Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG ER MARTRÖÐ KVÖLDSINS Í KVÖLD ÞÚ LÍTUR NÚ EKKERT HRÆÐILEGA ÚT HVAÐ ERTU EIGINLEGA, AFMÆLISKORT? NEI ÉG ER GJAFABRÉF FYRIR NÝRRI MJÖÐM ÞETTA ER FYRIR ALLT ÞAÐ SLÆMA SEM FÓLK SEGIR UM BUBBA! ÞETTA ER FYRIR FÓLK SEM HATAR LITLA KRAKKA! OG ÞESSI ER FYRIR FÓLK SEM SPARKAR Í HUNDA! ÞESSI STEINN ER ÚT AF KÖLDUM VETRAR- MORGNUM! ÞESSI STEINN ER ÚT AF LYGUM OG SVIKNUM LOFORÐUM! ERTU MEÐ EINHVERJAR ÓSKIR? HAHA! ÞÚ ERT MEÐ SEXHLEYPU OG ERT BÚINN MEÐ SKOTINN ÞÍN! NÚNA NÁÐI ÉG ÞÉR TISS!! „TISS?“ SVIPAN MÍN! HVAÐ ER ÞESSI MAÐUR AÐ GERA HÉRNA LENGST ÚT Í EYÐIMÖRKINNI? Á SKILTINU STENDUR: „KVARTANIR VEGNA SKATTINNHEIMTU“ PSST... ÉG MUNDI EKKI DREKKA PÚNSINN Í HUNDA- SKÓLANUM. ÞAÐ ER BRODDUR Í HONUM ÁTTU VIÐ AÐ ÞAÐ SÉ BÚIÐ AÐ SETJA ÁFENGI Í HANN?!? NEI, ÉG Á VIÐ AÐ BRODDUR SÉ Í HONUM ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ VERA ROSALEGA GAMAN AÐ VERA HÉRNA SAMAN JÁ, ÉG ER BÚIN AÐ HAFA MIKLU MEIRA GAMAN AÐ MÚSAVERÖLD EN ÉG BJÓST VIÐ ÞAÐ ER SAMT SKRÍTIÐ HVAÐ ALLT HÉRNA ER ÁKVEÐIÐ FYRIR MANN. ÞAÐ ERU SKILTI SEM SEGJA MANNI HVAR MAÐUR Á AÐ STANDA OG TAKA MYND ÉG SKIL HVAÐ ÞÚ MEINAR STANDIÐ HÉR OG HUGSIÐ UM FERÐINA ÞAÐ VAR ANSI SNIÐUGT HJÁ ÞÉR AÐ ÞYKJAST VERA LEIKARI AÐ LEIKA SJÁLFAN ÞIG TIL ÞESS AÐ SLEPPA FRÁ LÖGGUNNI NÓG KOMIÐ AF BLAÐRI ÉG ÆTLA AÐ LÁTA MIG HVERFA OG ÉG ÆTLA AÐ TAKA KONUNAN ÞÍNA MEÐ MÉR ÉG GET EKKI SLEGIST VIÐ HANN Á MEÐAN HANN ER MEÐ M.J. BÆJARSTJÓRI ítalska bæjarins Bracciano á Ítalíu hefur ákveðið að leigja fjölmiðlum aðgang að þeim gluggum ráðhússins í bænum sem snúa að Odescalchi kastalanum þar sem leikaraparið Tom Cruise og Katie Holmes munu ganga í hjóna- band á laugardag. Kostar aðgangur að gluggunum 1.000 evrur eða rúm- lega 90 þúsund íslenskar krónur. Talið er að hundruð ljósmyndara og myndatökumanna muni fylgjast með kastalanum og nágrenni hans á laugardag og reyna að ná myndum af því sem þar fer fram. Cruise og Holmes eru nú bæði komin til Ítalíu og munu þau hafa snætt kvöldverð með fjölskyldu sinni í höll Odes- calchi fjölskyldunnar í Róm í gær- kvöldi. Þá eru þau sögð búa á Hass- ler Villa Medici hótelinu í Róm en það hefur ekki fengist staðfest. Það hefur vakið athygli í aðdraganda brúðkaupsins að sjónvarpsstjörn- unni Oprah Winfrey er ekki boðið til brúðkaupsins en það vakti mikið umtal og misjöfn viðbrögð er Cruise stökk upp í sófa í viðtalsþætti henn- ar til að leggja áherslu á hamingju sína og ást á Holmes. „Það er ekki það að ég ætli ekki að mæta heldur það að þau geta bara boðið ákveðn- um fjölda gesta og ég hef ekki verið boðin“, sagði Oprah í sjónvarps- þættinum Extra „Það er í góðu lagi. Mér er ekki boðið í öll brúðkaup og ég býð þeim ekki í öll mín boð. Ég óska þeim hins vegar alls hins besta. Ég ber mikla virðingu fyrir sambandi þeirra og er að reyna að finna út úr því hvað ég eigi að gefa þeim.“ Reuters Brúðkaupsstaðurinn Odescalchi kastalinn trónir yfir bænum Bracciano. Undirbúningur fyrir brúðkaup ársins Heilsu- og kyrrðardagarverða í Skálholti þessahelgi, 17. til 19. nóvem-ber. Kristinn Ólason Skálholtsrektor er einn af umsjónarmönum dag- skrár helgarinnar: „Þetta er í fyrsta skipti sem við höldum dagskrá með þessu sniði. Við höfum verið með vinsæla daga að vori sem við köllum Kyrrð og útivist þar sem lögð er áhersla á útivist með bæði styttri og lengri gönguferðum. Með Heilsu- og kyrrðardögum viljum við, hins veg- ar, freista þess tengja saman bæði umhverfið, útivistina, staðinn og heilsusamlega matargerð,“ segir Kristinn. Dagskráin hefst með samveru- stund í Skálholtskirkju kl. 18. á föstudag. „Hópurinn snæðir saman kvöldverð og að því loknu verður farið yfir dagskrá helgarinnar. Þá verða slökunaræfingar og síðar um kvöldið verður gengið inn í kyrrðina, eins og kallað er, á kyrrðardögum Skálholts,“ segir Kristinn. „Mjög fjölbreytt dagskrá er í boði á laugar- dag. Eftir morgunmat er gengið til kirkjunnar og haldin hugvekja í kap- ellunni. Þá hefst útivistardagskrá sem tekur mið af veðri, en við reikn- um með að boðið verði upp á bæði lengri göngur og styttri eftir því til hvers fólk treystir sér. Ekki síst verðum við með hollan mat á boð- stólum sem byggist að miklu leyti á afurðum sveitarinnar, en mikil og góð lífræn ræktun fer fram hér í uppsveitum. Að auki verður þátttak- endum leiðbeint um heilsusamlega matargerð.“ Seinni hluta laugardags verður frjáls tími til hvíldar og kyrrðar, slökunar eða útivistar. Kvöldsöngur verður í kirkjunni og samverustund. Á sunnudag verða æfingar og úti- vist um morguninn og messað kl. 11 í Skálholtsdómkirkju. Heilsu- og kyrrðardagar í Skál- holti 17. til 19. nóvember eru öllum opnir. Þátttökugjaldi er stillt mjög hóf og er innifalið fullt fæði og gist- ing í Skálholti í tvær nætur. Eru þátttakendur beðnir að klæða sig í samræmi við veður, en veðurfar get- ur verið breytilegt á svæðinu á þess- um tíma árs. Kyrrðardagar á aðventu Framundan eru kyrrðardagar í Skálholti á aðventu. Helgina 24. til 26. nóvember verða kyrrðardagar í umsjón hjónanna dr. Einars Sigur- björnssonar og sr. Guðrúnar Eddu Gunnarsdóttur. Fyrstu helgina í að- ventu, 1. til 3. desember, verða að- ventu- og kyrrðardagar í umsjón dr. Hjalta Hugasonar og Ragnheiðar Sverrisdóttur djákna. Allir eru vel- komnir á kyrrðardaga á aðventu. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni www.skalholt.is, með tölvu- pósti á netföngin skoli@skalholt.is og rektor@skalholt.is og í síma 486- 8870. Á heimasíðu Skálholts má einnig finna upplýsingar um tónlistar- dagskrá staðarins og ýmsan fróðleik um sögu staðarins og minjar, en í Skálholti má finna marga merkilega muni og í kjallara dómkirkjunnar er áhugavert safn. Vellíðan | Heilsu- og kyrrðardagar með nýjum áherslum í Skálholti um helgina Hollusta, kyrrð og útivist  Kristinn Óla- son fæddist á Sel- fossi 1965. Hann lauk stúdents- prófi frá MS 1985, varð cand. theol. frá HÍ 1992, BA í klass- ískum fræðum frá sama skóla 1996 og lauk doktorsnámi við hásk. í Bamberg og Freiburg 2003. Krist- inn var starfsmaður Samhjálpar í mörg ár. Hann var aðstoðarpró- fessor og kenndi við hásk. í Frei- burg 2000-2003 og var stundakenn- ari við HÍ 2003-2006. Kristinn var skipaður rektor í Skálholti 2006. Eiginkona Kristins er Harpa Hall- grímsdóttir og eiga þau þrjú börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 312. tölublað (16.11.2006)
https://timarit.is/issue/284955

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

312. tölublað (16.11.2006)

Aðgerðir: