum löndum sem flytjast hingað hrósar stór hópur innfæddra Íslend- inga happi yfir því að hafa eignast vini, jafnvel ástvini úr þessum hópi. Það er gleðiefni og því þarf að halda hátt á lofti. Gæti ekki verið að við sætum enn í baðstofum í torfbæjum ef ekki hefðu komið til erlendir vinir innfæddra Íslendinga? Það er fagnaðarefni að í þeirri umræðu sem nú fer fram hafa fjöl- margir tekið til máls. Slíkt er til góðs, sér- staklega í þeim tilfellum þar sem umræðan er málefnaleg og tillitssöm í garð þeirra sem málið varðar. En mikilvægt er að ganga skrefi lengra, gera um- ræðuna faglegri og færa hana af al- mennu yfirlýsingastigi nær fólkinu sem málið varðar. Þá þarf að greina á milli umræðunnar um framtíð- arstefnu hvað varðar útgáfu dvalar- og atvinnuleyfa fyrir þá sem eru ókomnir til landsins annars vegar og stöðu þeirra sem þegar búa hér hins vegar. Samábyrgð okkar sem búum í þessu fallega landi ætti að vera slík að við tækjum höndum saman um að öllum sem landið byggja líði vel. Með því að veita öllum kosningarétt sýn- um við að við treystum öllum íbúum landsins á jafnan hátt. Slíkt heilla- skref myndi einnig þýða að tekið væri frekara skref til að afmá mörkin á milli „við“ og „hinir“. Leyfum öllum að kjósa Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifar um kosningarétt » Samábyrgð okkarsem búum í þessu fallega landi ætti að vera slík að við tækjum höndum saman um að öllum sem landið byggja líði vel. Pétur Björgvin Þor- steinsson Höfundur er djákni í Glerárkirkju. Í MORGUNBLAÐINU föstu- daginn 3. nóvember er viðtal við þrjá Austfirðinga undir fyrirsögn- inni „Illt að vera á annarri skoð- un“ þar sem þeir lýsa erfiðri reynslu af því að halda uppi and- stöðu við virkjanir og stóriðju á Austur- landi. Því miður er það svo að deilur um þau efni hafa á stund- um valdið því að bæði andstæðingar og fylgjendur hafa orðið fyrir óbilgirni. Sem betur fer hafa flestir þeir sem takast á um þessi efni þó yfirleitt getað átt málefna- legar samræður og samstarf. Það á við um samskipti mín við Þórhall Þorsteinsson, for- mann Ferðafélags Fljótsdalshér- aðs (FFF), og einn viðmælenda Morgunblaðsins á föstudaginn. Árið 2003 kom Þórhallur að máli við mig vegna fjárhagsvanda Snæfellsskála sem FFF á og rek- ur og óskaði eftir stuðningi Landsvirkjunar. Hann taldi bætt- ar samgöngur í tengslum við framkvæmdir Landsvirkjunar hafa skaðað rekstrargrundvöll skálans. Við gerðum samning sem fól í sér alls 500 þúsund króna framlag Landsvirkjunar, einkum til við- halds og endurbóta á skálanum á þriggja ára tímabili. Í viðtalinu í Morgunblaðinu er haft eftir Þór- halli að samningur þessi hafi „dottið upp fyrir á miðri leið“ og hefur Þórhallur það eftir sveit- arstjórnarmanni í Jökuldal „að Landsvirkjun sæi enga ástæðu til að styrkja félag með for- manni sem ekkert ætlaði að vitkast“. „Þarna álít ég að átt hafi að kaupa þögn mína. Þar sem ég var ekki þægur í þeirra augum var hætt við“, segir Þórhallur.“ Staðreyndin er að Landsvirkjun stóð að fullu við samninginn sem gerður var. Eftir samningstímann ósk- aði Þórhallur eftir því f.h. FFF að Landsvirkjun legði fram aðrar 500 þúsund krónur, nú til rekstrar á skálanum sumarið 2006, þar sem rekstrartekjur hefðu dregist stórlega saman. Þessu var hafnað en við Þórhallur vorum ásáttir um að Landsvirkjun legði félaginu lið við að leita að heppilegu framtíðarhlutverki fyrir skálann. Var það gert í samráði við Þórhall með bréfi þar sem því er beint til þeirra sem koma að skipulagningu þjóðgarðs norðan Vatnajökuls að huga að mögulegu hlutverki skálans í því samhengi. Sennilega má halda því fram að við Þórhallur höfum frá fyrstu tíð verið „óþægir“ í augum hvor ann- ars. Mér er minnisstætt eina skiptið sem ég hef komið í Snæ- fellsskála. Þá vildi ekki betur til en svo að Þórhallur varnaði mér vegarins um hríð ásamt öðrum, eins og lýst var í viðtalinu í Morg- unblaðinu. Fjórum árum síðar gengum við Þórhallur engu að síð- ur frá samstarfssamningi FFF og Landsvirkjunar. Sá samningur var að frumkvæði Þórhalls, sem sýndi þar kjark og áræði við að verjas hagsmuni síns félags í andstöðu við hluta félagsmanna. Erfitt er að sjá hvernig jákvæð viðbrögð við málaleitan hans geti falið í sér að ætlunin hafi verið að kaupa þögn hans. Landsvirkjun er áfram tilbúin að taka þátt í að finna Snæfells- skála framtíðarhlutverk. Það á ekki að hefta tjáningarfrelsi eins né neins og við Þórhallur getum áfram verið eins „óþægir“ í augum hvor annars og okkur lystir! Tveir óþægir? Þorsteinn Hilmarsson gerir athugasemd við viðtal Morgunblaðsins við þrjá Austfirðinga » Staðreyndin er aðLandsvirkjun stóð að fullu við samninginn sem gerður var. Þorsteinn Hilmarsson Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. ÞAÐ VAR athygl- isvert að heyra Siv Friðleifsdóttur svara því til á Alþingi ný- lega að það væri bara eðlilegt og sjálfsagt að nota aðgengi aldr- aðra Íslendinga að hjúkrunarrýmum og heimahjúkrun sem svipu í samningum um kjör þeirra. Það er algjörlega siðlaust að blanda saman framboði á lögbundinni heilbrigðisþjónustu og samningum við Landssamband eldri borgara um greiðslur frá al- mannatryggingum. Sú staða, sem samningamenn eldri borgara voru settir í, er ekki bjóðandi og ég fullyrði að svona samningatækni eða aðferðafræði eins og Siv kallaði það í þinginu gengi hvergi annars staðar. Hvernig þætti til dæmis opinberum starfsmönnum ef að- gengi að sjúkrahúsum og heilsugæslu fyrir félagsmenn í félögum opinberra starfs- manna yrði gert að atriði í samningum þeirra við ríkið um kaup og kjör? Ef þeim yrði sagt í samningum að ef þeir féllust ekki á kjörin sem væru í boði þá myndi ríkið ekki geta tryggt þeim lög- bundna sjúkrahús- og heilsu- gæsluþjónustu? Ég held að öllum myndu blöskra slíkar aðfarir af hálfu ríkisins og fullyrði reyndar að engum heilvita manni myndi detta í hug að blanda þessu tvennu saman í almennum kjara- samningum. Stjórnvöld hafa á engan hátt staðið sig þegar kemur að fram- boði á hjúkrunarrýmum fyrir aldr- aða og skorturinn á höfuðborg- arsvæðinu og nágrannabyggðum þess slíkur að til vandræða horfir. Eldri borgarar hafa lengi bent á þessa staðreynd og kallað eftir því að ríkið sinnti lögbundinni skyldu sinni. Ríkið hefur ríkum lögbundn- um skyldum að gegna á þessu sviði og tími til kominn að það sinni þeim skyldum sínum. Þingið verður að taka fram fyrir hendurnar á heilbrigðisráðherra hvað varðar breytingar á lögum um almannatryggingar, sem nú eru til umfjöllunar, og tryggja að aldraðir fái meiri leiðréttingu á stöðu sinni en ráð er fyrir gert í frumvarpinu og þær leiðréttingar komi strax á næsta ári en ekki að mestu á næsta kjörtímabili eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Heilbrigðis- og trygginganefnd getur rétt hlut aldraðra og sýnt í verki andúð sína á aðferðafræði ríkisstjórnarinnar í samningum við þá, með því að taka inn í frum- varpið þær tillögur sem settar hafa verið fram af stjórnarand- stöðunni og bíða afgreiðslu nefnd- arinnar. Þannig fengju aldraðir löngu tímabæra leiðréttingu á kjörum sínum. Siðlaus samningatækni Jón Gunnarsson fjallar um hjúkrunarrými fyrir aldraða » Stjórnvöld hafa áengan hátt staðið sig þegar kemur að framboði á hjúkr- unarrýmum fyrir aldr- aða og skorturinn á höfuðborgarsvæðinu og nágrannabyggðum þess slíkur að til vandræða horfir. Jón Gunnarsson Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.