Morgunblaðið - 16.11.2006, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 16.11.2006, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 35 Óvopnaðar konur á Gazaströnd hafa tekið forystuna í að verjast nýj- ustu blóðugu árás Ísraelshers. Í dögun, 8 nóvember, varpaði ísr- aelski flugherinn sprengjum á heim- ilið mitt og lagði það í rúst. Ég var skotmarkið, en í minn stað lést Nahla, mágkona mín, í árásinni ásamt átta börnum sem hún hafði fyrir að sjá. Í sömu árás varpaði Ísr- aelsher sprengjum á íbúðarhverfi í bænum Beit Hanoun á Gaza- ströndinni, drap þar 19 og særði 40. Af þeim látnu voru margir drepnir í rúmum sínum. Sextán manns úr Athman- fjölskyldunni fórust, elst þeirra var Fatima, 70 ára, en Dima, sú yngsta var eins árs. Sjö fjölskyldumeðlim- anna voru börn. Tala látinna í Beit Hanoun fór upp fyrir 90 á einni viku. Þetta er tíunda árás Ísraela á Beit Hanoun frá því að þeir lýstu yfir að herinn yrði fluttur burt frá Gaza. Herinn hefur breytt bænum í afgirt hersvæði, þar sem 28.000 íbúar eru látnir sæta hóprefsingu. Ísraelskir skriðdrekar og hersveitir hafa um- kringt bæinn dögum saman og varp- að sprengjum á hann. Skrúfað var fyrir vatn og rafmagn og á meðan dánartíðnin eykst hefur engum sjúkrabílum verið hleypt inn á svæð- ið. Ísrelskir hermenn brutust inn í húsin, lokuðu fjölskyldurnar inni og komu leyniskyttum fyrir á húsþök- unum, sem skjóta á allt sem hreyfist. Við vitum ekki enn hvað hefur orðið af sonum okkar, eiginmönnum og bræðrum frá því að allir karlmenn yfir 15 ára voru numdir á brott þriðjudaginn 7. nóvember. Þeim var skipað að afklæðast, svo þeir voru aðeins á nærbuxunum, síð- an voru þeir handjárnaðir og færðir á brott. Það er ekki auðvelt – fyrir móður, systur eða eiginkonu að horfa á ást- vini sína hverfa fyrir framan augun á sér. Kannski var það þetta sem gerði mér og 1500 öðrum konum kleift að sigrast á ótta okkar og brjóta út- göngubann Ísraels föstudaginn 3. nóvember, og reyna að frelsa nokkra af ungu mönnunum okkar sem voru umsetnir í mosku, þar sem þeir reyndu að verja okkur og borgina okkar fyrir hernaðarmaskínu Ísr- aels. Við buðum sterkasta hernum í heimshluta okkar birginn óvopn- aðar. Hermennirnir voru búnir nýj- ustu vopnum og við höfðum ekkert nema hver aðra og frelsisþrá okkar. Þegar við höfðum komist í gegn um fyrsta vegatálmann jókst sjálfs- traust okkar, og við urðum ákveðnari í að rjúfa þetta kæfandi umsátur. Hermennirnir í hinu svo- kallaða varnarliði hikuðu ekki við að skjóta á óvopnaðar konur. Ég man eins lengi og ég lifi eftir sjóninni þegar nánar vinkonur mínar, Ibt- issam Yussuf abu Nada og Rajaa Ouda, drógu andann í hinsta sinn, al- blóðugar. Seinna varpaði ísraelsk flugvél sprengju á rútu sem var að flytja börn á leikskólann. Tvö börn létust ásamt kennaranum þeirra. Í síðustu viku létust 30 börn. Þegar ég geng um troðfullan spítalann nístir það mig að sjá mikinn fjölda lítilla lík- ama örótta eða aflimaða. Við þrýst- um börnunum okkar þétt að okkur þegar við förum að sofa, í veikri von um að við getum varið þau gegn skriðdrekum og herflugvélum Ísr- aels. En eins og þetta hernám og fjöldarefsing séu ekki nóg, erum við Palestínumenn einnig fórnarlömb kerfisbundins umsáturs sem hinn svokallaði frjálsi heimur heldur okk- ur í. Við erum svelt og kæfð í refs- iskyni fyrir að við voguðum okkur að nýta okkur þann lýðræðislega rétt að velja okkur leiðtoga og fulltrúa. Ekkert grefur meira undan fullyrð- ingum Vestursins um að það sé að verja frelsi og lýðræði heldur en það sem er að gerast í Palestínu. Skömmu eftir að Bush lýsti yfir áformum sínum um að koma á lýð- ræði í Mið-Austurlöndum, gerði hann allt til að kæfa lýðræðið okkar í fæðingu, með því að láta handtaka ráðherra okkar og þingmenn. Ég á enn eftir að heyra Vesturveldin for- dæma það að húsinu mínu, kjörins þingmanns, hafi verið rústað og ísr- aelskar sprengjur hafi drepið fjöl- skylduna mína. Þegar lík vina minna og starfsystkina lágu sundurtætt heyrðist ekki aukatekið orð frá hús- bændunum á Kapitól hæð og í Downingstræti 10, sem segjast vera verndar kvenréttinda. Hvers vegna ættum við Palest- ínumenn að þurfa að sætta okkur við að landinu okkar sé stolið eða að við sætum þjóðernishreinsunum og sé neitað um grundvallarmannréttindi, að þurfa að dúsa í guðsvoluðum flóttamannabúðum, án þess að mót- mæla og veita viðnám? Lærdómurinn sem heimsbyggðin ætti að læra af Beit Hanoun í síðustu viku er að við Palestínumenn mun- um aldrei láta landið, bæina og þorp- in okkar af hendi. Við munum ekki hvika frá þeim lögmætu réttindum okkar að fá brauðflís eða hnefa af hrísgrjónum. Við, konurnar í Palest- ínu, munum andæfa þessu hrotta- lega hernámi þó byssum sé beint að okkur, við séum umsetnar eða svelt- ar. Réttindaafsal okkar og afkom- enda okkar er ekki til umræðu. Hver sá sem vill frið í Palestínu og í Mið- Austurlöndum verður að beina orð- um sínum og hömlum að hernáms- veldinu, ekki þeim hernumdu, að gerandanum en ekki fórnarlambinu. Sannleikurinn er sá að lausnin er í höndum Ísraels, hers þess og banda- manna þess – ekki kvenna og barna Palestínu. Við sigruðumst á ótta okkar Eftir Jameelu al-Shanti » Við, konurnar í Pal-estínu, munum and- æfa þessu hrottalega hernámi þó byssum sé beint að okkur, við séum umsetnar eða sveltar. Palestínsk stúlka mótmælir árásum Ísraela á bæinn Beit Hanoun í norður- hluta Gaza 3. nóvember sl. Höfundur er þingmaður Hamas- samakanna í fulltrúadeild palestínska þingsins. Hún fór fyrir mótmæla- göngu kvenna gegn umsátrinu í Beit Hanoun föstudaginn 3. nóvember. Þessi grein birtist upphaflega í breska dagblaðinu The Guardian. STUNDUM finnst mér að fólk megi ekki hafa skoðanir, sannfær- ingu eða trú, þá sé það flokkað sem ofstæki, rasismi eða skortur á um- byrðarlyndi. Ég bý í heimi þar sem oft virðist sem illskan ráði ríkjum. Glæpir eru daglegt brauð og ofbeldið talar allt- af hærra og hærra. Við erum upp- tekin við að reyna að finna lausnir á þessu, við viljum jú búa í öryggi og friðsemd. Byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann. Forvarnir eru nokkuð sem við erum að vinna í. Vissulega þarf að gera það, því að afneitun á ástandi er ekki lausnin. En hvar byrjar illskan, hvar byrj- ar stríðið? „Af hverju koma stríð og af hverju koma sennur meðal yðar? Af hverju öðru en girndum yðar, sem heyja stríð í limum yðar. Þér girnist og fáið ekki, þér drepið og öfundið og getið þó ekki öðlast. Þér berjist og stríðið. Þér eigið ekki, af því að þér biðjið ekki. Þér biðjið og öðlist ekki af því að þér biðjið illa, þér viljið sóa því í munað!“ (Jak- obsbréf 4,1–3.) Biblían vísar til okk- ar sjálfra, okkar eig- ingjarna og óbilgjarna eðlis. Mikið til í því. Ég er sek um að vera oft eigingjörn og óbil- gjörn. Á öðrum stað í Orðinu er okkur bent á að vera ekki eins og maður sem skoðar sjálfan sig í spegli, en gleymir því svo jafn- skjótt hvernig hann leit út, um leið og hann snýr sér frá spegl- inum. Sjálfskoðun er sem sagt til lítils ef af- neitunin er til staðar og sjálfsrétt- lætingin. Við mennirnir þykjumst oft vera vitrir og vitsmunahroki er eitthvað sem ég sé og skynja allt í kringum mig og oft gríp ég sjálfa mig, þegar sú hugsun flýgur í gegn að ég sé svo ansi bara gáfuð. Menn heyja kapp- ræður og vega mann og annan með orðræðu. Við erum góð með okkur og spegilmyndin er greinilega ekki alltaf ljóslifandi fyrir okkur. En hvert er ég að fara með þess- um hugleiðingum? Jú, við vitum (vonandi) að víða í hinum vestræna heimi eru landslögin byggð á kristi- legum grunni, upp úr Biblíunni. Boðorðin tíu, flest þekkjum við eitt- hvað af þeim. En stór hluti af samfélags- lögum okkar virðist byggjast á Nýja testa- mentinu, þar sem Jes- ús bendir okkur á að vera miskunnsöm og fyrirgefandi, og huga að okkar minnsta bróð- ur. Verið fyrri til að veita hvort öðru virð- ingu segir Páll og á þar við bæði kynin. Sjáið um útlendinga og ekkj- ur. Enginn rasismi þar. Hugsun mín og gildismat byggist vissulega á þessum gömlu góðu gildum sem spretta af orðum Krists. En Biblían segir okkur líka að við eigum ekki að samþykkja synd, þ.e. ef eitthvað stríðir gegn þessum gildum og lögum landsins, sem stjórnarskráin býður, þá eigum við ekki að samþykkja það. Er það þá rasismi? Ég tek því undir það að við eigum að vanda okkur betur og horfa á það með opnum augum og hlusta á um- ræðuna, en láta samt ekki mata okkur. Maður án sannfæringar er eins og skipreika maður sem veit ekki hvert hann stefnir. Í hvernig þjóðfélagi viljum við lifa, hverju vilj- um við halda og hvaða nýjungar viljum við tileinka okkur? Ég fyrir mitt leyti vil lifa í velmegun (eiga í mig og á), í friðsemd, í samfélagi þar sem jafnrétti og bræðralag rík- ir, tjáningarfrelsi og virðing og þar sem sýnd er umhyggja fyrir náung- anum. Ég vil ekki önnur lög en þau lög, sem í landinu eru. Víða hafa verið vandamál vegna þessa með innflytj- endur, þar sem trúarbrögð þeirra aðlagast ekki okkar lögum. Ég tel að það þurfi að vera afar skýrt fyrir þeim, sem hér setjast að, hver landslögin eru og að menn sam- þykki að beygja sig undir þau. Ég vil að betur sé staðið að tungumála- kennslu fyrir innflytjendur og þeir séu upplýstir um rétt sinn og að reynt verði að halda betur utan um það, svo að atvinnuveitendur geti ekki misnotað aðstöðu sína. Á Íslandi hafa blóð og sviti runnið í okkar verkalýðsbaráttu og sárt til þess að hugsa, að hún geti farið fyr- ir bí. Það er öllum til góða að betur sé að þessu staðið en hefur verið hing- að til, og þetta er vissulega þörf um- ræða og grafalvarleg. Við erum að tala um fólk, innflytjendur og okkur sjálf. Breytt samfélagsmunstur og við getum, ef við viljum, haft mikil áhrif á hvert stefnir. Við getum sett okkur markmið og náð þeim. Til þess þarf að mínu viti umræðu án ásakana um rasisma og stefnumót- un. Ég er óflokksbundin og hef aldrei kosið Frjálslynda, en tek ofan fyrir þeim að hefja þessa umræðu, sem hvílir þungt á mörgum. Hvað er rasismi? Guðlaug Helga Ingadóttir fjallar um trúarbrögð, innflytjendur og fordóma »Maður án sannfær-ingar er eins og skipreika maður sem veit ekki hvert hann stefnir. Guðlaug Helga Ingadóttir Höfundur er söngkona og leirlistarkona. Heyrst hefur: Það var sagt honum að fara. RÉTT VÆRI: Honum var sagt að fara. Gætum tungunnar Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. Engin gerviefni í rúmfötunum frá okkur Borgin gegn landinu keppendur eða samherjar? Ráðstefna um fasteignamarkað og byggðaþróun á Íslandi. Á vegum Rannsóknarseturs í húsnæðismálum við Háskólann á Bifröst. Samstarfsaðilar: Félagsmálaráðuneytið og Íbúðalánasjóður Föstudaginn 17. nóvember 2006 kl 13.15-15.15. Hótel Nordica salur G Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra setur ráðstefnuna. Magnús Árni Skúlason, dósent. Frá einsleitu til alþjóðlegs samfélags – hinir nýju Íslendingar. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor. Hvar er landsbyggðin...og hvar ekki? Um hreppapólitík, lands- byggðarpólitík og höfuðborgarpólitík. Vífill Karlsson, dósent. Fasteignamarkaður einstakra sveitarfélaga: Landfræðilegt litróf fasteignamarkaðar – Munur fasteignaverðs einstakra landshluta. Ráðstefnustjóri: Herdís Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar og formaður ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Pallborð: – Guðný Hrund Karlsdóttir, f.v. sveitarstjóri á Raufarhöfn.; Sigríður Dögg Auðunsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu; Vífill Karlsson, dósent við Háskólann á Bifröst; Magnús Árni Skúlason, forstöðumaður Rannsóknarseturs í húsnæðismálum og dósent við Háskólann á Bifröst; og Grétar Þór Eyþórsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Bifrösts og professor. Íbúðalánasjóður býður upp á léttar veitingar í ráðstefnulok.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.