Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
TIL AÐ komast að raun um hvort
Íslendingar hafi stefnu í innflytj-
endamálum er nærtækast að huga
að aðstæðum og kjörum þeirra út-
lendinga sem til landsins hafa flutt,
eða starfa hér tímabundið. Aðlögun
flestra hefur að mörgu leyti gengið
vel en að öðru leyti miður. Íslensk-
an er mörgum erfið.
Eftir reynslu sl. sumars liggur
fyrir að stofnanir þjóðfélagsins voru
vanbúnar að mæta mikilli og hraðri
fjölgun innflytjenda. Samfélagið
hafði heldur ekki verið undir það
búið.
Engan þarf að undra þó viðbrögð
lítillar eyþjóðar verði með ýmsu
móti og að sitt sýnist hverjum þeg-
ar fjöldi útlendinga flyst í land
hennar á skömmum tíma.
Ef reynt er að skyggnast um
sviðið og reyna að greina stefnu
stjórnvalda er ekki ýkjamargt að
sjá. Viðurkennt er að mikill fjöldi
innflytjenda vinnur á kjörum sem
„Íslendingar“ þ.e. fólk af forn-
íslenskum norrænum ættum sættir
sig ekki við. Fyrirferðarmiklir að-
ilar á vegum hins opinbera ráða er-
lent fólk sem ekki fær vinnu í
heimalöndum sínum, á lágmarks-
launum. Láglaunastefna stjórnvalda
vegur hér þungt. Fjárveitingar hins
opinbera eru knappar. Það eru ekki
til peningar. Allir eru á bremsunni.
Vanskil Landspítalans við birgja
eru 600 milljónir. Svona er staðan.
Hér leikur hið opinbera gráan
leik. Við skerum niður fjárveitingar.
Þið ráðið útlendinga á lágmarks-
launum. Kjarasamningar við laun-
þegahreyfinguna er hin opinbera
launastefna. Hún dansar með. Út-
lendingar á lágmarkslaunum bera
uppi fiskvinnsluna, þeir eru við bú-
störf í sveitunum, þeir aka strætó,
aðrir byggja íbúðir, fyrir erlent
lánsfé, sem fáir hafa ráð á að
kaupa. Margir þeirra búa við slæm-
ar aðstæður. Jón og Gunna nú-
tímans kaupa ekki hús eða íbúð
nema að steypa sér í lífstíðarskuldir
sem þau þurfa svo að vinna fyrir á
vinnumarkaði sem hefur verið verð-
felldur af hinu opinbera með inn-
flytjendum á lágmarkslaunum.
Hvað eigum við að kalla stefnu
sem svona er í reynd? Hugsum
málið. Hér stefnir í brotlendingu.
Hvað á að gera? Kenna íslensku?
Það eru 100 milljónir á leiðinni frá
ríkisstjórninni. Það er ágætt. Þá
geta innflytjendur m.a. lesið svona
blaðagreinar. Þá biðja þeir kannski
um kauphækkun á íslensku. Brýn-
ast af öllu er að hækka lágmarks-
launin, þannig að þau verði sem
næst markaðslaunum. Það jafnar
dreifingu fólks á vinnumarkaðnum.
Útlendingar og Íslendingar verða
að standa hlið við hlið, bæði í störf-
um og launum. Það er samlögun.
Hin opinbera láglaunastefna leiðir
til hópamyndunar, með tilheyrandi
ójöfnuði, öfund, tortryggni og for-
dómum. Hún er hættuleg.
Umræðan undanfarið hefur snú-
ist um að flokka okkur í hrein og
óhrein. Umræða er tæki til að finna
lausnir. Hún á að draga okkur nær
hvert öðru, en ekki að hrinda okkur
inn í hópa sem leggjast í illa
ígrundaðan skotgrafahernað. Um-
ræðan er ung. Við þurfum að vera
jákvæð og vinna að farsælli nið-
urstöðu, þannig að við sem fyrir er-
um í landinu og þeir sem hingað
flytjast geti ávallt búið í sátt og
samlyndi.
ÁMUNDI LOFTSSON,
Hlíðarvegi 23, Kópavogi.
Þrælarasismi
Íslendinga
Frá Ámunda Loftssyni:Á ÁRUNUM 1954–1957 starfaði
ég á Keflavíkurflugvelli hjá tveggja
manna bandarísku fyrirtæki sem
framleiddi gervimjólk
fyrir varnarliðið. Þetta
var á aðaluppbygging-
arárum á Vellinum og
var mikið um að vera.
Ég var rúmlega tví-
tugur, passaði nokkuð
vel inn í ástandið.
Þegar leið að hausti
1954 varð félaga mín-
um einhver fóta-
skortur í tilverunni og
varð því að hætta. Nú
fékk ég tilkynningu
frá aðalstöðvum fyr-
irtækisins í BN að
sendur yrði nýr yfirmaður að vest-
an. Von bráðar birtist nýi maðurinn
í „vélbeljunni“ (mechanical cow)
eins og vinnustaðurinn var venju-
lega kallaður. Þetta var Frederic
Kingsham Smith, gráhærður mað-
ur, á að giska 55 ára. Ég tók nú
strax til að kenna honum á vélarnar
en ég sá fljótlega að kappinn væri
ekki til stórræða líkamlega.
Að lokinni vinnu fyrsta daginn
tók Fred mig á eintal. Hann tjáði
mér að hann starfaði hér undir
fölsku flaggi. Hann hefði ekki
hundsvit á mjólk og væri í raun og
veru njósnari fyrir CIA. Fred dró
upp passann sinn til þess að sanna
orð sín, en í honum stóð: profess-
ion: Investigator, eða rannsókn-
arfulltrúi. Hann sagðist vera ný-
byrjaður hjá stofnuninni og hefði
fyrir þrem vikum verið boðaður á
fund í New York hjá yfirmanni sín-
um. Þar var einnig til staðar lítill
hnellinn, málgefinn karl sem nefnd-
ist mr. Merrill. Ég þekkti nú kauða
því hann var einkaeigandi og for-
stjóri UDECO. Þarna sagðist yf-
irmaður CIA hafa frétt að manna-
skipti væru framundan hjá
vélbeljunni á Íslandi og þarna væri
upplagður staður til að fela njósn-
ara. Hann sagði að umsvif Amerík-
ana væri orðin svo mikil að nauð-
synlegt væri að fylgjast þar með
málum. Fred sagðist hafa sam-
þykkt að taka starfið á Íslandi og
nú vildi hann segja mér þetta í
trúnaði og vildi koma hreint til dyr-
anna í þessu máli. Ég lofaði að
koma ekki upp um njósnamennsku
hans. Það var ekki fyrr en mörgum
árum síðar, þegar ég var búinn að
sjá fjölda amerískra njósnamynda,
að ég gerði mér grein fyrir ástand-
inu. Ég var sem sé orðinn flæktur í
njósnanet CIA og það
mitt í kalda stríðinu.
Við hófum nú að
vinna saman og gekk á
ýmsu. Fred var yf-
irmaður minn og sýndi
vald sitt af bestu getu.
Karlinn var skapillur
með afbrigðum og var
óútreiknanlegur eins
og skaphundar eru oft,
en suma daga lék allt í
lyndi. Hann var fædd-
ur Englendingur, af
góðu fólki og hann
sagði mér að föð-
urbróðir hans hefði verið hinn
frægi Smith skipstjóri á Titanic,
sem sigldi fleytunni á ísjaka í
jómfrúarferð hennar. En þegar ég
fór á stórmyndina Titanic sann-
færðist ég um að Fred hafði sagt
sannleikann. Skipperinn Smith í
myndinni var nauðalíkur Fred, en
eins og kunnugt er leitast framleið-
endur heimildarkvikmynda nýlegra
atburða við að velja í hlutverkin
persónur sem líkastar fyrirmynd-
unum.
Fred var sendur í hinn fræga
skóla King’s College. Þar byrjaði
hann í læknisfræði og síðar í lög-
fræði en nennti ekki að stúdera og
hvarf frá námi. Hann þvældist til
New York um 1925 og reyndi m.a.
fyrir sér sem dansari á sviði á
Broadway. Hann minntist þess að
hafa lent með Clark nokkrum
Gable sem er eldri bíóunnendum að
góðu kunnur. Einnig sagðist hann
muna eftir litlum krumpuðum júða,
Gerschwin að nafni, sem hafði
seinna gert góða hluti í djassinum.
Hann giftist og fór aftur til Eng-
lands en þegar Ameríkanar fóru í
stríðið bauð hann sig strax fram til
herþjónustu. Hann var umsvifalaust
gerður að liðsforingja.
Starfsmaður CIA að verki
Ekki fannst mér njósnarinn Fred
hafa sig í frammi í hlutverki sínu.
Málin gengu hljótt fyrir sig þrátt
fyrir mikil umsvif og fjölda starf-
manna á Keflavíkurvelli. Samvinna
Íslendinga og Ameríkana gekk mik-
ið til hnökralaust. Ég held að Fred
hafi fljótlega komist að því að ekk-
ert saknæmt eða óhreint var að
gerast á Vellinum. Fred spurði mig
oft tíðinda úr lífinu og fékk lítið út
úr því. Ekki gat ég þó stillt mig um
að segja honum eilítið kryddaðar
frásagnir af atburðum á Vellinum.
Ég sagði honum m.a. frá mynda-
pössunum. Yfirvöld vallarins létu
útbúa málmskildi og á skjöldinn var
letrað nafn handhafa og mynd af
honum. Nældu menn skjöldinn utan
á vinstri brjóstvasa. Ég hafði allt á
hornum mér í sambandi við þetta.
Þetta væri alltof dýrt og einhver
væri að maka krókinn. Passinn
kostaði víst um 100 krónur, sem var
ekki mikið. Ég minntist ekkert á
prísinn og Fred kokgleypti söguna.
Ég gleymdi þessu strax.
En viti menn. Um mánuði seinna
kom Fred rauðglóandi í vinnuna og
sagði að ég hefði farið illa með
hann. Ég sagðist vera saklaus eins
og KFUM-drengur. Það skaust upp
úr Fred að hann hefði skrifað
skýrslu um mál þessi til CIA-
manna. Þeir hefðu látið rannsaka
þau og hann hefði fengið þau í
hausinn aftur og hlotið hina mestu
skömm fyrir.
Fred fer til Frankós
Smám saman fór ég taka eftir að
Fred vildi losna frá Íslandi. Njósna-
málin gengu illa og ég hafði það á
tilfinningunni að til stæði að reka
hann frá CIA. Honum bauðst nú að
halda til Spánar þar sem Frankó
var enn við völd og vinna hjá mjólk-
urfyrirtækinu á amerískri herstöð í
Cadix á suðvesturhorni Spánar. Og
„Miðgáfnaumboðið“ missti vænsta
sauðinn. Fred var síðan rekinn frá
Spáni sex mánuðum síðar vegna
sóðaskapar og yfirgangs við inn-
fædda. Ég frétti síðan nokkrum
mánuðum síðar af karlinum.
Bjó hann þá í Nýju Jórvík og lifði
á atvinnuleysisbótum.
Með njósnara CIA
á Keflavíkurflugvelli
Ríkarður Pálsson segir
frá starfi sínu hjá varnarliðinu
á Keflavíkurvelli á tímum
kalda stríðsins
»Ég var sem sé orðinnflæktur í njósnanet
CIA og það mitt í kalda
stríðinu.
Ríkharður Pálsson
Höfundur er tannlæknir.
Kærleiksríki
Guð!
Þú sem ert
skapari allra
manna. Þú sem
elskar alla menn
jafnt. Þú sem
sendir son þinn,
Jesú Krist, til að
deyja fyrir synd-
ir allra manna og
til þess að fyr-
irgefa okkur öllum og gera okkur
að samerfingjum þínum að eilífu.
Takk fyrir þá fegurð sem því fylgir.
Blessaðu okkur mannfólkið öll
eins ólík og oft ósammála og við er-
um. Takk fyrir öll blæbrigðin, mis-
jafna hæfileika og náðargjafir. En
hjálpaðu okkur og veittu okkur þá
náð þótt ólík séum og með ólíkar
skoðanir að vera eitt í þér.
Blessaðu samskipti fólks sem á
sinn ólíka uppruna. Blessaðu sam-
skipti þjóða og þjóðarbrota. Gefðu
okkur skilning á hinum misjöfnu
menningarheimum. Veittu okkur
friðaranda, víðsýni og umburð-
arlyndi.
Hjálpaðu okkur Íslendingum að
átta okkur á hver við erum og
hvert við viljum stefna. Minntu
okkur á sögu okkar og þau gildi
sem við halda viljum í heiðri til að
nesta komandi kynslóðir með, von-
andi til heilla og blessunar. Hjálp-
aðu okkur að fóta okkur í veröld-
inni og fara ekki fram úr sjálfum
okkur. Lát okkur aldrei velja með-
vitað eða ómeðvitað að tapa áttum í
þessari veröld og þar með sjálfum
okkur og tilgangi með afskiptaleysi,
afstöðuleysi eða með því að fljóta
áfram týnd í tíðarandanum sem
enginn veit hvert stefnir og enginn
hefur stjórn á. Hjálpaðu okkur
heldur að nema staðar og hugsa
okkar gang.
Hjálpaðu okkur að móta mark-
vissa og manneskjulega, skynsama
og eðlilega, skýra og heilsteypta
stefnu í málefnum innflytjenda og
styddu okkur síðan í því að taka vel
á móti því fólki sem hingað vill
flytjast búferlum til að setjast hér
að og við treystum okkur til að
taka á móti.
Hjálpaðu okkur að koma fram
við þau sem hingað flytja af virð-
ingu, vináttu og hjálpsemi og
styddu okkur til að umgangast þau
á eðlilegan hátt sem jafningja.
Hjálpaðu okkur að sýna þeim þol-
inmæði og skilning og að aðstoða
þau við að finna sig og fóta á meðal
okkar svo þau fái að aðlagast þjóð-
félagi okkar á sem eðlilegastan
hátt. Þannig að þau fái notið sín
sem fullgildir Íslendingar.
Þess bið ég þig, miskunnsami og
kærleiksríki Guð, í nafni frelsarans,
Jesú Krists. Amen.
SIGURBJÖRN ÞORKELSSON,
rithöfundur og framkvæmda-
stjóri Laugarneskirkju.
Bæn fyrir samskipt-
um þjóða, sjálfum
okkur og nýbúum
Frá Sigurbirni Þorkelssyni:
Sigurbjörn
Þorkelsson
FYRIR skömmu birtist í
Blaðinu grein eftir Jón Magn-
ússon hrl. sem bar yfirskriftina
„Ísland fyrir Íslend-
inga?“. Þar rekur
hann í stuttu máli rök
fyrir því að heppilegt
sé fyrir fámenna þjóð
sem Íslendinga að
fara sér varlega í
þeirri þróun að gal-
opna landið fyrir út-
lendingum, en þeim
hefur fjölgað afar
hratt, einkum á örfá-
um síðustu árum. Í
kjölfar greinarinnar
spannst allnokkur
umræða í fjölmiðlum
um málið, sem eðlilegt er, enda
um að ræða efni sem nauðsynlegt
er að fjalla um vandlega.
Þá sjaldan að menn hafa lýst
efasemdum um þessa þróun hefur
jafnan risið upp hópur stjórnmála-
manna og fjölmiðlakjaftaska, sem
hafa allt á hornum sér og upp-
nefna menn rasista, ofstækismenn,
útlendingahatara eða eitthvað það-
an af verra. Þetta hefur orðið til
þess að fjölmargir hafa veigrað
sér við því að ræða málið op-
inskátt af ótta við vægðarlausar
árásir fjölmiðla, sem hafa verið
mjög hallir undir op-
ingáttarstefnu. Nú
kann að hafa orðið
breyting þar á. Al-
menningi er að verða
ljóst að ýmsar hættur
og vandamál eru sam-
fara mikilli og hraðri
fjölgun útlendinga,
þótt landsmenn hafi
ævinlega verið hjálp-
legir og umburð-
arlyndir gagnvart er-
lendu fólki, sem
hingað hefur komið,
ýmist á vegum stjórn-
valda sem flóttafólk, eða á eigin
vegum til að freista gæfunnar í
von um betri lífskjör.
Vandamálin og skuggahliðarnar
eru smátt og smátt að líta dagsins
ljós og sú áleitna spurning hlýtur
að vakna: Viljum við að íslenska
samfélagið þróist í svipaðan far-
veg og önnur norræn samfélög,
hvað innflytjendamál varðar? Ég
býst við því að svarið sé nei – og
hvað er þá til ráða? Svokölluð að-
lögun hefur verið sem töfraorð í
þessu samhengi. En hvað skal
gera við þann sem kærir sig ekki
um aðlögun og telur sig ekki þurfa
á henni að halda? Varla verður
slíkur einstaklingur píndur til að
læra íslensku – saga landsins
verður honum ókunn, sem og
skáldin. Sá margslungni þráður
sem spunninn er um land, þjóð og
tungu Íslendinga er honum óvið-
komandi og framandi. Hann flýtur
á sósíalísku velferðarflotholti fjöl-
menningarhyggjunnar, sem
vinstrimenn í Vestur-Evrópu hafa
byggt upp af grunnhyggni síðustu
áratugi. Það er ekkert til í reynd,
sem heitir fjölmenningarþjóðfélag
eða fjölmenningarríki þegar Ís-
land er annars vegar. Miklu nær
væri að spyrja: Viljum við að fleiri
en ein þjóð búi í þessu landi?
Svari hver fyrir sig.
Hroll setur að ís-
lenskum sósíalistum
Gústaf Níelsson fjallar um mál-
efni innflytjenda
» Viljum við að ís-lenska samfélagið
þróist í svipaðan farveg
og önnur norræn sam-
félög, hvað innflytjenda-
mál varðar?
Gústaf Níelsson
Höfundur er sagnfræðingur.